Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 23.08.1984, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 23.08.1984, Blaðsíða 3
vestfirska FRETTABLASI9 Þjóðleikhúsið hefur ekki komið vestur í 3 ár „Það verður ekkert farið í sumar,“ sagði Árni Ibsen, blaðafulltrúi Þjóðleikhússins, þegar við spurðum hvort Vest- firðingar fengju leikflokk í heimsókn á næstunni. Árni sagði éngar ákvarðanir hafa verið teknar enn varðandi næsta vetur og væri þeirra ekki að vænta fyrr en með haustinu. Hann sagði þá leikhúsmenn síðast hafa komið vestur í júní 1981, þá með verk Jökuls Jak- obssonar, I öruggri borg. Síðan hefði ekkert verið farið útá land. „Menn eru mjög meðvitaðir um þá skyldu sem leikhúsið hlýtur að hafa við landsbyggð- ina, en það strandar á fjár- magninu. Það er dýrara fyrir Þjóðleikhúsið að fara í leikför en aðra leikhópa, vegna þess að það þarf að borga dagpeninga.“ Árni sagði það hafa verið á döfinni í vetur að fara með Línu langsokk á stærstu staðina í öll- um landshlutum, en eftir að gerð var kostnaðaráætlun hefðu menn fallið frá því. Árni kvað aðsóknina hafa verið mjög dræma þegar þeir komu með leikrit Jökuls ‘81. Hann var spurður hvort reynsl- an af ferðum útá land væri slæm. „Ég þekki ekki þá sögu, en hugsa að það sé allur gangur á því. En ég held nú samt sem áður að leikhús hafi oft verið ansi óheppin með tímaval, hafi kannski komið á miðri vertíð þegar fólk hefur ekki haft tíma til að sjá stykkin.“ Sigríður J. Ragnar, for- maður menningarráðs: Nær ekki nokkurri átt „Við báðum þá fyrir fjórum árum að koma og þá sendu þeir í öruggri borg vorið eftir. 1 fyrra- haust var svo ákveðið í menning- arráði að ég talaði við Þjóðleik- húsið og bæði um stykki. Ég gerði það og þjóðleikhússtjóri tók mjög vel í þá málaleitan og talaði um að af þessu yrði eftir nýár. Svo fékk ég nú aldrei neitt svar. Verkið sem við óskuðum eftir að fá var Loka- æfing eftir Svövu Jakobsdóttur. Það eru fáir leikarar í því og ég veit að þeir höfðu sýnt það erlendis. Síðan kom loks afsvar, þeir töldu þetta ekki hægt vegna kostnaðar, en sögðu í bígerð að senda verk í sumar. Ég sagði þeim þá að það væri ekki það sem við óskuðum eftir, við vildum fá þetta á vet- urna. Það þýddi lítið að hafa hér tónfleika eða leiksýningar á sumr- in. Það nær ekki nokkurri átt að Þjóðleikhúsið skuli ekki rækja bet- ur hlutverk sitt við fólkið úti á landi. Þetta er leikhús þjóðarinnar og á að vera það. Það er allt annað mál að sækja leiksýningar suður og fylgir því mikill kostnaður. Það var búið að tala um að frumsýna úti á landi og var það gert með eitt stykki á Húsavík. Síðan átti að frumsýna á Isafirði. Það var búið að ákveða leikrit, Baldvin Halldórsson átti að leik- stýra og ég veit ekki betur en æfingar hafi verið hafnar. En svo hefur ekkert heyrst af því síðan. Mér fyndist ákaflega æskilegt ef hægt væri að frumsýna eitt verk á ári út á landi, vegna þess að þá fer fólk ekki að sjá það leikrit ef Reykjavík er heimsótt. Mér finnst eðlilegt að Þjóðleik- húsið komi einu sinni á ári. Þó aðstaðan úti á landi sé ekki sú besta, þá eru víða félagsheimili sem hægt er að nota. Það má líka vel hugsa sér að heimamenn veiti einhverja aðstoð við undirbúning sýningar. Og það vorum við búin að segja þeim hjá Þjóðleik hús- inu-“ Reynir Ingason: Margbúið að biðja um verk vestur Reynir Ingason, sem situr í menningarráði ísafjarðar, hafði eftirfarandi að segja: “Þjóðleikhúsið, sinfónían og fl. á að vera fyrir alla landsmenn. Það er sama og með útvarp Reykjavík, þetta er víst ekki nema útvarp Reykjavík, en ekki útvarp allra landsmanna. Mér finnst vera komið of mikið af því að þeir í Reykjavík eigni sér þá menningu sem þjóðin á. Mér finnst vera allt of lítið gert fyrir okkur úti á landi. Nú tel ég að við ísfirðingar eigum mikið af fólki sem sækir menningarvið- burði, sérstaklega hljómleika. Hlutfallið er miklu betra hér en í Reykjavík. En auðvitað má Þjóðleikhúsið ekki koma hingað og eyðileggja fyrir áhugamanna- félögum. En þó það komi einu sinni eða tvisvar á ári skemmir það ekki. Sú var tíðin að LR og Þjóðleikhúsið fóru hér um landið einu sinni á sumri. Svo er annað, þeir setja þetta kannski á þann tíma sem fólk er í sumarfríi og getur ekki sótt sýningarnar. Eins og þegar þeir komu síðast. Við í menningarráði erum margbúin að biðja um að fá verk hingað, en alltaf verið synjað.“ Virkar sem áhuga- leysi og tilætlunar- semi — segir Gunnar Hailsson, varaformaður menningar- ráðs Bolungarvíkur „Mér finnst þeir ekki hafa staðið í stykkinu hvað varðar þjónustu við landsbvggðina," sagði Gunnar Hallsson, vara- formaður menningarráðs Bol- ungarvíkur, og fannst allt of mikið um að þeir sem skipu- legðu hringferðir um landið gleymdu því að á Vestfjörðum byggi fólk. „Ég held það hljóti að vera krafa landsbyggðar- fólks, sem skattborgara þessa lands, að við fáum heimsóknir oftar, því við greiðum í þessa sameign okkar. Það er ekki ver- ið að tala um að út á land sé farið með einhver stór verk og viðamikil, heldur að tekið sé til- lit til þess í vali á verkum á verkefnaskrá að þar séu einhver verk sem vel séu til þess fallin að ferðast með um landið. Mér finnst sem ferðir leik- húsanna hafi verið miklu tíðari fyrir nokkrum árum og manni finnst það svolítið öfugsnúið á sama tíma og samgöngur hafa batnað. Þá veltir maður því fyrir sér hvort þeir skáki í því skjólinu að fólk fari þá oftar suður og sæki leikhús þar. En það er hættuleg þróun. Og mér finnst það forkastan- legt að þeir skyldu synja ósk menningarráðs ísafjarðar um að fá verk vestur. Segjum sem svo að Þjóðleikhúsið hafni þessu á grundvelli kostnaðar, þá er þeim í lófa lagið, ef þeir hafa áhuga á því, að kanna hug menningarráða nærliggjandi staða til að nýta þá starfskrafta til að auglýsa ferðina o.þ.h. Menningarráð eru starfsmenn staðanna til að stuðla að menn- ingarlífi, þannig að mér finnst þessu hafa verið kastað frá sér að óathuguðu máli. Þetta virkar á mann sem visst áhugaleysi og tilætlunarsemi. Það er ætlast til að við sækjum þetta suður,“ sagði Gunnar Hallsson, varaformaður menn- ingarráðs Bolungarvíkur. Úlfar Thoroddsen, sveitar- stjóri á Patreksfirði: Fréttir af þeim útum lönd Úlfar Thoroddsen, sveitar- stjóri á Patreksfirði, hafði þetta um málið að segja: i FASTEIGNA- i i VIÐSKBPTI i I ÍSAFJÖRÐUR: J Lyngholt11,rúmlegafokhelt * j einbýlishús ásamt tvöföldum | I bílskúr. | J Stórholt 11, 3ja herb. íbúð á J J 2. hæð. ■ Urðarvegur 80. Nú eru 4 J J íbúðir óseldar í fjölbýlishús- J j inu sem Eiríkur og Einar Val- | I ur s.f. eru að byggja. Um er að | I ræða 3 3ja herb. og 1 2ja I I herb.íbúð sem afhendast til- I J búnar undir tréverk og máln- J J ingu fyrir 1. sept. 1985. I Aðalstræti — Skipagata, ■ J Óseldar eru 3ja og 4ra herb. J J íbúðir svo og 2ja herb. íbð á 2 I 4. hæð í sambýlishúsi sem | I Guðmundur Þórðarson er að I 1 byggja. íbúðirnar verða af- ■ J hentar tilbúnar undir tréverk J 2 ogmálningufyrir1.10.1985. , ■ Hafraholt18, raðhúsátveim ■ J hæðum, ásamt bílskúr. Laust J J fljótlega. ■ Hrannargata 10, 3ja herb. ■ J íbúð á efri hæð. I Sundstræti 29, 2ja herb. I ■ íbúðá2. hæð. íbúðinerlaus. I I Strandgata 5a, lítið einbýlis- | I hús. Laust 1. sept. | J Strandgata 5, ca. 120 ferm. J I íbúð á neðri hæð í tvíbýlis- | I húsi. Laus fljótlega. | J Silfurgata 12, lítið einbýlis- J I hús. Laust fljótlega. | J Stekkjargata 4, lítið einbýlis- J J hús. Selst með góðum j I kjörum, ef samið er strax. J BOLUNGARVÍK: 1 Holtabrún 3,130 ferm. ófull- I ■ gert einbýlishús. Skipti mögu- ■ J leg á eldra húsnæði í Bolung- J 2 arvík. ■ Traðarland 10, 112 ferm. ■ J einbýlishúsásamtbílskúr. Út- J J borgun aðeins 50%, eftir- J I stöðvar á 6 — 8 árum | I verðtryggt. J Dísarland 14,156 ferm. fok- J I helt einbýlishús ásamt tvö- | I földum bílskúr. Verð kr. | ■ 1.100.000. Útb. kr. 550.000., ■ J eftirst. á 6 árum verðtryggt. I Höfðastígur 18, ca. 140 | I ferm. einbýlishús ásamt bíl- I J skúr og stórri lóð. I Stigahlíð 2, 2ja herb. íbúð á | ■ jarðhæð. i ARNAR GEIR ! ! HINRIKSS0N hdl.! ■ ■ | Silfurtorgi 1 | ísafirði, sími 4144 “Mér skilst að samkvæmt lögum hafi Þjóðleikhúsið skyldum að gegna gagnvart landsbyggðinni. Þar af leiðandi finnst mér réttmæt krafa að það sinni þeirri skyldu, m.a. með því að senda leikflokka út á land. Það er ekki hægt að ætlast til þess að við komum öll til Reykjavík- ur, heldur verður Þjóðleikhúsið að koma til okkar. Við söknum þess að þeir hafa ekki komið hingað upp á síðkastið. Maður fréttir af þeim útum lönd, og í sjálfu sér er ekkert við það að athuga, en þeir leikhúsmenn mega ekki gleyma hverjir standa að Þjóðleikhúsinu, — þá væri kominn tími til að alþingismenn settu reglur, þannig að allir landsmenn mættu njóta. Starf- semin er öll miðuð við Reykja- vík, en við stöndum að þessu líka jafnt sem Reykvíkingar.“ Þetta eru ekki leikarar frá Þjóðleikhúsinu heldur Litla leikklúbbnum.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.