Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 5
ísafjarðarkaupstaður Heimilisþjónusta Starfsmann vantar við heimilisþjónustu hjá ísafjarðarkaupstað. Frekari upplýsingar hjá félagsmálafulltrúa í síma 3722 milli kl. 10:00 og 12:00 f. h. Kvöldskólinn ísafirði — Fræðsla fullorðinna — Laus er staða forstöðumanns. Um er að ræða Vi starf í 5 mánuði. Upplýsingar veitir formaður grunnskóla- nefndar, Lára G. Oddsdóttir, í síma 3580. Umsóknarfrestur er til 23. nóvember n. k. Læknisbústaður í Bolungarvík Tilboð óskast í innanhússfrágang læknis- bústaðar 1 Bolungarvík. Bústaðurinn er tilbúinn undir trésmíði. Innifalið í verkinu er allt, sem til þarf að fullgera húsið að innan, þar með talin tæki og rafmagnsofnar svo og málun utanhúss. Verkinu sé að fullu lokið innanhúss 1. apríl 1985, en utanhúss 15. júní 1985. Útboðs- gögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borg- artúni 7 í Reykjavík og hjá bæjarstjóranum 1 Bolungarvík gegn 5.000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð hjá innkaupastofnun ríkisins þriðjudaginn 20. nóvember 1984, kl. 11:00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 SVÆÐISSTJÓRN VESTFJARÐA UM MÁLEFNI ÞROSKAHEFTRA Framkvæmdastjóri og forstöðumaður Svæðisstjórn Vestfjarða um málefni fatl- aðra auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar: I. Stöðu framkvæmdastjóra svæðisstjórnar. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember n.k. Nánari upplýsingar veita formaður svæðis- stjórnar í síma 94-3722 eða 94-3783 og framkvæmdastjóri í síma 94-3224 eða 94- 3816. II. Stöðu forstöðumanns Bræðratungu — þjálfunar og þjónustumiðstöðvar fatlaðra á Vestfjörðum. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember n.k. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri svæðisstjórnar í síma 94-3224 eða 94-3816. Bræðratunga; þjálfunar- og þjónustu- miðstöð fatlaðra á Vestfjörðmn Þroskaþjálfar og uppeldisfulltrúar óskast til starfa. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 94-3290. I vestíirska rHETTADLADIÐ vestfirska FRETTABLADID Vestfirðingar þurfa að taka upp samstarf við aðra aðila í ferðamannaiðnaðinum Reynir Adóifsson í viðtali við Vestfirska fréttablaðið Hvernig gengur ferðamannaiðnaðurinn á Vestfjörðum? Hvað geta ferðamenn átt hingað að sækja? Erum við í stakk búin til að taka á móti fleiri ferðamönnum? Ef svo er, hvernig eigum við að laða þá að? Þessar og fleiri spurningar komu í hugann þegar blaðamaður V. f. ákvað að spjalla um þessi mál við Reyni Adólfsson, framkvæmda- stjóra Ferðaskrifstofu Vestfjarða fyrir skömmu. Ferðaskrifstofa Vestfjarða er orð- in þriggja ára gömul og á þessum tíma hefur hún verið mikil lyftistöng fyrir ferða- mennsku á Vestfjörðum. Reynir var fyrst spurður um hlut Hornstrandaferða í rekstri skrifstofunnar. „Hornstrandaferðir verða aldrei undirstaðan i ferða- mannaiðnaðinum hérna á Vestfjörðum. Það er ekki nema verulega lítill hluti af ferða- mönnum sem ferðast með tjald og liggur úti, ef við tökum ís- lenska ferðamenn sem dæmi. Þeir sem fara þarna norður eru helst þeir sem eiga ættir sínar að rekja þangað norður, eiga þá annaðhvort hús eða fara á ætt- armót, eða eitthvað slíkt. Og síðan eru Útivist, Ferðafélagið og við með auglýstar ferðir og þetta eru svona 8 ferðir á ári. Þetta er ekki meira sem fer þarna norðureftir en hinsvegar held ég að ferðamannastraum- urinn hingað, ef við getum þá nokkurn tíma kallað það straum, byggist miklu meira upp á hinum stöðunum þar sem hægt er að byggja upp aðstöð- una fyrir t.d. Islendinginn sem kemur við á þessum stað: Tjaldstæði, svefnpokagisting og betri gisting o.s.frv. Samstarf og upp- lýsingamiðlun Það sem þarf að fara að ræða núna er hvemig Vestfirðingar ætla að taka upp samstarf við aðra aðila í ferðamannaiðnað- inum því við getum aldrei verið einir og sér. Þetta eru 10 þúsund manns og það er enginn sem hefur peninga né heldur áhug- ann til að gera þetta. Fjórð- ungssamband Vestfirðinga þarf að taka þetta til sín, leggja fram peninga til að dreifa upplýsing- um og síðan þarf að fara í sam- starf við aðila eins og á Vestur- landi til þess að þarna myndist ein heild og menn séu svona samstíga í ýmsu. Það þarf að setja uppferðirum Vesturiand og Vestfirði Það hefur alltaf verið talað um Hornstrandir og Horn- bjargið sem eitthvað voðalegt aðdráttarafl en það held ég að verði bara hluti af stærri pakka. Við skulum segja að settar séu upp ferðir, sem við erum reyndar þegar búin að ræða um að gera, sem byrja í Reykjavík og láta Vesturland og Vestfirði hjálpast að. Þá notarðu tækin sem eru á stöðunum, hótelin og söluapparatið og þá yrðu Hornstrandir bara dagsferð. Djúpbáturinn hefur alveg það sama út úr farþega, hvort sem hann fer dagsferð eða skilur hann eftir, þannig að þá fá allir sitt út úr þessu. Við byrjuðum aðeins á þessu í sumar, að taka farþega bara að morgni, skutla þeim úteftir og síðan fengu þeir aðeins labbitúr þarna og komu aftur sama dag, og þeir voru mjög ánægðir með það að geta notað aðstöðuna hér, að minnsta kosti meðan engin að- staða er byggð upp þama fyrir norðan, sem verður sjálfsagt ekki gert í bráð. Menn þurfa að ræða meira um, ekki bara þetta svæði hér, heldur t.d. allt ýesturland. Við stofnuðum ferðamála- samtök til að fá alla sem vinna að ferðamálum á Vestfjörðum til þess að verða „aktívir". Það er greinilegt að það hjálpar enginn Vestfjörðum sérstaklega í ferðamálum nema þeir sjálfir. Það er ekki til neinn bæklingur um Vestfirði eins og er. Sem dæmi um það hvað þetta er erfitt má nefna að í dag erum við með þrjá bæklinga í smíð- um: einn sem nær yfir alla hluta Vestfjarða og hann er tilbúinn til prentunar en það vantar fjármagnið til að prenta hann, við erum með götukort hérna af bænum og það hefur verið tekið vel í að fjármagna það en það hefur ekki skilað sér inn það mikið af peningum frá þessum aðilum að það sé hægt að koma því út eins og er. Allt þetta, bara vegna smæðarinnar, vegna smæðar hverrar einingar. Þú sérð bara allar litlu veitingasöl- umar á þessum stöðum. Þetta er náttúrulega ekki burðugt miðað við það sem gerist á Suðurlandi t.d„ þar sem eru stórar veit- ingasölur og mikil „traffík“, þannig að þeir eiga svo lítið af peningum afgangs til að leggja í auglýsingar. Þetta er fjórðungsmál Það verður að verða breyting á hlutunum þannig að Fjórð- ungssambandið komi meir inn í þetta mál en verið hefur og þá eingöngu með útgáfustarfsemi í huga. Þetta er fjórðungsmál. Það vantar nýja ferju yfir Breiðafjörð. Ef við gætum fengið aukinn straum ferða- manna upp í Borgarfjörðinn og jafnvel upp í Stykkishólm, þeir eru með ágætt hótel líka, þá getur góður Breiðafjarðarbátur skipt sköpum um það að fólk haldi áfram, t.d. upp í Hótel Flókalund. Síðan ertu með Hótel ísafjörð hér sem ágætis- stað og Hótel Bjarkarlund, þannig að það væri hægt að keyra fólk svona hring og gista alltaf á sæmilega góðum hótel- uym og þarna gætirðu búið til hringferð sem örugglega yrði vinsæl, ekki síst ef farin yrði Þingvallaleiðin úr Borgarfirð- inum til baka. Þá ertu kominn með ferð sem vel er seljanleg erlendum ferðamönnum. Svefnpokagisting Annað er að öll svefnpoka- gisting verði seld á sama verði þannig að aðili sem kemur inn á söluskrifstofu erlendis geti keypt einn miða fyrir hverja nótt sem hann ætlar að gista á íslandi og skiptir þá ekki máli hvar hann gistir í hvert skipti. Það er miklu þægilegra en núna, þegar það kostar 160 á þessum stað, 180 á öðrum, 210 á þeim þriðja o.s.frv. Það ætti að vera hægt að samræma þetta.“ Það er semsagt margt á döf- inni hjá Ferðaskrifstofu Vest- fjarða og Reynir sagðist vera nokkuð bjartsýnn ná að hér sé markaður fyrir slíka skrifstofu. Verkefnin eru næg, bæði fyrir Ferðaskrifstofuna og Ferða- málasamtök Vestfjarða. Vetraráætlun flugfélaganna — Fækkun á ferðum Það hefur örugglega ekki farið framhjá neinum að nú er að koma vetur. Þegar fer að hausta skipta flugfélögin um áætlun, vetraráætlun tekur við af sumaráætlun. Vf fór á stúf- ana og kannaði hvaða breyt- ingar það hefði í för með sér fyrir flug til Vestfjarða. Þau flugfélög sem um er að ræða eru: Flugleiðir hf„ Arn- arflug hf„ Flugfélag Norður- lands hf. og Flugfélagið Ernir. Flugleiðir fljúga á þrjá staði á Vestfjörðum: Patreksfjörð, Þingeyri og ísafjörð. Til Pat- reksfjarðar hafa þeir flogið þrisvar í viku í sumar: á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. í vetur er flogið á sömu dögum með þeirri breytingu að á mánu- dögum fer vélin frá Patreks- firði til Þingeyrar og þaðan suður. í sumar flugu Flugleiðir tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum, til Þingeyr- ar og áfram til ísafjarðar en í vetur fljúga þeir um Patreks- fjörð á mánudögum, eins og áður segir, og um Þingeyri til ísafjarðar á fimmtudögum eins og í sumar. Semsagt, þriðjudagsferðin fellur niður, en í staðinn kemur ferð á mánudögum um Patreksfjörð. Til Isafjarðar er flogið ellefu sinnum í viku í vetur. Ein ferð á sunnudögum, miðvikudög- um og laugardögum og tvær ferðir á dag á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum. I sumar voru farnar tvær ferðir á dag alla daga vikunnar og reyndar voru þrjár ferðir á sunnudög- um um hásumarið. Ferðum fækkar því um 3 — 4 á viku. Arnarflug flýgur til fjögurra staða á Vestfjörðum: Bíldu- dals, Flateyrar, Suðureyrar og Hólmavíkur. Til Bíldudals fara þeir þrjár ferðir á viku í vetur og er það sama tíðni og í sumar. Ferð- irnar eru á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardög- um. Ferðum til Flateyrar fjölgar úr þremur í fjórar í vetur og er flogið á mánudögum, mið- vikudögum, föstudögum og sunnudögum. Ferðum til Suður- eyrar fjölgar einnig og er flog- ið þangað á sömu dögum og til Flateyrar. Til Hólmavíkur er flogið á mánudögum og fimmtudög- um í vetur og er það sama ferðatíðni og í sumar. Flugfélag Norðuralands er með áætlunarferðir milli Ak- ureyrar og ísafjarðar. í sumar var flogið 8 sinnum í viku, alla daga nema sunnudaga og tvær ferðir á mánudögum og föstu- dögum. I vetur fækkar ferðum niður í 4 í viku og er flogið á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og laugardögum. Og þá er það flugfélagið Ernir á ísafirði, sem flýgur í vetur eftir sömu áætlun og í sumar. Frá ísafirði til Súg- andafjarðar, Önundarfjarðar, Þingeyrar, Bíldudals og Pat- reksfjarðar, alla virka daga. Á mánudögum og fimmtudög- um er einnig komið við á Ingjaldssandi. Helstu breytingarnar eru greinilega fækkun á ferðum milli ísafjarðar og Reykjavík- ur og milli Isafjarðar og Ak- ureyrar. Miðað við sama farþega- fjölda og í fyrravetur, gera Flugleiðir ráð fyrir um 59% sætanýtingu í ferðum milli Reykjavíkur og ísafjarðar miöðað við áætlun, sem er að þeirra sögn sæmileg nýting, en þó undir meðaltali. Sigurður Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Flugfélags Norðurlands sagði skýringuna á þessari miklu fækkun ferða á milli Akureyrar og Isafjarðar að vetrinum vera þá að far- þegum fækkaði mikið og er farþegastraumurinn mjög ó- reglulegur að vetrinum á þessari leið. Það væri helst þegar eitthvað er um að vera á öðrum hvorum staðnum, t.d. skíðamót, að eitthvað væri af farþegum og þá bættu þeir inn aukaferðum. Það sem auð- veldaði þeim að halda uppi þetta tíðum ferðum væri það að þeir gætu notað mismun- andi stórar vélar, allt frá 5 og upp í 19 farþega eftir hentug- leikum. Flugleiðavél á ísafjarðarflugvelli. Ferðamál — Ferðamál

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.