Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 7
vestlirska rRETTABLASIS Færarúlla sem veiðir siálf Hvernig væri að fá veiðarfæri sem geta veitt sjálf, maður fer bara í kaffi á meðan? Færarúll- an á meðfylgjandi mynd er þeirrar náttúru að hún rennir fyrir smokk, skakar, hífir inn þegar bitið er á, losar af, slakar út aftur og heldur áfram að skaka. Færarúllan er uppfinning mannsins sem stendur við hana á myndinni. Hann heitir Björn Neuendorf og er sænskur raf- eindatæknifræðingur. Rúllan er gerð fyrir þorskveiðar og með þeim aukabúnaði sem settur hefur verið upp, á myndinni og samanstendur af rennunni vinstra megin og hjólinu sem er neðan til hægra megin, má láta hana veiða smokkfisk. Rúllan hefur verið reynd í Noregi í nokkurn tíma og hefur, að sögn Björns, reynst nokkuð vel. Erum að taka upp föndur- vörur í miklu úrvali * Vattkúlur * Bjöllur * Englar * Pípu- * hreinsarar * Bast * Föndurstrigi Alls konar litir fyrir pappír, tré, stein Acryllitir Glerlitir Tréskreytiiitir Penslar Smáverkfæri o. fl. o. fl. Nýkomið: Veggstrigi Veggfóður Speglar o.fl Opið laugardaga frá kl. 10:00 — 12:00 Pensillinn Hafnarstræti 11—Sími 3221 NÝIR OG SÓLAÐIR VETRARHJÓLBARÐAR FYRIR ALLA BÍLA SNJÓKEÐJUR búum við til eftir óskum og máli, auk þess, sem við höfum á lager eins og venjulega. Höfum að sjálfsögðu hlekki, króka og keðjutangir. Ljósastilling Hjólastilling Vetrarskoðun VELSMIÐJfl BOLUNGAVÍKUR HF. Hafnargötu 57 — 59, símar 7370 og 7380 SJÁLFSTÆÐIS- KVENNAFÉLAG ÍSAFJARÐAR AÐAL- FUNDUR verður mánudaginn 5. nóvember kl. 20:30 að Uppsölum, n. hæð. DAGSKRÁ: I. Venjuleg aðalfund- arstörf II. Önnur mál. Kaffi og myndasýning. Mætið vel. STJÓRNIN Alyktun herstöðva- and- stæðinga Herstöðvaandstæðingar á ísafirði héldu fund á Hótel ísa- firði, 6. október s.l. Fundinn sóttu 10 manns og sendi hann frá sér eftirfarandi ályktun: „Það er ósk okkar að ísland skipi sér í raðir hlutlausra ríkja sem neita að taka þátt í og bera ábyrgð á þeirri helstefnu sem kjarnorkuvopnakapphlaup nú- tímans er. Radarstöðin sem verið er að undirbúa á Stigahlíð er liður í kjarnorkuvígvæðingu Norður- Atlatnshafs. Þess vegna mót- mælum við fyrirhugaðri bylg- ingu á radarstöð á Stigahlíð sem og annars staðar hér á landi. Fundurinn hvetur Vestfirð- inga til þess að láta í ljós vilja sinn og standa einarðir gegn því að fléttast með þessum hætti í vígbúnaðarnetið“ Fyllið út listann í framlialdi af ályktun síðasta þings Farmanna- og fiski- mannasambands íslands í nóv- ember 1984 um stöðugleika ís- lenskra fiskiskipa og í framhaldi af viðræðum stjórnar FFSÍ og Siglingamálastofnunar ríkisins í desember 1983, var ákveðið að FFSÍ sendi öllum skipstjórum fiskiskipa spurningalista varð- andi breytingar sem gerðar hefðu verið á skipi þeirra frá upphaflegri smíði þess og kynnu að hafa haft áhrif á stöðugleika. Listinn var sendur út í janúar s.l. og var óskað eftir svörum frá skipstjórum fyrir 1. mars s.l. Nýlega höfðu aðeins 51 skip- stjóri endursent útfyllta lista til FFSÍ. Skipstjórar sem ekki hafa enn útfyllt ofangreindan lista eru því hvattir til að gera það sem allra fyrst. í FASTEIGNA-i i VIÐSKIPTI i I ÍSAFJÖRÐUR: J 3 herb. íbúðir: I Mjallargata 6 rúml.100 ■ ■ ferm. íbúð í þríbýlishúsi með ■ J lóð. J Stórhólt 13, 75 ferm. íbúð J J á 3. hæð í fjölbýlishúsi.full- J I frágengin, ný teppi, nýmál- % I uð. | I Hlíðarvegur 3, 75 ferm. I I Íbúðá2. hæð í fjölbýlishúsi, I ■ laus strax. I 4 — 5 herb. íbúðir: J Fjarðarstræti 59,100.ferm. J J íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi. J J 4 herb. I Stórholt 9, 4—5 herb. íbúð | I í mjög góðu ásigkomulagi. | I Pólgata 5, 5 herb. íbúð á 1. I I hæð í þríbýlishúsi. Varm- ■ ■ aveita. J Pólgata 5, 105 ferm., 5 J J herb. íbúð, auk 2ja herb. í J J risi. 1/2 kjallari, varmaveita. . ■ Einbylishus / raðhús: I Hafraholt 18, nýtt raðhús á | I tveimur hæðum. Frágengið | I að mestu leyti. I I Aðalstræti 22, 2X30 ferm. I ■ eldra einbýlishús, forskalað, ■ J mjög góð kjör. J Smiðjugata 2, 6. herb. ein- J J býlishús á góðum stað, upp- . I byggt frá grunni. Stór lóð. I Árholt 13, 140 ferm. nýtt | I einbýlishús úr timbri, ófrá- | I gengið að hluta. I ■ Hlíðarvegur 26a, 140 ferm. ■ J einbýlishús, uppbyggt frá J J grunni með góðri lóð. Ófrá- J J gengið að hluta. I BOLUNGARVÍK: I Þjóðólfsvegur 16, 1 herb. | I íbúð í sambýlishúsi. I Stigahlíð 4, 2. herb. íbúð í | I fjölbýlishúsi. ■ Vitastígu 15,3 herb. íbúð á ■ J n.h. í tvíbýlishúsi. J Traðarstígur 5, 4 herb. J J eldra einbýlishús m. kjallara J I og stórri lóð. I Bakkastígur 12, Eldra for- | I skalað einbýlishús með | I kjallara og bílskúr. I ÍTiyggvi j j Guðmundsson; I Hrannargötu 2, I ísafirði sími 3940 I......................—J Rök- ræðu- keppni Á morgun, föstudag, verður haldin í Alþýðuhúsinu á ísafirði ræðukeppni milli Menntaskól- ans á ísafirði og Menntaskól- ans, Hamrahlíð. Keppni þessi er liður í Mælsku- og ræðukeppni framhaldsskólanna á íslandi, og taka þátt í henni allir þeir fram- haldsskólar á landinu sem út- skrifa stúdenta. Keppnin fer fram með útsláttarfyrirkomu- lagi og kemst því það lið áfram í aðra umferð sem vinnur nú. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill og eru Vestfirðingar hvattir til að koma og styðja sína menn. Fréttatilkynning

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.