Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 1
FRETTABLASIÐ Alla leiö meö EIMSKIP Sími 3126 * ; ■ Rafhitun: Orkunotkunin allt að sex- — algengt að eyðslan sé tvöföld til þreföld „Þetta er ekki farið af stað nema að hluta til. Það er búið að reikna út orkunotkun í öllum rafhituðum húsum og útkoman úr því liggur hjá svokallaðri verkefnisnefnd sem iðnararráð- herra skipaði og þeir ætla svo í framhaldi af þessum tölum að senda menn í viðkomandi hús, til að gera úttekt á þeim eftir ákveðinni forskrift. Síðan verð- ur reiknað út hvar varmaleki er í húsinu. I framhaldi af því verður gerð áætlun um hvaða endur- bætur ráðlegt er að gera og hvað kostnaðurinn skilar sér fljótt aftur.“ Jóhann T. Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Vestfirðinga er að segja okkur frá könnun á orkunýt- ingu í íbúðarhúsum: „Meiningin er að iðnaðar- ráðuneytið láti í té ókeypis upplýsingar um hvaða breyt- ingar þarf að gera á húsum til að minnka varmatap. Eiga þær að vera á því stigi að húseig- andinn þurfi ekki að gera annað en ráða sér iðnaðarmenn til að gera breytingamar. Einhver lán verða í boði og sennilega á hagstæðum kjörum. Ef að lík- um lætur verður ekki hægt að afgreiða nema hluta húsanna á hverju ári og verða þá þeir sem verst eru staddir teknir fyrst.“ Könnunin byggist á því að Orkubúið lætur í té skrá yfir orkunotkun frá því viðskipti hvers notanda hófust. Út frá því er reiknuð meðalnotkun pr. dag og síðan ársnotkun. Fjórðungs- sambandið hefur svo fasteigna- matsskrár viðkomandi staða og finnur útfrá þeim rúmmál hús- anna. Að því búnu er síðan reiknuð orkunotkun á hvern rúmmetra í upphituðu húsi. “ Það er talið eðlilegt að séu 80-90 kílovattstundir á hvern rúm- metra á ári, en dæmi eru um allt að 5-6 falda notkun,“ sagði Jó- hann. „Þau eru sem betur fer fá, en það er algengt að eyðslan sé tvöföld, jafnvel þreföld. Þá er það vegna þess að húsin eru lek. Svo gerir fólk misjafnar kröfur um hitun.“ Jóhann er nú að hefja upp- lýsingasöfnun um þau hús sem kynt eru með olíu og mun á næstunni senda út dreifibréf í því augnamiði. „Það liggja ekki fyrir eins aðgengilegar upplýs- ingar um þau. Þó maður spyrji viðkomandi, þá vantar hann oft nóturnar sínar,“ sagði Jóhann og kvað ekki mark takandi á skemmra tímabili en einu ári vegna þess hve mánuðirnir væru misþungir í orkunotkun. i ■ r „Já, við förum útí sérvinnslu- kerfi, mjög svipað því sem gerist á Mngeyri og í Bohngirvft," sagði Einar Oddur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hjálms á Flateyri. f sérvinnslu felst meiri sérhæfing, þá eru ákveðnar manneskjur í að snyrta og skera í sérvinnslu úr og gera ekkert annað þann daginn. Síðan er annað fólk í að pakka. Einar Oddur taldi að með þessu fengist betri nýting vinnuafls, jafnvel aukin afköst. Þá kvað hann plássið mundu nýtast betur, þannig að hægt yrði að koma fyrir fleira fólki. Þá sagði hann nýjar pakkningar sem væru að koma spila þarna inní. ftyHÉH veréw Muft al— ágústmánuð og verða breytin- gamar gerðar á meðan. Jafn- framt fer GyWr í Uðsswi. Vegagerðin kannar berglög — milli Skutulsfjarðar og Önundarfjarðar í fyrra hóf Vegagerð ríkisins jarðfræðiathuganir á fjöilunum milli Skutulsfjarðar og önund- arfjarðar með tilliti til hugsan- legra jarðgangna þarna á milli. Þessari könnun verður haldið áfram nú í ágúst. Að sögn Gísla Eiríkssonar, umdæmisstjóra hjá Vegagerð- inni, er hér um frumathuganir að ræða. „Þetta eru frekar ódýrar athuganir og það þótti sjálfsagt að gera þær til þess að menn vissu eitthvað um þetta,“ sagði Gfsli, en sem kunnugt er hefur töluvert verið rætt um möguleikann á jarð- göngum í gegnum Breiðadals- heiði. Athugunin, sem unnin er af jarðfræðingi Vegagerðarinnar, felst í skoðun á berglögum og kvað Gísli ekkert hafa komið sérstaklega á óvart í fyrra. Það væri lítið af þykkum lögum og þau festust ekki saman, eins og í þeim fjöllum sem Færeyingar hefðu holað. Væri þetta aðal- þröskuldurinn í jarðgangnagerð hér á landi,' því erfitt væri og kostnaðarsamt að fara á milli jarðlaga, þar væri bergið mjög þunnt og hætta á hruni. „Þetta gerir jarðgöng miklu dýrari hér en t.d. í Færeyjum,“ sagði Gísli. Hann kvað jarðgöng á Vest- fjörðum ekki fyrirsjáanleg í ná- inni framtíð, menn væru rétt að byrja að ræða þann möguleika. Sjómannafélag ísfirðinga: Samningarnir samþykktir Lokið er atkvæðagreiðslu um samninga sjómanna og út- gerðarmanna í Sjómannafélagi ísfirðinga. 30 greiddu atkvæði með samningunum, en 9 voru á móti. Að sögn Sigurðar Ólafssonar, formanns félagsins greiddu tæp- legaa 48% af þeim sem starfa eftir umræddum samningi at- kvæði í kosningunum. Af heild- arfjölda meðlima félagsins greiddu 28% atkvæði. Sigurðnr sagði að einungis þeir sem væru á 30 tonna bátum og þaðan af stærri hefðu tekið þátt í at- kvæðagreiðslunni um samning- ana. Súðavík: Póstur og sími i nýtt húsnæði í g*r var opnað nýtt, gbesi- legt póst- og símahús í Súða- vík. Húsið er 165 femwtrar og 67ð rúnunetrar að stserð. I því er rúmgóð póst- og síma- afgreiðsla auk tækjabúnaðar og aðatéðn fýrir ttatarinw nn Stöðvarstjóri pósts og súna í Súðavík er Ásta Ákadóttk. Bygglng hánrina hétat »J. haust. Verktakar vorn uverk hf., á ísafírði en hnaið tdkn- aði Jósep S. Reyntti aridtckt í Reykjavfk.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.