Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 3
vestíirska FRETT.'BLADID Ég hef aldrei sagt að við munum ekki búa áfram við erfiðleika — segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra Eftir að hafa rætt við útgerð- armenn hafði blaðamaður sam- band við Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. Nú sianda sum útgerðarfvrir- tœki hérfvrir vestan frammi fvrir því að vera búin með kvótann, kannski í næsta mánuði. Stend- ur hugsanlega til að auka við kvótann? „Nei, það stendur ekki til. Það var tekin ákvörðun um það á síðastliðnum vetri að bæta við 10*1. Ég taldi nauðsynlegt að gera það eftir þær upplýsingar sem ég fékk frá hafrannsóknar- stofnuninni og einnig vegna þess að menn óttuðust að at- vinnuástand yrði erfitt. Ég er þeirrar skoðunar að það hafi átt að veita, almennt séð, nægilegt svigrúm til að halda uppi, svona bærilegri atvinnu um landið. Það eru engar upplýsingar frá okkar fiskifræðingum sem benda til þess að það sé réttlæt- anlegt að bæta við verulegu magni. Einnig verður að líta á þá staðreynd að það eru miklar birgðir sem hafa safnast upp á mörkuðunum og það er ekki skynsamlegt að bæta miklu þar við, þannig að ég get sem sagt fullyrt að það er ekkert sem bendir til þess að þar verði neinu breytt um.“ Nú eru til lítil pláss hér fyrir vestan þar sem menn sjá fram á stöðvun í september og ekkert tekur við. H vað heldurðu að sé til ráða á svona stöðum? „Ja, ég vil aðeins segja það að viðkomandi aðilar hafa að sjálfsögðu vitað að hverju hefur stefnt. Og ég undrast það einnig að menn skuli ekki draga úr afla á sama tíma og menn ráða vart við að vinna hann. Menn hafa reynt að skipuleggja veiðarnar og vinnsluna á hinum ýmsu stöðum við landið og aðlagað sig þessum aðstæðum og ég bendi einnig á það að togararnir á Vestfjörðum fengu kvóta miðað við reynslu undangeng- inna ára og þessir kvótar voru þeir hæstu hjá togurunum við landið.“ Einar K. Guðfinnsson sagði í samtali við Vfað hann hefði ekki áhvggjur af þessu kvótamáli varðandi atvinnulíf í Bolungar- vík eins og er, það vœri ekki rekstrargrundvöllur fyrir útgerð- ina og það vœri miklu alvarlegra mál fyrir útgerð og atvinnulíf fó/ksins i þessum sjávarplássum. Halldór Ásgrímsson sjá varútvegsráðherra „Já, ég er alveg sammála því að það er mjög alvarlegur hlut- ur, en ég bendi hinsvegar á það að við höfum nú gert mjög niikið til þess að lagfæra þenn- an rekstrargrundvöll. Við búum við tímabundinn vanda, von- andi, vegna minnkandi afla og erfiðleika á markaði og við fá- um ekki góðan grundvöll í sjávarútvegi fyrr en þessar að- stæður lagast." Nú segja vmsir útgerðarmenn að þessar aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar séu ekki neitt til þess að bœta úr rekstraraðstœðum útgerðar- innar. Þetta séu eingöngu skuld- brevtingar og breyti því ekki að útgerðin er í bullandi taprekstri. „Jújú, en í fyrsta lagi er verið að endurgreiða sem samsvarar 10'? af olíukostnaði sem að hefur nú þýðingu. Nú auðvitað hefur skuldbreyting verulega þýðingu fyrir menn til þess að dreifa þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir, yfir len- gra tímabil. í þeirri von að við búum við meiri afla á næstu ár- um. Einnig bendi ég á bætur úr Aflatryggingasjóði til alls skipaflotans. Allt hefur þetta sína þýðingu en ég hef aldrei sagt að við munum ekki búa á- fram við erfiðleika. Menn mega bara ekki reikna með því að þetta verði leyst í eitt skipti fyrir öll, af stjórnvöldum. Það verða allir að takast á við þessi vandamál. En mér finnst stundum að útgerðarmenn og fiskverkendur vilji beina þessu fyrst og fremst til ríkisstjórnar- innar, að þetta sé bara vanda- mál ríkisstjórnarinnar. Það væri betur ef það væri svo einfalt." Einar K. Guðfinnsson sagði við okkur að það vœri Ijóst, að á meðan útgerðin vœri rekin með bullandi tapi, kæmust sumir all- vel af og átti þá við að útflutn- ingsgreinar töpuðu á kostnað innflutnings. Til bóta vœru tvœr leiðir fœrar, millifærslur eða gengisfelling. Megum við eiga von á gengisfellingu? „Nei." Svo við víkjum nú að öðru. Halldór Hermannsson sendi þér áskorun um að mœta hér á fund á Isafirði til að rœða um sjávar- útvegsmál. Ætlar þú að taka þessari áskorun? „Ég hef lengi ætlað mér að koma til ísafjarðar og það er nú svo með minn tíma að það gengurnú stundum erfiðlega að skipuleggja ferðir um landið, því miður. Meðal annars hef ég sáralítið getað sinnt mínu kjör- dæmi síðan ég fór í þetta em- bætti, en ég mun koma til ísa- fjarðar og halda þar fund. Trú- lega getur það ekki orðið fyrr en í byrjun september og Halldór Hermannsson er að sjálfsögðu velkominn þangað eins og allir aðrir." Megitm við þá gera ráð fyrir þér Itér í bvrjun september. „JáT MEÐ EÐA ÁN HÚSGAGNA Dagný Björk, danskennari og dóttir hennar (2ja ára) óska eftir eins til 3ja herbergja íbúö frá 20. september fram í desember. Góðri umgengni heitið. Upplýsingar í síma 91-44367 eftir kl. 19:00. Útgerðarmenn sjómenn Til sölu þorskanetaslöngur 6 einn fjórða tomma. Gott verð. Seljum einnig uppsett net eftir pöntunum. Upplýsirigar í síma 4927. DANSLEIKUR í Góðtemplarahúsinu laugardagskvöld 18. ágústkl. 23:00—03:00 Borðapantanir frá kl. 22:30 Komið og skemmtið ykkur í Gúttó Asgeir og félagar TIL S0LU 22 feta flugfiskur.smíðaár ‘78 með Volvo Penta 135 HÖ diesel vél, árgerð ‘82. Talstöð CB, dýptarmælir og vagn. Upplýsirigar í síma 3806 ísafirði og 7245 Bolungarvík. \ FASTEIGNA-] i VIÐSKIPTI i ■ ÍSAFJÖRÐUR: J Lyngholt 11, rúmlega fokhelt J I einbýlishús ásamt tvöföldum J I bílskúr. J Stórholt 11, 3ja herb. íbúð á J I 2. hæð. ■ Urðarvegur 80. Nú eru 4 ■ [ íbúðir óseldar í fjölbýlishús- J j inu sem Eiríkur og Einar Val- j I ur s.f. eru að byggja. Um er að | I ræða 3 3ja herb. og 1 2ja I I herb.íbúð sem afhendast til- ■ J búnar undir tréverk og máln- J J ingufyrir 1. sept. 1985. I Aðalstræti — Skipagata, ■ J 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir í J J sambýlishúsi sem Guðmund- j I ur Þórðarson er að byggja. | I íbúðirnar verða afhentar til- | I búnar undir tréverk og máln- I J ingu fyrir 1.10.1985. I Hafraholt 18, raðhús átveim | I hæðum, ásamt bílskúr. Laust I J fljótlega. I Stórholt 13,4ra herb. íbúð á | I 2. hæð, ásamt bílskúr. I I Hrannargata 10, 3ja herb. | I íbúð á efri hæð. Laus 1. sept. | J Sundstræti 29, 2ja herb. J j íbúðá2. hæð. íbúðinerlaus. | ■ Strandgata 5a, lítið einbýlis- * J hús. Laust 1. sept. I Strandgata 5, ca. 120 ferm. I I íbúð á neðri hæð í tvíbýlis- I J húsi. Laus fljótlega. I Silfurgata 12, lítið einbýlis- I ■ hús. Laust fljótlega. I Góuholt 5, rúmlega fokhelt | I 135 ferm. einbýlishús ásamt I ■ bílskúr. I Stekkjargata 4, lítið einbýlis- | I hús. Selst með góðum | ■ kjörum, ef samið er strax. I j BOLUNGARVÍK: J Holtabrún 3,130 ferm. ófull- J . gert einbýlishús. Skipti mögu- J I leg á eldra húsnæði í Bol- j I ungarvík. | J Traðarland 10, 112 ferm. J I einbýlishúsásamtbílskúr. Út- | I borgun aðeins 50%, eftir- | I stöðvar á 6 — 8 árum I J verðtryggt. I Dísarland 14,156 ferm. fok- | I helt einbýlishús ásamt tvö- I J földum bílskúr. Verð kr. ■ J 1.100.000. Útb. kr. 550.000., J I eftirst. á 6 árum verðtryggt. | J Höfðastígur 18, ca. 140 1 J ferm. einbýlishús ásamt bíl- J j skúr og stórri lóð. ■ Stigahlíð 2, 2ja herb. ibúð á ■ J jarðhæð. ! ARNAR GEIR ! i HINR1KSS0N hdl. | I Silfurtorgi 1 I ísafirði, sími 4144 l„ — ......................J TIL SÖLU Pólskur Fiat Station. árg. 1978 Verðtilboð. Upplýsingar í síma 3894 eftir kl. 20:00 ÓSKA EFTIR Öska að kaupa notuð skrif- stofuhúsgögn og innrétting- ar Fyrirtækjaþjónustan Bolungarvík sími 7570 FUNDIÐ Fundist hefur karlmannsúr (Kinzle). Eigandi hringi í síma 4185.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.