Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1984, Qupperneq 6

Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1984, Qupperneq 6
6 vestfirska I rRETTABLASIS ÚR BÆJARLÍFINU Ekki eru allar löggur vondar. Þessi er líka knattspymumaður og frár á fæti ef einhverjum skyldi detta í hug að leggja á flótta. Neisti hefur nú skipt litum, enda hefur Pensillinn fengið húsið til afnota. Þegar þessi mynd var tekin voru menn ekki enn búnir að gera upp við sig hvort húsið ætti að vera blátt eða grænt. Græni liturinn varð ofaná. Skrykkurinn hefur borist til ísafjarðar. Þessir piltar sýndu listir sínar fyrir utan Pólinn í síðustu viku. Þeir tapal, þeir tapal, sagði Maggúdd — Hann hafði rétt fyrir sér. VIÐ LOKUM EKKI Hingað til höfum við yfirleitt lokað vegna sumarleyfa í júlímánuði EN EKKINÚNA Með vaxandi umsvifum í fjórð- ungnum hefur verkefnum okkar fjölgað og því munum við vinna alla 12 mánuði ársins 1984 HVAÐ GETUM VIÐ GERT FYRIR ÞIG? Hringdu í Árna í síma 3223 S Prentstofan Isrún hf. Fimmtíu ára og alltaf í framför Síminn okkar er 4011 vestfirska I rRETTABLASIS Hún var getin í meinum — að talið var — á einum útkjálka íslandsbyggðar. Stórbóndinn er talinn var faðir hennar, með- gekk ekki faðernið. En áður hafði hann gert móður hennar barn, er hann gekkst við, og var dæmdur í fangelsi fyrir, vegna ótilhlýðilegra kynmaka. Það barn gekk til feðra sinna sem kornabam eða var fætt and- vana. Móðir hennar er í (slúður) frásögnum manna á meðal, sögð hafa verið andlega og/eða líkamlega vanheil. Hún ólst upp í fóstri hjá góðu fólki. En skuggi (slúður) sagn- anna hvíldi á barnæsku hennar og fylgdi henni alla ævi. Hún giftist ung almúga- manni, sem ekki var í hávegum hafður. Þau byrjuðu búskap á útkjálkajörð með aðeins fjórar kindur að stofni. En með dugn- aði og hagsýni urðu þau fyrr en ætla mætti bjargálna fólk þarna í þessari útkjálkavík, þar sem hafrót norðursins bylur á ströndinni með þungum nið að vetrarlagi, hafís þakti strendur og hvítabirnir gengu stundum á land — ól hún meirihluta sinna fjórtán barna. Þar sem læknis hjálp var sjaldan tiltæk — og hver varð að deyja drottni sín- um ef svo vildi verkast. Nokkur þeirra dóu ung, en flest eru enn starfandi nýtir þjóðfélagsþegn- ar, er margir þeir sem merki- legri þykjast vera mættu blygð- ast sín fyrir. Nú er maður hennar dáinn, en sjálf bíður hún sem einstæð- ingur endalokanna — greiðslu þeirrar skuldar við lífið, sem allir þurfa að gjalda — og verða að gjalda — að lokum. Skuggi (slúður) sagnanna um ætterni hennar fylgir henni á leiðar- enda. Einmana bera hún ellina má — Um það er lítið að segja. — — Samræður við hana enginn á, það er hennar hlutskipti að þegja. - HÚN Á AÐEINS EFTIR AÐ DEYJA. — Isaf. 4/6 ‘84 E.A.G. Landshluta- fundur um skógrækt Landshlutafundur var haldinn á vegum Skógræktarfélags ís- lands 15. júní. Þar mættu m.a. fulltrúar frá Skógræktarfélagi íslands og Skógrækt ríkisins. Eftir að gengið var til dag- skrár skýrðu fulltrúar skóg- ræktarfélaganna á Vestfjörðum frá skógræktarstörfum á félags- svæðum sínum. Að því loknu kvaddi Snorri Sigurðsson frá Skógræktarfélagi íslands sér hljóðs og kvað hann viðhorf og afstöðu til Vestfjarða hafa breyst, menn væru farnir að viðurkenna möguleika Vest- fjarða á skógrækt en áður höfðu menn litla trú á því. Sigurður Blöndal skógræktarstjóri talaði um markmið starfsins, sem hann taldi að ætti að vera fegrun umhverfis fremur en timburframleiðsla. Hann fór nokkrum orðum um ýmsa ræktunarstaði á Vestfjörðum og gaf umsögn um þá. Nokkur umræða spannst um starfsvið skógarvarða og voru menn almennt á því að stefna ætti að því að skógarvörður starfaði á Vestfjörðum. Ýmsir fleiri tóku til máls. Hulda Valtýsdóttir frá Skóg- ræktarfélagi íslands talaði fyrir ályktun þar sem fundurinn skorar á bæjar- og sveitar- stjórnir á Vestfjörðum að stuðla að eflingu trjá- og skógræktar í sínum heimahéruðum. Álykt- unin var samþykkt samhljóða. Hulda gerði einnig að tillögu sinni að kjörin yrði nefnd til að starfa að því að ráðinn verði starfsmaður til að vera félags- mönnum og sveitarstjómum til ráðuneytis um ræktun trjáa. Var það gert. Gjafir til Hrafnseyr- arkirkju Efnt var til hátíðahalda á Hrafnseyri 17. júní. Þar mess- uðu sr. Torfi Stefánsson á Þingeyri og Dalla Þórðardóttir á Bfldudal. Hrafnseyrarnefnd var á staðnum og dr. Matthías Jónasson flutti minni Jóns Sig- urðssonar. Þá gaf Ágúst Böðv- arsson Ijósrit af Guðbrands- biblíu til nýju kapellunnar til minningar um konu sína, systur sína og móður sína. Einnig var tekinn í notkun nýr hökull, gef- inn af Guðrúnu Stefánsdóttur húsfreyju á Hrafnseyri, ásamt eiginmanni og móður. Guðrún Vigfúsdóttir óf. Kirkjukór Þingeyrar söng í messunni og Jón Kr. Ólafsson frá Bíldudal söng einsöng. Org- anleikari var Helga Gísladóttir úr Reykjavík. Tvö börn voru skírð. Karlakórinn lék síðan einnig eftir messu og Elís Kjaran flutti frumort Ijóð. Að því búnu var öllum boðið í kaffi hjá staðar- haldaranum, Hallgrími Sveins- syni og konu hans. TIL SÖLU Toyota Carina árgerð 1974. Upplýsingar í síma 4369 eftir kl. 19:00

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.