Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 09.07.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 09.07.1984, Blaðsíða 1
____vestfirska_____ FRETTABLADID 32. tbl. 10. árg. 9. júlí 1984. Vestfirska fréttablaðið kemur út á mánudögum og fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 17:00 og sunnudaga kl. 13:00 til 17:00. Síminn er 4011. Blaðamaður Rúnar Helgi Vignisson, sími 3325. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Auglýsingar o.fl. Rúnar Þórisson. Utgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan (srún hf. ísafirði. Verð í lausasöiu kr. 15,00. Auglýsingaverð 130,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað eftirá, gjalddagar hálfsárslega. ísafjarðarstúlkurnar unnu nú sinn annan sigur í I. deild kvenna. Pær hafa því 6 stig og eru nú í fjórða sæti í sínum riðli. Næsti leikur er á móti IA hér heima á fimmtudaq- inn. Þessi mynd var tekin þegar KR-stúlkurnar sóttu þær ísfirsku heim sl. fimmtudag. Kaupmenn á ísafirði: Vilja að lokunartími versl- ana verðir gefinn frjáls I Kaupmenn á (safirði hafa beint þeim tilmæium til bæjar- stjómar ísafjarðar, að hún hlutist til um að lokunartími verslana verði gefin frjáls. Sem kunnugt er hafði bæjarstjóm fsafjarðar fengið eríndi þess efnis frá bæjarfógeta, að end- urskoðun færi fram á gildandi reglum frá 1954 um lokunar- tima verslana í kaupstaðnum. Bæjarráðsfundur óskaði svo eftir því við Verslunarmanna- félag (safjarðar og Kaup- mannafélagið að þau settu fram óskir sínar í þessu efni. Heiðar Sigurðsson varafor- maður Kaupmannafélagsins sagði í samtali við Vf, að kaupmenn hefðu ekki hingað til beitt sér fyrir því að á yrðu gerðar breytingar. Þeir hefðu alltaf litið svo á, að Iokunar- tíminn væri frjáls. Það hefði I verið túlkunaratriði en ekki samkvæmt reglum. Nú hefðu kaupmenn hinsvegar óskað eftir að þetta yrði formlega gefið frjálst. Vf hafði samband við Elínu Tryggvadóttur formann Verslunarmannafélags Isa- fjarðar og sagði hún að félagið hefði ekki sett fram neinar hugmyndir um breytingar á reglum um lokunartíma versl- ana. Hún taldi að þær hug- myndir ættu að koma frá kaupmönnum sjálfum ef þeir vildu einhverjar breytingar. Verslunarfólk hefði ekkert við núverandi lokunartíma að at- huga. Að sögn Elínar hafa hugmyndir kaupmanna ekki verið lagðar fyrir verslunar- mannafélagið. r “ ■ ■'- ■ - ■ “ ■■ - " -1 J Símstöðin: J 1600 ný ! jnúmer i J Símstöðin á ísafirði hefur J | nú verið stækkuð og við það | I hafa fengist 600 ný síma- ■ J númer. Þannig er nú ekkert ! | þvi til fyrirstöðu, að þeir fái § I síma sem hafa þurft að bfða I J undanfarið. I í samtali við Vf sagðistj I Erling Sörensen vera ósköp ■ I ánægður með að fá inn við-1 J bótarstöðina, því það væri J I alltaf leiðinlegt að geta ekki | ■ skaffað síma. Hann sagði að ■ J tiltölulega greiðlega hefði J I gengið að fá þessa nýju stöð | ■ inn. Með tilkomu nýju ■ J tölvustýrðu stöðvanna íj I Reykjavík hefði losnað efni| I sem hentaði vel fyrir sím-l J stöðina hér. J I Að sögn Erlings er fram-| I undan að tengja alla hand-í J virka notendur í Isafjarðar-J J djúpi við sjálfvirku stöðina á J I ísafirði. Einnig verða sím-| J notendur í Súðavík tengdirj J Isafjarðarstöðinni í staðj I sjálfvirku stöðvarinnar þar. | Hjálmur á Flateyri: Lokaðí Togarinn Gyllir frá Flateyri mun stöðvast í lok júlímánaðar, þar sem hann verður settur í slipp í Reykjavík. Af þessum sökum mun vinnsla i Hrað- frystihúsinu Hjáimi liggja niðri í u.þ.b. mánuð, frá og með versl- unarmannaheiginni. ÞesS var farið á leit við fólk í vinnslunni, að það hagaði sum- arfríum sínum í samræmi við lokunina. I samtali við V.f. sagðist Einar Oddur Kristjáns- son framkvæmdastjóri Hjálms, ágúst reikna með því, að það fólk sem gæti, hefði tekið tillit til þess. Kvað hann að afleiðingar lok- unarinnar yrðu ekki svo mjög alvarlegar. „Við veljum þennan tíma vegna þess að við sjáum fram á að kvótinn muni alls ekki duga okkur þetta árið. Auk, þess er þetta sá tími, sem hvað minnst framboð er af vinnu- afli.“ Einar sagði að til sam- bærilegrar lokunar hefði komið fyrir þremur árum, og þá hefði gengið ágætlega. Sláttur almennt að hefjast hjá bændum á Vestfjörðum Fiskeldi: Norðurtanginn hf. gerist aðili að ísnó hf. Stelpurnar unnu Á dögunum hitti blm. Vf þesa tvo heiðursmenn inni í Súðavík. Maðurinn með ljáinn er Ólafur Skúlason, gamall Súðvíkingur og fyrrverandi bóndi að Kleif- um og Svarfhóli. Nú stundar hann búskap einungis í hjá- verkum, jafnframt því sem hann vinnur almenn verka- mannastörf. Hann er einnig stjómarformaður í Frosta hf. Hinn maðurinn á myndinni er Guðmundur Halldórsson bóndi að Svarthamri. Hann er með 300 fjár. Þar sem mennirnir voru að virða fyrir sér nýslegið grasið á túni Ólafs, spurðum við þá, hvort sláttur væri eitthvað haf- inn á þessum slóðum að ráði. Þeir sögðu að Kjartan Jónsson í Eyrardal væri byrjaður að slá, en annars væri lítið byrjað. Guðmundur sagði að sprett- an væri með betra móti hjá sér í ár eins og annars staðar. Hann sagðist hefja slátt á allra næstu dögum. Það yrði með fyrra móti, en í fyrra byrjaði hann að slá 23. júlí. Ólafur sagði að vorið hefði verið með eindæmum gott og sprettutíð hagstæð. Áburð- argjöfin hefði einnig mjög mik- ið að segja. „Þó gæti verið að vorbeitin hamlaði eitthvað sprettu á stykkjavís," sagði Ól- Ólafur Skúlason' með 'lainn °9 Guðmundur Halldórsson. afur. Vf hafði samband við Sigurð Jarlsson búnaðarráðunaut, og sagði hann að sláttur væri al- mennt ekki hafinn á Vestfjörð- um, en hann væri u.þ.b. að hefjast. Hann sagði að það væri langt síðan tún hefðu komið svona vel til að vori. I fyrra hefði sláttur almennt ekki hafist fyrr en í ágúst og september, en nú yrðu flestir byrjaðir að slá í júlí. Sem kunnugt er, þá hefur Hraðfrystihúsið Norðurtangi gerst aðili að laxeldisfyrirtæk- inu ísnó h.f., sem rekur fiskeld- isstöð í Lónum í Kelduhverfi. Einnig hefur ísfélag Vest- mannaeyja gerst aðili að Isnó. I samtali við Morgunblaðið 7. júlí, sagði Eyjólfur Konráð Jónsson stjórnarformaður Isnó, „að þessir aðilar hefðu verið valdir til samstarfs í ísnó vegna reynslu þeirra og eins þætti eðlilegt að gefa þessum harð- duglegu athafnamönnum kost á að fara út í fiskeldi vegna þeirra miklu erfiðleika sem væru nú í sjávarútveginum með þeirri von að fleiri athafnamenn í sjávar- útvegi færu að dæmi þeirra.“ Jón Páll Halldórsson fram- kvæmdastjóri Norðurtangans hf. sagði í samtali við V.f., að Norðurtanginn hefði mikinn á- huga á að vera með í þeirri uppbyggingu, sem yrði á sviði fiskiræktar á næstu árum. Norðurtanginn hefði átt kost á því að gerast aðili að þessu fél- agi og að ísnó væri það fyrir- tæki, sem virtist vera komið lengst á þessu sviði hérlendis. Því hefði Norðurtanginn gerst aðili að þessu fyrirtæki. Að lok- um sagðist Jón Páll Halldórsson vona, að þátttaka Norðurtang- ans hefði jákvæð áhrif á fiski- rækt hér á landi. Það var rigningarúði á fimmtudagskvöldið þegar ís- firsku stelpurnar iéku við KR í 1. deild kvennaknattspyrnunnar. Stúlkurnar létu það ekki á sig fá og léku af gleði mikilli. Fyrri hálfleikur var ósköp jafn, sótt á báða bóga. KR stúlkurnar ein- okuðu þó mörkin í honum, skoruðu eitt mark úr víti um miðjan hálfleikinn. 1:0 í háif- leik. I seinni hálfleik tóku þær ís- firsku völdin og höfðu tögl og hagldir það sem eftir lifði leiks. Sköpuðu þær sér mörg mark- tækifæri og nýttu tvö þeirra. Það voru þær Stella Hjaltadóttir og Ingibjörg Jónsdóttir sem áttu heiðurinn af þeim mörkum. ísfirsku stelpurnar börðust ó- trúlega vel og var þetta að sögn þeirra langbesti leikur til þessa. Stelpurnar hafa nú 6 stig og eru í fjórða sæti í sínum riðli, en í honum eru 6 lið. Næsti leikur er á fimmtudaginn og koma þá ÍA stúlkurnar í heimsókn.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.