Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 18.10.1984, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 18.10.1984, Blaðsíða 2
vestfirska FRETTABLADIS I vestfirska Vestfirska fréttablaðið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13: til 17:00. Siminn er 4011. Ritstjóri: Árni Sigurðsson. Blaðamaður Yngvi Kjartansson Stórholti 17. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. ísafirði. Verð f lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 130,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. H ■ il Ritstjórn á fimmtudegi „Hverjum klukkan glymur“ Samninganefnd Félags opin- berra starfsmanna á Vestfjörðum og samninganefnd ísafjarðar- kaupstaðar og Orkubús Vest- fjarða undirrituðu nýjan aðalkjara- samning í fyrrinótt. Samningurinn er að mestu sniðinn eftir þeim samningum, sem náðst hafa á síð- ustu dögum í Reykjavík og á Sel- tjarnarnesi og er háður samþykki baejarstjórnar, stjórnar O.V. og fé- lagsmanna Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum. Síðan Reykjavíkursamningarn- ir voru gerðir hafa heyrst ó- ánægjuraddir þaðan og benda nokkrar líkur til þess að Starfs- mannafélag Reykjavíkurborgar muni hafna þeim í atkvæða- greiðslu á morgun. Það væri mikið slys, ef svo færi. Verkfall B.S.R.B. hefur nú staðið í tvær vikur og harkann í verkfallsbaráttunni fer vaxandi, að því er fréttir herma, og ekki aukast vonir manna um far- sæla lausn á þeirri deilu, ef Reykja- víkursamningarnir verða felldir. Þjóðarbúið hefur orðið fyrir skakkaföllum í þessari baráttu og mátti þó varla við miklu. Skaðinn, sem hinar ýmsu atvinnugreinar hafa orðið fyrir verður seint met- inn í heild, en Ijósast er líklega dæmi ferðaiðnarins, en þar segja afleiðingar verkfallsins strax til sín með afpöntunum í miklum mæli, en afleiðingarnar, þegar til lengri tíma er litið, eru ófyrirsjáanlegar. Það er dálítið einkennandi fyrir ríkjandi tíðaranda, að allt of lítið heyrist talað um stöðu þjóðarbús- ins og framleiðsluatvinnuveganna eða, heildartekjur þjóðarinnar, í öllu þvi moldviðri, sem þyrlað er upp í kring um kjarabaráttuna. Hverjar eru ráðstöfunartekjurn- ar? Það er sú spurning, sem fyrst verður að svara, áður en farið er að bítast um kökuna. Viðleitni samningamanna beinist mjög að því að reyna að tryggja kaupmátt þeirra launa, sem samið verður um, út samningstímabilið. Menn óttast að vonum að það sem þeir ná fram nú glatist aftur, vegna þess að þeim býður í grun að verið sé að mjólka nytjalitla kýr þjóðar- búsins. Það er engum blöðum um það að fletta, á meðan við stöðugt eyð- um meira en við öflum, þá erum við á undanhaldi. Þá berjumst við varnarbaráttu, en höldum ekki á- fram sókn í átt til betri lífskjara og stöðugra þjóðlífs. TIL SÖLU Toyota sendibifreið, árg. 1978 og Mazda 626, árg. 1980. Uppplýsingar í síma 7210 TIL SÖLU Er gullfalleg Cortina árg. 1974, í góðu standi. Á sama stað er óskað eftir sjónvarpi til kaups. upplýsingar gefur Ómar í síma 4982. TIL SÖLU vel með farinn Silver Cross barnavagn. Upplýsingar gefur Þóra, sími 3315. TIL SÖLU Vel með farin hillusam- stæða á góðu verði. Ein- nig eru til sölu ungir páfa- gaukar á sama stað. Upplýsingar í síma 4364 á kvöldin. TIL SÖLU 12 tonna trébátur með út- búnað fyrir togveiðar, línu, net og færi. Upplýsingar í síma97 6148, eftirkl. 19:00. Til sölu Saab 900 GLS. árg. 1982, ekinn 30 þús. km. Upplýsingar í síma 3625 eft- ir kl. 18:00. r: Betri stilling — Minna bensín Látið stif/a og yfirfara bílinn fyrir veturinn. 1. Vélarþvottur. 2. Ath. bensín- og oiíuleka. 3. Ath. hleðslu, rafgeymi og geymasambönd. 4. Mæla loft í hjólbörðum. 5. Stilla rúðusprautur. 6. Frostþol mælt. 7. Ath. þurrkublöð og vökva á rúðusprautum. 8. Ath. íoftsíu. 9. Skipt um bensínsíu. 10. Vél þjöppumæl 11. Skipt ÚTh kerti og pla 12. Ath. viftureim. 13. Ath. slaq í FAST VERÐ: Ath. Öll verð eru með söluskattl. 4 cyl. kr. 2.050 Innifalið í verði: 6 cyl. kr. 2.690 platínur, kerti, ís- 8 cyl. kr. 3.065 vari, bensínsía. 4vt 3 Simefnt: Véfar ^ /ELSMtÐJAN.Þ Sffm 37 V\ og 3041 • * 400 Isafjoróur HF. Pósthóff 69 Nnr 9355-0609 HUGGULEG eldavél óskast til kaups. Má þarfnast lagfæringar. Vala, sjmi 3682 eftir kl. 19:00 HÚS Á LEIGU Óska eftir að taka á leigu einbýlishús eða raðhús að minnsta kosti í eitt ár. Upplýsingar í síma 7581, eða 7323. VÉLSTJÓRI ÓSKAST Kaupfélag ísfirðinga vant- ar nú þegar vélstjóra til að hafa umsjón með fryst- ivélum í Edinborgarhús- inu. Upplýsingar veitir Kaup- félagsstjóri í síma 3266. TIL SÖLU Þrjár færarúllur, 12 volta. Upplýsingar í síma 8197, eftir kl. 19:00. LANDSBANKINN Útibúið á ísafirði AUGLÝSING UM VAXTAÁKVÖRÐUN 21. SEPTEMBER1984 I. INNLÁN NAFNVEXTIR ARSAVÖXTUN A ÁRI 1. Sparisjóðsbækur 2. Sparilánareikningar 3 Sparireikningar 3 1 með 3ja mánaóa uppsögn 3.2. með 12 mánaða uppsögn 4 Verðtryggðir sparireiknmgar 4.1 með 3ja mánaða bindingu 4.2 með 6 mánaða bindingu 5 Landsbankaskirteim 5.1 útgefin fyrir 20 ágúst 1984 5.2. útgefin frá og meó 20 ágúst 1984 6 Tékkareikningar 6 1 ávisanareiknmgar 6 2 hlaupareikningar 7 Innlendir gjaldeyrisreiknmgar 7.1. innstæöur í Bandaríkjadollurum 7.2. innstæður í sterlingspundum 7.3. innstæöur i vestur-þýskum mörkum 7 4. innstæóur i dönskum krónum 1 7.0% 20,0%* 20,0%* 21,00% 24,5%* 26,00% 4,0% 6,5% 23,0% 24,32% 24,5% 26,00% 12,0%* 12,0%* 9,5% 9,5% 4,0% 9,5% II. ÚTLÁN 1 Vixlar (forvextir) 1.1 almenmr vixlar 1.2. vióskiptavixlar 2 Hlaupareiknmgar 3 Almenn skuldabréfalán 4 Lan með verðtryggingu miðað við lánskjaravísitolu 4 1 lánstimi allt að 2'!i ar 4 2 lanstimi minnst 2v2 ár 23,0%* 24,0% * 24,0%* 25,0%* 26,56% 8,0% * 10.0%* III. VANSKILAVEXTIR 33 0% * Breyting á vaxtaákvörðun frá 20. águst 1984

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.