Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 7
I vestfirska rp.ETTAELADID 30 manns heiðraðir í afmælishófi Hamrahlíð sigraði í mælsku Eins og sagt var frá í síðasta tölublaði Vf átti fyrirtæki Einars Guðfinnssonar 60 ára afmæli síðastliðinn fimmtudag. Af því tilefni var efnt til afmælisfagn- aðar í Félagsheimilinu í Bol- ungarvík að kvöldi hins 1. nóv- ember. Þar var öllum gestum boðið upp á veitingar og flutt ávörp, Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir söng einsöng og allir þeir Bolvíkingar sem fæddir voru fyrir stofnun fyrirtækisins og höfðu starfað hjá því í 25 ár eða lengur voru heiðraðir. Það vakti athygli hvað þetta var stór hóp- ur, eða um 30 manns. Sðastliðið föstdagkvöld var háð í Alþýðuhúsinu á ísafirði rökræðukeppni á milli Mennta- skólans á Isafirði og Mennta- skólans við Hamrahlíð. Keppni þessi var liður í Mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna á íslandi. Keppni þessi var öllum opin og var hún vel sótt. Úrslit urðu þau að Menntaskólinn við Hamrahlíð sigraði með 1513 stigum gegn 1153. Stigagjöf var samkvæmt reglum sem J.C. fer eftir, og var einn þriggja dóm- ara frá J.C. Auk þess að Menn- taskólinn við Hamrahlíð sigr- aði í þessari keppni varð einn þeirra, Helgi Hjörvar, valinn ræðumaður kvöldsins. Aðrir í sveit M.H. voru Ragnhildur Þórsdóttir, Benedikt Stefáns- son og Vilhjálmur Hjálmars- son. I sveit ísfirðinga voru Steinþór B. Kristjánsson, Ás- geir Þ. Jónsson, Inga Bára Þórðardóttir og Jens Óli Jesp- ersen. Stangaveiðimenn vilja fá ferskvatnsfiskifræðing Fyrir skömmu var haldinn fé- lagsfundur í Stangaveiðifélagi Isfirðinga til að skýra félags- mönnum frá því sem stjórn fé- lagsins væri að gera og að segja frá veiðinni í sumar. Vestfirska fréttablaðið hafði samband við Sigurð Sigurðs- son, gjaldkera félagsins og spurði hann tíðinda. Félagið hefur tvær ár á leigu, Hvanna- dalsá og Langadalsá, og er skemmst frá því að segja að mun minna veiddist nú en á undanförnum árum og sagði Sigurður að veiðin nú hefði verið um 60% minni en í með- alári. Helstu orsakir þessa sagði hann vera taldar þær að selum hefði fjölgað mjög og að þeir ætu drjúgt af laxi. Einnig sagði Sigurður að það hefði myndast köld tunga í sjónum, sem lægi skammt norður af Horni og austur að Melrakkasléttu. Þama væri sjórinn miklu kald- ari en hann er sitt hvoru megin við og að laxarnir stoppuðu við tunguna. Á fundinum var samþykkt á- lyktun þar sem krafa er gerð um að á Isafirði verði staðsettur ferskvatnsfiskifræðingur fyrir Vestfirði og var þessi ályktun send til Landbúnaðarráðherra. Sá fiskifræðingur sem á að þjóna þessu svæði er staðsettur í Borgarnesi og telja stangveiði- menn hér að það sé ákaflega lítið gagn að honum fyrir Vest- firðinga. KERAMIK NÁM- SKEIÐ Keramiknámskeiðin eru að hefjast. Hef fengið mikið úrval af fallegum mótum. Einnig nýja og betri tegund af leir. Til sölu eru tilbúnir hlutir, tilvaldir til jólagjafa. Keramikstofa Hönnu Bakkavegi 27, sími 3929 Munið áskriftargjöldin NÝIR OG SÓLAÐIR VETRARHJÓLBARÐAR FYBIR bíla SNJÓKEÐJUR búum við til eftir óskum og máli, auk þess, sem við höfum á lager eins og venjulega. Höfum að sjálfsögðu hlekki, króka og keðjutangir. Ljósastilling Hjólastilling Vetrarskoðun VÉLSMIÐJA BOLUNGAVÍKUR HF. Hafnargötu 57 — 59, símar 7370 og 7380

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.