Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 1
46. tbl. 10. árg. vestfirska 8. nóv. 1984 FRETTABLAÐID TIL REYKJAVIKUR TIL AKUREYRAR FLUGLEIÐIR Verslunin ísafiröi sími 3103 íslandsmót Sundsambandsins, 2. deild Vestfirðingar sigursælir — Bolvíkingar unnu sæti í 1. deild Um síðustu helgi var haldið í Reykjavík, íslandsmót sund- sambands Islands í annarri deild. Tvö lið frá Vestfjörðum, frá Bolungarvík og Isafirði, hrepptu tvö efstu sætin og fara Bolvíkingar því upp í 1. deild. Bolvíkingar unnu nokkuð öruggan sigur og fengu 198.5 stig. Vestri frá ísafirði var svo með 166 stig, í þriðja sæti varð KR og svo komu hin liðin eitt af öðru en alls kepptu 7 lið á mót- inu. Bolvíkinga bíður nú erfið barátta í 1. deild á næsta ári en ef þeir halda sig á þeirri fram- farabraut sem þeir hafa verið á undanfarin ár, má reikna með því að þeir ættu vel að geta staðið uppi í hárinu á þeim lið- um sem þar keppa. Lið Bolungarvíkur, sem sigraði í 2. deildar keppninni. Við hlið Bolvíkinganna stendur Egill Bjömsson, fyrirliði Vestra, en lið Vestra varð í 2. sæti. Ljósm. Mbl. Júlíus. Ráðherra vill kvótakerfið Vestfirðingar vilja skrapdagakerfið aftur Fiskiþing var sett í Reykjavík á mánudaginn. Að lokinni setningarræðu fiskimálastjóra flutti sjávarútvegsmálaráherra ávarp þar sem m.a. lýsti þeim vilja sínum að haldið yrði áfram að stýra veiðum með kvótakerfi. Vestfirska fréttablaðið hafði samband við Jón Pál Halldórs- son, framkvæmdastjóra Norð- urtangans og varafiskimála- stjóra og spurði hann frétta af þinginu. Aðalmál þingsins er tví- mælalaust fiskveiðistefna næstu ára og hafði Jón Páll framsögu 1 því máli á þriðjudaginn. Þar lagði hann til að mótuð yrði fiskveiðistefna til næstu 5 ára þar sem leyfilegur hámarksafli á þorskveiðum yrði á bilinu 315 — 385 lestir á ári og hámark annars bolfisks yrði 270 — 330 tonn. Til samanburðar skal þess getið að Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til að heildarafli þorsks á næsta ári verði 200 þúsund lestir og af öðrum bol- fiski verði ekki farið yfir 220 þúsund tonn. I ár er leyft að veiða 250 þúsund tonn af þorski og 270 þúsund tonn af öðrum tegundum bolfisks. Eins og áður hefur verið skýrt frá í Vf. hefur Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsraðherra ákveðið að leggja fram frum- varp til laga á Alþingi þar sem honum yrði heimilað að stjóma Rækjuveiðar í ísafjarðardjúpi Sjómenn vilja hærra verð óvíst hvenær veiðar hefjast Mikil óvissa ríkir nú um það hvenær rækjuveiðar á Isa- fjarðardjúpi hefjast þó að Sjávarútvegsráðuneytið sé bú- ið að gefa leyfi fyrir því að þær hefjist n.k. föstudag. Rækjusjómenn hafa sent frá sér yfirlýsingu, sem birtist á öðrum stað í blaðinu, þar sem segir að þeir muni ekki ráða sig í skipsrúm á rækju- veiðum á meðan það verð er greitt fyrir rækjuna sem Verð- lagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið. Eigendur rækjubáta vilja ekki heldur hefja veiðar nema þeir fái greitt hærra verð fyrir rækju, en það sem Verðlags- ráð hefur ákveðið. Að sögn Einars Hreinssonar hjá smá- bátaeigendafélaginu Huginn, gera þeir kröfu um sama verð og greitt var á síðustu vertíð. Það verð sem nú er greitt er um 15% lægra. Þeir rækjukaupendur sem Vestfirska fréttablaðið hafði samband við segjast ekki hafa neinar forsendur til að greiða hærra verð en lög gera ráð fyrir og því gæti vel farið svo að ekkert verði af rækjuveið- um á ísafjarðardjúpi fyrr en eftir áramót, en þá verður á- kveðið nýtt rækjuverð. veiðum næstu 3 ár. Sjávarút- vegsráðherra lýsti þeirri skoðun sinni á fiskiþingi að halda ætti áfram með kvótakerfið á næsta ári og tóku margir þingfulltrúar í sama streng. Vestfirðingar og Reykvíking- ar á þingingu eru andvígir kvótakerfinu og telja að það eigi að setja skrapdagakerfið upp aftur, sbr. tillögu síðasta Fjórð- ungsþings Fiskideildanna á Vestfjörðum, þar sem lögð var fram tillaga um það hvemig staðið skuli að skipulagningu fiskveiða. Jón Páll var spurður að því hvort hann teldi það óhætt að veiða 315 þús. lestir þegar Haf- rannsóknarstofnun vill einungis mæla með 200 þús. lesta heild- arafla. „Ég hefði aldrei lagt þetta til fyrir ári síðan. Þá voru aðstæður allt aðrar og alvarlegar blikur á lofti. Það er öllum ljóst sem að til þekkja að sjávarhiti hefur hækkað mikið, það er miklu meira æti í sjónum og stórauk- inn afli á sóknareiningu, “sagði Jón Páll og sagðist því telja það alveg óhætt að leggja til að veiðamar yrðu þetta mikið meiri en Hafrannsóknarstofn- um leggur til. Hann benti einnig á það að sveifla úr 460 þúsund tonna þorskafla niður í 250 þúsund á 4 árum og úr milljón lesta loðnuafla 1978 og 1979 niður í ekki neitt árið 1982, væri miklu meira en nokkur at- vinnugrein gæti þolað. Rafmagn lagt í Vigur Orkubú Vestfjarða hefur lagt rafmagn í Vigur og fækkað með því þeim bæjum á Vestfjörðum sem eiga eftir að tengjast raforkukerfi Orkubúsins. Raflínan er lögð úr Ögri niður í fjöru í Skötufirði og síðan er sæstrengur sem er tæpra 4 km. langur yfir í Vigur. Kristján Haraldsson, Orkubússtjóri, vildi koma á framfæri ábendingu til sjó- manna um að þeir hugi vel að merkjum á þessu svæði og gæti þess að hrófla ekki við strengnum með veiðarfær- um. Enn er eftir að ieggja raf- magn heim á nokkra bæi við Isafjarðardjúp og Arnar- fjörð. Sveitarafvæðingin er kostuð af ríkinu og er Orku- búið aðeins verktaki þess við þessar framkvæmdir. Broadway og Flugleioir Selja helgarferðir suður Síðastliðið haust gekk veit- ingahúsið Broadway fyrir skemmtunum fyrir aldraða borgara og nefndust herlegheit- in, „Hin gömlu kynni gleymast ei.“ Þessar skemmtanir urðu mjög vinsælar og varð uppselt á þær flestar. Nú er ætlunin að fara aftur af stað með þessar skemmtanir og í tengslum við þær bjóða Flugleiðir, Broad- way, Hótel Esja og Hótel Loft- leiðir upp á sérstök kjör á flugi og gistingu fyrir 67 ára og eldri. Sem dæmi um verð má nefna að ferð fyrir einn Isfirðing með gistingu í tvær nætur, flugi og aðgöngumiða á skemmtunina er 2901 kr. Flugleiðir og Broadway hyggja einnig á samvinnu við að selja landsbyggðarfólki helgar- ferðir suður með innifalinn að- göngumiða á skemmtun með Ríó (hét Ríó tríó í gamla daga) og 15 manna stórhljómsveit Gunnars Þórðarsonar. Svona pakki getur kostað 3.798 kr. fyrir ísfirðing sem gistir í tvær nætur í tveggja manna herbergi.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.