Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.11.1984, Page 1

Vestfirska fréttablaðið - 22.11.1984, Page 1
48. tbl. 10. árg. vestfirska 22. nóv. 1984 FRÉTTABLASIS TIL REYKJAVIKUR TIL AKUREYRAR FLUGLEIÐIR NÝJAR VÖRUR 1 GARBO VIKULEGA Verslunin £pli Á ísafiröi sími 3103 ! Heilbrigðismálaráð á Vestfjörðum ■ i Vill leggja framkvæmdadeild i Innkaupastofnunar niður — vegna slælegrar frammistöðu í Heilbrigðismálaráð Vest- * fjarða hefur sent öllum þing- I mönnum áskorun ásamt grein- I argerð og fylgdi áskoruninni I ársgömul áskorun sem send J hafði verið til heilbrigðisráð- I herra. Eins og fram hefur I komið í dagblöðum og útvarpi J eru í þessum áskorunum all- ■ þungar sakir bornar á Fram- I kvæmdadeild Innkaupastofn- I unar ríkisins, skammstafað J FIR, og starfsmenn hennar. I í greinargerð heilbrigðis- I málaráðs segir m.a.: „Vestfirðingar hafa allt frá I frumbernsku Framkvæmda- I deildar Innkaupastofnunar J ríkisins (FIR) þurft að eiga I margháttuð samskipti við I starfsmenn hennar vegna ým- I________________________—. issa opinberra framkvæmda í kjördæminu, ekki síst á sviði heilbrigðismála. Hafa þau samskipti ekki verið með öllu hnökralaus.“ í framhaldi af þessu segir að afgreiðsla mála sé óeðlilega treg og tafir algengar, tæknileg mistök séu tíð og að svo virðist sem FIR hafi ekki aðgang að þeirri tækniþekkingu sem krafist er af stofnuninni, lög- um samkvæmt, tækjapöntun- armál séu í ólestri og hafi pöntunarlistar frá heima- mönnum týnst í meðförum FIR og einnig hafi gleymst að vinna þá upp. Einnig komi það fyrir að gleymist að leysa pantanir úr tolli og þessvegna hafi þær verið endursendar til seljenda. Einnig kvartar heil- brigðismálaráð Vestfjarða yfir því að bókhald sé í ólestri hjá FIR, illa gangi að fá upplýs- ingar um fjárhagsstöðu ein- stakra framkvæmda, ekki sé gert skilamat að ioknum framkvæmdum og að starfs- menn FIR og Framkvæmda- stofnunarsýni heimamönnum og verktökum yfirgang og lít- ilsvirðingu. Ennfremur segir í greinargerðinni: „Að fenginni reynslu lið- inna áratuga mælir heilbrigð- ismálaráð Vestfjarða mjög eindregið með því, að Fram- kvæmdadeild Innkaupastofn- unar ríkisins verði þegar í stað lögð niður og verkefni hennar falin fagráðuneytunum og sveitarfélögunum. Jafnframt verði starfsemi Innkaupa- stofnunar ríkisins endur- skipulögð og komið í viðun- andi horf.“ Þar sem áskorunin sem send var til heilbrigðisráðherra er orðin ársgömul hafðí Vest- firska fréttablaðið samband við Pétur Pétursson héraðs- lækni og spurði hann að því hvort að þessar sakir sem þarna eru tilteknar og bornar á Framkvæmdadeild Inn- kaupastofnunar ríkisins væru I fullu gildi nú. „Þessi greinar- gerð er orðin ófullkomin að því leyti að það bætist sífellt við á þetta syndaregistur,“ sagði Pétur, en taldi að þetta ætti að duga að sinni. Lífeyris- sjóður Vest- firðinga kaupir hús Lífeyrissjóður Vestfirðinga hefur fest kaup á húsinu að Brunngötu 7 og ætlar að færa skrifstofuhald sitt þangað. Líf- eyrissjóðurinn hefur lengi búið við þrengsli í Alþýðuhúsinu og ætti nú að rætast úr þeim málum við flutninginn. Lífeyrissjóður Vestfirðinga var einn þeirra aðila sem ætl- uðu að sameinast um byggingu Stjórnsýsluhúss á ísafirði. Vf spurði Framkvæmdastjóra sjóðsins, Guðrúnu Guðmanns- dóttur, að því hvort til stæði að Lífeyrissjóðurinn ætlaði að draga sig út úr þeirri byggingu, en hún sagðist ekki geta svarað því að svo stöddu. Einn stjórn- armanna sjóðsins tjáði blaðinu hinsvegar að hann reiknaði með því að Lífeyrissjóðurinn myndi hætta við þátttöku í byggingu stjórnsýsluhússins. Körfuknattleikur ísfirðingar unnu einn leik, en töpuðu öðrum Körfuknattleiksfélag fsa- fjarðar lék tvo leiki í íslands- mótinu, 2. deild um síðustu helgi. Þann fyrri gegn Skalla- grími frá Borgarnesi og þann síðari gegn Snæfelli frá Stykk- ishólmi. Fyrri leiknum töpuðu ísfirð- ingarnir með 56 stigum gegn 65 og sagði Guðjón Þorsteinsson, einn leikmanna ísfirðinga að þeir hefðu verið heldur ó- heppnir í þessum leik og sér- staklega í vítaskotum, t.d. hefði hann sjálfur brennt af í 17 víta- skotum. í leiknum gegn Snæ- felli snerist svo gæfan á sveif með ísfirðingunum sem unnu 57:56. Snæfellingar eru með einn landsliðsmann Ríkharð Hrafnkelsson og mun hávaxn- ara lið en ísfirðingar. Þeirra hæsti maður er höfðinu hærri en Guðjón. m „Allt er í heiminum hverfult*1. Nú hefur húsið að Hafnarstræti 1, verið jafnað við jörðu. Það er 4. húsið sem hverfur af eyrinni á skömmum tíma. Á þessari mynd sést húsið hálfhrunið en því var rutt í burtu á einum degi. ísfirðingar eru nú efstir riðlinum með 4 stig eftir 3 leiki, svo er að sjá hvort þeir halda þeirri stöðu. Næstu leikir eru gegn Herði frá Patreksfirði 9. des. og verður leikið í Bolung- arvík. Grafík í útvarpinu í kvöld — í Betlaraóperunni eftir John Gay Mikil harka hljóp í leikinn undir lokin. Ríkharður hljóp að Jóni Oddssyni og henti honum útaf. Þá hljóp Guðjón á eftir Ríkharði og ætlaði að ráðast á hann en hinir hlupu á eftir til að reyna að skakka leikinn. í kvöld kl. 20.00 verður flutt í útvarpi Betlaraóperan undir leikstjórn Hrafns Gunnlaugs- sonar. Atli Heimir Sveinsson samdi og valdi tónlist. Flytjendur tónlistar eru hljómsveitin Grafík frá ísafirði, Sinfóníuhljómsveit íslands og Djasstríó Guðmundar Ingólfs- sonar. Samkvæmt upplýsingum Rafns Jónssonar trommuleik- ara í Grafík, leikur hljómsveitin hóruhúsaband og er Helgi Björnsson einnig með hlutverk í leiknum auk söngsins með hljómsveitinni. Eins og nærri má geta er það ekki lítill heiður fyrir Grafík að vera í félagsskap þessara stóru nafna í íslensku tónlistar- og leikhúslífi og er fólk hvatt til að sperra eyrun og hlusta á framlag okkar manna í útvarpinu í kvöld.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.