Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 02.08.1984, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 02.08.1984, Blaðsíða 4
4 Póstur og sími -Jjggsg- Laust starf Staða póstafgreiðslumanns er laus til um- sóknar. Umsóknarfrestur er til 12. ágúst. Upplýsingar veitir stöðvarstjóri. PÓSTUR OG SÍMI Laus staða Á Skattstofu Vestfjarða er laus til umsóknar ein staða fulltrúa til starfa við skatteftirlit. Nauðsynlegt er að umsækjendur séu endur- skoðendur eða hafi lokið prófi í lögfræði, hag- fræði eða viðskiptafræði, eða hafi staðgóða þekkingu á bókhaldi og skattskilum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist fjármálaráðu- neytinu fyrir 10. ágúst n.k. Fjármálaráðuneytið 10. júlí 1984 Héraðsskólinn að Núpi Skólaárið 1984 — 1985 bjóðum við upp á fornám eða hægferð í fjórum námsgreinum: íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði. Hafið sambandi í síma 94-8236 eða 8235. Skólastjóri Héraðsskólinn að Núpi Bjóðum upp á 8. og 9. bekk grunnskóla ásamt tveimur árum á viðskipta-, íþrótta-, uppeldis- og almennri bóknámsbraut. Braut- ir þessar eru í samræmi við námsvísi sem eftirtaldir skólar eru aðiljar að: Fjölbrautarskólinn á Akranesi, Fjöibrautar- skóli Suðurnesja, Flensborgarskólinn í Hafnarfirði, Framhaldsskólar á Austurlandi, Fjölbrautarskóli Suðurlands á Selfossi, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum. Getum enn bætt við nemendum. Upplýsingar í síma 94-8236 eða 8235. Skólastjóri Vestfirðingar Ferðafólk ★Djúpmannabúð býður ykkur velkomin í ísa- fjarðardjúp. ★Njótið veitinga í fögru umhverfi. ★Söluskálinn okkar er í Mjóafirði. Djúpmannabúð, ísafjarðardjúpi íbúð óskast á leigu Viljum taka á leigu 3ja herbergja íbúð á eyrinni eða ofan við hana. Upplýsingar gefur Yngvi Kjartansson á skrif- stofu Vestfirska freftablaðsins í síma 4011. vestfirska FRETTABLADID / þessu húsi er Iðnskólinn á Isafirði. Húsið er gamalt frystihús. Margt bendir nú til þess að iðnfræðsla á Vest- fjörðum standi á krossgötum. Tækniframfarir hafa verið örar síðustu ár, en það er mál manna að Iðnskólinn á ísafirði hafi ekki fylgt tímanum. Víst er að hann býr við nöturlegar aðstæður og ónógan tækjakost, einmitt á þeim tíma sem auknar kröfur eru gerðar til iðnskóla í landinu, m.a. í formi kostnaðarsamra verk- námsdeilda. Vestfirska fór á stúfana og ræddi við nokkra menn um þessi mál. IÐNSKÓLI í FRYSTIHÚSI „Iðnskólar skulu vera einn í hverju kjördæmi landsins, auk þeirra er nú eru. svo og starfandi skólar með minnst 60 nemend- um, er lög þessi taka gildi,“ segir í lögum um iðnfræðslu frá 1972. í Vestfjarðakjördæmi eru þó tveir iðnskólar, á ísafirði og Patreksfirði, og hafði sá síðar- nefndi aðeins 10 nemendur s.l. vetur. Á fsafirði voru þeir um 90 og voru þeir víðsvegar af Vest- fjörðum. En hvernig er búið að þessum skólum? Patreksfjarðarskólinn hefur aðsetur í einbýlishúsi, sem að sögn skólastjórans, Hilmars Árnasonar, er mjög þröngt. Skólanum er þó ætlaður staður í nvrri grunnskólabyggingu þar í bæ. Iðnskólinn á ísafirði er til húsa í gömlu frvstihúsi, ísfirð- ingi. Húsnæðið er bæði þröngt og óvistlegt og hefur að sögn hrakað með árunum vegna skorts á viðhaldi. Jón Ingi Har- aldsson, skólastjóri, telur þenn- an aðbúnað bitna á skólanum: „Ef við setjum upp tvo iðnskóla hlið við hlið, annan í frystihúsi en hinn í húsnæði eins og því sem menntaskólinn er í, þá hugsa ég að fleiri mundu fara í menntaskólann, bara útá húsnæðið.“ — Jón telur að margir nemendur sæki nám annars staðar sökum þess að flestir aðrir skólar á sama sviði geti boðið upp á betri námsað- stöðu. VANTAR 5,5 MILLJÓNIR í fjárhagsáætlun sem Jón Ingi hefur tekið saman fyrir menntamálaráðuneytið telst honum til að um 5.5 milljónum króna þyrfti að verja til endur- nýjunar og kaupa á nýjum búnaði á árinu 1985 ef vel ætti að vera. Jón viðurkennir þó að ekki bráðliggi á öllu því sem hann telur upp. I skýrslu sinni til ráuneytisins gefur Jón Ingi ófagra lýsingu á aðbúnaði skólans. Þar segir m.a. um Vélskóladeildina: „Vélasalur Vélskólans er nú mjög illa búinn hvað búnað varðar sem nota má til kennslu. Sú aðalvél sem nú gegnir hlut- verki aðalkennsluvélar er frá árinu 1957 og er hún fengin gefins úr skipi. Blokk vélarinnar er sprungin og lekur hún bæði olíu og vatni.“ Þá segir að handverkfæri til smíðakennslu séu mjög bágborin og t.d. allar þjalir ónýtar. Um verklega kennslu í eðlis- og efnafræði segir m.a.: „Bún- aður til þessarar kennslu er í mikilli niðurníðslu enda hefur hann ekki verið notaður að neinu marki síðustu árin. Á- stæðan er plássleysi. Til þessar- ar kennslu er ætluð stofa, sem er 3.5 x 4.6 m og er hún í miðju húsi og án loftræstingar þannig að varla er boðlegt." Ennfremur kemur fram hjá Jóni að skólinn er algjörlega vanbúinn hvað tölvuvæðingu snertir, en tölvufræði er nú þegar á námsskrá allra þeirra skóla sem Iðnskólinn hýsir. Farið hefur verið fram á að fá tölvubúnað fyrir 12 nemendur en skólinn getur „sætt sig við búnað fyrir 6 nemendur sem bráðabirgðalausn.“ Vinnuaðstaða fyrir kennara er engin í skólanum. „Húsnæði skólans er þegar of lítið.“ Bærinn ver um 1,4 m. kr. til reksturs skólans í ár. Til við- halds húss fara 260 þús„ til við- halds kennslutækja og búnaðar 20 þús. Gjaldfærð fjárfesting vegna kaupa á tækjum er 150 þús. BITNAR Á NEMENDUM En bitnar aðstöðuleysi skól- ans á nemendum? „Það bitnar náttúrulega alltaf á nemendum að einhverju leyti, en það fer mikið eftir því hvernig nemendum og kennur- um tekst að vinna úr hlutunum. Lélegur tækjakostur bitnar mest á þeim sem þurfa mest á honum að halda," sagði Jón Ingi í samtali við Vf. „Já, það er ekki nokkur vafi,“ sagði Einar Hreinsson, formað- ur skólanefndar Iðnskólans. „Það gengur náttúrulega ekki að skólinn eigi ekki tæki sem nemendurnir koma síðan til með að vinna við.“ Óskar Eggertsson, skóla- nefndarmaður og fram- kvæmdastjóri Pólsins, var spurður hvort aðstöðuleysi skólans væri farið að koma nið- ur á fyrirtækjum. „Það tekur nokkur ár að finna það út í fyr- irtækin, en eins og ástandið er núna, þá kemur það fram eftir u.þ.b. 2 — 3 ár. Það segi ég al- veg hiklaust.“ — Óskar taldi skólann ekki í stakk búinn að sinna því sem honum væri ætl- að. Einar Hreinsson tók undir það. Út á skólahaldið sjálft og kennslukraftana höfðu þeir aft- urámóti ekkert að setja, töldu skólann vel settan hvað það snerti. Svo virðist sem nemendur í sumum greinum hafi þó staðið sig með prýði í framhaldsnámi. „Við stóðum mjög vel að vígi," sagði Guðmundur Högnason. tæknifræðingur, en hann tók undirbúnings- og raungreina- deild hér og hélt síðan til Dan- merkur. „Við vorum alveg í toppi rniðað við Danina." — í öðrum greinum hafa menn svo aftur staðið verr að vígi. eins og síðar verður vikið að. PENINGALEYSI — ÚRRÆÐI „Ríki og sveitarfélag tíma ekki að reka skólann eins og sagt er fyrir um í námsskrá og lögum,“ sagði Einar Hreinsson. Rekstrarkostnað sagði hann deilast þannig að ríkið borgaði öll laun, en annar kostnaður skiptist til helminga, þannig að því meira sem gert er fyrir skól- ann. þeirn mun meira þarf bæj- arsjóður að punga út. Kannski næg ástæða til að halda að sér höndum. „Þetta er hreinlega spurning um fjárveitingar bæjarfélagsins," sagði Stefán Stefánsson, námsskrárgerðar- fulltrúi hjá iðnfræðsluráði í samtali við blm. Stefán benti á að hinar auknu kröfur um verknámsdeildir, sem eru mjög dýrar, gerðu það að verkum að eitt bæjarfélag gæti einfaldlega ekki staðið undir rekstrinum. Hann benti í því sambandi á það samstarf sem sveitarfélögin á Austurlandi hafa tekið upp um rekstur iðnskóla. „Ég veit að bæði iðnfræðsluráð og ráðu- neytið hafa yfirleitt tekið því mjög vel þegar það hafa komið beiðnir utan af landi. en það hefur alltaf sín áhrif ef heima- menn eru ekki samstæðir. Það er miklu áhrifaríkara að fá til- mæli frá 10 sveitarfélögum heldur en einu, eða að fá jafnvel engin tilmæli frá þessu eina," sagði Stefán. „Það virðist vanta frumkvæði þarna."

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.