Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 2
2 Ívestíirska I 1 vestfirska Vestfirska fréttablaðið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13: til 17:00. Síminn er4011. Ritstjóri: Árni Sigurðsson. Blaðamaður Yngvi Kjartansson Stórholti 17. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan Isrún hf. ísafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 130,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. Ritstjórn á fimmtudegi Þeir fiska, sem róa Á fiskiþingi takast menn nú á um fiskveiöistefnuna, og þá um leið lífs- hagsmuni þjóðarinnar. Hafrann- sóknarstofnun hefur lagt til að enn verði dregið úr þorskveiðum og öðr- um bolfiskveiðum, þrátt fyrir batn- andi lífsskilyrði í sjónum. Jón Páll Halldórsson, varafiski- málastjóri hafði framsögu um fisk- veiðistefnuna á þriðjudaginn og lagði hann til að leyft yrði að veiða 315 - 385 þús. lestir af þorski og 270 - 330 þús. lestir af öðrum bolfiski árlega á næstu fimm árum. Kvótinn er líka hitamál á Fiskiþingi og skiptast menn í því máli nokkuð eftir landshlutum. Vestfirðingar og Vestlendingar, þar með taldir Reyk- víkingar vilja kvótann burtu, en Norðlendingar, Austfirðingar og Eyjamenn vilja hafa hann áfram. Skilyrði til lífs í sjónum umhverfis landið hafa batnað mikið frá því heildarafli var ákveðinn fyrir árið 1984 og kvótakerfið var sett á. Lífs- skilyrðin í sjónum og lífsskilyrðin á landi eru tengd svo þar verður ekki á milli skilið á meðan 70 hundraðs- hlutar af útflutningsverðmæti fslend- inga kemur frá lífkeðju sjávarins. Nú þegar við búum við batnandi skilyrði, Þá verðum við að nota það lag. Vestfirðingar byggja nær alla sína afkomu á sjávarafla og úrvinnslu hans. Þessar greinar hafa barist í bökkum á undanförnum árum bæði fyrir minnkandi sjávarafla og undar- lega hagstjórn, sem hefur tyllt undir ýmsar þjónustugreinar á kostnað frumgreinanna. Stjórnendur þessa lands verða að gera sér grein fyrir því að framtíð þessarar atvinnugreinar er framtíð íslensks efnahagslífs. Efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar er undir því komið að fiskveiðar og vinnsla gangi vel. Þess vegna verður að róa þegar gefur, því eins og sagt er : ,,Þeir fiska, sem róa“. Smá- auglýsingar j TILSÖLU l Saab 900 GLE, árgerð I 1980, ekinn aðeins 33 j þús. km. Skipti á jeppa I möguleg. I Upplýsingar í síma 94- I 7250. I______________________ HARÐVERJAR! Félagsfundur í KRÍ hús- inu (aðalsal) í kvöld kl. 20:30. Stjórnin. TIL SÖLU Volvo 142, árgerð 1972. Verð kr. 70 þúsund. Staðgreiðsluverð kr. 50 þúsund. Upplýsingar í síma 4094. -----------------------n HERBERGI TIL LEIGU gegn heimilisaðstoð og i gæslu á einu barni á i kvöldin. Upplýsingar í síma 4414 og 4252._______________ | HÚS Á LEIGU Óska eftir að taka á leigu l einbýlishús eða raðhús * að minnsta kosti í eitt ár. Upplýsingar í síma 7581 eða 7323. __________________________I AÐSTOÐARSTÚLKA Aðstoðarstúlka óskast hálfan daginn (eftir hádegi) á tannlæknastofu mína. Skriílegar umsóknir berist á stofuna fyrir 12. nóvember. Jón Björn Sigtryggsson. Við vinnum okkar brauða- mat daglega: • Samlokur • Hamborgarar • Brauðbakkar • Smurbrauð • Snittur • Pizzur Merkið tryggir gæðin Við getum að sjálfsögðu ekki boðið sama verð og stór- markaðirnir á almennum neysluvörum, en við reynum að eiga það til, sem fólk þarfnast á kvöldin og um helgar Kaffi — Sykur Shampó — Sápa Dagblöð Hveiti — Smjörlíki Tannkrem Tímarit Púðursykur Tannburstar Vasabrots- Flórsykur Sokkabuxur bækur Rasp — Djús Filmur Kassettur Niðursoðnir ávextir Niðursoðið grænmeti Pakkaís Bleyjur Dömubindi Vídeóspólur í kvöldsamkvæmið: Gestabitar í fjölbreyttu úrvali. — Allar tegundir öls og gosdrykkja. — ísmolar.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.