Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 1
45. tbl. 10. árg. vestfirska 1. nóv. 1984 FRETTABLASIS f' /'-v Alla leid me EIMSKIP : AFMÆLISAFSLÁTTUR ÚT ÞESSA VIKU OG HINA NÆSTU Smarffidðfjinnsson k £ gími 7200 - tfis Bol untja’iOíh r................................ I Einar Guðfinnsson hf. 60 ára í dag í dag, 1. nóvember, eru 60 ár J liðin frá því að Einar Guð- I finnsson hóf atvinnurekstur í | Bolungarvík. Af því tilefni i verður efnt til afmælisfagnað- J ar í Félagsheimilinu í Bolung- I arvík, að kvöldi hins 1. nóv- 1 ember. Upphaf fyrirtækisins er I rakið til þess að Einar Guð- I finnsson keypti, 1. nóvernber * árið 1924, eignir Hæstakaup- J staðar hf. í Bolungarvík. Þess- I ar eignir voru þá verslunar- * hús, tvö fiskihús og tvær ver- J búðir, en sjálfur átti Einar á L-_............. þessum tíma tvo litla mótor- báta. í áranna rás efldist fyrirtæki Einars Guðfinnssonar og varð rekstur þess fjölbreyttari. Fyr- irtækið var gert að hlutafélagi fyrir nokkrum árum og annast nú rekstur Ishúsfélags Bol- ungarvíkur hf., Baldurs hf. og Völusteins hf„ auk eigin starf- semi. Um þessar mundir eru gerð út fjögur skip á vegum Einars Guðfinnssonar hf. Skuttogar- arnir Dagrún og Heiðrún, auk Hugrúnar sem stundað hefur línuveiðar. Nýjasta skip Ein- ars Guðfinnssonar hf er Sól- rún ís 1. Nýtt skip sem kom til heimahafnar síðast liðið sum- ar. Hið nýja skip er á rækju- veiðum og er búið tækjum til fullvinnslu á aflanum um borð. íshúsfélag Bolungarvíkur var stofnað 17. júní árið 1928. Frystihús Ishúsfélags Bolung- arvíkur hf„ er eitt hið stærsta á landinu. Á vegum þess er starfrækt rækjuvinnsla og hefur svo verið undanfarna áratugi. Einar Guðfinnsson hf rekur ennfremur loðnu- og fiski- mjölsverksmiðju. Núverandi húsnæði var reist árið 1963, en áður hafði fiskimjölsverk- smiðjan lengi verið starfandi. Umfangsmikil stækkun og endurbætur fóru fram á verk- smiðjunni fyrir nokkrum ár- um og er hún nú mjög vel búin tækjum. Á þessu ári hófst vinnsla á slógmeltu í verk- smiðjunni og er það nýjung hér á landi. Þá er nú umsvifamikill verslunarrekstur á vegum Einars Guðfinnssonar hf. Verslunarreksturinn er í ný- legu húsnæði og skiptist í fimm megin deildir: matvöru- I deild, vefnaðarvörudeild, * húsgagnadeild og búsáhalda- J og gjafavörudeild, auk út- | gerðarvörudeildar. I í tengslum við verslunina er I síðan starfrækt brauðgerð og * kjötvinnsla. Á vegum Einars Guðfinns- J sonar hf er einnig starfrækt | saltfiskverkun. Þá hefur fyrir- J tækið séð um slátrun á sauðfé, | á hverju hausti um árabil og I hefur umboð fyrir ýmsa þjón- J ustuaðila. ________________________________I Nýtt íþróttahús á ísafirði: Teikningar að verða tilbúnar m ii§ Hér sést líkan af væntanlegu íþróttahúsi í sínu rétta umhverfi. ísafjarðarmyndin: Ekki tilbúin enn — Þrátt fyrir loforð Myndbæjar hf. Útlitshönnun nýs íþróttahúss á Isafirði er nú að Ijúka og hefur arkitektinn, Vilhjálmur Hjálm- arsson, lagt fram teikningar og módel sem byggingarnefnd íþróttahússins hefur fallist á, að höfðu samráði við ÍBÍ og !- þrótta- og æskulýðsráð. Nú er eftir að leggja þessar teikningar fyrir bæjarstjórn og samþykki hún teikningarnar verður unnið eftir þeim. Gróft áætlað mun bygging íþrótta- hússins kosta um 70 milljónir og greiðir Ríkissjóður 59.8% af byggingarkostnaði, afganginn greiðir Bæjarsjóður. Á þessari stundu er ómögulegt að segja til um það hvenær bygging hússins hefst eða hvenær henni lýkur. Það er allt háð fjárveitingum. Á mánudagskvöldið gafst blaðamanni Vestfirska frétta- blaðsins kostur á að sjá fsa- fjarðarmyndina sem Myndbær hf hefur gert um ísafjörð og at- vinnufyrirtæki í bænum. Samkvæmt ummælum Jó- hanns Briem, forstjóra Mynd- bæjar hf„ átti myndin að vera tilbúin og orðin afar góð en að mati þeirra sem skoðuðu myndina með blaðamanni, á myndin enn nokkuð í land með að geta talist fullbúin. Hljóð- setningu var stórlega ábótavant og víða misræmi, endurtekn- ingar eða aðrir ágallar í texta og virtist sem þeir þrír textahöf- undar sem hlut áttu að máli hafi lítið borið sig saman. Með myndinni kom hingað vestur tæknimaðurinn sem klippti myndina og tók hann á móti ábendingum og athuga- semdum frá kaupendum myndarinnar til að unnt verði að leiðrétta og laga það sem betur má fara. ísfirskir kaupmenn eru enn mjög óánægðir með frammi- stöðu Myndbæjar í þessu máli þar sem þeir hafa, þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir, ekkert staðfest í höndum um það hvernig ætlunin sé að koma myndinni á framfæri. Jóhann Briem hefur í samtölum við menn sagt að hægt sé að gera margt í þessum efnum og nefnt ýmis dæmi um dreifingar- möguleika, en ekkert staðfest um það hver skuli borga kostn- að af dreifingunni o.s.frv. Vegna fenginnar reynslu Uta kaupmenn ekki við öðru en skriflegum samningum ef eitt- hvað framhald á að verða í þessu máli. Jóhann Briem, forstjóri Myndbæjar hf. sagði í samtali við Vestfirska féttablaðið að þar ,--------------------------1 ; bsrb ; ! búið að ! ; semja ; — bæjarstjórn | samþykkti ísa- | fjarðarsamn- j inginn I Á fundi sínum, síðastliðinn I J mánudag samþykkti bæjarstjórn J J (safjarðar samninga viðj I F.O.S.Vest með 7 samhljóða| | atkvæðum. Áður höfðu aðrir jj I samningsaðilar, þ.e. F.O.S. Vestl I og stjóm Orkubús Vestfjarðal J samþykkt samninginn. Seint í fyrrakvöld undirrituðu J I svo samninganefndir BSRB og| | ríkisins samningana með venju-1 I legum fyrirvara um samþykkil I deiluaðila. Það má því reiknal J með að verkföllum sé lokið aðj J sinni. Þó er rétt að taka þaðj ■ fram að þegar þetta er skrifað er ■ | ekki búið að semja í Reykjavík | I og á Seltjarnamesi og standal I verkföll því enn þar. Einnig erl J eftir að semja i deilu ASf og VSf J ■ en reiknað er með að það komi J I til með að ganga án þess að til | | verkfalls þurfi að koma. | sem seinkun hefði orðið á af- hendingu myndarinnar vildi Myndbær bæta það með því að gera styttri útgáfu af myndinni, með enskum texta, til dreifingar hjá utanríkisþjónustunni og er- lendis, kaupendum myndar- innar að kostnaðarlausu. Einnig vildi hann koma því á framfæri að Myndbær hefði gert samn- ing við Isfirðinga um mynd- gerð, en ekki mynddreifingu. Hinsvegar hefði hann frá upp- hafi lýst því yfir að hann væri reiðubúinn að aðstoða við dreifingu myndarinnar.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.