Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 4
vestfirska 4 Í|P ísafjarðarkanpstaðnr Laus staða Auglýst er laus til umsóknar staða skrifstofu- manns hjá kaupstaðnum. Um er að ræða merkingu bókhaldsgagna og innskrift inn á tölvu. Frekari upplýsingar veitir bæjarstjórinn eða aðalbókarinn í síma 94-3722 eða skrifstofu bæjarstjóra að Austurvegi 2. Starfsfólk vantar nú þegar á Elliheimilið á ísafirði. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 3110. Bæjarstjórinn á ísafirði @ ▼ 0 HEILSUGÆSLUSTÖÐ Laust starf Heilsugæslustöðin á ísafirði óskar að ráða nú þegar læknaritara eða starfsmann með góða vélritunarkunnáttu. Umsóknarfrestur er til 31. júlí n.k. Upplýsingar um starfið gefur framkvæmda- stjóri í síma 3811. íbúð til sölu 5 herbergja sérhæð að ísafjarðarvegi 2 (efri hæð), er til sölu. Makaskipti koma einnig til greina. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 3811. Tilboð skilist fyrir 15. ágúst n.k. til skrifstofu Heilsugæslustöðvar, Torfnesi. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. \W5T VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN HF ÚTBOÐ Mjólkursamlag ísfirðinga óskar eftir tilboðum í að steypa upp og fullklára viðbyggingu við mjólkurstöðina, Sindragötu 2 á ísafirði. Út- boðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen hf. Aðalstræti 24 ísafirði frá og með fimmtudegi 19. júlí gegn 2.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudag- inn 31. júlí n.k. kl. 11:00. Vantar járniðnaðarmenn til starfa strax. Upplýsingar í síma 3575. m JBM SKIPASMÍÐASTÖÐ MARSELLÍUSAR hf. 7. \ l Símar: Skrifstofa 3575 - Lager 3790 m mB Pósthólf 371 400 ísafirói FRETTABLADID Halldór ökumaður Magnússon var með „punginn". Spennandi að fá að fara með hraðbát! Nokkrir túrhestar voru mættir til leiks, en tveim þeirra, Þjóðverjum sem vantjir voru að veðri, leist ekki á blikuna og á- kváðu að bíða uppstyttu. SYNTI YFIR DJÚPIÐ Svo var lagt í hann. Halldór Magnússon, „ökumaður“ gaf í og fleyið lyfti sér að framan. hjá bónda nokkrum í Súðavík. Bóndi átti dóttur gjafvaxta og felldu þau Vébjörn hugi saman. Fóru þau leynt með það, en bónda grunaði margt og líkaði stórilla. Vornótt eina um sól- stöðubil leynast þau að heiman útað Brúðarhamri. Þegar þau hafa notið ástar sinnar um hríð sjá þau hvar bóndi kemur ró- andi ásamt húskörlum og láta sjá i rign Á miðvikudaginn í þarsíðustu viku voru guðirnir daprir og dreifðu tárum sínum yfir Vest- firðinga. I því votviðri, sem þó var ekki fyrirfram planað, bauð Ferðaskrifstofa Vestfjarða blaðamanni Vf í ferð norður í Grunnavík. Tilefnið: fyrsta ferð sumarsins, en ferðir þessar eru á dagskrá 2. júlí til 11. ágúst. Blm. lét ekki veðrið aftra sér, enda guðs lifandi feginn að losna af kontórnum. Mætt var á bryggj- una kl. 10 og var þá hraðbátur- inn Straumur tilbúinn til farar. Halldór sagðist aðspurður vera með punginn, — vissara að hafa réttindi ef eitthvað kæmi uppá, sagði hann. — Snorri Gríms- son, leiðsögumaður okkar, hóf strax að útlista leiðina fyrir ferðalöngunum og blandaði jarðfræði og þjóðlegum fróðleik samanvið. Ég heyrði hann m.a. útskýra hvernig jöklar og straumar hefðu mótað eyrina sem ísafjarðarkaupstaður stendur á. Athyglisvert. Svo sagði hann líka þjóðsöguna af leysingjanum Vébirni sem var ófriðlega. Vébjöm kveður þá unnustu sína, og leggst til sunds úr voginum, sem nú heitir Vé- bjarnarvogur, en húskarlar bónda róa á eftir. Leysinginn var syndur vel og náðu þeir honum ekki í sjó. Komst hann á land fyrir utan Súmadal og tókst að komast allhátt í kletta- hlíðar Núpsins áður en hús- körlunum tókst að umkringja hann og vinna á honum. Siðan heitir þar Vébjamarnúpur, seg- ir sagan, en nafnið hefur nú styst í Bjamarnúp. — Þessa at- Peter og Lindu fannst gott að koma úr stækjunni í Nígeríu í svalann á fslandi. Peter mundarþarna „ fallbyssuna", en hanri tók 2 filmur í ferðinni.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.