Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 23.08.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 23.08.1984, Blaðsíða 1
39. tbl. 10. árg. vestfirska 23. ágúst 1984. fRETTABLASID FLUGLEIDIR Skemmtiferðir Viðskiptaferðir Allar ferðir Umboð Bíldudalur Innanlands farseðlar Millilanda ferðir Allar frekari upplýsingar Eyjólfur Þorkelsson, sími 2176 Verslunin ísafirði sími 3103 Panasonic NV 370 B Aðeins kr. 37.300 stgr. Mikil vanskil í þönkum — segir Högni Þórðarson útibússtjóri Útvegsbankans 1 ! ,,Það eru mikil vanskil í jbönkum,“ að sögn Högna Þórð- jarsonar útibússtjóra Útvegs- Ibankans á fsafirði. „Það eru leinstaklingar, fyrirtæki og opin- jberar stofnanir sem standa í gvanskilum.“ I Högni vildi tiltaka þrennt Jsem höfuðorsakir vanda bank- ganna. Það fyrsta sagði hann að væri mikil birgðasöfnun hjá fiskvinnslufyrirtækjum sem bindur mikið fjármagn og á- berandi hvað greiðslur berast seint fyrir það sem þó selst. Annað sagði hann að væri það hvað sparifjármyndun er hæg, þrátt fyrir háa raunvexti. Það síðasta er að vanskil binda mikið fjármagn og sagði Högni að bankarnir ættu stórar fúlgur útistandandi sem að öllu eðli- legu ættu að vera komnar inn. „Það gerir það enginn að gamni sínu að standa í vanskilum,“ sagði Högni. Það geta verið ófyrirsjáanleg áföll, s.s. veikindi, slys o.s.frv. sem verða til þess að menn eiga erfitt með að standa við skuldbind- ingar sínar. Einnig er mjög á- berandi nú, að um keðjuverkun sé að ræða, að menn komist í vanskil vegna þess að þeir fái ekki greitt það sem þeir eiga inni hjá öðrum. „En því miður,“ sagði Högni ennfremur, „er of rnikið um kæruleysi. Það virðist vera til fólk sem getur keypt sér sólarlandaferðir en stendur ekki í skilum með skuldbindingar sínar. Nú verða menn að fara varlega. Það er nokkuð um það að fólk taki lán sem það ræður ekki við að borga vegna nokkuð hárra raunvaxta en hinsvegar eru sparifjáreigendur best settir, því vextir af innistæðum þeirra hafa ekki verið hærri frá stríðslokum." Heimæðar ryðga | Frá ritstjórn j I fjarveru minni mun Krist-I I ján G. Jóhannsson, við-1 jj skiptafræðingur hafa á hendi J J ritstjórn með næstu tveimur J I tölublöðum Vestfirska frétta-J g blaðsins, hinn 30. ágúst og 6. | I september. Hinsvegar fellurl J útgáfa niður 13. september. j Kristján G. Jóhannsson erj J lesendum blaðsins að góðu J I kunnur. Hann starfaði um | | hríð sem blaðamaður við I ■ blaðið og hefur síðan oft lagt I J okkur til efni. Einnig hefurj J hann áður ritstýrt blaðinu íj J fcrfölium. Árni Sigurðsson | Það hefur komið fram tcering á heimœðum fjarvarmaveitunnar á ísafirði. Þessi tœringer utanfrá og kemur fram þar sem rör liggja í gegnum útvegg. Jakob Ólafsson hjá Orkubú- inu sagði að þetta væri sama vandamál og upp hefði komið hjá fleiri hitaveitum í landinu. Þetta hefði komið fram á 2 — 3 stöðum og að þeir væru farnir af stað í leit að þessum göllum. Hann sagði að þessa hefði ein- göngu orðið vart á Eyrinni og þá í fyrstu áföngunum. Að sögn Jakobs eru skýring- arnar á þessu þær að þegar rör- in eru lögð í gegnum útvegg, þá er borað gat, eingöngu fyrir rörið og ekki sett einangrun á þann hluta rörsins, sem í veggnum er. Þarna er hætt við að raki komist að rörinu, því þó steypt sé að rörinu er erfitt að fá steypuna til að loða það vel við gömlu steypuna í veggnum að ekki geti smogið að því raki. Þegar vatn kemur að heitri og óvarinni pípunni ryðgar hún. Nú er farið að ganga þannig frá þessum lögnum að það er vafið utan um með plasti til að verjast því að vatn komist að rörinu. Af samgöngubótum í Dýrafirði Við Þingeyrarflugvöll er nú risin ný flugstöðvarhygging sem fljótlega verður tekin í notkun. Mun mörgum hafa þótt tími til kominn, þar sem sú gamla sem enn er í notkun, er gamalt stýr- ishús af skipi og allsendis ófœr um að taka á móti stórum hópum fólks. Blaðamaður Vf. fór vestur á dögunum til að mynda nýju flugstöðina og spjalla við Jónas Ólafsson sveitarstjóra, en hann er mikill áhugamaður um bætt- ar flugsamgöngur í Dýrafirði og á Vestfjörðum öllum. Jónas sagði að það þyrfti að lengja flugbrautina um 100 til 150 metra og koma upp lýsingu við brautina og þá yrði unnt að fljúga næturflug á Þingeyri. Þar með yrði flugvöllurinn einnig mun betur í stakk búinn til að {ijóna sem varaflugvöllur fyrir safjörð, en það er ekki mögu- legt að fljúga næturflug til Isa- fjarðar á Fokker vegna þrengsla í aðflugi. Einnig er þess að geta að ef byggð verður brú yfir Dýrafjörð, styttist leiðin milli ísafjarðar og Þingeyrar til muna, bæði í vegalengd og tíma. Vegurinn frá Þingeyri til ísa- fjarðar er hryllilegur eins og er, eins og má reyndar segja um svo marga vegi á Vestfjörðum. Jón- as sagði t.d. að vegagerðin hefði Stýrishúsið á Þingeyrarflugvelli. varla borið ofan í veginn milli Þingeyrar og Flókalunds í mörg ár. En hvað brú yfir Dýrafjörð varðar, þá hefur Vegagerð rík- isins reiknað það út að hún sé hagkvæmari kostur en að nota veginn fyrir fjörðinn, jafnvel þó hann verði ekki lagaður. Lík- lega myndi maður spara sér um 15 mínútur með því að fara yfir væntanlega brú í stað þess að krækja innfyrir. Samkvæmt heimildum Vf. er hvorki brúin né endurbætur á flugvellinum í sjónmáli, þar sem brúin er ekki inni á 3 ára vegaáætlun sem fékkst sam- þykkt á Alþingi í vor og hvað flugvöllinn varðar, þá sagði Pétur Einarsson flugmálastjóri að það væru nokkur verkefni brýnni en þetta á Vestfjörðum og allt undir fjárveitingavaldinu komið. Það er því allt útlit fyrir að Dýrfirðingar og aðrir Vest- firðingar þurfi að bíða eitthvað enn eftir þessum samgöngubót- um. Seglbrettasiglingar eru mjög að færast í vöxt á íslandi enda er þetta sjálfsagt spennandi og skemmtileg íþrótt. Nú og ekki vantar okkur vindinn. Seglbrettaskólinn í Nauthólsvík varmeð námskeið, um síðustu helgi, á Pollinum á ísafirði og mátti þá sjá ýmsa skraut- lega tilburði. Meðfylgjandi mynd sýnir einn sem hefur misst jafn- vægið og er alveg að skella í sjóinn. Tölvuvogir Pólsins Póllinn hf. á ísafirði hefur gert samning við fyrirtæki Þor- steins Þorsteinssonar í Banda- ríkjunum um markaðssetningu á tölvuvogum fyrirtækisins í N- Ameríku. Póllinn leggur til framleiðsluleyfi og tækniþekk- ingu og fær í staðinn prósentu af sölutekjum, að sögn Ásgeirs Er- lings Gunnarssonar fram- kvæmdastjóra Pólsins. Þeir í Pólnum eiga fullt í fangi rneð að sinna markaðnum á Norðurlöndum og telja þeir því að það komi vel út fyrir fyr- irtækið að láta öðrum eftir framleiðsluleyfið í N-Ameríku, en það hlýtur að teljast þó nokkur áfangi að komast inn á markað þar. Vogin sem um er að ræða er svokölluð pakkninga- eða borðavog og sagði Ásgeir að það væri á dagskrá að veita Þorsteini framleiðsluleyfi á fleiri vörutegundum frá Póln- um hf.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.