Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 1
,.,.jestfirska..„„». k FRÉTTABLAÐIS Umboð Flugleiða á Vestfjörðum: Patreksfjörður: Laufey Böðvarsdóttir, sími 1133 Bíldudalur: Eyjólfur Þorkelsson, sími 2176 Tálknafjörður: Helga Jónasdóttir, sími 2606 Þingeyri: Davíð Kristjánsson, sími 8117 FLUGLEIDIR £ & GALLAJAKKARNIR ERU KOMNIR EINNIG FULLTAF NYJUM VÖRUM OPtÐ LAUGARDAGA KL. 10:00 — 12:00 Verslunin Isafiröi sími 3103 Sjómannasamningarnir: Búið að samþykkja í tveimur félögum — Atkvæðagreiðslu á ísafirði lýkur 13. júlí Samningar þeir sem náðust á fundi sáttasemjara með sjó- mönnum og útgerðarmönnum í síðasta mánuði hafa verið sam- þykktir í þremur verkalýðs- og sjómannafélögum á Vestfjörð- um. í Bolungarvík voru samning- arnir samþykktir á fundi með sjómönnum fyrir u.þ.b. hálfum mánuði. Að sögn Daða Guð- mundssonar varaformanns Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur var þátttaka í at- kvæðagreiðslunni góð. 17 greiddu atkvæði með samningun- um en 1 var á móti. Á Flateyri voru samningarnir samþykktir með ríflegum meiri- hluta á fundi með sjómönnum í síðustu viku. Jafnframt var kaupliðunum, sem eru lausir 1. september sagt upp strax frá og með þeim degi. Atkvæðagreiðsla um sjómannasamningana á ísafirði fer fram skriflega á skrifstofu Sjómannafélags ísfirðinga. Að sögn Sigurðar Ólafssonar for- manns sjómannafélagsins eru 19,23% af virkum sjómönnum búnir að kjósa. „Þetta er fremur lélegt eins og er, en ég reikna með því að því að nú glæðist yfir þessu, því togararnir eru inn,“ sagði Sigurður. Miðað við þá deyfð, sem ríkir í félagslífinu, sagðist Sigurður verða ánægður yrði þátttakan um 40%. Frestur til að kjósa rennur út 13. júlí. Vildi Sigurður hvetja menn til að nýta sér atkvæðisréttinn. í öðrum félögum á Vestfjörð- um hefur atkvæðagreiðsla ekki farið fram. Víða hafa þó verið haldnir fundir og málin rædd. „Ég hef af því miklar áhyggj- ur, hvernig við eigum að halda áfram þeirri uppbyggingu, sem við byrjuðum í apríl, mætum við ekki meiri skilningi af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Til þess að geta á forsvaranlegan hátt rekið slíka þjálfunar- og þjón- ustumiðstöð sem Bræðratungu er ætlað að vera, þá verðum við að hafa hér fleira sérlært starfsfólk. En til þess að ráða fólk þurfum við heimild frá ríki, en hana fáum við ekki.“ Þetta sagði Sigurjón Hilaríus- son forstöðumaður Bræðra- tungu í samtali við VF nú fyrir skömmu. Hann sagði að á næstu dögum yrði fjöldi heimilismanna átta en starfs- stöður á heimilinu væru aðeins níu. Til þess að geta rekið heimilið á sómasamlegan hátt, þyrfti lágmark tólf og hálfa stöðu. Hann nefndi til saman- burðar, að í Vonarlandi, sem er áþekkt heimili væru níu heimilismenn en 15 stöður. „Þetta þekkist hvergi annars staðar í heiminum," sagði Sig- Sigurjón Ingi Hilaríusson, forstöðumaður Bræðratungu: Hvergi jafn fátt starfsfólk — á hvern vistmann urjón, „en ég vona að þetta verði lagfært.“ „En það er fleira en þetta sem gerir okkur erfitt fyrir og verður að lagfæra," sagði Sig- urjón. Kvað hann tilfinnanlega vanta húsnæði fyrir starfsfólk- ið. Þar væri æskilegt að sveitar- félagið kæmi á einhvern hátt til aðstoðar. Einnig sagði hann að mjög brýnt væri að fá hitt húsið að Bræðratungu, í gagnið sem fyrst. Þar yrði ýmis konar að- staða sem nauðsynleg væri fyrir þessa starfsemi, svo sem að- staða til líkamsþjálfunar, sem Sigurjón kvað grundvallar undirstöðu allrar gagnlegrar þjálfunar. Sigurjón sagði að Bræðra- tunga hefði sett sér það markmið, að vera þjálfunar- og þjónustumiðstöð en ekki geymslustofnun. „Við viljum byggja upp sjálfsímynd ein- staklinganna en ekki brjóta hana niður. Þannig getum við náð því takmarki að útskrifa einstaklinga héðan. En til að svo geti orðið verðum við að fá aukna fjárveitingu og meiri skilning sveitarfélaga og ríkis.“ Sigurjón sagði að ráðamenn ættu að athuga það, að þegar einstaklingurinn útskrifaðist og gæti klárað sig úti í samfélag- inu, þá væru þeir búnir að létta af sér ákveðinni byrði. „Sá sem áður var þiggjandi verður veit- andi,“ sagði Sigurjón. Að lokum vildi Sigurjón koma á framfæri þakklæti til allra, sem hefðu sýnt skilning og veitt heimilinu þann stuðn- ing sem gerði starfið að Bræðratungu mögulegt. Kvað hann að svo mikið fé hafi verið gefið af einstaklinum, félögum og fyrirtækjum, að hægt hefði verið að lána ríkinu fyrir þeim hlutum, sem það sjálft átti að Ieggja til fé í. „Ef þetta hefði ekki komið til væri húsið hér bara skrokkurinn ber,“ sagði Sigurjón. Langþráður sigur á heimavelli — þegar ÍBI vann Skallagrím í gær Nýr skatt- stjóri Staða skattstjóra í Vestfjarða- umdæmi var veitt í gær. Hnossið hlaut Óiafur Helgi Kjartansson, Iögfræðingur, fulltrúi sýsiu- manns Árnesinga. Var hann sett- ur í stöðuna frá og með 15. ágúst. Aðeins einn umsækjandi var um stöðuna. Núverandi skattstjóri, Hreinn Sveinsson, verður skattstjóri Suðurlandsumdæmis. ísfirðingar unnu sinn fyrsta sigur á heimavelli í deildar- keppninni í sumar er þeir lögðu Skallagrím frá Borgarnesi að velli í gær. Úrslitin urðu 4:2 eftir að staðan hafði verið 1:1 í hálf- leik. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn, en ísfirðingar voru nokkuð daufir framan af. Fyrsta mark leiksins kom á 23. mínútu. Þá kom góð fyrirgjöf frá Kristni Kristjánssyni og lenti á háu höfði Guðmundar Jóhannssonar sem skallaði hárfínt í vinstra hornið fjær. Vel gert. Á næstu mínútum áttu okkar menn nokkrar góðar sóknir. Þannig átti Krissi lang- skot sem markmaðurinn hélt ekki, en rétt náði að góma knött- inn áður en hann fór innfyrir. En Skallagrímsmenn sóttu líka og á 38.mín. uppskáru þeir laun erfiðisins með fallegu marki eftir að vörn ÍBÍ hafði brugðist. ísfirðingar komu einbeittir til leiks í seinni hálfleik, börðust þá mun betur og náðu yfirhöndinni í leiknum. Á 4. mín.átti Guð- mundur Magnússon skot á mark- ið sem markmaðurinn hélt ekki. Guðmundur fylgdi vel á eftir og negldi boltann inn, 2:1. Guð- mundur skoraði svo sitt annað mark á 35 mínútu þegar hann fékk sendingu innfyrir og skoraði með viðstöðulausu skoti. Fjórða markið skoraði Guðmundur Jó- hannsson stuttu seinna með skalla. Skallagrímsmenn áttu síðan síðasta orðið í leiknum, 4:2.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.