Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 02.08.1984, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 02.08.1984, Blaðsíða 6
vesiíirska rRETTABLADID í Full búð J af nýjum vörum ♦ ----—:------- Til dæmis: — Indíánatjöld (tvær stærðir)— — Indíánafjaðrir — Kúrekaföt — Hattar — Tölvuspil Vindsængur Flugvélar (3gerðir) Bangsar Kútar Bátar Sundlaugar Bílar Dúkkuvagnar (Tonka) (3 gerðir) Boltar Margar stærðir Sendum í oggerðir póstkröfu ♦ Leikfangaverslunin Bimbó | Aðalstræti 24 — 400 ísafjörður — Sími 94-4323 f ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Frá Reykjanesi. Reykjanesskóli 50 ára í tilefni af 50 ára afmæli Reykjanesskóla við ísafjarðar- djúp munu fyrrverandi nemend- ur og velunnarar skólans minnast þessara tímamóta. Oeir sem vilja taka þátt í því að senda skólanum kveðjur geta ritað nafn sitt í bók sem liggur frammi í versluninni Blóm og grænmeti, Skólavörðu- stíg 3a Reykjavík og hjá skrif- stofu Djúpbátsins á ísafirði. Þar verður einnig tekið við fram- lögum í sjóð til eflingar á hljóm- list í skólanum. Afmælishátíð verður í Reykja- nesi 4. ágúst n.k. Hópferðabíll frá Vestfjarðaleið fer frá Reykja- vík föstudaginn 3. ágúst. Þeir sem vilja tryggja sér far geta einnig skráð sig í versluninni Blóm og grænmeti. Sumarhótel er starfrækt í Reykjanesi. Þar þarf að panta gistingu. Fimmtug sundlaug Sundlaugin á Súgandafirði. Það eru ekki margar útisund- laugar á Vestfjörðum. Á Súg- andafirði er ein sem hituð er upp með vatni úr iðrum jarðar. Sú laug verður 50 ára á þessu ári. Hún var byggð í sjálfboðavinnu af Stefnismönnum og öðrum þorpsbúum og var efnið flutt sjóleiðina, því þá var enginn vegurinn. Lionsmenn endur- bættu laugina 1974 og hefur hún verið í notkun yfir sumarmán- uðina síðan. Sundlaugarvörðurinn, Ingi- björg Jónasdóttir, sagði í viðtali við Vf að vatnið í lauginni væri hreint og gott. Sírennsli væri i laugina, þannig að vatnið end- urnýjast stöðugt. Laugin er opin alla daga nema laugardaga, en þá er hún hreinsuð. Hún er lítil, 10 x 6 m og langt frá bænum. Er því hugur í mörgum Súgfirð- ingum að fá nýja laug inni í kauptúninu, enda er ekki hægt að nota þá gömlu nema 3 mán- uði á ári. Fjárveitingavaldinu hefur hins vegar þótt þessi laug fullnægjandi. Inga Jónasar var þó hvergi bangin og kvaðst ætla að gangast fyrir fjársöfnun fljótlega. Þess má geta í lokin að ný- lokið er í lauginni sundnám- skeiði. Kennari var Anna Bjarnadóttir. Urslitgolfmóta í sumar — Nýtt vallarmet á afmælismóti ÍBÍ V.f. hafa borist úrslit helstu golf keppna, sem háðar hafa verið á Hnífsdalsvelli í sumar. Fyrsta mótið var 2. júní og var það einnar kylfu keppni. Leiknar voru 18 holur. Úrslit urðu þessi: 1. Kristján Kristjánsson ... 89 högg 2. Einar V. Kristjánsson ... 91 högg 3. Viðar Konráðsson.......92 högg Dagana 9. — 10. júní var haldið nýtt mót, sem kennt er við verslunina Gullauga á ísafirði og íþróttabúðina í Reykjavík. Systkinin Dýrfinna Torfadóttir og Ómar Torfason gáfu verðlaunin. Dýrfinna og Ómar eru börn Torfa Bjarnasonar og Sigríðar Króknes, sem hafa oft gefið verðlaun fyrir ýmis afrek í íþróttum. f þessu golfmóti voru leiknar 36 holur og urðu úrslit í karlaflokki þessi: 1. Guðjón Ólafsson........169 högg 2. Arnar G. Hinriksson .. 181 högg 3. Gunnar Tryggvason .. . 213 högg 7. og 8. júlí var keppt um Soda Stream bikarinn. þar voru leiknar 36 holur og úrslit í karlaflokki urðu þessi: 1. Jón Baldvin Hannesson . 159 högg 2. Baldur Geirmundsson . 177 högg 3. Þórólfur Egilsson ....181 högg Unglingaflokkur: 1. Arnar Baldursson.....162 högg 2. Bjarni Pétursson..... 220 högg 3. Ólafur Sigurðsson.... 222 högg Meistaramót G. í. var haldið dag- ana 13. — 15. júlí, og voru leiknar 72 holur. Úrslit í karlaflokki urðu þessi: 1. Jón Baldvin Hannesson . 313 högg 2. Viðar Konráðsson..... 359 högg 3. Baldur Geirmundsson . 362 högg Unglingaflokkur: 1. Arnar Baldursson....152 högg 2. Gunnar Tryggvason . . . 203 högg 3. Bjarni Pétursson..... 203 högg Dagana 21. — 22. júlí var keppt um Ljónsbikarinn. Þar var í fyrsta skipti keppni einnig með forgjöf. Leiknar voru 36 holur. Úrslit án for- gjafar urðu þessi: 1. Einar V. Kristjánsson . . 158 högg 2. Jón Baldvin Hannesson . 160 högg 3. Þórólfur Egilsson ....175 högg Úrslit með forgjöf urðu þau að Ein- ar Valur varð fyrstur, Þórólfur þriðji og Sigurður Th. Ingvarsson varð annar. Hann lék 36 holurnar á 178 höggum. Úrslit í unglingaflokki urðu þessi: 1. Ómar Dagbjartsson B. . 150 högg 2. Þórður Vagnsson B. . . . 158 högg 3. Gunnar Tryggvason .. . 170 högg Ómar varð einnig í fyrsta sæti með forgjöf, en Gunnar í öðru og Þórður í þriðja. Um síðustu helgi fór fram afmælis- mót ÍBÍ. Leiknar voru 36 holur. Úrs- lit í karlaflokki urðu þessi: 1. Einar V. Kristjánsson . . 149 högg 2. Bjarki Bjarnason......164 högg 3. SigurðurTh. Ingvarss. . 173 högg Úrsiit með forgjöf urðu þessi: 1. Ingi Magnfreðsson .... 116 högg 2. Karl Þórðarson B......124 högg 3. Viðar Konráðsson......124 högg Unglingaflokkur: 1. Arnar Baldursson......150 högg 2. Bjarni Pétursson.....126 högg 3. Gunnar Tryggvason ... 136 högg Úrslit með forgjöf urðu þau sömu. Nýtt vallarmet var sett í afmælis- mótinu. Einar Valur fór 6 holurnar eða hringinn á 20 höggum. Hann setti einnig vallarmet á 18 holur, fór þær á 70 höggum. Tilbúinn matur í helgarferðina —ÚTSALA— Utsalan er hafin. Komið og gerið góð kaup. 20% — 50% afsláttur. Soðin svið Hangikjöt Rófustappa fcucr®?IÁM VERSLUNIN SKEMMAN LJÓNINU — ÍSAFIRÐI — SÍMI 4024 Hrásalat Gómsætt á grillið Starfsfólk Marinerad kjöt — Grillpinnar Kryddlegið kjöt óskast strax! Upplýsingar í síma 4308 alla virka daga og 3351 um helgar. Rækjuverksmiðjan Vinaminni ^^7 €inar(jíið{jinyisson k. £ Bolungarvík — Sími 7200

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.