Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 18.10.1984, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 18.10.1984, Blaðsíða 6
vestíirska I FRETTAELADID Blómabúöin auglýsir Dagana 25., 26. og 27. október verður staddur í Blómabúöinni, blómaskreytingameistari frá Blómavali í Reykjavík. Af því tilefni bjóðum við þá nýbreytni að viðskiptavinir Blómabúðarinnar geta fengið skreytt þau ílát, sem þeir hafa tiltæk, með þurrblómum. P.s. Komið með skálar, krukkur, vasa og ker fyrir 24. október. Bestu kveðjur Slómabúöin Ertu að byrja búskap? Þarftu að endurnýja búsáhöldin? í Vinnuveri færðu potta og pönnur með koparbotni. Eldhúsáhöld úr hvítu og rauðu plasti. Bökunarform úr plasti. Glös, bolla, könnur, diska, skálar og hnífapör. Að ógleymdri dönsku trévörunni. VINNUVER Mjallargötu 5 Sími 3520 SONY Panasonic Til hvers eru gang- brautir? Ástæöa þess að ég sting niður penna í þetta sinn er sú að ég var að ganga yfir Silfurgötuna á gangbrautinni móts við Sport- hlöðuna, eftir hádegi föstudag- inn 7. 8. Ég vissi af konu með krakka, sem gekk á eftir mér, en ég veit ekki hvort hún stoppaði eitthvað við gangbrautarendann. En ég var kominn svona hálfa leið yfir, þegar bíll kemur og beygir allt í einu inn í Silfurgöt- una. Ég leit við til að sjá hver væri svona ansi fær, þá er það eldri kona sem er undir stýri og ég hugsa með mér, það er naumast að henni liggur á. Ég gerði ekkert meira í þessu en er ákveðinn í að kæra hana ef ég sé hana endur- taka þetta. Ég vona að hún muni eftir þessu því ég held að hún hafi séð að mér varð nokkuð um þetta. Annað atvik gerðist á vega- mótunum við bensínstöðina. Ég var að koma innan úr firði og það var bíll á undan mér á sömu leið. Hann gaf ekkert merki um það hvert hann ætlaði við vegamótin en ég gaf merki um að ég ætlaði til vinstri og færði mig yfir á vinstri akrein. Hann ók á hægri akrein en sveigir allt í einu til vinstri, fyrir mig og gefur svo merki um að hann ætli til vinstri. Þetta var gamall maður, en svona er það hjá mörgu gömlu fólki sem ekur bílum hér í bæ. Ég hef nokkrum sinnum farið í bíó hér í bænum og hef orðið var við mikla afturför. Myndin er allt- af að fara út og sætin eru fyrir neðan allar hellur. Það væri eig- inlega betra að hafa með sér kodda til að fá ekki rasssæri og ekki bætir það úr þegar bökin vantar líka. Svo finnst mér ölsal- an ekki nógu góð. Ég hef spurt í nokkur skipti eftir sykurlausum drykkjum en alltaf fengið sama svarið, „ekki til“ Hvers vegna? Eiga bfógestir ekki rétt á að fá það sem beðið er um, hvort sem það er lítil sala í því eða ekki? En sjoppan hans Úlfars bjargar þessu að sjálfsögðu, enda hefur hann Úlfar alltaf verið með nóg úrval af öllu og á hann þakkir skildar fyrir það. Nú hætti ég að skrifa að sinni en sting niður penna ef mér finnst ástæða til. Lesandi. Höfum opnað sólbaðsstofu Holtasól, Hafraholti 38. Sími 4143 Rjúpnaveiðimenn! Eigum fyrirliggjandi: Haglabyssur, einhleyptar, verð frá kr. 6.400,00. Haglabyssur, tvíhleyptar, verð frá kr. 24.390,00. Haglaskot nr. 12, haglastærð eitt til fimm. 25 stk. í pakka, verð kr. 354,00 Riffilskot, cal. 22 long. Verð kr. 140,00. FTl SKIPASMÍÐASTÖÐ MARSELLÍUSAR hf, \ \ / A \ Símar: Skrifstofa 3575 - Lager 3790 i—> \—i i—I Pósthólf 371 400 Isafirði Til sölu Húseignin Pólgata 4, ísafirði, neðsta hæð til hægri er til sölu. 3 herbergi, eldhús, bað. Laus strax. Hafið samband við Magnús J. Þórðarson Hafnarstræti 4 ísafirði. Símar 3122 og 3189 Vetrarhjólbarðar Vorum að fá flestar stærðir vetrarhjól- barða með viðurkenndu snjómynstri. Hagstætt verð Góðir greiðsluskilmálar Hjólbarðasala Hjólbarðaviðgerðir Smurning Opið frá kl. 8:00 —19:00 alla virka daga. Smur- og hjólbarðaþjónustan Fjarðarstræti 20. Sími 3499 Samlokur, 7 tegundir, hvítt eða brúnt brauð. Roast beef bakkar. Eggjabakkar. Skinkubakkar. Hamborgarar, 3 tegundir. Heitar pylsur. Urval af kexi og niðursuðuvörum. HAMRABORG HF. SÍMI 3166 ÍSAFIRÐI

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.