Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 25.10.1984, Síða 1

Vestfirska fréttablaðið - 25.10.1984, Síða 1
44. tbl. 10. árg. vestfirska 25. okt. 1984 FRETTABLASIS Til Reykjavíkur. Til Akureyrar. FLUGLEIDIR VIDEO — EPLIÐ Nýjar myndir í hverri viku The year of living dangerously Oskarsverðlaun sem bosta mynd ársins 1984. Ég lifi Christine Tootsie Verslunin Aðrar vinsælar: James Bond myndir Pixote og Dynasti í hverri viku. ísafirði sími 3103 Bæjarstjórn ísafjarðar: Frestaði afgreiðslu samning- anna í gærkvöldi frestaði bæjar- stjóm ísafjarðar því á fundi sínum að greiða atkvæði um nýgerðan kjarasamning bæjarins og Orkubús Vest- fjarða við F.O.S. Vest, „vegna þeirrar nýju stöðu sem upp hefur komið í stöðu samningamála,“ eins og seg- ir í bókun fundarins. í fyrrakvöld samþykkti stjóm Orkubúsins samning- inn með 4 samhljóða at- kvæðum. Kristinn Jón Jóns- son fulltrúi iðnaðarráðuneyt- isins í stjóminni sat hjá þar sem hann var ekki sáttur við verðtryggingarákvæði samn- ingsins. Iþróttamenn rífa hús Um síðustu helgi voru rifin tvö hús á ísafirði, Kaupfélags- skemman og húsið að Silfurgötu 3. Bjömsbúð hefur keypt húsið að Silfurgötu 3 og er ætlunin að þarna verði bílastæði, a.m.k. fyrst um sinn. ÍBÍ fékk það verkefni að rífa Kaupfélags- skemmuna gegn hæfilegri þókn- un. Ætlunin er að hirða eitthvað af timbri og járni af húsinu og nota það til uppbyggingar í þágu íþróttahreyfingarinnar. f því sambandi er helst talað um að byggja úr timbrinu, hús eða annað, á skíðasvæði ísfirðinga á Seljalandsdal. íþróttamenn hafa einnig fengið það verkefni að rífa hús- ið að Hafnarstræti 1 og verður það gert einhverntíma á næstu vikum. Einhverjir ætluðu að taka af þeim ómakið og kveiktu í húsinu á miðvikudaginn í síð- ustu viku, en það þóttu ekki heppileg vinnubrögð, svo að slökkviliðið mætti á staðinn og slökkti eldinn. Það vakti athygli um helgina að þátttaka hinna ýmsu sérráða og félaga, innan ÍBf var misgóð. Til stóð að Það var gengið ákveðið og ötullega tíI verks. peningunum sem fyrir þetta fengjust, alls 300.000 krónur fyrir bæði húsin, yrði skipt í sömu hlutföllum og styrk bæj- aryfirvalda, milli sérráða og fé- laga, en nú eru uppi raddir um að nær væri að fara eftir vinnu- framlagi. Tálknafjörður Bókhaldið komið í lag — Mikill áhugi fyrir fiskeldi Vestfirska fréttablaðið hafði samband við nýráðinn sveitar- stjóra á Tálknafirði, Brynjóif Gíslason og spurði hann tíðinda. Hann sagði að þaðan væri fátt eitt að frétta og engar slæmar fréttir. Bókhaldsmál hreppsins, sem voru nokkuð til umræðu í sumar vegna óreiðu, eru að komast í rétt horf og ekkert hefði komið fram sem benti til fjársvika af neinu tagi. Allmikill hugur er í Tálkn- firðingum að stofna til fiskeidis og miklar þreifingar i gangi í því sambandi en ekkert formlegt enn farið af stað. Á Tálknafirði eru taldir vera góðir möguleikar fyrir fiskeldi, jarðhiti og allt hvað heitir. Við munum fregna meira af þeim málum síðar. Bæjarfógetinn á ísafirði: Lét innsigla spilakassa KRÍ Bæjarfógetinn á ísafirði hefur látið loka fyrir rekstur spila- kassanna í Mánagötu 1. (Mánakaffi). í samtali við Vf sagði hann að Knattspyrnuráð ísafjarðar hefði í ágúst, síðastliðnum, sótt um það til bæjarfógeta að fá að reka þarna veitingasölu og spilakassa. Umsóknin hefði verið send Bæjarstjóm til um- sagnar og hefði ekki enn komið til baka aftur, til endanlegrar afgreiðslu. Þrátt fyrir það að tilskilin leyfi væru ekki fengin hefði KRÍ rekið, bæði veitinga- sölu og spilakassa nú um nokk- urt skeið. Bæjarfógeti kvaðst ekki ætla að skipta sér af rekstri veitingasölunnar á meðan um- sóknin væri til umfjöllunar hjá Bæjarstjórn, en samkvæmt lög- reglusamþykkt væri óheimilt að reka þessi leiktæki og því gæti hann ekki gefið út leyfi fyrir því fyrr en ný lögreglusamþykkt hefði tekið gildi. Núgildandi lögreglusam- þykkt er frá árinu 1949 en síð- astliðið vor lét Bæjarstjórn bæta inn í hana ákvæði því sem bannar rekstur leiktækjasala á ísafirði. Ný lögreglusamþykkt hefur verið samin, þar sem gert er ráð fyrir því að bæjarfógeti geti gefið út leyfi fyrir rekstri leiktækja, en hún á eftir að hljóta staðfestingu Dómsmála- ráðuneytisins og ekki gott að segja á þessari stundu hvenær það getur orðið. Hvar er ísafjarðarmyndin Á aðalfundi Kaupmannafél- ags Vestfjarða um daginn, var rætt um samning fsfirskra kaupmanna og fleiri aðila við myndbandaframleiðandann Myndbæ hf. Samningurinn var á þá leið að Myndbær ætlaði að gera mynd um ísafjörð og bauð verslunareigendum, þjónustu- fyrirtækjum, fiskvinnslufyrir- tækjum og bæjarsjóði að kau- pa tiltekinn sekúndufjölda í myndinni. Úr þessum bútum öllum átti svo að gera eina heilsteypta mynd, með lesnum texta, um ísafjörð og þá þjón- ustu sem þar stendur til boða. Þessari mynd átti að dreifa á ýmsa staði þar sem fólk gæti séð þetta, s.s. á flugstöðvum, ferðaskrifstofum, sýningum og víðar. Einnig var kaup- mönnum boðið að fá sinn hluta í hendur, þ.e.a.s. þann bút sem var úr viðkomandi verslun og sumir höfðu jafnvel hugsað sér að nota sitt efni í sjónvarpsauglýsingar. Það var gerður samningur við hvern einstakan kaup- mann og luku þeir allir við að greiða fyrir sinn hluta í sum- arbyrjun. Afhending myndar- innar átti að fara fram í júní en enn hefur enginn, rúmum fjórum mánuðum síðar, séð hana í heild sinni. Hluti myndarinnar var sýndur á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll, en það var sá hluti sem snýr að sjávarútvegi. Kaupmenn hafa skipað nefnd, til þess að ganga eftir þvi' að staðið verði við gerða samninga, eftir þvi' sem unnt er. í þeirri nefnd situr meðal annarra, Sigrún Magnúsdóttir og tjáði hún blaðamanni Vf að hún hefði gert þá kröfu að Jó- hann Briem, forstjóri Mynd- bæjar, og Sigurjón Valdi- marsson, sem var umboðs- maður fyrirtækisins hér á ísa- firði og gerði samninga við kaupmenn, kæmu hingað vestur með myndina tilbúna og svo væri hægt að ræða um Framhald á bls. 7

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.