Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.11.1984, Síða 6

Vestfirska fréttablaðið - 08.11.1984, Síða 6
vestíirska mETTABLAÍID Rækjusjómenn ráða sig ekki Við undirritaðir félagsmenn í Sjómannafélagi ísfirðinga, sem undanfarin ár hafa verið sjó- menn á rækjuveiðibátum, er stunda veiðar í ísafjarðardjúpi, bindumst samtökum með und- irskrift okkar, einn fyrir alla og allir fyrir einn, að ráða okkur ekki til rækjuveiða á komandi haustvertíð. Ákvörðun þessi er tekin út frá þeirri kjaraskerðingu er við verðum fyrir vegna síðustu verðlagsákvörðunar. Hyggist einhverjir aðilar hefja rækjuveiðar á þessu smánarverði og ráði til sín ut- anbæjarsjómenn, sem þeir hafa fullt leyfi til samkvæmt samn- ingum, þegar svæðisbundnum forgangsrétti Sjómannafélags ísfirðinga til skiprúms verður ekki viðkomið, vegna skorts á sjómönnum, tökum við þá á- kvörðun, staðfesta með eigin- handarundirskrift, að enginn okkar mun ráða sig til starfa, þegar viðhorf hafa breyst, á skip í eigu félaga í Smábátaeigenda- félaginu Huginn, rækjuverk- smiðja á ísafirði, eða í eigu annarra aðila, er rækjuveiðar stunda í ísafjarðardjúpi, fyrr en sjómaður, sem misst hefur skiprúm sitt af fyrrgreindum völdum, hefur verið endurráð- inn. Afstaða okkar á ráðningaslit- um á rækjuveiðum, er byggð á eftirfarandi staðreyndum. 1. Með tilkomu kvótaskipt- ingar og annarra takmarkana auk markaðserfiðleika hefur engin stétt á íslandi, þurft að þola jafnmikla tekjuskerðingu og sjómannastéttin, eins og bæði forsætisráðherra og sjáv- arútvegsráðherra hafa bent réttilega á í fjölmiðlum nýlega. 2. Á ársgrundvelli þegar allar aðrar stéttir hafa hlotið krónu- hækkanir á laun, meira að segja félagar okkar, sem stunda bol- fiskveiðar á grundvelli 11,15% fiskverðshækkunar (viðmiðun- artímabil 1. okt. 1983 — 1. okt. 1984) skuli rækjusjómenn á innfjarðarrækju í ísafjarðar- djúpi fá á sig kjaraskerðingu, með viðmiðun á sömu aflasam- setningu og var á síðustu haust- vertíð er nemur 11%, þar af vegna verðlækkunar 9.86% og vegna olíuverðshækkunar 1,14% 3. Verðákvörðun á innfjarð- arrækju, er byggð á röngum forsendum: a. Nýtingarprósentan 20,75% sem notuð er sem stuðull við rækjuverðsmyndun er langt fyrir neðan allt velsæmi. b. Kostnaðarliðir við útreikn- ing vegna framleiðslukostnað- ar, er útreikningur á kostnaði ársins 1981, með óraunhæfum Bátalónsbátur Til sölu er 11 tonna Bátalónsbátur, byggður árið 1970. Upplýsingar veitir Arnar Geir Hinriksson hdl. Silfurtorgi 1, sími 4144. Hjálpræðisherinn Laugardag 10. nóv. kl. 20:30—Kvöldvaka. Sunnudag 11. nóv. kl. 20:30 — Samkoma. Gestir verða Major Elsa og Karsten Akero og kapteinn Daníel Óskarsson. Verið öll velkomin. ORKUBU VESTFJARÐA Stakkanesi 1 - Pósthólf 220 400 ísafjörður Raftæknir Raftæknir eða maður með sambærilega menntun óskast til starfa á tæknideild Orkubús Vestfjarða. Helstu verkefni á tæknideild eru: Háspennu-/lágspennu- kerfi/hitaveitur og tilheyrandi stjórnkerfi. í starfinu felst hönnun/áætlanagerð/verk- umsjón og eftirlit. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til deild- arstjóra tæknideildar O. V., Stakkanesi, 400 ísafirði. Umsóknarfrestur er til 23. nóvemvber n. k. Allar nánari upplýsingar gefur deildarstjóri tæknideildar í síma 94-3211. framreiknistuðlum og það hæf- ir ekki jafn virðulegri stofnun 'og Þjóðhagsstofnun að stunda þvílíka útreikninga, því síður yfirnefnd Verðlagsráðs að taka þá marktæka. 4. Verðjöfnunarsjóður sem mæta á sveiflum á markaðs- verði, er nær eingöngu byggður upp á innfjarðarrækjuveiðum, en tæmdur vegna úthafsrækju- veiða. Því er það krafa Sjó- mannafélags ísfirðinga til stjórnvalda að gera þær breyt- ingar á sjóðnum, að tvískipta honum og komi einungis þeim aðilum til góða, er eiga hann. 5. Við vitum um markaðs- sveiflu þá er orðið hefur á rækjuverði til lækkunar, og teljum að hún sé búin að ná lágmarki og sé þegar farin að þokast upp á við. Hins vegar teljum við að rækjukaupendur við Djúp geti greitt mun hærra verð en lág- marksverð verðlagsráðs, og er það byggt á eftirfarandi stað- reyndum. a. Eftir þrjú góð ár á sölu rækjuafurða, séu kaupendur undirbúnir til að þola tíma- bundna markaðssveiflu til lækkunar, en geti ekki fært hana eingöngu yfir á bök út- gerðar og sjómanna, því aldrei hafa kaupendur greitt uppbæt- ur á rækjuverðsákvörðun þegar markaðsverð er stígandi. b. Við vitum um þær fyrir- greiðslur sem rækjukaupendur hafa stundað til utanbæjarskipa á úthafsrækjuveiðum, til að fá afla þeirra til vinnslu, bæði með greiðslu á olíu svo og veiðar- færum. Aldrei hafa ísfirskir útgerð- armenn fengið aðrar fyrir- greiðslur af hálfu kaupenda, en þeir hafa lánað vörubíla verk- smiðjanna að kostnaðarlausu, til flutnings á veiðarfærum til viðgerða og að eða frá skipi í vertíðarbyrjun eða -lok. Því geti rækjukaupendur ekki velt vanda, sem þeir hafa sjálfir að hluta til valdið með lélegri stjórnun, yfir á þá aðila, sem eiga hvað mestan þátt í upp- byggingu rækjuiðnaðar á ís- landi. Isafirði, 3. nóvember 1984 Undirskrifað af 22 rækjusjó- mönnum, sem eru skipverjar á 20 rækjubátum, sem eru allir þeir bátar er vitað er um að muni stunda rækjuveiðar í ísa- fjarðardjúpi frá ísafirði. Hvenær skvldu þeir róa? mupiídG ísiiiidiiu Lambahamborgarahryggur, 229,00 kr./kg. Lambahamborgarakótilettur í raspi, 240,00 kr./kg. MAT V ORUVERSL ANIR KAUPFELAGSINS

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.