Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 11.10.1984, Side 1

Vestfirska fréttablaðið - 11.10.1984, Side 1
42. tölublað 10. árg. vestfirska 11. október I984 FRETTABLASIS FLUGFRAKT Sækjum — Sendum Símar 3400 og 3410 Fatnaður við allra hæfi! Ullarbuxur Ullarpeysur Herrakuldajakkar Verslunin ISAFJARÐARUTVARPIÐ — Tímamótaviðburður í fjölmiðlun ísafiröi sími 3103 Allt frá árinu 1930, er ríkis- útvarpið hóf útsendingar sínar hefur það lögum samkvæmt haft einkarétt til sendinga út- varps- og seinna sjónvarps- efnis. Nú hillir undir ný út- varpslög þar sem þessi einka- réttur mun verða afnuminn. Alþingi hefur til umfjöllunar nýtt útvarpslagafrumvarp sem verður e.t.v. og vonandi af- greitt á nýsettu þingi. Margir hafa orðið til að reyna að rjúfa þessa einokun Ríkisútvarpsins og má sem dæmi nefna kapalsjónvörp, leyniútvarpsstöðvar sem hafa aðallega útvarpað léttri tónlist og núna síðast útvarpsstöðvar þær sem skutu upp kollinum í verkfalli BSRB á meðan út- sendingar Ríkisútvarpsins lágu niðri. Ein þeirra var ísafjarðarút- varpið sem var starfrækt af Vestfirska fréttablaðinu og Pólnum hf., á föstudag og laugardag í síðustu viku. Aðr- ar útvarpsstöðvar voru Frjálst útvarp og Fréttaútvarpið í Reykjavík og á Akureyri starfræktu starfsmenn Dags útvarpsstöð. Einnig er Vf. kunnugt um að útvarpsstöðv- ar hafi verið settar upp í Vest- mannaeyjum og á Selfossi og e.t.v. víðar. Tilkoma þessara stöðva er tvímælalaust tímamótavið- burður í íslenskri fjölmiðla- sögu, þar sem nú voru þessar stöðvar reknar fyrir opnum tjöldum og aðstandendur þeirra opinberuðu hverjir þeir voru og hver markmiðin væru með rekstri stöðvanna. Hjá ísafjarðarútvarpinu, var markmiðið fyrst og fremst varpsstöðvar hafi fyrst verið rædd klukkan 11:00 á föstu- daginn. Ákvörðun um að út- varpa var tekin klukkan 14:00 og formleg útsending hófst klukkan 19:00, en áður hafði verið send út tónlist í tilrauna- útvarpsins hafði unnið við slíkt áður. Mönnum ber þó saman um að furðu vel hafi tekist til og má segja að eini vandinn sem ekki tókst að leysa nægilega vel hafi verið sá að útsendingarstyrkur var Frá fyrstu fréttaútsendingu ísafjardarútvarpsins. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Magni VeturJiða- son, tæknimaður, Yngvi Kjartansson fréttamaður og Úlfar Ágústsson, fréttamaður. að koma fréttum til hlust- enda, eins og fram kemur í tilvitnunum í útvarpsávörp Árna Sigurðssonar hér á eftir. Það má segja að hugmyndin að upsetningu þessarar út- skyni í um klukkustund Augljóst er, að með svo stuttum fyrirvara er hætta á ýmsum mistökum og byrjun- arörðugleikum, ekki síst þar sem enginn af aðstandendum Fegurstu garðar ísafjarðar — viðurkenning afhent húseigendum Fyrir skömmu fór fram af- hending verðlauna fyrir fallega og vel hirta garða á Isafirði. Veitt voru verðlaun fyrir; ein- býlishúsalóð, f jölbvlishúsalóð og lóð fvrirtækis. Þeir sem hlutu verðlaun voru: Ingibjörg Hjörleifsdótt- ir og Hjörtur Kristjánsson, Seljalandsvegi 6, íbúarnir við Garðaveg 2, 4 og 6, og veittu María Friðriksdóttir og Tóm- Seljalandsvegur 6. as Tómasson verðlaununum viðtöku fyrir þeirra hönd og svo Vegagerð ríkisins, fyrir lóð sina á Dagverðardal. Þær Ásthildur Þórðardóttir og Anna Lóa Guðmundsdóttir völdu garðana. í máli bæjarstjóra sem veitti verðlaunin. kom fram að til greina kæmi að veita einnig verðlaun fyrir fallegustu götuna en þá yrði bærinn að ganga þar á undan með góðu fordæmi og ganga frá sínum hluta í því sambandi, s.s. gangstéttum o.fl. Bæjarstjóri sagði ennfremur að ákveðin fyrirtæki í bænum hefðu sýnt fordæmi með góðum frágangi sinna lóða og það sama mætti segja um aðra hópa bæj- arbúa. Vonandi verður haldið áfram á sömu braut við fegrun og snyrtingu bæjarins. heldur lítill, en unnið var að því að bæta það og hefði ef- laust verið komið í lag ef gefist hefði einn dagur í viðbót, eða svo. Eins og áður segir hófst dagskráin klukkan 19:00 á föstudaginn og þá flutti Árni Sigurðsson ávarp sem byrjaði svona: “Góðir ísfirðingar. Þetta er ísafjarðarútvarpið. — Já, ísa- fjarðarútvarpið. Menn hafa nokkuð lengi alið með sér jpá von, að útvarpsrekstur á Isl- andi yrði gefin frjáls. Það hef- ur ekki orðið enn. En síðan Ríkisútvarpið hætti venju- legum útsendingum á mán- udaginn var, þá hafa ýmsir að- ilar tekið sér nokkurs konar neyðarrétt til þess að hefja út- sendingar fréttaefnis, tilkynn- inga ,talaðs máls og tónlistar á öldum ljósvakans. í framhaldi af þessu sagði Árni frá því að það væru Póll- inn hf. og Vestfirska frétta- blaðið sem stæðu að þessari útvarpsstöð og að útvarpsráð hefði verið skipað. í því voru Óskar Eggertsson, Björn Hermannsson, Yngvi Kjart- ansson, Úlfar Ágústsson og Árni Sigurðsson. Einnig kynnti hann dagskrána og sagði frá símum fréttastofu, vinnutilhögun, auglýsing- averði o.fl. Að endingu sagði Árni: „Góðir ísfirðingar. Þessi útvarpsrekstur er hafinn nú vegna þess ástands sem ríkir í þjóðfélaginu um þessar mundir. Það er einlæg von okkar að sættir takist í vinnu- deilunum, sem lama alla venjulega fjölmiðlun í land- inu eins og annað. Það er einnig von okkar, að kring- umstæðurnar ýti rækilega við Alþingi og verði til þess að frjáls útvarpsrekstur verði lögleiddur á íslandi sem fyrst.“ Að loknu ávarpi Árna var haldið áfram að útvarpa, sam- kvæmt kynntri dagskrá, til klukkan 22:00. Laugardaginn 6. október hófst dagskráin klukkan 12:00 með tónlistar- flutningi og klukkan 12:30 voru lesnar fréttir, tilkynning- ar og dagskrárkynning. Sðan var útvarpað allan þann dag til klukkan 21:00, er Árni Sig- urðsson flutti lokaávarp út- varpsráðs ísafjarðarútvarps- ins, þar sem hann sagði frá þeirri ákvörðun þess að hætta útsendingum, að minnsta kosti að sinni. Framhald inni í blaðinu. Opna félagsmiðstöð fyrir unglinga að Mánagötu 1 Gengið hefur verið frá samn- ingum milli Knattspyrnuráðs ísafjarðar og Isafjarðarkaup- staðar um leigu á húsinu að Mánagötu 1, Mánakaffi, und- ir félagsmiðstöð fyrir ung- linga. Um er að ræða alla neðri hæðina og 4 herbergi á efri hæð. Félagsmiðstöðin verður starfrækt á þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtu- dögum og föstudögum, frá kl. 16:00 til kl. 22:30. Heimilt er að hafa opið annan hvern föstudag til kl. eitt eftir mið- nætti og annan hvern laugar- dag frá kl. 18:00 til kl. eitt eftir miðnætti. Ekki hefur verið ráðinn starfsmaður að félagsmið- stöðinni. Áætlað er að starf- semin fari í gang um leið og starfsmaður hefur verið ráð- inn og verkfall leysist.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.