Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.09.1984, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 06.09.1984, Blaðsíða 5
mETTABLABID FRETTABLAEID ÍSAFJARÐARKAUPSTAÐUR Hlíf íbúðir aldraðra, Torfnesi Starfskraftur óskast í ræstingu. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 3805 virka daga milli kl. 9:00 og 15:00. íþróttahúsið, ísafirði Þeir aðilar, félög og einstaklingar er hyggjast fá tíma í íþróttahúsinu, tímabilið 20. sept. — 20. des. 1984 hafi samband við íþróttafulltrúa í síma 3722. íþróttafulltrúi. Frá Húsmæðraskólanum Ósk ísafirði Innritun á haustnámskeið skólans er þegar hafin í síma 3025 og 4198 Nánari upplýsingar í næsta blaði Vestfirska og í götu»auglýsingum. Skólastjóri Hjálpræðisherinn Vetrarstarfið byrjar með fjölskyldusam- komu á sunnudag kl. 17:00. Mánudaged. 16:00, Heimilissambandið. KRAKKAR ATHUGIÐ: Sunnudagaskólinn byrjar sunnudaginn 16. sept. kl. 11:00. Allir alltaf velkomnir á Her. vestfirska mETTABLADID SÍMI 4011 Útboð Tilboð óskast í lóðafrágang við hús nr. 56 — 76 við Urðarveg, ísafirði. Um er að ræða gróf- jöfnun lóða. Umfang verks er um 1800 m3. Útboðsgagna má vitja hjá Tækniþjónustu Vestfjarða, Austurvegi 1, ísafirði, gegn 1.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð hjá Tækniþjónustu Vest- fjarða, föstudaginn 14. september kl. 18:00. íbúðabyggjendur Urðarvegi 56 — 76. Starfsfólk óskast 1. Mann vantar til að vinna við sögun og til að hafa umsjón með frystigeymslu. 2. Mann vantar til útkeyrslu og sendistarfa. 3. Mann vantar til að vinna við áleggsskurð og pökkun. 4. Getum tekið nema í kjötiðn. Upplýsingar veitir Helgi Hauksson í kjöt- vinnslu Norðurtangans, Sundstræti 36, 3. hæð. Upplýsingar verða ekki veittar í - gegnum síma. NORflURTflNQr SUNDSTRJETI M — PÓSTHÓLF 140 — 400 iSAFJÖROUR Sundíþróttin íBolungarvík Eins ogkunnugt er orðið, hafa BoIvOdngar náð undra- verðum árangri í sundíþróttinni að undanfömu. Blaða- maður V. f. fór út í Bolungarvík á dögunum til að reyna að fá njósn afþví hvemig í ósköpunum stæði á því að Bolvúdngar em allt í einu famir að synda miklu hraðar en flestir aðrir landsmenn. Hér að síðunni gefur á að líta eitthvað af afrakstrinum úr leiðangrinum. Gróskumikið starf hjá yngri flokkunum Guðmunda Jónasdóttir og Margrét Lilja Pétursdóttir þjálfa krakka upp að 13 ára aldri. Þær sögðu skýringuna á velgenginni fyrst og fremst vera áhugann hjá krökkunum sem æfa sundið. En ekki bara það, heldur virðast allir bæjar- búar leggjast á eitt við að stuðla að góðum árangri sundmann- anna ungu. Allt byrjaði þetta með því að Bolvíkingar fengu nýja sund- laug. Hún var opnuð árið 1977 og þá seig þetta allt saman af stað með æfingum einu sinni til tvisvar í viku. Núna, sjö árum seinna er að vaxa úr grasi harð- vítugur hópur frækinna sund- manna sem vann það síðast til frægðar að vinna aldursflokka- mótið í sundi sem fram fór í Vestmannaeyjum í sumar. — Það mót hefur Ægir í Reykjavík einokað í áraraðir, eins og ein- hver orðaði það. — En semsagt, núna unnu Bolvíkingar með 178.5 stigum, Ægir varð í öðru sæti með 166,9 stig og HSK í þriðja sæti með 116 stig. Nú hlýtur það að vera dýrt að halda sunddeildinni gangandi, fara með stóra hópa á mót og í æfingabúðir í fjarlæga lands- hluta. Ég spurði Guðmundu hvernig sunddeildin væri fjár- mögnuð. „Á ég að segja þér það?“, sagði hún. „Það er alveg hreint rosalegt sem er gert. T.d. seljum við samlokur eftir hvert ball hérna, við seljum lukkumiða í hótelinu og sundlauginni, við göngum í hús og söfnum flösk- um eftir jól og fyrirtæki og ein- staklingar hérna í bænum styðja okkur á margvíslegan hátt. Við vorum líka með torgsölu hérna í sumar, reyndum að setja dálít- inn svip á bæinn, grilluðum pylsur og seldum. Við seldum líka djús, rúgbrauð og rabbar- bara o.s.frv. Allt hlýtur þetta að byggjast á velvilja fólksins í bænum því þetta er ekki stór bær og alltaf verið að plokka sama fólkið.“ Heima hjá Guðmundu voru saman komnir nokkrir krakkar sem Guðmunda og Margrét þjálfa og það var augljóst að þau voru ekki þarna í fyrsta skipti, þannig að blaðamaður gat sér þess til að starf sund- deildarinnar færi ekki eingöngu fram í sundlauginni heldur einnig inni á heimili þjálfarans og eflaust víðar. Það hlýtur að vera mikil samheldni innan þessa hóps sem æfir allt að því daglega og sumir jafnvel oftar. Ekki má gleyma að segja að- eins nánar frá sundlauginni sem Bolvíkingar hafa reist af stór- hug og myndarskap. Þar er öll aðstaða hin ákjósanlegasta, ekki bara til sundiðkunar, heldur er einnig hægt að stunda þar ýmsa líkamsrækt aðra og böð; heit böð, gufuböð og sól- böð, ýmist úti eða inni eftir því hvort hentar betur. Þjálfararnir Margrét og Guðmunda Alltafskulu karlarnir undiroka kvenfólkið. Maður verður að hafa tíma til að vera í skólanum 1 í WkWW w |HpF ■ti Ingibjörg Halldórsdóttir. Blaðamaður ræddi við unga blómarós sem sagðist heita Ingibjörg Halldórsdóttir og er 13 ára gömul. — Hvað ert þú búin að æfa sund lengi? „Tvö ár.“ — Ertu nokkuð orðin leið á því? „Nei, kannski stundum.“ — Hvað æfirðu oft í viku? „Fjórum sinnum.“ — Allan veturinn? „Já, mestan tímann.“ — Sumarið líka? „Já, nema þegar er frí í ágúst.“ — Hvað gerirðu þá í ágúst, hefurðu nokkuð við tímann að gera? „Nei, ekkert.“ —Er þá ekki gott að byrja á æf- ingunum aftur? „Jú, stundum.“ — Finnst þér þú eyða miklum tíma í æfingarnar „Nei.“ — Hefurðu einhver fleiri á- hugamál en sundið? „Já, skíði og svo er ég i tónlistarskólanum.“ — Hvernig gengur í skólanum, hefurðu nokkurn tíma til að vera í honum? „Já, já, maður verður að hafa tíma til þess.“ — Stefnirðu svo ekki að því að vinna öll sundmót sem þú ferð á í framtíðinni? „Neeei, ég veit það ekki. Það væri náttúrulega best.“ „Ágætt heilsunnar vegna“ Margrét Eygló. Ein af þeim sem æfa sund af miklu kappi er Margrét Eygló sem er 14 ára gömul. Ég spurði hana hvað hún væri búin að æfa lengi. „Tvö ár í haust.“ — Ertu búin að æfa stíft? „Ég er búin að mæta á allar æfingar sem ég hef getað mætt á.“ — Hefurðu þá ekki nað góð- um árangri? „Mér hefur farið voðalega mikið fram.“ — Hefurðu sett einhver met? „Nei, bara persónuleg met.“ — Hefurðu keppt á mótum? „Já, fullt af þeim.“ — Gengið vel? „Ekki alltaf — Ætlaðru að halda lengi á- fram að æfa sund? „Minnsta kosti í vetur. Ég veit ekki hvað ég æfi lengi en örugglega meðan ég er hérna í Bolungarvík í skóla.“ — En svo þegar þú hættir í skólanum hér, heldurðu að þú farir eitthvað annað í skóla? „Já, ætli það ekki.“ —Heldurðu að þú haldir á- fram að æfa þá? „Ég veit ekki, þar fer eftir ýmsu.“ — Heldurðu að það sé gott fyrir krakka að eyða svona miklum tíma í sundæfingar? „Ef þau hafa áhuga á því. Það er líka sjálfsagt ágætt heils- unnar vegna.“ „Það veit ég ekki“ Ég hélt að ég yrði nú líka að tala við einn strák eftir að hafa talað við allt þetta kvenfólk. Þessi heitir Ragnar Heimir Sveinsson og er 12 ára gamall. — Hvað ert þú búinn að æfa sund lengi? „Þrjú ár.“ — Finnst þér ekki gaman að æfa sund? „Jú, jú.“ — Ætlarðu að halda því á- fram? „Já.“ — Alla ævi? „Ég veit það ekki.“ — Hvernig hefur þér gengið í keppnum? „Ékkert mjög vel.“ — Ertu duglegur að æfa þig? „Það veit ég ekki.“ — Hvað æfirðu oft í viku? „Svona þrisvar til fjórum sinnum.“ — Hvernig finnst þér aðstað- an í sundlauginni? „Bara góð.“ Ragnar Heimir Sveinsson. Hausaklofningsvél Á sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll í september n.k. mun fyrirtækið KVIKK S.F. sýna hausklofningavél, sem sker kinnar og gellur í einu lagi frá hnakkabeini og tálknum. Með þessari vél er í fyrsta skipti mögulegt að nýta í veru- legum mæli á þennan hátt þann mikla og góða fisk, sem í þorskhausum leynist. Hausklofningsvélin hefur verið þróuð sameiginlega af Kvikk s.f. og Baader-Þjónust- unni h.f. s.l. þrjú ár. Vélin verð- ur framleidd af Baader-þjón- ustunni h.f. en Kvikk s.f. sér al- farið um sölustarfsemi. Fyrstu tíu vélarnar munu koma úr raðsmíði í lok september n.k. Vélin sker 30—35 hausa á mínútu og hefur undan öllum þekktum flökunar- og hausn- ingavélum. Hún sker hausa af 55— 110 cm. þorski án sérstakr- ar stillingar. Afurðina, sem kemur úr vél- inni má verka á þrennan hátt: frysta, salta eða vinna áfram í marning. Markaður fyrir þessa afurð er lítt þekktur, en þó er nokkur markaður í Suður- Evrópu fyrir saltaða hausa. Það hefur hins vegar ekki verið raunhæft fyrr en nú að afla markaðs í stórum mæli, þar sem ekki hefur verið hægt að fram- leiða afurðina í verulegu magni fyrr en nú, með tilkomu haus- klofningsvélarinnar. Það er því mikið hagsmuna- mál fyrir íslenskan sjávarútveg að geta nýtt til fulls það hráefni, sem berst að landi, sérstaklega nú með minnkandi sjávarafla. Séu allir þorskar af 200.000 tonna afla nýttir til fulls getur það þýtt 400—500 milljón króna verðmætaaukningu fyrir sjávarútveginn til viðbótar því verðmæti sem fengist hefur fyr- ir þurrkaða hausa á undan- förnum misserum. Hvernig er hægt að horfa framhjá slíkum fjármunum miðað við núverandi ástand. Trio Herkules rækjuflokkunarvél frá Danmörku. Stálvinnslan hf. Á sjávarútvegssýningu Stálvinnslan hf. verður þátt- takandi í hinni alþjóðlegu sjáv- arútvegssýningu í Laugardals- höll 22. — 26. september n.k. Fyrirtækið mun sýna þar eigin framleiðslu, auk ýmissa tækja og véla, sem það hefur nýlega hafið innflutning á, í samvinnu við umboðs- og heildverslunina Albatross. Meðal þess sem sýnt verður er: flokkunarvélar fyrir síld, loðnu, humar, rækju og flokk- unar- og samvalsvél fyrir laus- fryst flök. Einnig verður sýndur riðstraumsrafall fyrir báta og AFOS reykofnar fyrir „kalda“ og „heita“ reykingu.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.