Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 6
vestfirska Er kvótinn að klárast? Hætta á atvinnu- leysi í haust? hramliald af hls. 1 Ef gengið er á staðina eftir röð, byrjað á Súðavík og.endað á Patreksfirði, er kannski auð- veldara að fá nokkra yfirsýn yfir stöðuna. Athugið að flestar töl- ur eru frá síðustu helgi. Togarinn Bessi frá Súðavík átti eftir um síðustu helgi u.þ.b. 700 tonn af kvótafiski, þar af rúmlega 200 tonn af þorski. Börkur Ákason framkvæmda- stjóri Frosta hf. taldi að þeir yrðu fljótlega búnir að veiða upp í kvótann og þá tæki ekkert annað við en stöðvun togarans og þar með legðist vinnsla niður í landi þar sem aðrir bátar á staðnum eiga hverfandi lítinn kvóta. Á ísafirði er útlit fyrir að unnt verði að halda þremur togurum af fjórum á veiðum það sem eftir er af árinu. Líklega fær Guðbjartur eitthvað af kvóta línubátanna sem leggja upp í Norðurtanganum. T.d. eiga þeir eftir allstóran kvóta af steinbít og grálúðu, þar sem þessar tegundir voru undan- þegnar kvótaskyldu á þeim tíma sem línubátarnir veiddu þær aðallega. Einnig á Guð- bjartur eftir að fara í slipp og línubátarnir eiga nokkurn kvóta eftir þannig að ástandið er ekki sérlega slæmt hjá Norð- urtanganum og þeim fiskiskip- um sem leggja þar upp sinn af- la. Júlíus Geirmundsson og Guðbjörg sem leggja upp hjá íshúsfélagi Isfirðinga, eiga bæði eftir það stóra kvóta að þeir ættu að duga til að halda íshús- inu gangandi það sem eftir er af árinu. Guðbjörgin á 1572 tonn eftir, þar af tæp 420 tonn af þorski. Hluta af þessum kvóta hafa útgerðarmenn Guðbjargar keypt en vildu ekki upplýsa hvað sá hluti var stór. Júlíus Geirmundsson á um 1600 tonn eftir af blönduðum kvóta þar sem um helmingur er þorskur. Togarinn var frá veið- um í þrjá mánuði og á því meira eftir en margir aðrir. Páll Pálsson sem leggur upp í Hnífsdal á eftir u.þ.b. 180 tonn af þorskkvóta, en af heildar- kvóta um 1000 tonn. Konráð Jakobsson framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins taldi að kvót- inn myndi duga út september og kannski rúmlega það. Eftir það yrði frystihúsinu lokað. Úr Bolungarvík er það að frétta að sá kvóti sem skip Ein- ars Guðfinnssonar hf eiga eftir, er heldur meiri en afli þeirra var frá miðjum ágúst til áramóta 1983. Þar óttast menn ekki at- vinnuskerðingu vegna kvótans. Einar Guðfinnsson hf. á eftir að senda báða togarana í slipp, í klössun og verða þeir því eitt- hvað frá veiðum vegna þess. í Bolungarvík fer frarn sauðfjár- slátrun í haust og venjulega er eitthvað hægt á vinnslunni í frystihúsinu meðan slátrað er og er gert ráð fyrir að svo verði einnig nú. Einar K. Guðfinns- son útgerðarstjóri kvaðst vonast eftir að' loðnuveiði yrði leyfð í haust og þá að loðnu verði landað í Bolungarvík eins og verið hefur meðan þær veiðar hafa verið stundaðar. Það ætti einnig að geta skapað talsverða atvinnu í plássinu. Einarkvaðst því ekki hafa áhyggjur af at- vinnulífi staðarins kvótans vegna, hann hefði meiri á- hyggjur af fjárhagsvandanum sem við er að glíma í sjávarút- vegi. Á Suðureyri við Súganda- fjörð virðist vera nægilega mik- ið af kvóta eftir fyrir Elínu Þor- bjarnardóttur og línubátinn Sigurvon til þess að halda uppi atvinnu út árið. Elín á eftir 500 — 600 tonn af þorski og lítilræði af öðrum fiski. Sigurvon á um- talsverðan kvóta eftir sem verð- ur færður að einhverju leyti yfir á Elínu þar sem Sigurvon á eftir að vera tvo mánuði í slipp. Togarinn Gyllir frá Flateyri kemur úr slipp í september. Hann á eftir milli 800 og 900 tonn af kvótanum og sagði Ein- ar Oddur Kristjánsson á Flat- eyri að hann teldi að sá afli sem Gyllir og Ásgeir Torfason eiga eftir að bera á land ætti að duga til aðf frystihúsið héldist gang- andi fram að jólafríi, en Ásgeir Torfason á eftir 200 — 300 tonn af sínum kvóta. Á Þingeyri eru gerðir út 2 togarar, Sléttanes og framnes I. Sléttanes á eftir 595 tonna kvóta og er þorskur aðeins 80 tonn af því. Framnes I. á 1154 tonn eft- ir, þar af eru um 600 tonn þorskur. Ekki fékkst uppgefið hvernig Þingeyringar ætla að haga sókninni á næstunni, hvort þeir ætla að sækja stíft, eins og að undanförnu, eða hvort þeir ætla að reyna að treina þetta fram undir jól. Að sögn Jakobs Kristinsson- ar, framkvæmdastjóra Fisk- vinnslunnar á Bíldudal á Sölvi Bjarnason 750 tonna kvóta eftir og þar af eru aðeins 130 tonn af þorski. Þeir hafa verið að reyna að treina sér þetta með því að halda togaranum í landi, svona nokkra daga milli túra, en engu að síður er allt útlit fyrir at- vinnuleysi á Bíldudal frá, kannski miðjum október. Jakob sagðist ekki sjá að neitt rRETTABLADlD yrði til þess að koma í staðinn hjá því fólki sem vinnur við fiskvinnsluna. Pétur Þorsteinsson forstjóri á Tálknafirði sagði okkur að Tálknfirðingur ætti eftir 893 tonn af heildarkvóta og er mik- ið af því þorskur. Til viðbótar því eru kannski 200 tonn eða svo, á minni bátum í plássinu. Á Tálknafirði eins og víðar, hafa þeir reynt að draga úr sókninni til að geta haldið vinnslunni gangandi út árið og taldi Pétur að það ætti að takast. Á Patreksfirði virðist ástand- ið verða hvað lakast því þar er ekki nema 600 tonna kvóti eftir á Sigurey og af því eru einungis 96 tonn af þorski. Línubáturinn Þrymur var búinn með sinn kvóta í vor. þannig að það er ekki bjart framundan hjá Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar hf. og má gera ráð fyrir a.m.k. tveggja mánaða atvinnuleysi hjá starfsfólki Hraðfrystihússins að sögn Jónasar Ragnarssonar. ORKUBLJ VESTFJARÐA Stakkanesi 1 - Pósthólf 220 400 ísafjöróur Skrifstofustarf Starfsmann vantar á skrifstofu Orkubús Vest- fjarða sem fyrst. Um er að ræða ábyrgðarmik- ið og lifandi starf. Reynsla í skrifstofustörfum áskilin, þekking á tölvum æskileg. Umsóknarfrestur er til 17. ágúst n.k. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Helgi Ólafsson. Tölvunámskeið á Vestfjörðum Tölvufræðslan sf. heldur námskeið á eftirtöldum stöðum á Vestfjörðum á næstu vlkum. ÍSAFJÖRÐUR 18., 19., 20., 21., 22., og 23., ágúst. Þátttaka tilkynnist í Bókaverslun Jónasar Tómassonar í síma 3123 eða hjá Úlfari Ágústssyni verslunarmanni í síma 3166. ÐOLUNGARVÍK 21., 22., og 23., ágúst. Þátttaka tilkynnist á Bæjarskrifstofuna í síma 7113 eða til Ingibjargar Vagnsdóttur í síma 7200. SUÐUREYRI 24., 25., og 26. ágúst. Þátttaka tilkynnist til Hannesar Halldórssonar heilsugæslustjóra í síma 6153. FLATEYRI 24., 25., 26. ágúst. Þátttaka tilkynnist til Kristjáns J. Jóhannessonar sveitarstjóra í síma 7765. ÞINGEYRI 27., 28., og 29. ágúst. Þátttaka tilkynnist til Jóns Júlíusar Jónssonar í síma 8119. BÍLDUDALUR 27., 28., og 29. ágúst. Þátttaka tilkynnist tii Guðmundar Hermannssonar sveitarstjóra í síma 2165. TÁLKNAFJÖRÐUR 30., 31. ágúst og 1. september. Þátttaka tilkynnist til Ingibjargar Guðmundsdóttur í síma 2539. PATREKSFJÖRÐUR 30., 31 .ágúst og 1. september. Þátttaka tii- kynnist til Sigurðar Skagfjörð í síma 1466. Kennarar verða doktor Kristján ingvarsson og Grímur Friðgeirsson tæknifræðingur. Tölvufræðslan sf. Ármúla 36, Reykjavík

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.