Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 18.10.1984, Blaðsíða 9

Vestfirska fréttablaðið - 18.10.1984, Blaðsíða 9
vestfirska rRETTABLAOIS Æfingar hafnar hjá Sunddeild Yestfirska fréttablaðið hafði samband við Fylki Agústsson, og spurði hann út í vetrarstarf Sunddeildar Vestra. Æfingar hófust hjá Sund- deildinni þann 1. septembers.l. Ekki hefur gengið nógu vel að fá tíma í Sundhöllinni fyrir sundliðið og gæti það orðið til þess að loka þyrfti æfingahópn- um. Helst þarf að fá þrjá lok- aða tíma á viku, ef það tekst ekki gæti það orðið þess vald- andi að eyða myndaðist í kepp- nislið ísfirðinga. Það sem helst er á döfinni nú er bikarkeppnin sem verður 3. nóvember. Af mótum hér heima er það að Frá Vestra sundmóti í Sundhöllinni á ísafirði. segja að eitt mót verður fyrir áramót og er það Kiwanismót- ið. Krakkarnir hafa nú fengið aðstöðu til þrekþjálfunar í kjallara Sundhallarinnar. Þar hafa þau sjálf unnið mikið starf og m.a. málað húsnæðið. Næsta sumar hyggja sundmenn svo á Danmerkurferð. Ætla þau að fara á vinabæjamót í Roskilde, vinabæ ísafjarðar. í fjáröflunarskyni hafa krakk- arnir verið að dreifa húsdýraá- burði fyrir ísafjarðarkaupstað að undanförnu. En líklega þarf almenningur að bíða eftir þess- ari þjónustu til vorsins vegna veðráttu. Sr. Jón Ragnarsson, Bolungarvík: Radarstöð? Síðastliðið ár hefur annað slagið verið minnst á hugsanlega byggingu ratsjárstöðvar ein- hvers staðar á Vestfjörðum. Mælingar voru gerðar á Stigahlíð í ágúst og nú hefur bæjarstjórnin í Bolungarvík veitt samþykki sitt til ýtarlegri rannsókna, að beiðni Varnarmáladeildar. Málið er þannig formlega „orðið til,“ og hægt að tala um það upphátt. Bygging slíkrar stöðvar, ef af henni verður, hefur fjölþætt áhrif í fámennu byggðarlagi og veldur ýmsum breytingum* Sumum tímabundnum, en öðrum til langframa. Atvinna verður sennilega ekki mjög mikil, þó að verkefnalitlir byggingamenn fái eitthvað fyrir sig og einhver tækjavinna gefist við vegargerð, raf- og vatnsveitu. Annan vinnu- kraft þyrfti að sækja til sjávarút- vegsins, eða flytja hann að. Fólk, sem kemur þannig í vinnu í stutt- an tíma, kemur með hugarfari gullgrafarans. Það á sína stað- festu annarsstaðar og hefur engar skyldur við byggðarlagið. Gildir einu hvort það kemur beinlínis vegna framkvæmdar- innar, eða til að fylla í skörðin við fiskvinnsluna. Stöðvarbygging er því tímabundið verkefni. Lík- legt til að valda þenslu skamma hríð, en leggja annars lítið til að treysta byggðina, jafnvel þó að tæknimenn við hana yrðu ís- lenskir, sem reyndar er óstað- fest. Engin dul hefurverið dregin á það, að slík stöð yrði fyrst og fremst hernaðarmannvirki, enda trúlega ekki hlutverk Mann- virkjasjóðs Nató að fjármagna borgaralega strandgæslu og flugumferðarstjórn aðildarríkj- anna. Orð, sem fallið hafa um mikilvægi svona stöðvar fyrir ör- yggi í lofti og á sjó, virðast því vera „viðbit“ sem látið er fljóta með, svo að það harðæti sem hernaðarmál eru verði fólki munntamara. Það skal ekki þrætt fyrir það, að aðrar flugvélar sjáist í slfkri ratsjá, en þær sem koma norðan yfir haf í vígahug. Hún hlýtur einnig að greina flugvélar, sem koma sunnan, vestan og austan að og getur vafalítið notast til að leiðbeina þeim. Sennilega má líka nota hana við leiðsögn stýri- flauga, sem skotið er frá skipum, eða sleppt á annan hátt innan sjónsviðs hennar. Margar flug- vélar fara hér hjá landinu með kjarnavopn innanborðs og stýri- flaugar eru ætlaðar til að bera þau, svo að ekki er hægt að sverja fyrir tengsl ratsjárstöðvar á Vestfjörðum við kjarnorkuvíg- búnað. Ratsjáreftirlit er þegar umtals- vert. Auk stöðva á jörðu niðri, sem skyggna vel rúmlega ís- lenska lofthelgi, eru stöðugt flogin eftirlitsflug með AWACS- vélum, sem skyggna rúmlega sjónsvið jarðstöðvanna, þar að auki hafa risaveldin komið upp ratsjám í geimnum, sem eru býsna glöggar, ef marka má fréttir. Fiskiskip eru yfirleitt vel búin öryggis- og staðsetningartækj- um og umtalsvert, gagnkvæmt öryggi hlýtur að felast í því ef skipstjórnarmenn verða að nota ratsjár til að fylgjast hver með öðrum, þar sem þeir veiða margir á sömu slóð. Það hefur verið fullyrt, að meirihluti Bolvíkinga sé fylgjandi byggingu ratsjárstöðvar innan bæjarmarka. Opinber könnun á afstöðu almennings hefur þó ekki verið gerð, og er spurning- unni því ósvarað. Svör fara hins vegar alltaf eftir því, hvernig spurt er. Setjum svo, að Bolvíkingar yrðu spurðir, hvort þeir vildu rat- sjárstöð til hernaðarþarfa, þá ef- astég um meirihlutastuðninginn. Yrði á hinn bóginn spurt, hvort þeir vildu tekjudrjúga vinnu- skorpu, gæti annað orðið uppi á teningnum. En þó að töluvert af feitu keti sé kannski að naga af þessu skammrifi, þá uggir margan, að því fylgi böggull, — og kannski fleiri en einn. Stöð sem einu sinni er komin, er ekki farin, og búa má til, með aðstoð fjölmiðla „við- sjárvert alþjóðaástand" sem réttlætir stækkun hennar og breytingar, og stöðuga endur- nýjun. — Þetta kann að virðast langsótt, en þannig gerast kaup- in á þessari eyri. — Almennings- álit er skapað með fréttaflutningi. Skoðanamyndun er stýrt af öfl- ugum fjölmiðlum. í okkar heims- hluta (og í tengslum við um- ræðuefnið) er þetta gert með þáttum, greinum og innskots- fréttum af vígabrölti Rússa og þeirra nóta. — ( A-Evrópu og Sovét með hliðstæðum ógnar- fréttum af brandaskaki USA og Nató. Þetta eru Rússa- og Kana- grýlurnar, sem báðar eru raun- verulegar, meðan kjarnorkuógn- in varir, en engu að síður magn- aðar töluvert upp til að viðhalda ugg í brjósti alþýðu, svo að hún láti betur stjórnast. Almenningur á því erfitt með að mynda sér hlutlæga skoðun, þó að okkar aðstaða eigi að heita betri, vegna greiðari aðgangs að upplýsing- um. En þær eru jú einu sinni for- sendur lýðræðis. Vissulega er það siðferðislega umdeilanlegt að sækjast eftir hernaðarframkvæmdum heim til sín, til að græða á þeim. Það er samt ekki bannað í frjálsu þjóð- félagi. En þess verðurað krefjast af þeim, sem það gera, að þeir viðurkenni gróðalöngun sína og dylji ekki kjarna málsins í óstað- festum flugufregnum af öryggis- tækjum og samgöngubótum. Það er og viðbúið, að til að slík stöð komi flugumferð og sæfar- endum að gagni, þurfi dýran sérbúnað (jafnvel sérstaka stöð) sem verði settur upp ,,síðar“ og þetta ,,síðar“ ákvarðist af mildi fjárveitingavalds; fslensks, eða erlends. Alþingi hefur a.m.k. ekki ausið fé til þessara mála undan- farin ár, og vafasamt að Nató telji það í sínum verkahring. Sovétmenn eru engir aular í njósnum og upplýsingaöflun (þó að þeir séu ekki að flíka upplýs- ingum við sitt heimafólk) og trú- lega vita herfræðingar þeirra meira í dag um eðli, tilgang og möguleika óbyggðrar ratsjár- stöðvar á Stigahlíð, heldur en Bolvíkingar sjálfir. Flestir íslendingar umbera að- ild Islands að Nató, vegna sögu- legrar, menningarlegrar og hag- rænnar samstöðu með vestræn- um þjóðum, og raunverulegrar Rússagrýlu. — En sú aðild þýöir ekki að við höfum afsalað okkur fullveldi, eða rétti til að vega og meta sjálf, hvort og hvenær her- búnaði er komið fyrir í landinu. Við erum heldur ekki skyldug að láta undan, þegar harðast er þrýst á að auka við hann; Og meðan við sjáum ekki nauðsyn á þeirri viðbót, sem ný ratsjárstöð óneitanlega er, þá samþykkjum við hana ekki. Að hafna viðbót er ekki afvopnun, enda er einhliða afvopnun ekki raunhæf. Þetta er okkar tækifæri til að segja stopp. Lýðræði verður aldrei tryggt með hertólum einum, heldur fyrst og fremst með því að nota það frelsi sem í því býr, til að ræða málin. Opinskátt og af hreinskilni. Án taugatitrings og illinda. Umfram allt með rósemi hugans. Hvort niðurstaða þeirrar umræðu verður ratsjárstöð í vil, eða ekki, skal ekki sagt. Niður- staða fæst hins vegar ekki með því að þegja. Þögnin veldur tor- tryggni um hluti, sem allir eru með ofarlega í huga og geta orðið afdrifaríkir fyrir framtíð verstöðvarinnar í Bolungarvík. Bolungarvík í september 1984 Jón Ragnarsson FASTEIGNA- VIÐSKIPTI ÍSAFJÖRÐUR: Óskum eftir íbúðum í sölu, af öllum stærðum og gerðum. Mikil eftirspurn. 2 herb. íbúðir Túngata 3, 5 ferm. íbúð í kjallara í fjórbýlishúsi. 3 herb. íbúðir: Fjarðarstræti 59, 100 ferm. 3 — 4 herb. íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi. Stórholt 13, 75 ferm. ný, fullfrágengin íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Mjallargata 6, rúmlega 100 ferm. ibúð í fjölbýlishúsi, ásamt lóð. Einbýlishús/Raðhús Seljalandsvegur 84a, 3 herb. eldra einbýlishús með lóð. Stekkjargata 40, eldra ein- býlishús úr timbri, forskalað, á tveimur hæðum. Smiðjugata 2, 6 herb. ein- býlishús ágóðum stað. Upp- byggt frá grunni. Stór lóð. Árholt 13, 140 ferm. nýtt einbýlishús úr timbri, ófrá- gengið að hluta. Hlíðarvegur 26a, 140 ferm einbýlishús, uppbyggt frá grunni með góðri lóð. Ófrá- gengið að hluta. Hafraholt 18, Nýtt raðhús á tveimur hæðum. Frágengið að mestu leyti. Hlíðarvegur 39, 3x60 ferm. raðhús, í góðu standi, með bílskúr og ræktaðri lóð. BOLUNGARVÍK: Stigahlíð 4, 2 herb. íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Holtabrún 16, 3 herb. íbúð í fjölbýlishúsi. Holtabrún 14, 4 herb. íbúð í fjölbýlishúsi. í sölu- og leigu íbúðakerfi. Traðarland 8, 5 herb. nýtt einbýlishús, rúml. tilbúið undir tréverk. Vitastígur 8, 6 herb. einbýl- ishús, vikurhlaðið. Hafnargata 129, 120 ferm. forskalað eldra einbýlishús, nýlagt rafmagn, góð kjör. Tryggvi Guðmundsson Hrannargötu 2, ísafirði sími 3940 SIMINN OKKAR ER 4011 Sendu bænarskrá til ríkisstjórnar Að morgni dags þann 1. okt- óber s.I. afhentu þeir sr. Lárus Þ. Guðmundsson og Heiðar Guð- brandsson, Steingrími Her- mannssyni svohljóðandi bæna- skrá sem 83 nafngreindir Vest- firðingar sendu ríkisstjórn Is- lands. Samviska okkar, sem ritum nöfn okkar á þessa bænarskrá,. neyðir okkur til að mótmæla framkomnum hugmyndum um byggingu ratsjárstöðvar á Vest- fjörðum vegna þess m.a., að við erum þeirrar skoðunar, að þær auki á þá vígvæðingu þjóðanna, sem stefnir jarðarbyggð í geig- vænlega hættu. Við álítum að voðinn felist ekki einungis í beitingu víg- búnaðarins, heldur ali tilvist hans jafnframt á tortryggni, ótta og hatri, og við óttumst að fjár- festingar í umræddum stöðvum hér á landi kalli á fjárfrekar mótframkvæmdir annars stað- ar. Slíka sjálfvirkni síaukins vígbúnaðar ber að stöðva, því verða góðviljaðir menn nú að einsetja sér að snúa farnaði veraldar af þessari óheillabraut. Við getum heldur ekki varið fyrir samvisku okkar, að frekara fjármagni verði varið til víg- búnaðar meðan sultur og van- næringarsjúkdómar hrjá hálft mannkynið. Jafnframt óttumst við að bygging þessarar umræddu stöðvar geri heimabyggð okkar að skotmarki í hugsanlegum hernaðarátökum. En hvað viðvíkur öryggi ís- lenskra loft- og sæfarenda, sem að hefur verið vikið í þessu sambandi, þá teljum við að okkur beri sjálfum skylda til að tryggja Það- Við berum því fram þá bæn við ríkisstjórn íslands, að hún leyfi ekki uppsetningu um- ræddra ratsjárstöðva á Vest- fjörðum eða annars staðar á landinu.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.