Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 1
35. tbl. 10. árg. vestfirska 26. júli 1984 FRETTABLAOIS FLUGLEIDIR Skemmtiferðir Viðskiptaferðir Allar ferðir Umboð Bolungarvík Innanlands-farseðlar Millilanda-ferðir Allar frekari upplýsingar Margrét Kristjánsdóttir sími 7400 Kenwood Panasonic Silver og Toshiba Verslunin ísafiröi sími 3103 Aldursflokkamótið í sundi: Bolvíkingar hrundu veldi Ægis Vestri varð í 4.-5. sæti Aldursflokkamótið í sundi var haldið í Vestmannaeyjum um seinustu helgi. Vakti frammistaða Bolvíkinga mikla athygli, en þeir unnu mótið eftir mjög harða keppni við sundlið Ægis og þykja það mikil tíðindi í sundheiminum. Kom flestum á óvart hve sterku sundfólki Bolvíkingar eiga nú á að skipa. Bestum árangri Bolvíkinga náði tvímælalaust hinn efnilegi Símon Þór Jónsson, en hann setti eitt íslenskt drengjamet er hann synti 100 m flugsund á tímanum 1:09,10. Hann sigraði einnig í 100 m bringusundi og 200 m fjórsundi. Á hæla hans kom Hannes Már Sigurðsson, en hann sigr- aði í 100 m skriðsundi og varð annar í 4 greinum. Ásta Hall- dórsdóttir sigraði auðveldlega í 100 m flugsundi. Yngri krakkarnir stóðu sig einnig vel og urðu þeir Ástmar Ingvarsson og Rögnvaldur Ólafsson aldursflokkameistar- ar. Ástmar í 50 m flugsundi og Rögnvaldur í 50 m bringusundi. Sundfólkið úr Vestra á Isa- firði stóð sig einnig vel, varð í 4.—5. sæti samanlagt. Þar var Ingólfur Arnarson fræknastur, vann 100 m skriðsund pilta og 200 m fjórsund. Þá var Bára Guðmundsdóttir fljótust allra telpna í 100 m bringusundinu. Bolvíkingar fengu 178,5 stig á mótinu, Ægir 166,8, HSK 116 og Vestri 81,3. Þjáifari Bolvík- inga er hinn góðkunni sund- maður Hugi Harðarson. Ólafur Gunnlaugsson hefur veg og vanda af þjálfun ísfirðinganna. Við óskum sundfólkinu hamingju með titlana. til Stjórn verka- mannabústaða: Engin fyrir- greiðsla „Við fáum ekki leyfi til að byggja verkamannabústaði. Það strandar raunverulega á Hús- næðismálastofnun ríkisins. Hún hefur aldrei getað staðið við lög um verkamannabústaði og bygg- ingarsjóður verkamanna er í al- gjöru svelti. Á sama tíma ergefið í skyn að hleypa eigi inn nýjum byggingarflokkum. Reynslan af byggingu sölu- og leiguíbúða hef- ur sýnt, að raunverulega er kom- ið í veg fyrir það, að á sama tíma séu byggðir verkamannabústað- ir.“ Þetta sagði Pétur Sigurðsson, sem á sæti í stjórn verkamanna- bústaða á ísafirði, þegar Vf leit- aði upplýsinga um það hvað liði byggingu 9 íbúða fjölbýlishúss á lóðinni nr. 55 við Fjarðarstræti, en umsókn þess efnis barst Hús- næðismálastofnun ríkisins fyrst fyrir tveimur árum. Pétur sagði að öll afgreiðsla málsins hefði verið með þeim hætti að stofnur.- inni væri ekki sómi af. „Við höfum t.d. ekki fengið skrifleg svör, fyrr en nú um daginn, að okkur barst bréf um að heimilað- ur væri tæknilegur undirbúningur en engin loforð um lán voru hins vegar gefin. Það er byggingarsjóður verkamanna, sem fjármagnar þessar framkvæmdir, en sjóður- inn er fjármagnaður af fjár- lögum. Vf. hafði samband við Percy Stefánsson framkvæmda- Síðsumar á Silfurtorqi _■ | ■■ | .« i | r m m ■ $C æ ææ m m / f , — mikil skemmtidagskrá fyrirhuguð 10. og 11. ágúst Síðsumar á Silfurtorgi er heiti dagskrár sem hin nýstofnuðu Ferðamálasamtök Vestfjarða gangast fyrir dagana 10. og 11. ágúst n.k. Þar verður ýmislegt til skemmtunar. Dagskráin hefst kl. 15 föstudag- inn 10. ágúst með markaði á torg- inu og mun hljómsveitin KAN leika þar nokkur lög. KI. I7 skemmtir leikhópurinn Svart og sykurlaust, hestamenn munu gefa fólki kost á að bregða sér á bak og hraðbátar fara með þá sem þess óska hring á Pollinum. Kl. 18 opnar Hótel ísafjörður ölstofu og framreiðir smárétti með. Kl. 21:30 um kvöldið hefst síðan dansleikur að Uppsölum, KAN leikur. Á laugardeginum verður einnig fjölbreytt dagskrá. Hefst hún kl. 13:00 með því að opnuð verður vinnustofa fyrir börn í Gagn- fræðaskólanum. Leikhópurinn Svart og sykurlaust föndrar með krökkunum til kl. 17, en þá verður farið í skrúðgöngu inn á Silfurtorg. Milli kl. 15 og 16 verður markaður stjóra sjóðsins og kvað hann það staðreynd, að rólega gengi. „En við hjá Húsnæðismálastofnun gerum eins mikið og við getum miðað við það fjármagn, sem við fáum og höfum til skiptanna." Hann sagði að engar nýjar fram- kvæmdir væru fyrirhugaðar á þessu ári, hvorki á ísafirði né annars staðar á landinu. Það besta sem þeir hefðu getað gert í bili, var að senda fyrrgreint bréf og láta menn vita að þetta mál væri komið inn í kerfið. á torginu og mun hin landskunna hljómsveit Grafík þá seiða fram einhverja tóna. Kl. 16 verða bíla- sýningar, útileikir og kaffisala í Faktorshúsi. Einnig verða hestar og hraðbátar á kreiki. Kl. 18 opnar ölstofan aftur og kl. 20 leggur Fagranesið úr höfn með matar- Patreksfjörður: Leikskóli á lokastigi ísfirðingar eru ekki einir um að basla við leikskólagerð. Á Patreksfirði hefur verið leikskóli í smíðum undanfarin fjögur ár, sem í sjálfu sér er ekki átakan- lega langur tími. Nú er nefnilega verið að leggja síðustu hönd á smíðina, — reyndar stóð til að opna 1. maí s.l., en vegna skorts á iðnaðarmönnum dróst verkið á langinn, eins og oft vill verða. Nú sýnist mönnum afturámóti að hægt muni verða að taka leik- skólann í notkun um eða eftir mánaðamótin. Að sögn Úlfars Thoroddsen, sveitarstjóra, er þetta samskonar leikskóli og í Bolungarvík. Gólf- flötur er 264 ferm. og skólinn rúmar 35 börn í tveimur deildum. Síðastliðin 3 ár hefur félagsheim- ilið verið notað sem leikskóli. Þar hafa komist fyrir um 40 börn og sagði Úlfar að yfirleitt hefði verið hægt að fullnægja eftirspurn. Og svo hafa blessuð börnin létt undir með félagsheimilinu, sem var ekki of fjáð frekar en önnur fél- agsheimili. gesti. Dansað verður um borð við harmonikuleik og komið til baka kl. 23. Kl. 21:30 hefst svo dansleik- ur með Grafik að Uppsölum. Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal veitt viðurkenning Eins og greint hefur verið frá í Vf, þá var Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal eitt af fimm fyrirtækj- um hér á landi, sem voru til- nefnd til viðurkennngar frá Coldwater fyrir góða fram- leiðslu fiskafurða á síðasta ári. Á mánudaginn var frystihúsinu veittur viðurkenningarskjöldur og af því tilefni bauð fyrirtækið starfsfólki og öðrum velunnur- um sínum til veislu. Magnús Gústafsson forstjóri Coldwater afhenti skjöldinn og þakkaði góðar móttökur. Magnús sagði að á Bandaríkjamarkaði greiddu menn fyrir íslenskan fisk á því verði sem best fengist fyrir fisk þar. Að því hefði verið unnið með kynningu, að starfsfólkið hefði með gæðakröfum og réttri með- höndlun tekist að búa til vöru, sem væri í hæsta gæðaflokki. Þetta væri aðalsmerki Hraðfrystihússins í Hnífsdal. Einar Garðar Hjaltason verk- stjóri veitti viðurkenningunni við- töku fyrir hönd fyrirtækisins. Hann sagðist tala fyrir munn starfsfólksins þegar hann sagði „Fyrir okkur er þetta, það sem við höfum verið og erum alltaf að stefna að.” Hraðfrystihúsið í Hnífsdal hefur einu sinni áður hlotið slíka viður- kenningu, en það var fyrir árið 1981.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.