Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 10

Vestfirska fréttablaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 10
Áhugamenn um myndlist Stofna félag — Rætt við Jón Sigurpálsson Á ísafirði eru nokkrir áhuga- menn um myndlist að fara að stofna myndlistarfélag og mun stofnfundurinn eiga að vera á Hótel ísafirði n.k. sunnudag kl. 15:00. Af þessu tilefni spurði Vf Jón Sigurpálsson, sem er einn þess- ara áhugamanna, um tildrög stofnunarinnar og tilgang fé- lagsins. „Tildrögin eru fyrst og fremst þau að það vantar svona félag á Isafirði. Félagið mun einbeita sér að því að koma hingað sýn- ingum og finna húsnæði hér þar sem hægt væri að sýna myndlist og verður vonandi til þess að einhverjar umræður skapist um myndlist og þeir sem hafi áhuga á að vinna að myndlist geti frekar unnið að þeim áhuga- málum sínum. Svona félags- skapur skapar náttúrulega ó- teljandi möguleika fyrir áhuga- menn um myndlist, t.d. gæti hann hjálpað mönnum að út- vega efni, kannski á ódýrari hátt en ella, eins að fá hingað fólk til að ræða um myndlist og myndlistarsögu.“ Er þetta félag fyrir „fag- idíóta“? „Nei, alls ekki. Þetta er félag fyrir alla áhugamenn um myndlist, þá eru „fagidíótar“ reyndar meðtaldir.“ Má e.t.v. vænta þess að til- koma þessa félags stuðli að aukinni myndlistarkennslu? „Já, það leiðir af sjálfu sér að ef þetta félag kemur til með að starfa eitthvað, þá verður aukning á myndlistarkennslu.“ Finnst þér myndlist vera ein- hvers metin á ísafirði? „Já, mér hefur fundist það. Nú hefur Jóhann Hinriksson, bókasafnsvörður, verið sérstak- lega duglegur að fá hingað sýn- ingar og reyndar er bókasafnið eini staðurinn sem hefur hýst sýningar.þrátt fyrir mikil þren- gsli þar, einnig hefur Menning- arráð fengið hingað einstaka sýningu. En hins vegar er þörf fyrir svona sýningarsal þar sem stæði stöðug kynning á myndlist.“ Leikfélag Flateyrar Sýnir Blómarósir — eftir Ólaf Hauk Símonarson vestfirska li tlilHfilfftV j • hefur j i heyrt i ®AÐ enn sem komið er hafi* Jenginn sótt um stöðu starfs-J jmanns við félagsmiðstöð fyrirj lunglinga og eru krakkarnir án| |efa orönir óþreyjufullir af aðl Ibíða eftir að starfsemin kom-l *ist á fullt skrið. |AÐ veitingastaðurinn Dokkanj imuni opna í fyrsta sinn á| imorgun. | |AÐ verkföllin hafi haft ýmsarl lafleiðingar aðrar en þær seml Jmest er talað um í fréttum. Ál Jtímum fjölmiðlaleysis lifnarj jyfir sölu á bókum og mynd-I iböndum, svo dæmi séu| Inefnd. Fólk dustar rykið af| Igömlu plötunum sínum ogl ■dansar heima í stofu og fer* Jjafnvel að tala saman. Nú, svoj |er aldrei að vita nema l'slend-I lingum fjölgi eitthvað meira en| lannars hefði orðið, í kjölfarl Iþessara verkfalla... I I.....................J Leikfélag Flateyrar frumsýn- ir, laugardaginn 10. nóvember, íslenskt leikrit eftir Ólaf Hauk Símonarson og heitir verkið Blómarósir. Leikstjóri er Jón Júlíusson. Leikritið gerist á íslandi og er samtímaverk. Það er sprottið úr jarðvegi sem margir þekkja og vona aðstandendur verksins að það vekji forvitni margra. Það er fyrst og fremst ungt og áhugasamt fólk sem stendur að þessari uppsetningu, að sögn Sigrúnar Gísladóttur á Flateyri, og eru það um það bil 17 manns sem standa að sýningunni, þar af 13 leikarar. Ætlunin er að fara með verkið til Súgandafjarðar, Þingeyrar, Bolungarvíkur og ísafjarðar. © PÓLLINN HF ísafirói Sími3792 Sindair Spectrum tölvur og nú fylgja átta vinsæl forrit Verð kr. 6.500 vestfirska I FRÉTTABLASIS á 0 f ERNIR P Símar 3698 og 3898 7 iSAnrtoi BÍLALEIGA Hestamennska nýtur vaxandi vinsælda á ísafirði. Hestamenn leggja reiðveg — úr Hnífsdal að Brúarnesti ísafjarðardeild Hestamanna- félagsins Storms hyggst gera reiðveg utan úr Hnífsdal og inn fyrir ísafjörð. Hestamenn hafa fengið leyfi bæjaryfirvalda á ísafirði til að gera veg frá Hnífsdal, fyrir ofan Hnífsdalsveginn og áfram ofan við byggð á ísafirði, allt inn að fjárrétt við Seljalandsveg. Það- an verður reiðvegurinn eftir Seljalandsvegi inn að Brúar- nesti. Til þessa verks hafa hesta- menn hlotið styrk af reiðvegafé sem Alþingi úthlutar Lands- sambandi íslenskra hesta- mannafélaga. í samtali við Vf. sagði Guðmundur Helgason. múrarameistari og hestamaður, að það væri mjög brýnt að fá þennan veg til að hestamenn geti komist úr Hnífsdal, án þess að þurfa að ríða eftir akvegum, sjálfum sér og öðrum til óþæg- inda. r---------------------------------------------------------------| í aflafréttum síðasta blaðs misritaðist aflatala hjá Gylli. Það var sagt að hann hefði verið með 28 tonn en hið rétta er að hann var með rúm 56 tonn. Hér með er beðist vel- virðingar á þessum mistökum. Tíð hefur verið góð að und- anförnu og allir fiskað vel, sér- staklega á línubátunum og má segja að það sé alls staðar sama sagan, allir þeir sem Vf spurði fregna sögðu að línu- veiði væri nú sérstaklega góð. Nú eru allir hættir á úthafs- rækjuveiðum nema frystitogar- arnir Sólrún og Hafþór. Rækju- vinnslurnar fá því enga rækju fyrr en innfjarðaveiðarnar hefj- ast. I_______________________________ BESSI er á veiöum. GUÐBJARTUR landaði um 130 tonnum í gær. Megnið af því var þorskur. PÁLL PÁLSSON landaði 105 tonnum á laugardaginn. JÚLÍUS GEIRMUNDSSON landaði tæpum 200 tonnum á þriðjudaginn. Mest af því var þorskur. GUÐBJÖRG er í slipp. HEIÐRUN er á veiðum. DAGRÚN kom inn í gær með 130 tonn af þorski og 40 tonn af slógmeltu. SÓLRÚN er á rækjuveiðum. ELÍN ÞORBJARNARDÓTTIR kom inn í gær með um 12 tonn. GYLLIR landaði 136 tonnum af þorski á mánudaginn. SLÉTTANES landaði 110 tonn- um af þorski í gær. SÖLVI BJARNASON landaði 90 tonnum af þorski á mánu- daginn. TÁLKNFIRÐINGUR landaði 85 tonnum af þorski í gær. SIGUREY er í slipp. FRAMNES Ikom inn í morgun úrsínum síðasta rækjutúr. HAFÞÓR landaði 33 tonnum á föstudaginn. J BÍLALEIGA Nesvegi 5 — Súðavík — 94-6972-6932 Grensásvegi 77 — Reykjavik — 91-37688 Sendum bílinn Opið allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.