Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 2
vesttirska rRETTABlADlD 38. tbl. 10.árg. 16. ágúst 1984. Vestfirskafréttablaðiðkemurútáfimmtudögumkl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofaog auglýsingamóttakaað Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 17:00 og sunnudaga kl. 13:00 til 17:00. Síminn er 4011. Blaðamaður Yngvi Kjartansson. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Auglýsingaro.fl. Rúnar Þórisson. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, fsafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. ísafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð 130,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað eftirá, gjalddagar hálfsárslega. Ritstjórn á fimmtudegi I vesttirska I FRETTASLASID Landsbyggðin illa leikin Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til bjargar sjávarútveginum og fisk- vinnslunni eru því miður alls ó- fullnægjandi. Forstöðumenn fyrirtækja í þessum greinum virðast sammála um að áhrif þeirra verði aðeins til þess að gera fyrirtækjunum kleift að bera rekstrartap eitthvað lengur en ella hefði orðið, en um batnandi afkomu verði ekki að ræða. Allir hugsandi menn hljóta að hafa þungar áhyggjur af framtíð þessara frumfram- leiðslugreina, sem eru burðarás gjaldeyrisöflunar landsmanna og það sem allt atvinnulíf i sjáv- arplássunum umhverfis landið snýst um. Utgerð og fiskvinnsla eru með þessum hagstjórnaraðgerðum þvingaðar til þess að halda niðri vinnulaunum fólksins og tapa eignum sínum í vonlausum rekstri. Forystumenn stjórnar- flokkanna virðast láta sér þetta vel líka, á meðan viðskipti og þjónusta á Stór-Reykjavíkur- svæðinu blómgast í skjóli þess arðráns, sem felst í því, að gjald- eyrisdeildir bankanna selja inn- flutningsfyrirtækjunum og ríkis- sjóði aflafé frumframleiðslu- greinanna á útsöluverði. Kostnaður veiða og vinnslu við að framleiða verðmæti hvers Bandaríkjadollars er nú talinn nema um það bil 40 krónum. Kostnaður við að framleiða fyrir andvirði sterlingspunds er eitthvað nærri 50 krónum. Þetta eru að sjálfsögðu ekki nákvæm- ar tölur, en sýna þó nógu skýrt hvert sú ríkisstjórn stefnir, sem síðan lætur framleiðendur skila sínu aflafé til gjaldeyrisdeilda bankanna á verði, sem gerir þeim kleift að selja gjaldeyrinn aftur innflytjendum með hagnaði á 30 krónur dollarann og 40 krón- ur sterlingspundið. Þarna er svo sannarlega verið að reiða öxina að hálsi gæsarinnar, sem verpir gullegginu. Því hefur verið haldið fram, að kostnaðurinn við framleiðsluna sé svona hár, vegna þess að mörg fyrirtæki í þessum grein- um séu illa rekin og að sjálfsagt sé að láta „skussana" fara á hausinn. Slík ummæli eru glam- ur eitt. Þeir eru að vísu til, sem er vorkunn að slíku bulli, af því að þeir vita ekki betur. En því miður hafa menn, sem eiga að bera ábyrgð, sem stjórnmálamenn og leiðtogar einnig látið sér svipað um munn fara, þegar vitað er að vel rekin fyrirtæki, sem standa á gömlum merg halda sér á floti með því að ganga á eignir sínar og neyðast til þess að halda launum starfsfólks síns í lág- marki vitandi þó um verulegt launaskrið í opinbera geiranum og í verslunar- og þjónustu- greinum á höfuðborgarsvæð- inu. Það er furðuleg dirfska að leyfa sér að fylgja þeirri stefnu að arðræna gróin útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki og starfs- fólk þeirra vítt og breitt um land- ið til þess að halda uppi fölskum iífskjörum á Suð-vestur horninu. Það er arðrán og ekkert annað, að skylda útflutningsgreinarnar til þess að selja sitt aflafé í er- lendum gjaldeyri langt undir kostnaðarverði, til þess, meðal annars, að fólk með vinnukonu- útsvör geti keypt sér lóðir í Stiga- hlíðinni fyrir sexfaldar meðal árstekjur. Sumstaðar við sjávarsíðuna hafa menn velviljaðir ríkisstjórn- inni bent á að aðgerðir hennar stefni í rétta átt, þótt stutt dragi. Það er góðra gjalda vert, að vera trúr sínum flokki og þeirri stjórn, sem hann stendur að. En við skulum ekki gleyma því, að okk- ar trúnaður á að vera við fólkið í sjávarplássunum, við frumherj- ana í atvinnurekstrinum og þeirra starf, sem nú er stefnt í voða með stjórnunaraðgerðum, sem ganga þvert á hagsmuni þjóðarinnar. Ríkisstjórnin og þeir flokkar, sem að henni standa eru að bregðast trausti stuðnings- manna sinna á landsbyggðinni. Þeir eru að vega að lífskjörum fólksins í sjávarplássunum. Þeir eru að ganga þvert á hagsmuni þeirra, sem farið hafa fremstir í flokki við uppbyggingu fiskveiða og fiskvinnslu og eru margir meðal traustustu stuðnings- manna þessara flokka. Ráðherrar og forystumenn Sjálfstæðisflokksins sérstak- lega ættu að hyggja að því að þeir eru komnir þar sem þeir eru, meðal annars fyrir traust þessa fólks. Þeir virðast hafa gleymt kjörorðinu stétt með stétt, sem einn af allra mikilhæfustu leið- togum flokksins hafði ávallt að leiðarljósi, en kjósa heldur að fara þá leið að mergsjúga frum- greinar í sjávarútvegi til fram- dráttar verslunar- og þjónustu- greinum á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Lesendur hafa orðið Semjið ekki Vestfirði í eyði Smáauglýsingar Hér á Vestfjörðum standa nú fyrir dyrum samningar um launa- kjör verkafólks. Forsvarsmenn verkafólks og atvinnurekendur leita svara við einum stærsta þætti þeirrar spurningar hvort hér á að vera áframhaldandi byggð eða ekki. Það getur eng- inn efast um að laun í sjávarút- vegi og fiskvinnslu skipta sköp- um um hvort fólk vill eiga hér heima. Það má heldur engum Vestfirðingi blandast um það hugur að það er rangt að borga lægstu launin fyrir þau störf semn eru þessari þjóð mikilvæg- ust. Ég vona að vestfirskir at- vinnurekendur beri gæfu til að skilja að með óraunhæfri lág- launastefnu munu þeir aðeins kippa fótunum undan eigin framtíð og flýta þeirri óheillaþró- un sem hér hefur orðið á síðustu áratugum. Ég veit að atvinnurekendur í frumatvinnuvegum þjóðarinnar búa ekki við of góð skilyrði. Þeir hafa orðið undir í baráttunni við blind peninga- og kerfisöfl þessa þjóðfélags. En þeim hefur líka láðst að leita sér samherja á réttum stöðum. Þeir geta ekki búist við að atvinnugrein þeirra sé mikils metin meðan launafólk þeirra fær sultarlaun. Þeir verða að gera sér grein fyrir því að þeir eiga meiri samleið með launþeg- um sínum en töframönnum höf- uðborgarsvæðisins sem sumir hverjir byggja hallir yfir vanskila- fé við sjávarútveginn ög leyfa sér svo að halda því fram að það hafi orðið til í hirslum þeirra. Ef vestfirskum atvinnurekend- um auðnast að meta störf laun- þega sinna að verðleikum og greiða þeim laun í samræmi við það, þurfa þeir ekki að efast um að þeir eigi samherja í baráttunni við braskliðið og sérfræðinga- veldi höfuðborgarinnar sem tek- ist hefur að gera veg frumat- vinnuveganna jafn auman og orðinn er. En haldi þeir áfram að leita sér vina í hópi þeirra sem hirt hafa af þeim gjaldeyrinn fyrir spottprís og sogið frá þeim fjár- magn með allslags bellibrögðum þá er voðinn vís ekki bara fyrir Vestfirði heldur alla þjóðina. Vestfirskir athafnamenn verða að hafna því mannfjandsamlega siðgæði sem bannar að laun taki mið af þörfum þeirra sem þiggja þau en lætur verðgildi fjármagns breytast eftir óskum þeirra sem eru skráðir eigendur þess. Vestfirskir athafnamenn verða að skilja að framtíð Vestfjarða veltur á réttu mati raunverulegra verðmæta í þjóðfélaginu, þeir ættu líka að sjá að stjórnmála- mennirnir bjarga engu enda eru þeir flæktir í blekkinganet brask- ara og sérfræðinga og losna ekki þaðan nema þeim sé hjálpað. Ég skora á Vestfirska athafna- menn að láta ekki samningsrétt sinn í hendur óábyrgra aðila á höfuðborgarsvæðinu sem munu leggja allt kapp á að viðhalda blekkingunni. Ég skora á vestfirska atvinnu- rekendur og vestfirska verka- lýðsforystu að semja nú þegar um mannsæmandi laun fyrir verkafólk á Vestfjörðum og snúa sérsvoaðþvíísameiningu vinna Vestfjörðum og þeim atvinnu- vegum sem Vestfirðingar stunda verðugan sess í íslensku þjóðfé- lagi. Verið framsýnir, semjið ekki Vestfirði í eyði. Sveinbjörn Jónsson Súgandafirði. AA FUNDIR Kl. 21:00 á þriðjudagskvöld- um og kl. 11:00 á sunnu- dögum að Aðalstræti 42, Hæstakaupstaðarhúsinu. Sími 3411. AA deildin. AL ANON fyrir aðstandendur fólks, sem á við áfengisvandamál að stríða, eru kl. 21:00 á mánudagskvöldum að Aðal- stræti 42, Hæstakaupstaðar- húsinu. Upplýsingar veittar í síma 3411 á sama tíma. BAHÁ’TRÚIN Upplýsingar um Bahá’itrúna eru sendar skriflega, ef ósk- að er. Utanáskrift: Pósthólf 172,400 ísafjörður. Opið hús að Sundstræti 14, sími 4071 öll fimmtudagskvöld frá kl. 21:00 til 23:0. TIL SÖLU nýlegt borðstofuborð og sex stólar. Upplýsingar í síma 3026, Ás- gerður. TIL SÖLU Elektrolux frystikista, nýlegt einbreitt fururúm m/nátt- borði og borðstofuborð með 6 stólum. Upplýsingar í síma 3616 eða 4390 eftir kl. 7 á kvöldin. HÚSNÆÐI ÓSKAST Til leigu fyrir starfsfólk Bræðratungu — þjálfunar- og þjónustumiðstöð fatlaðra. Nánari upplýsingar veittar í síma 3290 og 3224. ATHUGIÐ Að gefnu tilefni er óviðkom- andi stranglega bönnuð öll selveiði í landareign Reykja- fjarðar og Þaralátursfjarðar í Grunnavíkurhreppi Landeigendur M.B. ALLI Til sölu tæplega 2ja tonna plasttrilla með dýptarmæli, 2 handrúllum og vagni. Upplýsingar í síma 7405

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.