Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.08.1984, Qupperneq 8

Vestfirska fréttablaðið - 16.08.1984, Qupperneq 8
Pensillinn í nýju húsnæði Á laugardaginn opnaði Pens- illinn verslun sína að Hafnar- stræti 11 í rúmgóðu húsnæði og ætti nú að vera hægara um vik. að virða fyrir sér þær vörur sem verslunin hefur á boðstólum, en í gamla staðnum að Hafnar- stræti 1. Þegar blaðamaður leit þarna inn á láugardaginn höfðu eig- endurnir. þau Hans Georg Bæringsson og Hildigunnur Högnadóttir, varla undan að taka á móti blómum og heilla- óskum viðskiptavina. Pensillinn selur gólfteppi og dúka, málningarvörur, vegg- dúka og striga og margt fleira þessu tengt. Nú þegar rýmkast hefur í versluninni er ætlunin að auka vöruúrvalið. Ratsjárstöðvar á Vestfjörðum Undanfarið hefur staðið yfir öflun upplýsinga, er tengjast hugsanlegri staðsetningu ratsjárstöðva á Vestfjörðum og víðar. Að því loknu mun utan- ríkisráðherra gera tillögur í málinu og er ákvörðunar að vænta jafnvel nú í haust. í samtali við V.f. sagðist Geir Hallgrímsson, utanríkisráð- herra telja margt benda til þess að uppsetning ratsjárstöðva væri æskileg framkvæmd frá sjónarhóli okkar Islendinga, til þess að betur mætti fylgjast með umferð umhverfis og yfir land- ið. Auk þess gætu stöðvarnar væntanlega verið mikilvægar varðandi flugsamgöngur um Vestfirði og umferð á sjó. Geir sagði að ef úr fram- kvæmdum yrði, þá væri gert ráð fyrir að þær yrðu algerlega kostaðar af Bandaríkjamönn- um og Atlantshafsbandalaginu. Hann sagðist hins vegar eiga von á því að við íslendingar gætum annast starfrækslu þess- ara stöðva og að þær yrðu ein- göngu mannaðar og undir stjórn íslendinga. Ennfremur sagði Geir að sér fyndist mót- mæli og athugasemdir sem sér hefðu borist frá Vestfirðingum vera á misskilningi byggðar. „Þessar stöðvar yrðu reistar í friðsamlegum tilgangi, til þess að tryggja frið og koma í veg fyrir að aðrir fari með ófriði á hendur okkur. Auk þess sem þessi tæki kæmu að gagni í daglegu lífi okkar og starfi.“ Geir sagði að ekki þyrfti samþykki Alþingis fyrir upp- setningu ratsjárstöðvanna. Hann treysti sér ekki til þess að segja fyrir um hugsanleg við- brögð framsóknarmanna ef málið kæmi til umfjöllunar í ríkisstjórninni. Lögreglan í kálfinn: Talið rétt að athuga þetta — segir Höskuldur Jónsson ráðuneytisstjóri Sem kunnugt er bárust til- mæli frá ráðuneytisstjóra fjár- málaráðunevtisins, um að kann- að yrði hvort mögulegt sé að koma lögreglustöð fyrir í kálfi stjórnsýsluhússins. í þessum til- mælum felst ekki eingöngu að þetta verði samþykkt, heldur og að heimilaðar verði breytingar á teikningu hússins, sem nauð- synlegar eru ef koma á lög- reglustöð þar fvrir. Vf sló á þráðinn til Höskuldar Jónssonar, ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, og spurði um ástæðu þess að óskað var eftir því að þetta yrði kann- að. — „Það er vegna þess að bæjarfógeti og lögregla telja lögregluna vera í lítt viðunandi húsakynnum. Þar sem áfengis- verslunin, sem var ætlað þetta húsnæði mun fá aðra lausn á sínum húsnæðismálum, þá var talið rétt að athuga þetta." Að- spurður sagði hann að áfengis- verslunin færi aldrei þarna inn ef húsnæðinu yrði breytt í framtíðarhúsnæði lögreglu. Um það hvort hér væri um þá að ræða einhvers konar hagræð- ingu sagði Höskuldur: „Ég veit ekki hvað á að kalla hagræð- ingu. Aðalatriðið er að yfir- menn lögreglu og lögreglan tel- ja núverandi húsakost ekki samsvara þeim kröfum, sem al- mennt eru gerðar til vinnuhús- næðis. Úr því verður að bæta og þetta er einn þeirra kosta, sem komið hafa til álita. Reynist þetta ekki gerlegt nær málið ekki lengra að þessu leyti.“ Að sögn Brynjólfs Sigurðs- sonar, sem sæti á í byggingar- nefnd stjórnsýsluhúss hefur ekkert verið fjallað um beiðni þessa. Hann sagði ekki ólíklegt að nefndin kæmi saman í lok þessa mánaðar og að þar yrði fjallað um málið. Afli Hér koma aflafréttir. Það er ■ ekki raunhæft núna að bera I saman aflatölur, til að sjá I hverjir fiska betur en aðrir, því I sumsstaðar er reynt að halda I aftur af togurunum, til þess að ! unnt verði að halda frystihús- ■ unum gangandi sem lengst, á J meðan annarsstaðar er sótt af I fullum þunga. L._________________________________ í blaðinu í dag er mikið fjall- að um útgerð og kvóta, enda full ástæða til og líklegt að framhald verði á þeirri umfjöll- un í næstu blöðum. BESSI kom inn á sunnudaginn með 133 tonn og var mest af því þorskur. GUÐBJARTUR landaði 155 tonnum af þorski á mánudag- inn. PÁLL PÁLSSON landaði á þriðjudag, 130 tonnum af þorskl. JÚLÍUS GEIRMUNDSSON kom inn á föstudaginn var með 240 tonn, mest þorskur. GUÐBJÖRG er farin í siglingu með eitthvað á þriðja hundrað tonn. SÓLRÚN kom með liðlega 40 tonn af rækju á mánudaginn. Allt fryst og þar af rúm 20 tonn soðin. DAGRÚN er á veiðum. HEIÐRÚN er á veiðum. ELÍN ÞORBJARNARDÓTTIR landaði í gær á milli 130 og 140 tonnum. FRAMNES I. landaði 91 tonni 9. ágúst og landaði aftur í dag um 110 tonnum. SLÉTTANES er á veiðum. SÖLVI BJARNASON landaði 120 tonnum á þriðjudaginn eftir þriggja daga úthald. SIGUREY kom í land á mánu- daginn með 140 til 150 tonn af þorski. TÁLKNFIRÐINGUR landaði s.l. föstudag 103 tonnum af þorski. SNORRI STURLUSON landaði í gær um 20 tonnum af rækju. Vestfjarðamót í golfi Um helgina fór fram Vest- fjarðamót í golfi. Á laugardag- inn var keppt á golfvellinum í Hnífsdal, en síðan var keppni fram haldið á golfvellinum í Bolungarvík á sunnudeginum. Þátttakendur voru 25 að tölu og kohiu þeir frá ísafirði Bolung- arvík og Flateyri. Þetta er fjöl- mennasta golfmót, sem haldið hefur verið á Vestfjörðum. Vestfjarðameistari í karla- flokki varð Þórólfur Egilsson (ísafirði) en hann lék 36 hol- urnar á 170 höggum. I öðru sæti varð Einar Valur Kristjánsson (ísafirði) á I7l höggi og í þriðja vestfjarðameistarinn frá því í fyrra Jón Baldvin Hannesson (ísafirði) en hann fór á 172 höggum. Það var því hart barist um fyrsta sætið. Fjórða sætið hreppti svo Bjarki Bjarnason (ísafirði) á 178 höggum. í drengjaflokki varð Ómar Dagbjartsson (Bolungarvík) Vestfjarðameistari, en hann lék 36 holurnar á 164 höggum. í öðru sæti varð Arnar Baldurs- son (ísafirði) á 166 höggum, en hann varð Vestfjarðameistari í fyrra. Þriðja sætið hreppti Bjarni Pétursson (ísafirði) á 212 höggunr og fjórða Gunnar Tryggvason (ísafirði) á 215 höggum. I þessu móti var keppt í fyrsta sinn í stúlknaflokki. Þar varð Fanney Karlsdóttir í fyrsta sæti, Hildur Pétursdóttir í öðru og Hildur K. Aðalsteinsdóttir í þriðja. Þær eru allar frá Bol- ungarvík. Vf. var beðið um að koma á framfæri þökkum til fyrirtækja, sem gáfu verðlaun til mótsins, en þau voru Einar Guðfinnsson hf. Bolungarvík. Gullauga, O.N. Olsen hf„ Niðursuiðu- verksmiðjan hf„ Rækjustöðin hf. og Rækjuverksmiðjan hf. í Hnífsdal. Jónas Björnsson, eigandi Hjólbarðaverkstæðis ísafjarðar. Hjólbarðaverkstæði Isafjarðar flytur Hjólbarðaverkstæði ísafjarð- ar hefur flutt í nýtt húsnæði við Njarðarsund 2, en verkstæðið var áður til húsa við Suðurgötu. Þar hefur það verið s.l. 18 ár. Saga þessa fyrirtækis er a.m.k. 30 ára gömul. Upphaf- lega var það til húsa í bílskúr við Brunngötu 14 og franr til ársins 1976 var það í eigu Björns Guðmundssonar, föður Jónasar Björnssonar, núverandi eig- anda. Til ársins 1978 hét fyrir- tækið Hjólbarðaverkstæði Björns Guðmundssonar. en þá var nafni þess breytt í Hjól- barðaverkstæði Isafjarðar. Nýja húsnæðið er um 320 fermetra gólfflötur. ÐÍLALEIGA Nesvegi 5 — Súöavík — 94-6972-6932 Grensásvegi 77 — Reykjavík — 91-37688 Sendum bílinn Opið allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.