Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 18.10.1984, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 18.10.1984, Blaðsíða 4
vestfirska vestfirska 4 \§/ ísafjarðarkaopstaðor Gjaldendur ísafjarðarkaupstað Dráttarvextir verða reiknaðir á öll vanskil við bæjarsjóð ísafjarðar að kvöldi 1. nóv- ember n.k. Vinsamlegast gerið skil hið fyrsta. Innheimtan 'ÆmfW LANDSBANKINN \ Útibúið á ísafirði ATVINNA Landsbanki íslands, útibúið á ísafirði, auglýsir hér með eftir starfsfólki. Umsóknareyðublöð fást afhent hjá skrifstofustjóra útibúsins. Landsbanki íslands útibúið á ísafirði Póstur og sími Laus staða 55% staða næturvarðar við talsíma er laus. Umsóknarfrestur er til 25. október 1984. Upplýsingar veitir stöðvarstjóri. Póstur og sími ísafirði MENNTASKOLINN A ISAFIRÐI Laus staða Starf fulltrúa og gjaldkera (fullt starf) við Menntaskólann á ísafirði er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um námsferil og fyrri störf skulu hafa borist Menntamálaráðuneytinu Hverfisgötu 6 101 Reykjavík fyrir 1. nóvember n.k. Upplýsingar eru veittar í símum 3599 og 4119 á ísafirði. Munið Smáauglýsingarnar vestfirska rRETTABLADID r TRETTABLADID 5 Þessar og þvílíkar hugrenningar sækja óhjákvæmilega að þegar maður sest niður og rifjar upp heimsókn til næstu ná granna okkar í vestri, Grænlendinga. Á þessu risastóra eylandi búa nú 50 þúsund manns. 40 þúsund innfæddir grænlendingar og 10 þúsund danir. Eins og allir vita, þá búa grænlendingar við heimastjórn, en eru hluti af danska konungsríkinu og fara danir með yfirstjórn mála. Einn af gestgjöfum okkar tjáði okkur að danir legðu tvö þúsund milljónir danskra króna með græn- lenska samfélaginu árlega. Hvort ástæðan er slæm samviska, hvort þeir trúa því að þarna sé um að ræða arðbæra fjárfestingu, eða hvort það er einfaldlega náungakærleikur sem ræ$ur þessu, skal ósagt látið. Allar þessar tilgátur höfum við heyrt. Það er dálítið langsótt, en leiðin til Nanortalik lá frá ísafirði til Reykjavíkur, frá Keflavík til Kaupmannahafnar og frá Kaup- mannahöfn til Narssarssuaq. Síðan með þyrlu um Julianeháb til Nanortalik. Það var tekið höfðinglega á móti okkur, þegar við komum til bæjarins. Bæjarstjórinn, Tage Fredriksen, sem menn muna eftir frá heimsókn hingað í fyrra og tveir aðrir bæjarfulltrúar biðu okkar á flugvellinum, en Henning Kærgárd, kommunaldirektor (bæjarritari), hafði verið okkur samferða frá Kaupmannahöfn. Við ókum inn í bæinn um götur prýddar dönskum og íslenskum fánum. Sýndi þetta glögglega hug gest- gjafanna til gesta sinna héðan frá ísafirði og var eins og nokk- urskonar fyrirboði um það, hvernig þetta elskulega fólk síðan bar okkur á höndum sér, þá fimm daga, sem heimsókin stóð. Frá flugvellinum var okkur ekið heim á Hótel Kap Farvel, eitt af þremur hótelum Nanortalik bæjar og vísað til herbergja. Að liðnum hæfilegum tíma vorum við svo sótt til þess að fara stutta skoðunarferð um bæinn í fylgd með heimamönnum. Meðal þess, sem fyrir augu bar var grunnskóli bæjarins, sjúkra- hús, elliheimili, barnaleikvöllur, leikskóli, knattspyrnuvöllur og ýmislegt það, sem venjulegt bæjarfélag hvort sem það er á Grænlandi eða á íslandi þarf að hafa. í Nanortalik hafa þeir einnig sín gömlu hús, rétt eins og við í Neðstakaupstað. Per Sonberg, sá sem ók með okkur um bæinn, sýndi okkur elsta hluta bæjarins, þar sem eru meðal annars fyrstu dönsku verslun- arhúsin, frá því skömmu eftir aldamótin síðustu. Þar sáum við einnig elstu íbúðarhúsin í bænum og augljóst er að þar hefur verið búið þröngt. Við ókum í gegn um hverfi íbúðarhúsa, sem byggð eru fyrir opinbert fé, og fólk eignast, með því að greiða 30% af andvirði húsanna. Útborgun í þessum húsum er engin, og þessi þrjátíu prósent greiðast á þrjátíu og sex árum. Annars er íbúðaverð í Grænlandi hátt og veldur því mikill byggingar- kostnaður. Þessi hús eru lítil og þægindasnauð. Grunnflötur varla yfir 40 fermetrar og tvær hæðir. Þarna búa stórar fjöl- skyldur, og víða þrír ættliðir. Þessar fjölskyldur verða margar hverjar að lifa af u.þ.b. 150 þúsund krónum íslenskum á ári. Heimilisfeðurnir eru þá atvinnulausir og lifir fólkið af atvinnul- eysisbótum. Frá heimsókn í Frederiksdal. Guðrún, maður frá „Stóra Norræna“, Niels Tækker Jepsen, Þuríður, Hennig Kærgárd og Frank Hedegárd Jörgensen. Elliheimilið er nýleg bygging, sem hýsir eitthvað yfir 20 gam- almenni. Eru þau við mjög misjafna heilsu og kunna mörg hver alls ekki að meta umönnun og hreinlæti eins og gerist á slíkri stofnun. Ekki dylst gestsauganu, að um margt er öðruvísi búið í því landi, heldur en hjá okkur og greinilegt er að efnaleg velmegun er ekki jafn almenn þar. Þessari fyrstu yfirlitsferð um bæinn lauk við Hótel Klamer, þar sem boðið var til kvöldverð- ar. Við kvöldverðinn kom í ljós, að gestgjafar okkar eru miklir matmenn. Þarna var á borðum rækjuforréttur skreyttur með kaviar, kálfasnitsel og í eftirrétt formage með jarðarberjum. Með þessu var borið fram úrval góðra vína að dönskum sið. Gerðu gestir og heimamenn krásunum góð skil og dáðumst við í laumi að dugnaði gestgjafanna. Við matborðið féllu nokkrir fróðleiksmolar í samtölum. Meðal annars, sem við undruðumst er það, að öll mjólk er hingað flutt frá Danmörku. Við fundum í máli heimamanna inn á svipaða afstöðu þeirra til Nuk (Godtháb) eins og er jafnvel hjá okkur gagnvart Reykjavík og Stór-Reykjavíkursvæðinu. Nuk er þeirra stærsti bær, með 10 þúsund íbúa. NANORTALIK, 3000 manna sveitarfélag á Suður-Grænlandi. Innan sveitarfélagsins er meðal annars Herjólfsnes, þar sem Herjólfur Bárðarson, einn afkomenda Ingólfs Arnarsonar er sagður hafa tekið land er hann fluttist til Grænlands frá íslandi. Þar hafa fundist rústir gamallar kirkju og leifar frá búsetu kristinna manna (Norðbúanna), eins og innfæddir Grænlendingar nefndu íslensku landnem- ana, sem þangað komu á 10. og 11. öld og afkomendur þeirra. Sveitarfélagið ber nafn af eyjunni Nanortalik, sem á íslensku myndi þýða Bjarnarstaður, eða eitthvað því um líkt. Á þeirri eyju er stærsti þéttbýliskjarni sveitarfélagsins, en þar býr um það bil helmingur fólksins. Hinn helmingurinn býr svo í sex öðrum þéttbýliskjörnum, og einstaka bústöðum, eða býlum. Líkt og hjá okkur er aðalatvinna þessa fólks fiskveiðar og fiskvinnsla. Einnig er þarna að fínna landbúnað í smáum stíl. Veiðarnar eru nú svo til eingöngu stundaðar innan fjarða, síðan þeir misstu togarann sinn, Ilivileq, í burtu. Þeir hafa fískihöfn, vöruhöfn og smábátahöfn og er aðstaða til löndunar nokkuð góð 1 fískihöfninni. Hins vegar verður að ferma og afferma stærri vöruflutningaskip með selflutningi, því vöruhöfnin er ekki byggð nema fyrir niinni skip. Tvær fiskverkunarstöðvar eru í bænum Nanortalik. Sú stærri er í eigu Konunglegu Grænlandsverslunarinnar (KGH). Hin er í eigu einstaklings, Jens Nielsens. Því miður er ekki hægt að segja að lánið leiki við Nanortalik í atvinnulegu tilliti um þessar mundir. Fyrir þremur árum bar svo við að fiskurinn nánast hvarf úr fjörðunum og síðan þeir misstu togarann úr bænum þá hafa þeir engin tök á því að afla hráefnis til fiskvinnslunnar nema í mjög smáum stfl. Þegar við, gestirnir frá ísafirði komum í heimsókn í fiskverkunarstöð KGH, þá var verið að vinna nokkra kassa af bútungi í blokk. Eitthvað þessu líkt hefur ástandið verið síðan stöðin var byggð fyrir þremur árum. Þarna standa tvær flatningsvélar aðgerðarlausar og stöðin, sem getur afkastað 100 tonnum af þorski í salt á sólarhring er nánast verkefnalaus. Lítið var einnig um að vera hjá Jens Nielsen, en hann kemur til með að fá næga rækju til vinnslu þegar líður á haustið, frá rækjutogurunum. Það leiðir af sjálfu sér að atvinnuástandið í bænum er afar bágborið. Atvinnuleysi er mikið og það sem verra er, að fylgikvillar þess, vonleysi og úrræðaleysi, hafa mjög slæm áhrif á bæjarbúa. Félagsleg vandamál, sem þessu fylgja eru vandmeðfarin og setja óneitanlega sinn svip á bæjarlífið. Vissulega rýrir þetta einnig gjaldatekjur sveitarsjóðs, en þær eru nú aðeins 3 milljónir króna íslenskra á ári. Það sem á vantar til þess að halda uppi mjög góðri opinberri þjónustu, sem þarna er vissulega, og félagshjálp, kemur frá heimastjórninni grænlensku og danska ríkinu. Við Vestfirðingar, sem leggjum okkar þjóðarbúi til 25 hundraðshluta af freðfiskútflutningnum eigum afskaplega erfitt með að skilja þetta ástand. Ef fiskurinn hyrfi af okkar miðum, eins og þarna hefur gerst, þá er hætt við að hér leggðist byggð einfaldlega niður. Eða geta menn ímyndað sér Isafjarðarkaupstað fiskilausan, með þriggja milljóna króna tekjur á ári? Geta menn ímyndað sér ísafjarðarkaupstað fisklausan, Fltingarleikur við sel á lögreglu- og björgunarkúttemum Kimik. Henning og skipstjórinn. Að afloknum ágætlega hepp- nuðum kvöldverði, þá fórum við heim á Hótel Kap Farvel og tókum á okkur náðir, eftir að Guðmundur Sveinssson hafði af skyldurækni átt símtal við konu sína heima á ísafirði, gef- ið skýrslu um atburði dagsins og boðið góða nótt. Það hefur ringt hressilega síðan við komum og veðurspá- in býður ekki uppá annað. Við ákveðum því að fara snemma á stjá og verða okkur úti um hlífðarföt í verslunum bæjar- ins, til þess að vera vel útbúin í veiði- og lystitúr, sem áætlað er að leggja upp í næsta morgun, umhverfis Nanortalik eyju á bátnum Isua, með þeim Henning Kærgárd, Per Son- berg og Niels Tækker Jepsen, sem er fræðslustjóri sveitarfé- lagsins. Eftir viðburðaríkan dag og langt ferðalag, svifum við inn í svefninn á Hótel Kap Farvel við tónlist frá diskóteki hótels- ins, og er við yfirgáfum Hótel Klamer, þá var dansinn þar í fullum gangi á diskótekinu Norðurljósum, sem þar er til húsa og er ekki að heyra að grænlendingar láti sitt eftir liggja að skemmta sér, þegar sá gállinn er á þeim. Með því að enn helliringdi þegar við ætluðum út um morg- uninn, þá var hingt á un konunglegu Grænlands- verslunarinnar og svo verslun í einkaeign. Vöruval í þessum verslunum er töluvert og verð- lag ekki ólíkt og hér, þó er það mismunandi eftir vörutegund- um ef borið er saman. Að lokinni verslunarferð mættum við um borð í bátinn Isua, sem er notaður til fólks- flutninga innan sveitarfélags- ins. Á Isua er 2ja manna áhöfn og pláss fyrir ca. 10 farþega. Áætlað var að sigla í kring um eyjuna og skjóta á sel og renna fyrir fisk ef tækifæri gæfist. Það fór þó svo að ísrek stöðvaði okkur eftir um það bil hálfnaða leiðina. Einnig varð vart grynninga á dýptarmæl- Þarna, sem skipstjórnar- menn breyttu útsýnissigl- ingu okkar skyndilega í botnrannsóknarleiðangur, þá fengum við ofurlitla nasasjón af þessum nána skyldleika þjóðarinnar og náttúrunnar. Þegar við svo daginn eftir ferðuðumst á miklu stærra skipi, og urð- um vitni að því, hvernig áhöfnin upptendraðist af ákafa og veiðigleði, þegar selur kom í skotfæri, þá urð- um við öðru sinni vör við þessa afstöðu. Enda gáfu gestgjafar okkar það í skyn að allar tímaáætlanir í sigl- ingu á milli byggðarlaga væru í raun gefnar út með Fimm ísfirðingar, þau Guðmundur Ketill Guðfinnsson og Guðrún Halldórsdóttir, ásamt bæjarfull- trúunum Árna Sigurðssyni, Guðmundi Sveinssyni og Þuríði Pétursdóttur heimsóttu Nanortalik, vinabæ ísafjarðar á Grænlandi, í ágúst s.l. á vegum kaupstaðarins. Myndin hér að ofan er af byggðinni á Nanortalik eyju, en þar er stærsti þéttbýliskjarni sveitarfélagsins. Hérna, og í næstu tveimur tölubiöðum birtast minningarbrot Árna Sigurðssonar úr þessari ferð. með þriggja milljón króna tekjur á ári? „Taxann“. Guðmundur Sveinsson réði því að sjálf- sögðu að stefnan var tekin á Kaupfélagið fyrst (Brugsen), en sem við vildum greiða fyrir aksturinn, þá afþakkaði bís- tjórinn það kurteislega og kvaðst ekki taka gjald af gest- um sveitaarfélagsins. Er skemmst frá því að segja að hann ók okkur í þær þrj ár versl- anir, sem eru í Nanortalik og beið meðan við fundum hlífð- arfatnað. Verslanir staðarins eru þrjár þ.e. Brugsen, eða Kaupfélagið, sem er samvinnuverslun, versl- inum, sem skipstjórinn taldi ekki vera á kortinu. Töluverð- ur tími fór í það að athuga þess- ar grynningar og merkja þær inn á kortið. Maður þarf ekki að vera lengi í Grænlandi til þess að skynja náttúrubarnið í fari Eskimóans. Samband fólksins við dýralífið og höfuðskepn- urnar er greinilega miklu mikil- vægara en atriði eins og áætlan- ir og tími. Þetta þarf enginn að undrast,svo mjög sem þjóðin hefur þurft að leggja sig fram, til þess að fæða sig og klæða í þessu harðbýla landi. þeim fyrirvara að ef þeir kæmust í færi við sel, þá seinkaði ferðinni um þann tíma, sem viðureign við hann tæki. ÞETTA ER HLUTI AFÞREMUR

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.