Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 23.08.1984, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 23.08.1984, Blaðsíða 4
vestfirska 4 í SAFJ AFJ ARÐ ARKAU PSTAÐU R Tilkynning Þar sem fyrirhuguð er hreinsun á svæðinu á milli olíuports ESSO og frystigeymis Rækju- stöðvarinnar h.f., svo og á milli sláturhúss K:í og Niðursuðuverksmiðjunnar h.f. á Sunda- hafnarfyllingu, tilkynnist hlutaðeigendum, að ef þeir eigi fémæta hluti á þessu svæði skuli þeir fjarlæga þá nú þegar, að öðrum kosti verður svæðið rutt og hreinsað, og það sem á því erurðað á ruslahaugum eftir 5. sepember n.k., á ábyrgð viðkomandi eigenda. Hafnarstjóri. Dagmæður Dagmæður, sem ætla að starfa í vetur, vinsamlegast tilkynnið þátttöku ykkar til fé- lagsmálafulltrúa, eða á bæjarskrifstofuna (til Birnu Einarsdóttur) í síma3722fyrirn.k. mán- aðarmót. Félagsmálafulltrúi. I S 4011 Menntaskólinn á ísafirði Pósthólf 97 — 400 ísafirði ÖLDUNGADEILD Þeir sem hafa áhuga á að hefja 1. árs nám við öldungadeild Menntaskólans á ísafirði nú í haust, en létu ekki.vita af sér við könnunina í júní, geta haft samband við skólameistara (s. 3599) eða skrifstofu skólans (s.3767) út ágústmánuð. Námið fer fram á kvöldin og nemendur skulu hafa náð 21 árs aldri. Skólameistari Konur—Atugið Snyrtinámskeið verður haldið í snyrtivöruversluninni KRISMU dagana 7. — 11. september. Kennd verður meðferð með Helena Rubeinstein, Jean d“Aveze og Bourjois snyrtivörur. Kennari verður Heiðar Jónsson snyrtir. Nánari upplýsingar í versluninni og í síma 4414. —Sveitaball — Ætlarðu á ball um helgina? Þá er tilvalið að mæta á sveitaball í Djúpmannabúð n.k. laugardag 25. ágúst. Gunnar Hólm og félagar sjá um fjörið ' Sjáumst Djúpmannabúð r rRETTABLASlD Undanfarið hefur hugsanleg uppsetning ratsjárstöðvar á Vestfjörðum verið mikið til umræðu og má vænta þess að svo verði á næstu vikum og mánuðum. Utanríkisráð- herra hefur lýst því yfir að ákvörðunar í þessum efnum sé að vænta á þessu ári, jafnvel nú í haust. Ákvörðunarvaldið er í höndum ríkisstjómarinnar. Að ósk Bandaríkjamanna og Atlantshafsbandalagsins hófust athuganir í september á síðasta árí, þar sem skoðaðir vom hugsanlegir möguleikar fyrir staðsetningu ratsjárstöðvar m.a. á Vestfjörðum. Þessa dagana standa yfir framhaldsathuganir, sem sérfræðingahópur skipaður fulltrúum frá Flugmálastjórn, Landhelgisgæslu, Varna- máladeild og Póst og síma hafa fylgst með.Vestfirska fór á stúfana til að skoða stöðu þessara mála og til að kynna ólík sjónarmið Vestfirðinga sjálfra í þessum efnum. Ekki hefur verið ákveðið hvar ratsjárstöð á Vestfjörð- um yrði staðsett, ef slík stöð yrði reist þar. Þó hefur Stiga- hlíðin einkum verið nefnd í þessu sambandi. Sem kunn- ugt er standa nú þar yfir at- huganir og mælingar. Að sögn Þorgeirs Pálsson- ar verkfræðings hjá Varna- máladeild, sem hefur forystu fyrir íslenska sérfræðinga- hópnum, hafa tveir kostir varðandi staðarval einkum verið nefndir undanfarið, þ.e. Straumnesfjall, þar sem gamla stöðin var og Stiga- hlíðin. Við spurðum Sverri Hauk Gunnlaugsson hjá Varna- máladeild um það hvort nú þegar lægju fyrir einhverjar vísbendingar um það hvort einhver einn staður kæmi öðrum fremur til greina. Kvað hann svo vera. Hinsvegar væru ýmsir möguleikar fyrir hendi, sem ekki væri tíma- bært að ræða út á við fyrr en Ijóst væri hvort um ratsjár- stöðvar yrði að ræða eða ekki. Hann kvað ásakanir þær, sem heyrst hefðu um að yfir málinu hvíldi ákveðin leynd, á röngum forsendum byggðar. ,,Það er í raun og veru ekki um að ræða neina leynd. Málið er bara það að þú setur ekki heildarpakkann á borðið fyrr en hann er kom- inn saman." Sverrir Haukur sagði að engar formlegar viðræður hefðu átt sér stað við bæjar- yfirvöld í Bolungarvík. Slíkar viðræður við hlutaðeigandi aðila í Bolungarvík myndu hefjast ef að úr yrði og Stiga- hlíðin yrði fyrir valinu. Að sögn Valdimars Lúðvíks Gíslasonar forseta bæjar- stjórnar í Bolungarvík, hafa bæjaryfirvöld fengið að fylgj- ast með því óformlega, að Stigahlíðin væri sterklega með í myndinni. Hins vegar hefði þetta ekki verið rætt formlega innan bæjarstjórn- arinnar. SÖGUSAGNIR SEGJA AÐ ÞETTA LÍTI VEL ÚT. Um mælingar og athuganir á Stigahlíðinni sagði Valdimar Lúðvík.: „Þær stóðu yfir hér fyrir nokkrum dögum og standa yfir enn, held ég, en það hefur ekkert borist til okkar, nema að sögusagnir segja að þetta líti mjög vel út hér. — Og það hlýtur líka að vera stórt atriði að fólk sé hér jákvætt fyrir þessu,“ sagði Valdimar. ,,í rauninni er tvennt, sem gerir það að verkum að við getum ekki annað en skoðað þetta með jákvæðu hugarfari. Eins og okkur er sagt, er þetta rat- sjárstöð til að fylgjast með flugi, þá fyrst og fremst öryggi flugs til ísafjarðar og Bolung- arvíkur auðvitað, og í öðru lagi er þetta gæsla fyrir sjó- farendur. Auk þessa kæmi stöðin til með að veita íslend- ingum atvinnutækifæri, en það hefur komið fram hjá ut- anríkisráðherra að gert sé ráð fyrir að við stöðvarnar vinni eingöngu íslenskir starfs- menn undirstjórn íslendinga" Valdimar sagðist ekki óttast samkeppni um vinnuafl. Hvað uppsetningu stöðvanna varðaði, yrðu það fyrst og fremst byggingariðnaðar- menn, sem þar kæmu til með að vinna og að hjá þeim væri atvinnuleysi í Bolungarvík. ,,Við berum ekki kvíðboga fyrir því, við erum fullfærir til að taka að okkur þann þátt verksins." Valdimar Lúðvík sagði ennfremur, að ef við íslend- ingar meintum eitthvað með því að skipa okkur vestan- megin í varnarmálum, þá hlytu hagsmunir okkar og Bandaríkjamanna að fara saman. ,,Við megum ekki skorast undan því að taka á okkur þá ábyrgð, sem því fylgir að vera í vestrænu samstarfi. Fram hefur komið að þegar sé hafinn undirbúningur vegalagningar og byggingar- framkvæmda á Stigahlíðinni. Um það hafði Valdimar þetta að segja: ,,Það er ekkert sem bendir til þess og auðvitað verða engar framkvæmdir hér fyrr en þetta er búið að berast formlega til bæjaryfirvalda og þau hafa sagt álit sitt á þessu. Ég segi fyrir mig að ég myndi fagna því ef þessar fram- kvæmdir hefðust í haust með vegalagningu." Valdimar kvaðst telja það trúlegt, að bæjarstjórn sam- þykkti framkvæmdir á Stiga- hlíðinni, ef formleg beiðni bærist þar um. ,,Ég hef engan bæjarfulltrúa í meirihlutanum heyrt tala á móti þessu," sagði Valdimar. TEKIÐ FYRIR A KJÖR- DÆMISRÁÐSTEFNUM Kjördæmisráð þriggja stjórnmálaflokka á Vestfjörð- um, Alþýðubandalagsins, Al- þýðuflokksins og Framsókn- arflokksins hafa ályktað gegn uppsetningu ratsjárstöðva eða staðsetningu hernaðar- mannvirkja á Vestfjörðum. Að sögn munu kjördæmisráðin taka þetta til umfjöllunar á ný núna í haust. Við leituðum til formanna þeirra og báðum þá að segja álit sitt á stöðu mála í dag. Kristján Jónasson, formað- ur kjördæmisráðs Alþýðu- flokksins, sagðist ekkert vilja um máliö segja aö svo stöddu Straumnesfjall, nema það, að samþykkt kjör- dæmisráðsins að Núpi í fyrra, að mótmæla staðsetningu hernaðarmannvirkja á Vest- fjörðum stæði enn. Um þessa samþykkt sagði Valdimar Lúðvík í Bolungarvík: ,,Já, á kjördæmisráðstefnu Alþýðu- flokksins á Núpi í fyrra komu menn fram með tillögu um þetta. En ég lýsti því yfir þar í ræðustóli, að ég styddi þetta ekki og að ég myndi standa að því í mínu sveitarfélagi, að þeim yrði boðin aðstaða hér og ég stend við það.“ Sveinn Bernódusson, for- maður kjördæmisráðs Fram- sóknarflokksins, kvaðst telja að meginhluti Framsóknar- manna væri andvígur aukn- um hernaðarumsvifum. Hins- vegar væri hann persónulega opinn fyrir því að þetta mál væri kannað. Hann sagðist reikna með því að í Ijósi þeirra athugana, sem nú færu fram yrði málið tekið fyrir á kjör- dæmisráðstefnu flokksins í haust. SAMÞYKKJA FRAM- SÓKNARMENN? Um væntanleg viðbrögð Framsóknarmanna, þegar að því kæmi að ríkisstjórnin tæki ákvörðun um uppsetningu ratsjárstöðva, sagðist Sveinn sem miðstjórnarmaður þekkja nokkuð vel til skoðana

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.