Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 6
vesttirska rRSTTAElADlD 100. ártíð Samúels Jónssonar frá Selárdal í tilefni af 100. árstíð Samúels Jónssonar var reistur legsteinn á leiði hans í Selárdalskirkju- garði 15. september og með þessari ráðstöfun á að koma f veg fyrir að það týnist því nóg er nú komið af slíku í okkar þjóð- félagi. Það verður aldrei okkur íslendingum til sóma, þvert á móti því við sem lifum í dag munum, ég hugsa flest öll vilja láta ganga vel frá sinni hinstu hvílu og á þessu þyrfti að verða hugarfarsbreyting á voru landi sem fyrst. Samúel Jónsson frá Selárdal var fæddur á Horni í Mosdal í Arnarfirði 1884. Dáinn 1969. Samúel var listamaður þó verk hans yrðu ekki að sjálfsögðu metin til stórbrotinnar listar, spegla þau djúpa listamanns- þrá, umtalsverða hagleiksgáfu og óbugandi eljusemi. Honum Helgarpakkinn frá kaupfélaginu Tvær máltíðir Verð fyrir 4: kr. 786,00 Verð fyrir 2: kr. 516,00 Kaupfélag ísfirðinga, aðalbúð tókst sannarlega að gera mikið úr litlu. Efniviðurinn var vissu- lega lélegur, verkfærin hin frumstæðustu og fjármunirnir naumir. Þessi merki Seldæling- ur Samúel Jónsson var vissu- lega sérstæður maður og það er sannfæring mín að öllum sam- ferðamönnum hans og þeim sem til hans þekktu fyrr og síðar þyki gott að minnast hans. Hann varjarðaður í Selárdal 15. janúar 1969. Blessuð sé minning hans. Jón Kr. Ólafsson Bíldudal 1984 DRAGIÐ ÞAÐ EKKI LENGUR! Við viljum minna á þrjú atriði, sem stuðla ótvírætt að því að Vestfirska fréttablaðið berist kaupendum tryggilega í pósti. I. Að greiða ávallt skiivíslega áskriftargjaldið. (Nokkrir eiga enn eftir að gera skil fyrir fyrri helming árs 1984 og eitt landsmálablað má síst af öllu við því eftir 4 vikna útgáfustöðvun í prentaraverkfalli að verða af áskriftargjöld- um sínum.) H. Að tilkynna umsvifalaust, ef um breytt heimilisfang er að ræða. (Það gagnar ekki að skrifa á gíróseðilinn, því við sjáum hann aldr- ei, hann fer til bankans. Hinsvegar má hringja í síma 4011 eða 3223 á ísafirði og tilkynna slíkt. Um leið mætti þá nota tækifærið til þess að láta í ljósi skoðun sína á, hvað talið er fara vel, eða hvað gæti staðið til bóta. Einnig er hægt að fá á öllum póststofum á landinu, eyðublöð vegna búferlaflutninga, sem hægt er að fylla út og senda án frímerkis.) m. Fyrir þá sem ekki eru kaupendur nú þegar: Grípið símann og sláið 4011 eða 3223 á ísafirði og biðjið um áskrift. Þið fáið næsta blað í pósti og ef þið óskið, nokkur fyrri tölublöð í kaupbæti. Við segjum eins og maðurinn: HAFIÐ SAMBAND — ÞAÐ BORGAR SIG Kær kveðja mri MUNIÐ SMAAUGLYSINGARNAR Nú er kominn tími til að losna við aukakílóin. Fjögurra vikna leikfiminámskeið hefst í ” Félagsheimilinu Hnífsdal næsta þriðjudag Kennt verður þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga. Kennari verður Valdimar. Einnig verður boðið uppá sauna, ljós og þrekþjálfunartæki. Viktun og mæling fyrir þær sem vilja. Karlatímar á mánudögum og miðvikudögum. Nánari upplýsingar og innritun er í síma 4414 og í Snyrtivöruversluninni KRISMA. SJAUMST SEM FLEST 1. vélstjóra vantar á Hugrúnu ÍS 7, sem er að hefja snurvoðarveiðar frá Bolungarvík. Upplýsingar gefur útgerðarstjóri í síma 7200. £inar£i<ð(jinnsson k Mikið úrval af nýjum og sóluðum dekkjum HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI ÍSAFJARÐAR Njarðarsundi 2, sími 3501

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.