Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 4
4 ísafjarðarkanpstaður Heimilisþjónusta Starfsmann vantar við heimilisþjónustu hjá ísafjarðarkaupstað. Frekari upplýsingar hjá félagsmálafulltrúa í síma 3722 milli kl. 10:00 og 12:00 f. h. Iþrótta- og æskulýðsráð óskar eftir starfsfólki á skíðasvæðið Selja- landsdal veturinn 1985. 1 starfsmann við lyftur frá 1. jan. 1985 1 starfsmann við lyftur frá 1. feb. 1985 1 starfsmann á troðara frá 1. jan. 1985 Upplýsingar gefur íþróttafulltrúi í síma 3722 eða á bæjarskrifstofunni. íþrótta- og æskulýðsráð óskar eftir rekstraraðila fyrir Skíðheima (skíðaskálann Seljalandsdal), tímabilið janúar — apríl 1985. Upplýsingar gefur íþróttafulltrúi á bæjar- skrifstofunni eða í síma 3722. íþrótta- og æskulýðsráð Aðalfundur Norræna félagsins Aðalfundur Norræna félagsins á ísafirði verður haldinn í Húsmæðraskólanum Ósk, ísafirði, sunnudaginn 4. nóvember kl. 17:00. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf Nýir félagar velkomnir. Fjölmennið. STJÓRNIN 3jörnsbúð auglýsir: Viðskiptavinir athugið, að við getum nú vísað á bílastæði við verslun okkar, sem áður var Silfurgata 3. Að gefnu tilefni viljum við taka fram að við höfum opið til kl. 19:00 (kl. 7:00) á föstu- dögum. Verið velkomin 3jörnsbúð TIL SÖLU Einn með öllu, Toyota Cressida, árgerð 1981, GL, rafmagnsupphalarar, rafmagnstopplúga, sportfelgur, vetrar- og sumardekk, ekinn 42.500 km. Skemmtilegur bíll í toppstandi. Góð kjör ef samið er strax. Upplýsingar í síma 3678, ísafirði. Þama standa gestir og heimamenn í rústum „Kirkjunnar við hafið“ og hlýða á fyrirlestur um Norðbúana. Á heimleiðinni lögðum við byggðaráðsmennina frá Frede- riksdal og kennarann og fræði- manninn, Kató hinn norska af í Frederiksdal og héldum heim á leið til Nanortalik. Þangað komum við um hálf sjö leytið um kvöldið. Þá var búið að panta fyrir okkur kvöldverð á Hótel Klamer. Gestgjafar okkar létu okkur ein um kvöldið, en höfðu þó ekki sleppt af okkur hendinni, því að á borðum var hinn ágæt- asti veislumatur að þeirra undirlagi. Gerðum við honum góð skil, áður en gengið var til náða eftir viðburðaríkan dag. Snemma á mánudagsmorgun fórum við og skoðuðum skól- ann undir leiðsögn Níelsar Tækker Jepsen, fræðslustjóra. Þetta er 300 nemenda skóli, nýbyggður og vel búinn. Að lokinni stuttri heimsókn í kenn- arastofuna, þá sáum við sjö ára börn í leikfimitíma og átta ára börn í móðurmálskennslu. Það vakti athygli mína, hvað börnin voru vel haldin og ánægð. Það orð, sem fer af glaðlyndi Grænlendinga og jákvæðu hug- arfari er örugglega rétt, það finnur maður í allri viðkynn- ingu við þetta indæla fólk. Á börnunum sér maður greini- lega að þau búa við ást og um- hyggju, þrátt fyrir erfiða lífs- baráttu. Úr skólanum fórum við svo í heimsókn í fiskverkunarstöð Konunglegu Grænlandsversl- unarinnar. Þar tók Arne Hansen, aðstoðarfram- kvæmdastjóri á móti okkur. Þarna voru þeir að vinna nokkra kassa af bútungi í L___________________________ flökun og frystingu, en tvær saltfiskvinnslulínur stóðu að- gerðarlausar, vegna fiskileysis. Afkastagetan í söltun er um 100 tonn á dag á tveimur vöktum, en eins og segir í inn- gangi þessa spjalls, þá hvarf fiskurinn af miðunum fyrir þremur árum og síðan hefur sáralítið borist á land. Næst lá leiðin til Jens Nielsen í Nanfisk. Jens hefur komið til ísafjarðar. Hann var einn af eigendum togarans Ilivileq, áður en hann var seldur í burtu. Jens hafði heimsótt frystihús og fleiri fyrirtæki á ísafirði í fylgd með Gunnari Jónssyni um- boðsmanni togarans. í Nanfisk vinna þeir aðallega úthafsrækju í smáar pakkning- ar fyrir veitingahús og selja á góðu verði til Svíþjóðar. Rækjutogararnir eru skyldaðir til þess að leggja upp að minnsta kosti 10% aflans á Grænlandi til atvinnusköpunar þar. Einnig vinna þeir hörpu- disk í Nanfisk, rétt eins og hér, en vinnslan er ekki eins vél- vædd og hjá okkur. Hádegisverðinum, sem beið okkar á Hótel Kap Farvel eftir þessar heimsóknir verður varla með orðum lýst. Hótelstjórinn hafði töfrað fram hið glæsileg- asta úrval rétta, sem ég hefi augum litið. Þarna var meðal annars á borðum reyktur áll, fjórir síldarréttir, humar, skinka, pylsa, buff tartar, hörpudiskur og fleira. Með þessu var fram borið ískalt Ála- borgar ákavíti í gaddfreðnum glösum og öl. Við gestirnir dáð- umst enn að höfðingsskap gest- gjafanna, ekki síður en góðri matarlyst. Fundur með sveitarstjórn- inni hófst klukkan 13:00. Þeir hafa sérstaka vinabæjar- tengslartefnd og sat hún að sjálfsögðu einnig þennan fund. Menn báru saman bækur sínar um skipulag og stjórnun sveit- arfélaganna. Það vakti athygli okkar gestanna, hvað starfsemi sveitarfélagsins þeirra er um- fangsmikil. Eins og fyrr hefur verið drepið á er mikið atvinnu- leysi í Nanortalik. Er því mikið starf við almannahjálp og má geta þess, að síðastliðið ár vörðu þeir 60 milljónum króna til þessa verkefnis. Til saman- burðar má geta þess, að sam- eiginlegar tekjur ísafjarðar- kaupstaðar á s.l. ári voru sam- kvæmt reikningum kaupstaðar- ins um 65 milljónir króna, en útsvars- og aðstöðugjaldatekj- ur þar af um 50 þúsund. Skatta- tekjur Nanortalik voru hins vegar aðeins um þrjár milljón- ir. Á skrifstofu sveitarfélagsins í Nanortalik starfa 50 manns. Þetta er þó ekki sambærilegt við bæjarskrifstofurnar hér, því þarna fara þeir með mál, sem skattstofan fer með hér og að hluta til það starf, sem hér er unnið á skrifstofu fógeta. Þá er almannahjálp og mál tengd henni umfangsmikið starf og eru þrír menn eingöngu í því. Á þessum fundi kom fram mikill áhugi heimamanna á því að efla tengsl vinabæjanna og auka samskiptin milli þeirra á sviði menningar- og atvinnu- lífs. Sérstakur áhugi kom fram á því að auka samskipti og kynningu ungs fólks í bæjunum og var meðal annars rætt um Bömin eru hraustleg og glaðlynd og búa við ást og umhyggju, þrátt fyrir erfiða lífsbaráttu þjóðarinnar.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.