Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 4
4 5 Isafjarðarkanpstaðnr Laus staða Auglýst er laus til umsóknar staða skrifstofu- manns hjá kaupstaðnum. Um er að ræða al- menn skrifstofustörf. Nánari upplýsingar veita bæjarstjórinn eða skrifstofustjórinn í síma 94- 3722 eða á skrifstofu bæjarstjóra. Umsóknarfrestur er til 27. ágúst n.k. Bæjarstjórinn á ísafirði. íþrótta- og leikjanámskeið Verður haldið á Torfnessvæði fyrir drengi og stúlkur 7 — 14 ára, dagana 20. ágúst — 31. ágúst n.k. Kennari verður Katrín Björnsdóttir. Innritun fer fram í Sundhöll og á bæjarskrif- stofu. íþrótta- og æskulýðsráð. Sundhöll ísafjarðar verður lokuð frá og með 19. ágúst n.k. vegna árlegra þrifa og lagfæringa. íþróttafulltrúi ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS ATVINNA Okkur vantar starfsfólk. Hálfsdagsstarf kemur til greina. Útvegsbanki íslands útibúið á ísafirði. vBstíirska I rRETTABLASID © 4011 Héraðsskólinn að Núpi Skólaárið 1984 — 1985 bjóðum við upp á fornám eða hægferð í fjórum námsgreinum: íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði. Hafið sambandi í síma 94-8236 eða 8235. Skólastjóri Einhver sagði að þetta væri fyrsti útimarkaður á ísafirði. Ekki aldeiiis, tónlistarskólafólkið hefur haldið nokkra. Er hún ekki dá- lítið eggjandi? Lítill tröllkall. Héraðsskólinn að Núpi Bjóðum upp á 8. og 9. bekk grunnskóla ásamt tveimur árum á viðskipta-, íþrótta-, uppeldis- og almennri bóknámsbraut. Braut- ir þessar eru í samræmi við námsvísi sem eftirtaldir skólar eru aðiljar að: Fjölbrautarskólinn á Akranesi, Fjölbrautar- skóli Suðurnesja, Flensborgarskólinn í Hafnarfirði, Framhaldsskólar á Austurlandi, Fjölbrautarskóli Suðurlands á Selfossi, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum. Getum enn bætt við nemendum. Upplýsingar í síma 94-8236 eða 8235. Skólastjóri Er þetta ekki eitthvað öfugt? Ég hélt að það ætti að loga undir pottinum en ekki í honum. Séð yfir torgið upp eftir Hafnarstrætinu þar sem sérkennileg skrúðganga er á leiðinni. Síðsumar á Silfurtorgi Einn atór, margir litlir. Um síðustu helgi var heilmikið hopp og hí og hæ á Silfur- torgi á ísafirði. Á föstudag og laugardag var útimarkaður opinn á torginu, þar sem verslanir, félagasamtök og ein- staklingar höfðu á boðstólum allt frá grilluðum banönum upp í bíla. Götuleikhúsið Svart og sykurlaust var með sýn- ingu á torginu á föstudaginn og á laugardag dubbuðu leik- ararnir sjálfa sig og stóran hluta af börnum bæjarins upp í alls kyns furðubúninga. Þannig klædd marseruðu þau á torgið. Þar var hljómsveitin Grafík með tónleika og tókst að magna upp þvílíkt stuð, að það voru fáir sem ekki voru farnir að hreyfa, þó ekki væri nema lítlu tána í takt við hljómlistina. Þessir markaðsdagar voru í heild hin allra besta skemmtun og svona mætti gera á hverju einasta ári. Hafi Ferðamálasamtök Vestfjarða þökk fyrir gott framtak. Þeim yngstu var boðlð í stuttan reiðtúr.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.