Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 2
vestlirska 2 vestfirska rRETTABLADIC I vestfirska ~1 FRETTABLADIS 33. tbl. 10. árg. 12. júlí 1984. Vestfirska fréttablaðið kemur út á mánudögum og fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 17:00 og sunnudaga kl. 13:00 til 17:00. Síminn er 4011. Blaðamaður Rúnar Helgi Vignisson, sími 3325. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Auglýsingar o.fl. 'Rúnar Þórisson. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. Isafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð 130,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað eftirá, gjalddagar hálfsárslega. Ritstjórn á fimmtudegi „Aðgát skal höfð í nssr- veru sálar“ Þegar hörmulegir atburðir gerast í okkar litla samfélagi, þá verður víst flestum hugsað til þeirra, sem nærri standa. Ætt- ingjar og vinir einstaklinga, sem annaðhvort hafa orðið ólán- samir valdendur óhamingju annarra, fórnarlömb slysa eða afbrota og þeirra aðstandendur eiga allir um sárt að binda og hafa samúð meðborgara sinna. Frásagnir af slysum og afbrot- um þykja spennandi fréttaefni og mótast venjulega af því. Vantar þá oft mikið á að tekið sé tillit til hins manniega harmleiks, sem liggur venjulega að baki. Óhugnanlegur er sá skilningur sumra fjölmiðla að þeim beri skylda til þess að mála mann- legar þjáningar sterkum litum og básúna út ólán annarra. Við sáum dæmi um það í síð- ustu viku að dagblöð fóru út fyrir velsæmismörk í þessum efn- um. Það hefur vakið almenning til umhugsunar og ættu menn að láta viðkomandi dagblöð finna það, svo ekki verði um villst. Auðvitað ber fjölmiðlum að rækja upplýsingahlutverk sitt. En ætíð skyldu menn líta sér nær og reyna að meðhöndla slíkar fréttir af nærfærni og var- úð. Fundað um riðuveiki Langlundargeð bæjar- stjórnar ísafjarðar Síðan ég flutti í Dvalarheimilið Hlíf á ísafirði, fyrir nálega tveimur árum, hefur mér margoft ofboðið það kæru- og hirðuleysi bæjarstjórnar ísafjarð- ar að hafa ekki fyrir löngu látið fjar- lægja hið ógeðslega og hættulega járnarusl sem hlaðið hefur verið upp við hliðina á húsi því á Torfnesi sem lengi var nefnt Mjölhús, en sem á undanförnum árum mun hafa verið notað sem einhverskonar geymslu- hús á vegum fsafjarðarkaupstaðar. Hvað sárast hefur mér þótt að sjá utanbæjarfólk, stundum margt sam- an eða í hópum, ganga að og frá hinufn glæsilegum byggingum Menntaskólans og leggja leið sína að þessu óhrjálega járnarusli og virða það fyrir sér. Það er ekki skemmtileg mynd sem eftir verður í hugum þessa fólks eftir heimsóknina til bæjarins okkar. En það er sitthvað fleira en hið kol- ryðgaða og ónýta járnarusl sem ber fyrir augu þess fólks sem þarna á leið um. Utanvert við byggingar Menntaskólans er grjóthrúga ein mikil, alveg við hina troðnu slóð, því gata eða stígur getur það nú ekki kallast, sem gengin er að og frá skólanum. Grjótrúst þessi inniheldur m. a. flækju af nokkuð sverum ryðg- uðum vír. Þessi farartálmi gæti hæg- lega valdið því að fólk sem þarna á leið um yrði fyrir slysi. Allvænir grjót- hnullungar eru og þarna á víð og dreif sem nauðsynlegt væri að fjar- lægja. En þess ber að geta sem gert er. Snemma í sumar var, að ég hygg á vegum bæjarins, rakað saman ónot- hæfu timburrusli í tvær allvænar hrúgur af svæðinu meðfram hinu nýja og veglega sjúkrahúsi. Þessar timburhrúgur voru ekki fjarlægðar. Þess í stað hafa einhverjir tekið sér fyrir hendur að dreifa hluta af þessu rusli vítt um svæðið í kring. Ég undrast stórlega það mikla langlundargeð sem bæjarstjórn ísa- rðar hefur tamið sér í sambandi við sóðaskapinn sem hér hefur verið gerður að umtalsefni. Ég tel að allir bæjarfulltrúar ísafjarðarkaupstaðar séu nokkuð hæfir menn og velviljað- ir. Því væri tími til kominn að þeir hættu að halda sýningu fyrir utanbæ- jarfólk, svo og bæjarbúa, á því óþverra rusli sem hér hefur verið gert að umtalsefni. Jón Á. Jóhannsson. Graf ík á vestfirskar fjalir Aðalfundur Búnaðarsam- bands Vestfjarða 1984 áréttar samþykkt síðasta aðalfundar 1983 um riðuveiki og undir- strikar sérstaklega þá stefnu- mörkun, að útrýmt verði riðu- veiki á Vestfjörðum með öllum tiltækum ráðum. Fundurinn fagnar því, að fjármagn mun fást til ákveðins niðurskurðar n.k. haust og sömuleiðis þeirri sam- stöðu, sem fengist hefur, þar sem best er þekkt til veikinnar. Aðalfundurinn er samþykkur sauðfjársjúkdómanefnd og telur að besta tryggingin gegn út- breiðslu riðuveikinnar á Vest- fjörðum, sé algjör niðurskurður sauðfjár í Vestfjarðahólfi sunn- an Mjólkár, framkvæmdur á tveimur árum. Jafnframt því sem hert verði verulega eftirlit með heilbrigði fjár norðan Am- arf jarðar. Jafnframt verði leitað eftir frjáisu leyfi allra fjáreig- enda í norðurhluta hólfsins um niðurskurð á þeirra fé sam- kvæmt samningum þar um, ef sauðfjársjúkdómanefnd telur hann réttmætan, vegna gmns eða staðfestingar. Fáist ekki samstaða nú þegar um niðurskurð fjár í einstökum sveitarfélögum á suðurhluta svæðisins, verði leitað sam- þykkis bænda og viðkomandi sveitarstjórna um niðurskurð í viðkomandi sveitarfélagi, komi þar upp grunur eða staðfest riða. Þá telur fundurinn eðlilegt og nauðsynlegt að náist ekki upp full virkni riðunefnda og eðlileg samvinna við fjáreigendur á einstökum bæjum og byggðar- lögum, þá taki sauðfjársjúk- dómanefnd upp þá hörðu stefnu, sem lög leyfa. Að lokum hvetur fundurinn til ákveðinnar og einlægrar sam- stöðu í þessu stórmáli og og minnir í því sambandi á hið mikla vægi sauðfjárbúskapar fyrir dreifbýli og þéttbýli á Vest- Qörðum í nútíð og framtíð. Einnig samþykkti fundurinn tillögu þess efnis, að fela stjóm sambandsins að vinna að því i samvinnu við Fjórðungssam- band Vestfirðinga að leita allra leiða til að koma í veg fyrir bú- seturöskun á svæðum sem fjár- skipti verða á. Á fundi fulltrúa sveitarfé- laga í Vestfjarðahólfi 30. júní var samþykkt að styðja tillögu aðalfundar Búnaðarsambands- ins um fjárskipti og aðrar að- gerðir til útrýmingar riðuveiki. Ennfremur samþykkti fundurinn að fela stjóra sambandsins að fara fyrst um sinn með vamar- aðgerðir gegn riðuveiki f.h. fjáreigenda gagnvart stjóm- völdum. Ekki var talið tímabært að kjósa fjárskiptastjóm eða fjárskiptanefnd fyrir allt Vest- fjarðahólf samkvæmt tillögu sauðf jársjúkdómanefndar, vegna þess að ekki lá fyrir af- staða allra sveitarfélaga á svæð- inu til fyrirhugaðra aðgerða og framhalds þeirra. Fundurinn fól stjórn Búnað- arsambandsins að fá fram af- stöðu sveitarstjórna og hlutast til um skipan 5 manna samn- ings- og framkvæmdanefndar. Leiðrétting Okkur varð það á að rang- feðra manninn á forsíðunni á mánudaginn. Hann Ólafur er ekki Skúlason, heldur GLsIason. Við biðjumst velvirðingar á þessu. Hljómsveitin Grafík tekur nú fram hljóðfærin á ný eftir nokk- urt hlé. Ætlunin er að spila yfir hausamótunum á Vestfirðingum í júlí og ágúst og verður fyrsti dansleikurinn að Uppsölum núna á laugardaginn. Svo er í ráði að halda einhverja tónleika líka. Grafík sat ekki auðum hönd- um s.l. vetur. Haldnir voru all- margir tónleikar á öldurhúsum Reykjavíkur, einnig á Akureyri, við bara góðar undirtektir. En okkur dettur svo sem ekki í hug að hæla bandinu neitt sérstak- lega. Hljómsveitina Grafík, eins og hún mun birtast á laugardaginn þarf að kynna: Rafn Jónsson mun berja húðimar með vinstrifótargifsinu, Vilberg Viggósson mun taka þýska hljómborðssyrpu, örn Jónsson notar bassaröddina, Helgi Björnsson syngur sig inni hjört- un í leiklistarstíl og vestfirski blaðamannsræfillinn Rúnar Þórisson mun vélrita sóló á gít- arinn. Viel spass! Smáauglýsingar ] AA FUNDIR Kl. 21.00 á þriðjudagskvöld- um og kl. 11:00 á sunnu- dögum að Aðalstræti 42, Hæstakaupstaðarhúsinu. Sími 3411. AA deildin. AL ANON fyrir aðstandendur fólks, sem á við áfengisvandamál að stríða, eru kl. 21:00 á mánudagskvöldum að Aðal- stræti 42, Hæstakaupstaðar- húsinu. Upplýsingar veittar í síma 3411 á sama tíma. BAHÁ’TRÚIN Upplýsingar um Bahá’itrúna eru sendar skriflega, ef ósk- að er. Utanáskrift: Pósthólf 172,400 ísafjörður. Opið hús að Sundstræti 14, sími 4071 öll fimmtudagskvöld frá kl. 21:00 til 23:0. TIL SÖLU er Kano, 3,85 m., 2 — 4 manna. Einnig tveggja manna hjól á góðu verði. Upplýsingar í síma 3073. TIL SÖLU Saab 900 GLE, árgerð 1982, grænsanseraður, 5 gíra, vökvastýri, bein innspýting, rafmagnslæsingar, sóllúga, útvarp/segulband, 2 vetrar- dekk, grjótgrind. Upplýsingar í síma 3383. TIL SÖLU er hraðbátur, 18 feta Flug- fiskur, toppklæddur með innanborðsvél, ásamt tveggja öxla vagni. Skipti á bíl koma til greina. Upplýsingar í síma 4291. ÍBÚÐ ÓSKAST til leigu. Nánari upplýsingar á kvöldin í síma 3436 eða 4381. TIL SÖLU Saab 99 árgerð 1974, hvítur. Skipti á ódýrari bíl koma til greina. Upplýsingar í síma 3694. TIL SÖLU Silver Cross barnavagn. Vel með farinn. Upplýsingar í síma 3524. rhv

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.