Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 5
vestlirska HVETTAiLADHl ð ísafirði Elliheimilið ísafirði 5 milið ísafirði settin væru tvö en engin snyrting væri fyrir starfsfólkið. Hún sagði að þess hefði verið farið á leit, að byggt yrði við húsið snyrting fyrir starfsfólk og bað fyrir vistmenn elliheimilisins, en því hefði verið synjað. Hún sagði að það ylli oft erfið- leikum að hafa aðeins 2 klósett og 1 bað fyrir 20 vistmenn og 14 starfsmenn. Aðspurð um öryggisrástafanir kvaðst Ásdís ekki geta hugsað það til enda ef eldur kæmi upp í húsinu. Uppi væri neyðarútgang- ur en stiginn þar væri ekki fær gamalmennum. Hún sagðist hafa komið þeirri hugmynd á framfæri, að sett yrði rennibraut niður af efri hæð hússins, en hins vegar hefði ekki verið hreyft við því máli, enn sem komið væri. Að loknu spjalli bauðst Ásdís til að ganga með blaðamanni Vf um húsið, svo hann gæti með eig- in augum litið aðstæður og hitt fólkið. Þegar við komum fram á ganginn á neðri hæðinni mætum við heimilisfólkinu, sem var á leið í matsalinn, því það var kom- inn kaffitími. Ásdís hafði á orði, að slæmt væri að hafa ekkert handrið með veggjum svo fólkið ætti auðveldara með að komast um ganga hússins. Eftir að hafa skoðað matsal- inn, sem er hinn vistlegasti, þó ekki sé vítt til veggja, litum við inn á herbergin. í herbergi á neðri hæðinni hittum við Kristján Finnbogason frá Litla-Bæ í Skötufirði og síðar Hvítanesi í sama firði. Með honum í her- bergi hafa verið tveir aðrir heim- ilismenn, en Kristján kvað þrengsli ekkert til að tala um. Það færi vel um sig. „Hér fæ ég nóg að eta og allir eru góðir við mig,“ sagði Kristján. Hann var allur hinn hressasti og gantaðist við blaðamanninn. Spurði m.a. hvort blaðamaðurinn væri ekki með kíki í fórum sínum fyrst Kristján Finnbogason aldur þeirra 82 ár. Segja má að húsið sé af sömu kynslóð og íbúar þess. Það var byggt árið 1896 og tók til starfa sem sjúkrahús árið eftir. Þegar sjúkrahúsið flutti árið 1925, tók elliheimilið þar til starfa. Vf ákvað nú á dögunum að kynna sér hvernig búið væri að starfseminni á elliheimilinu. í þeim tilgangi var farið á vett- vang, skoðaðar aðstæður og rætt við forstöðukonuna og nokkra heimilismenn. Einnig hafði Vf samband við aðila, sem með einhverjum hætti tengjast málaflokkum er varða aðstæður og aðbúnað á elliheimilinu. hann væri í skoðunarferð um húsið. Auk þess fór hann með ýmis ummæli og vísur. Þessa sagðist hann hafa hirt upp úr dagblaði. „Ætlarðu að muna eftir mér einhvern tíma kæri ef ganga af hjá þér ung og falleg læri.“ Blaðamaðurinn kvaðst hafa þetta í huga en kvaddi síðan Kristján og hélt á eftir forstöðu- konunni í næsta herbergi. Ásdís kvað þrengslin mest í því her- bergi. Þar inni komst þó fyrir sjónvarp, einhverjar hirslur og tvö rúm. Á milli rúmanna voru 4 Guðbjörg Steinsdóttir ist brátt hundraðasta aldursárið. Guðbjörg kvaðst vera ánægð á elliheimilinu. „Allir, sem skipta sér eitthvað af mér eru góðir við mig,“ sagði hún og brosti. Næsti heimilismaður, sem við hittum að máli var Friðlaug Sólveig Pálsdóttir og Steinþóra Guðmundsdóttir — 5 fet. En þær stöllurnar Stein- þóra Guðmundsdóttir og Sólveig Pálsdóttir höfðu undan engu að kvarta. Steinþóra sagði að nóg væri dótið í kringum hana. „Ég er ánægð með það pláss sem ég hef,“ sagði Steinþóra og Sólveig tjáði okkur að rúmið nægði sér. Þannig voru kröfurnar á þeim bæ. Uppi á efri hæðinni hitti blaða- maður Guðbjörgu Steinsdóttur, sem áður bjó í Djúpinu. Hún er aldursforseti á heimilinu. Verður 98 ára síðar á þessu ári. Þrátt fyrir háan aldur, þá bæði prjónar hún og les. Prjónavettlingar sem hún var með í takinu þá stundina, báru því vitni að Guðbjörg er mikil hagleikskona, þó hún nálg- Friðlaug Guðmundsdóttir Guðmundsdóttir. Hún var áður saumakona hér í bæ. Friðlaug er þægilegri aðstöðu Einar Otti Guðmundsson, heilbrigðisfulltrúi: Guðmundur Helgason, slökkviliðsstjóri: Hreinlætisaðstaðan Myndi skella í lás í lágmarki og loka þessu Við spurðum Einar Otta Guðmundsson heilbrigðisfull- trúa, hvort hreinlætisaðstaða á elliheimilinu uppfyllti þau skil- yrði sem heilbrigðisreglugerðin segir til um. „Það má segja að hreinlætisað- staðan héngi í lágmarki sam- kvæmt reglugerð, ef vistmenn hefðu einir aðgang að henni. En með því að bæta starfsfólki ofan á vistmenn, þá er ekki hægt að segja að það fylgi höfðatöluregl- um. Jafnframt uppfyllir hún alls ekki reglur um starfsaðstöðu starfsfólks, því þeir eiga sam- kvæmt reglugerð að hafa sér hreinlætisaðstöðu,“ sagði Einar Otti. Einar sagði að reynt hefði ver- ið að fá ýmislegt lagfært, en lítið hefði þokað. Reyndar væri nokk- uð liðið frá því er hann hefði skrifað stjórn elliheimilisins síð- ast bréf, en vegna ábendinga Vf hefði hann nú nýverið farið á vettvang og kannað ástandið á ný. íframhaldi afþvíhyggsthann senda stjórn elliheimilisins bréf, fyrri kröfum sínum til áreftingar. Að sögn Einars verður þar sett á oddinn, að inn á stofnunina komi sér snyrtiaðstaða fyrir starfsfólk og að lagfærð verði sú salernis- og baðaðstaða sem fyrir er. Ein- nig verðir ræstingaraðstaða betr- umbætt frá því sem nú er. „Ég hef samræmt mínar kröfur við það sem brennur mest á starf- sfólki elliheimilisins,“ sagði Ein- ar. — „í þessum ráðstöfunum sé ég enga ákveðna lausn á meðan þetta hús hangir þarna. En þetta „Það verður nú aldrei í lagi í þessu húsi, með svo viðkvæma starfsemi innanborðs eins og þarna er,“ sagði Guðmundur Helgason slökkviliðsstjóri að- spurður um brunavarnir á elliheimilinu. „En ýmislegt hefur verið reynt að gera, m.a. settur upp aðvörunarbúnaður, slökkvi- tæki o.fl. Nú svo var settur upp þarna neyðarstigi, sem er vægast sagt hæpin ráðstöfun gagnvart þessu fólki, en til að fría sig gagn- vart reglugerð var það gert.“ hús verður ekki fullkomið elliheimili fyrir því.“ Hvað framhaldið varðaði, kvað Einar aðeins um tvennt að ræða, annaðhvort yrði ákveðn- um skilyrðum þarna uppfyllt eða að loka yrði hreinlega húsinu. Guðmundur sagði að jafnframt hefði starfsfólk elliheimilisins fengið þjálfun í meðferð hand- slökkvitækja og að rík áhersla væri lögð á að starfsfólk 'lærði símanúmer slökkviliðsins. „Ef einhver talar um að þarna séu lélegar brunavarnir, mótmæli ég því alveg,“ sagði Guðmundur. „Hlutirnir eru í eins góðu lagi og þeir geta verið í svona púður- tunnu. Ef það væri eitthvað sem ég ætti að gera til viðbótar, þá myndi ég bara skella í lás og loka þessu. En það er ekki hægt, því við verðum að hafa elliheimili. Meðan bæjaryfirvöld ákveða að hafa þessa starfsemi þarna í þessu húsi, þá ráðum við ekki við það.“ Um hugsanlegar viðbótarráð- stafanir sagði Guðmundur: „Ég ein í herbergi, og sagðist mega vel við una. „Ef allir hefðu það eins gott og ég, þá mætti fólkið e.t.v. vel við ástandið una. Ég. veit það er mjög þröngt hjá mörgum.“ Hún sagði að einu sinni hefðu verið 30 heimilis- menn á elliheimilinu. Þrengslin hefðu verið slík að sofa hefði þurft á ganginum. Á neðri hæðinni er annar heimilismaður, sem er einn í her- bergi. Hann heitir Baldvin Þórð- arson og var m.a. bæjargjaldkeri ísafjarðarkaupstaðar á árunum 1947 til 1962. Hann fluttist á ell- Baldvin Þórðarson iheimilið í september 1977 ásamt eiginkonu sinni. Hún lést skömmu síðar. Baldvin er nú að verða 87 ára og er mjög viðræð- ugóður. Hann hafði frá ýmsu að segja, m.a. verkalýðsbaráttunni hér á ísafirði á fyrri hluta þessar- ar aldar, þegar menn stefndu at- vinnumöguleikum sínum í hættu með þátttöku í baráttu fyrir rétt- indum, sem þykja sjálfsögð í dag. Aðspurður sagði Baldvin, að sér liði eftir atvikum vel og að starfsfólkið hugsaði vel um sig. Hins vegar hafði hann ýmislegt við aðstöðu elliheimilisins að at- huga. „Það er allt of mikið að hafa 3 konur saman í einu her- bergi. Allt of mikið. Það má ekki vera nema tvennt. Nú, svo eru engin handrið frammi á göngun- um, sem fólk getur stutt sig við, þegar það þarf að fara t.d. í mat hérna fram í stofuna. Og það er aðeins eitt bað hérna í húsinu. Það er alveg óviðunandi,“ sagði Baldvin. Baldvin taldi að ýmislegt mætti betur bæta á elliheimilinu. Hann sagði að þau hjónin hefðu gefið andvirði hússins, sem þau seldu árið 1977 til byggingarsjóðs ell- iheimilisins á ísafirði. Það hefðu verið 6 milljónir króna. „En ég held nú að sjóðnum hafi verið ráðstafað í byggingu dvalarhei- milis fyrir aldraða. En það var ekki hugsun okkar,“ sagði Baldv- in að endingu. held að það sé ákaflega lítið hægt að gera, annað en kannski að tengja sjálfvirk brunaaðvörunar- tæki, sem væru beintengd við slökkvistöðina. Svo gæti vatns- úðunarkerfi hugsanlega bætt mikið,“ sagði Guðmundur. Neyðarútgangur elliheimilisins

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.