Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 1
47. tbl. 10. árg. vestfirska 15. nóv. 1984 FRETTABLASIÐ 15tegundir af fallegum ungbarna skóm Stærðir frá 17 til 27. SinarQuðjjiymszon £ími 1200 - lfl$ fiol untja’iOílz Úlfur Gunnarsson læknir heiðursborgari ísafjarðar Úlfur Gunnarsson, fyrrver- andi yfirlæknir á ísafirði var gerður heiðursborgari ísafjarð- ar á mánudaginn en hann átti 65 ára afmæli þennan dag. Einnig eru um þessar mundir 30 ár frá því að hann hóf störf við Sjúkrahúsið á ísafirði. Sjúkrahúsið hélt afmælis- barninu og konu hans Bene- dictu, hóf síðdegis á mánudag- inn þar sem Fylkir Ágústsson formaður sjúkrahússstjórnar afhenti honum ljósmynd að gjöf og Guðmundur Sveinsson, for- seti bæjarstjórnar afhenti hon- um heiðarsborgarabréfið. Fleiri fluttu ávörp við þetta tækifæri og luku þeir allir miklu lofsorði á Úlf fyrir störf hans í þágu læknislistarinnar á und- angengnum 30 árum. Það var öllum ljóst sem viðstaddir voru þessa athöfn að gleði þeirra hjóna var mikil yfir þessum þakklætisvotti Isfirðinga þeim til handa og sagði Úlfur við blaðamann," Ég hélt að þetta ætti bara að vera svona venju- Unglinga- meistaramót íslands í skák: ísfirðingar í 2. — 3. sæti Um síðustu helgi fór fram í Reykjavík Unglingameist- aramót Islands í skák og voru keppendur á aldrinum 20 ára og yngri. Tveir ísfirðingar, þeir Guðmundur Gíslason og Arinbjörn Gunnarsson komu þar mjög á óvart og hrepptu 2. — 3. sæti í mótinu með 5É2 vinning hvor. I efsta sæti varð Davíð Ólafsson frá Taflfélagi Reykjavíkur með 6 vinninga. Eins og áður segir kom þessi góði árangur ísfirðinganna mjög á óvart á meðan skák- snillingar eins og Halldór G. Einarsson frá Bolungarvík, Pálmi Pétursson frá Akur- eyri sem er í 10. sæti af ís- lendingum á alþjóðlega ELO listanum og Lárus Jó- hannesson fengu aðeins 4 vinninga hver. legt afmæli.“ Úlfur er 3. mað- urinn sem er gerður heiðurs- borgari ísafjarðar, áður hafa þeir Jónas Tómasson tónskáld (eldri) og Ragnar H. Ragnar hlotið þessa nafnbót. Úlfur Gunnarsson hefur tekið við heiðursborgaraskjali úr hendi Guð- mundar Sveinssonar forseta bæjarstjórnar, sem stendur lengst til vinstri. Aðrir á myndinni eru bæjarfulltrúarnir Snorri Hermannsson, Ingimar Halldórsson, Guðmundur Ingólfsson og Reynir Adólfsson. Arnarfjörður Rækjuveiðar hefjast eftir áramót — eru á skeifiskveiðum þangað til „Það var ákveðið að skipta þessu þannig að við værum á skel til áramóta og rækjuveiðum eftir áramót,“ sagði Eyjólfur Þorkelsson framkvæmdastjóri Rækjuvers á Bíldudal í samtali við Vestfirska fréttablaðið, þeg- ar hann var inntur eftir því hve- nær rækjuveiðar myndu hefjast á Arnarfirði. Það var ákveðið að haga þessu svona til þess að komast hjá öllu þvargi um rækjuverð, allavega í bili, og sjá svo hvort að markaðsstaðan og þar með rækjuverðið lagast ekki eitthvað um áramótin. Allir þeir bátar sem verið hafa á rækjuveiðum undanfarin ár eru nú á skel- fiskveiðum og gengur þokka- lega, að sögn Eyjólfs. Isfirskir at- hafnamenn kaupa meiri- hluta í fisk- eldisfyrirtæki í Grindavík Þrír aðilar á ísafirði, þeir Tryggvi Tryggvason, Gunnar Þórðarson og Gunnvör hf. hafa gengið inn í fiskeldis- fyrirtæki í Grindavík og eiga ásamt hollenskum aðila samanlagt 70% hlutafjár. Fyrirtækið sem um er að ræða er í Húsatóftum í| Grindavík og hefur eftir því sem Vf. kemst næst verið byggt upp af Sigurði St. Helgasyni lífeðlisfræðingi, en þarna fer fram svokallað kvíaeldi á laxi. Vestfirska fréttablaðið hafði samband við Gunnar Þórðarson sem er stjórnar- formaður hlutafélagsins og spurði hann m.a. um ástæð- ur þess að þeir ísfirðingarnir leituðu suður á land til að standa í þessum rekstri, hvort ekki væru sömu möguleikar hér fyrir vestan? „Okkur finnst þetta nú heppilegri staðsetning, þetta er nálægt flugvelli og þar sem markaðurinn er bestur fyrir fiskinn ferskan þá má segja að það útiloki þann möguleika ef þú ert vestur á fjörðum. í öðru lagi þá held ég að ég geti sagt það að þetta er mjög flókið fyrir- bæri, þetta er ekki fyrir leik- menn að standa í laxeldi,“ sagði Gunnar. Ekki vildu þeir ísfirðingar sem að þessu standa gefa upp hversu mikla peninga þeir legðu í þetta fyrirtæki en Vf. hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að það séu umtalsverðar fjárhæðir enda standi til að fyrirtækið færi út kvíarnar. Lokafrágangur leikskólans við Eyrargötu ísverk hf. með lægsta tilboðið Búið er opna tilboð í lokafrá- gang leikskólans við Eyrargötu, en sem kunnugt er, á eftir að vinna allmikið verk þar innan- húss. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 5.211.889 kr. Alls bárust 8 tilboð og voru þau öll undir kostnaðaráætlun. Það lægsta var frá ísverki hf og var það um 71% af kostnaðaráætlun eða 3.697.966 kr. Aðrir verktakar sem buðu í verkið voru: Jakob Ólason, Eiríkur og Einar Valur sf, Form sf, Flísin sf, Jón Frið- geir Einarsson, Daníel Krist- jánsson og Guðmundur Ágústsson og Brynjólfur Sam- úelsson og voru þeir síðasttöldu með hæsta tilboð ið, en það var upp á 91.7% af áætluðu kostn- aðarverði. Bæjarstjórn hefur samþykkt að fela bæjarstjóra að gera samning við ísverk sf og leggja hann fyrir bæjarstjórn til end- anlegrar afgreiðslu í þessari viku.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.