Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.09.1984, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 06.09.1984, Blaðsíða 3
I vestlirska I rRETTAELADlD Niðurskurður vegna riðu: Töluvertfjárhagstjón fyrir bændur Eins og áður hefur verið skýrt frá í Vestfirska hefur verið á- kveðið að skera niður allt fé í Barðastrandarhreppi og einnig af nokkrum bæjum í Patreks- firði og Tálknafirði, vegna riðu. Vestfirska lék nokkur forvitni á að vita hver áhrif þessi niður- skurður hefði á afkomu bænda á þessu svæði og hafði af því til- efni samband við össur Guð- bjartsson bónda að Láganúpi í Patreksfirði. Reyndar verður hans fé ekki skorið niður að þessu sinni en hann var fús að veita blaðamanni allar upplýs- ingar í þessu efni. Össur sagði að niðurskurður- inn ylli þó nokkru fjárhagstjóni fyrir bændur þar sem bæturnar næðu tæplega verðgildi fjárins og það þyrfti að halda við jörð- um og húsum, án þess að bændur fengju tekjur á móti þann tíma sem þeir verða að bíða uns þeir geta farið að rækta fé á ný. —Þeir verða að bíða í tvö ár eftir því, á meðan reynt er að útrýma öllu smiti.— Einnig þurfa bændur að leggja í tals- verðan kostnað við sótthreinsun á húsum og umhverfi þeirra. Sem dæmi um þær . fram- össur Guðbjartsson. kvæmdir má nefna að það þarf að malbera eða skipta um jarð- veg í kringum fjárhús og sums- staðar þarf jafnvel að eyða hús- um, t.d. þar sem byggt er úr jarðefnum eða hús eru mjög gömul og byggingarefni úr sér gengin. Bændur hafa sótt um opinbera aðstoð við vissa þætti þessarar sótthreinsunar. Eins og áður segir þurfa bændur að bíða í tvö ár eftir að fá að taka fé aftur og blaða- maður spurði Össur hvað Hraðfrystihúsið Norður- tangi hf. fékk nýlega eftirfar- andi bréf. Bréfið er skrifað á ensku og birtist hér í íslenskri þýðingu. Santa Lucia 7. 8. 84 Ágætu herrar. Ég skrifa þetta bréf vegna þess að mig langar að komast í samband við fólk um allan heim og eina leiðin sem ég hef, er í gegnum ykkur. Ég yrði þakklátur ef þið vilduð vinsamlegast senda heimilisfang mitt til staðar- blaðs eða tímarits. Ástæðan er sú að ég hef mikinn áhuga á að eignast Fyrir nokkru birtist hér í dálknum klausa um Mínaró ættbálkinn í Tíber. Nú hefur okkur borist frásögn af sömu slóðum. Kom hún frá áskrifanda í Bretlandi, en ekki fylgir úr hvaða blaði hún er tekin. Grein- in hljóðar svo í lauslegri þýð- ingu: Hinn skelfilegi snjómaður lifir enn góðu lífi í Suður— Tíbet og hann á maka: tvo kín- verska vísindamenn. bændur gerðu í millitíðinni. „Þeir hafa náttúrulega ýmsa möguleika þarna á þessu svæði. Það er þarna starfandi fyrir- tækið Flóki hf. sem að nokkrir bændur hafa unnið við. Það er að vísu ekki fullnægjandi fyrir þá þarna í Barðastrandar- hreppnum. Sumir hafa stundað grásleppuveiðar og það er nokkur stuðningur að því. Möguleikar eru þarna fyrir fiskirækt og loðdýrarækt er líka möguleiki. Það stendur nú til að halda fræðslufund fyrir Rauðasands- hrepp og Barðastrandarhrepp um þessi mál. Það koma þarna sérfræðingar sem við munum fræðast af hvaða möguleikar eru fyrir hendi á þessum slóðum.“ En tekur ekki nokkurn tíma að koma upp slíkum búgrein- um? „Það tekur uppundir tvö ár.“ Það virðist því augljóst að tekjur bænda á niðurskurðar- svæðinu munu dragast þó nokkuð saman á næstu árum en vonandi verður þetta samt ekki til að bændur fari á hausinn eða neyðist til að bregða búi. pennavin í landi ykkar. Bréfin sem ég fengi mega vera skrifuð á ensku, spænsku og portúgölsku og mig langar til að skipta á alls- kyns upplýsingum um landið, landakortum, póstkortum, bæklingum, mynt o.s.frv. Hér með þakka ég kærlega fyrir þá athygli sem þið kunnið að veita þessari beiðni minni. Með kveðju frá Uruguay, Ricardo Lema Carol. E.s. Ég er 35 ára gamall. Ricardo Lema Carol J. Pecoche 192 Santa Lucia — Canelones Uruguay, South America. Þeir staðhæfa að ungur Tíbeti hafi verið vakinn í kofa í Himalayafjöllum af stórri, hærðri kvenveru sem greinilega vildi hafa mök við hann. Hann og vinur hans yfirbug- uðu snjókonuna og bundu við staur, en morguninn eftir var hún horfin, sögðu mannfræð- ingarnir Chen Naiwen og Zhag Guoying. í grein í tímaritinu China Reconstructs segjast vísinda- [fasteigna-I i VIÐSKIPTI i I Vegna mikillar sölu og eftir- I J spurnar undanfarið vantar J ! á skrá ailar gerðir af fast- j I eignum á ísafirði og í Bol- | I ungarvík. | I I J ísafjörður — Hafnarfjörður, J J 140 ferm. sérhæð við Arnar- J I hraun í Hafnarfirði fæst í | I skiptum fyrir einbýlishús eða | I raðhús á Isafirði. I I I J ÍSAFJÖRÐUR: j Lyngholt 11, rúmlega fokhelt | I einbýlishús ásamt tvöföldum | I bílskúr. I J Stórholt 11, 3ja herb. íbúð á J I 2. hæð. J Urðarvegur 80. Nú eru 4 J J íbúðir óseldar í fjölbýlishús- | I inu sem Eiríkur og Einar Val- | I urs.f.eruaðbyggja. Umerað I I ræða 3 3ja herb. og 1 2ja * J herb.íbúð sem afhendast til- J J búnar undir tréverk og máln- ( I ingu fyrir 1. sept. 1985. | J Aðalstræti — Skipagata, J j Óseldar eru 3ja og 4ra herb. ( I íbúðir svo og 2ja herb. íbð á | I 4. hæð í sambýlishúsi sem I I Guðmundur Þórðarson er að * J byggja. íbúðirnar verða af- J j hentar tilbúnar undir tréverk j I og málningu fyrir 1.10.1985. | J Hafraholt 18, raðhús átveim J j hæðum, ásamt bílskúr. Laust J I fljótlega. | J Hrannargata 10, 3ja herb. J j íbúð á efri hæð. I Silfurgata 12, lítið einbýlis- ■ J hús. Laust fljótlega. I Stekkjargata 4, lítið einbýlis- I 1 hús. Selst með góðum I 2 kjörum, ef samið er strax. J BOLUNGARVÍK: 1 Holtabrún 3,130 ferm. ófull- J J gert einbýlishús. Skipti mögu- J J leg á eldra húsnæði í Bolung- ( I arvík. | J Traðarland 10, 112 ferm. J j einbýlishúsásamtbílskúr. Út- ( I borgun aðeins 50%, eftir- | I stöðvar á 6 — 8 árum I I verðtryggt. I Dísarland 14,156 ferm. fok- | I helt einbýlishús ásamt tvö- I I földum bílskúr. Verð kr. ■ J 1.100.000. Útb. kr. 550.000., J J eftirst. á 6 árum verðtryggt. I Höfðastígur 18, ca. 140 ■ J ferm. einbýlishús ásamt bíl- J j skúr og stórri lóð. I Stigahlíð 2, 2ja herb. íbúð á ■ J jarðhæð. i ARNARGEIR > | HINRIKSSONhdl. j Silfurtorgi 1 I ísafirði, sími 4144 | mennirnir hafa heyrt margar sögur af villimönnum þegar þeir voru að stúdera ættbálka í Tíbet. Veiðimaður nokkur kvaðst hafa vaknað í helli við öskur og grjóthrun. Við hellismunnan ógnaði honum stór, og hærð skepna sem hann síðar sagði stærri en mann en ögugglega ekki apa. Hann kynti eld sinn og skelfdi dýrið burt. Ibúar Chentang þorpsins, við landamæri Tíbets og Nepal, sögðu vísindamönnum að þeir sæju oft „villta menn“ þegar þeir væru á veiðum í skóginum. Oftast fóru menn og skepnur í gagnstæðar áttir. ÞÚ GETUR PRÚTTAÐ Á SÍÐASTA DEGI ÚTSÖLUNNAR SEM ER Á MORGUN FÖSTUDAG Jftt SPORTHLAÐAN hf TO— SILFURTORGI 1 400 ÍSAFIRÐI — — SÍMI4123 TIL SÖLU Toyota Mark II, árgerð 1972. Ný frambretti, nýsprautaður. Bíll í sérflokki. Upplýsingar í síma 4061 á kvöldin. Bréf frá Uruguay Úr heimspressunni: Sagan af hinni ástleitnu snjókonu

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.