Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 4
vestfirska 4 FRETTABLADID I vestfirska rRETTABLADID 5 Ef þú tryggir ALLTHJÁ ÁBYRGÐ færÖu VIÐSKIPTABÓNUS! Kynntu þér kjörin STRAX! Tryggingafélag bindindismanna UMBOÐSMAÐUR Á ISAFIRÐI REYNIR INGASON HJALLAVEGI 10 - S. 3155 AÐALFUNDUR Aðalfundur Styrktarfélags vangefinna á Vestfjörðum verður haldinn laugardaginn 24. nóvember n. k. kl. 14:00 í Sjálfstæði- shúsinu, H. hæð. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Kaffiveitingar. Stjórnin. o W 7/0í LEGGUR OG SKEL fataverslun barnanna o QRP iZí LEGGUR OG SKEL fataverslun barnanna 10% afmælisafsláttur í tilefni af eins árs afmæli verslunarinnar veitum við 10% afslátt af öllum vörum föstudaginn 23. og laugardaginn 24. nóvember. Blómabúðin tilkynnir: Athugið breyttan opnunartíma fram til jóla: Álaugardögum 10:00 —12:00 og 13:00 —18:00 Á sunnudögum 13:00 — 18:00 Blómabúðin simi4i34 DANSLEIKUR í Góðtemplarahúsinu laugardag 24. nóvember kl. 23:00 — 03:00 Borðapantanir frá kl. 22:30 Komið og skemmtið ykkur í Gúttó Ásgeir og félagar Sendibifreið til sölu Toyota Hiace, árgerð 1978. Upplýsingar: Óskar Eggertsson. & PÓLLINN HF. PÓLLINN HF. Litli leikklúbburinn Litli leikklúbburinn Litli leikklúbburinn Litli leikklúbburinn Eg kalla þetta nú ævintýri — segir Jónas Árnason „Ég skrifaði þetta leikrit hér heima hjá mér, uppi í Reyk- holtsdal, ég átti nú reyndar heima í Reykholti þá, sumarið 1969. Svo var það sýnt strax næsta vetur í Iðnó og á tveimur stöðum fyrir norðan, bæði á Akureyri og svo á Húsavík, þennan sama vetur. Síðan hefur það verið sýnt víða um heim. Þetta er um hann Jörund sem við köllum Hundadagakonung, sem var nú náttúrulega hinn merkasti maður og það hafa ýmsir um hann fjallað á ýmsan máta og efnið er alveg upplagt til þess að gera úr því hitt og annað, en það segir frá þessum hundadögum, þessum sex vik- um sem hann var hérna árið 1809. Þegar ég var að semja þetta, það eru nú komin 15 eða 16 ár síðan, þá lagðist ég í ýmis rit um hann, eflir því sem ég mögulega gat, en niðurstaðan varð hinsvegar sú að ég fór ansi frjálslega með þetta efni. Ég vil þó taka það skýrt fram að sína á því sem það hefur heyrt sjómenn segja, sem hafa verið að koma á þessa krá, og hafa tekið þátt í ferðinni og svo þyk- ist það nú hafa lesið eitthvað um þetta í blöðum. En allt eru þetta nú kannski dálítið vara- samar heimildir, ekki alveg samkvæmt ströngustu kröfum sagnfræðinnar. Þetta veitir mér þá um leið frjálsræði í stílnum á verkinu. Þetta er ekki raunsæis- verk. Ég kalla þetta nú ævintýri. Blærinn er svona ævintýrablær eins og í ævintýrum sem við lásum þegar við vorum börn, en ekki einhverjum fyrirgangsæv- intýrum eins og menn eru að lenda í, þó að þetta sé náttúru- lega stórmerkilegt ævintýri. Ég hafði lengi velt fyrir mér ýms- um lögum frá Bretlandseyjum, sérstaklega írskum, sem ég hafði heillast af, og velt fyrir mér hvernig ég gæti notað, komið á framfæri við Islend- inga og það passaði þarna því að þau eru til á þessum tíma Jónas Árnason tröppununi hcinia hjá sér Keykholti. raunverulega eru sögulegar heimildir fyrir öllu sem verið er að segja frá, öllum aðalatriðum í gangi þessa leikrits. en þarna eru hinsvegar persónur sem ég bý til, samt sem áður, fyrir utan Jörund og þær sögulegu. Vegna þess að Jörundur hef- ur að sjálfsögðu komið með menn af ýmsu þjóðerni á þessu skipi sern hann kom á hingað, þá sérstaklega frá Bretlandseyj- um, það mundu hafa verið Skotar, írar og Englendingar í áhöfn hans, þá fæ ég þar möguleika á að láta syngja þjóðlög frá Bretlandseyjum. Ég kannaði það að lög þau sem ég nota í þessu, voru öll saman til á þeim tíma sem þetta var. Leik- ritið gerist á krá í Englandi, pöbb eins og þeir kalla það Bretarnir, og fólkið sem syngur lögin, það er að segja þessa sögu. Þetta gerist árið 1809, fá- einum mánuðum eftir að at- burðirnir áttu sér stað uppi á íslandi og fólkið byggir frásögn þegar Jörundur er hérna og á- höfn hans og þetta fólk hefur ósköp auðveldlega getað verið að syngja þetta á sínum tíma. Þannig lífgar maður náttúru- lega alltaf upp þegar farið er að syngja og það sannast svo að þegar fslendingar heyra þessi lög þá eru þeir afskaplega fljótir að tileinka sér þau.“ Blaðamaður minnist þess nú að í barnæsku norður á Akur- eyri lærði hann þessi lög af systkinum sínum sem farið höfðu á leikritið þegar það var sett þar upp veturinn 1969 —70, en þetta var mikið sungið á heimilinu næstu daga og vikur á eftir. „Samskipti mín við Leik- klúbbinn hjá ykkur, þarna vestra, hafa verið afskaplega góð. ég er voðalega feginn þessu, tel mér heiður að því að þeir skuli vilja taka þetta leikrit," sagði Jónas að lokum og bað fyrir kveðju til Isfirð- inga. ( .-] l ■ / j 1 Jörundur (tv.) og Chariie (t.h) athuga hvort hægt sé að hræða Stúdíósus svolítið eftir að Ijóst er að hann hefur blekkt þá allan tímann, en Stúdíósus er hvergi banginn. Samúð Jónasar liggur með þeim kúgaða — segir Páll Ásgeirsson sem leikur Paddy Það er mikill söngur í þessu leikriti og til þess að koma hon- um á framfæri dugir ekki minna en að hafa eina hljómsveit og raunar er það hún sem segir söguna af Jörundi sem fór til íslands og gerðist þar kóngur í 6 vikur. Einn hljómsveitarmanna er Páll Ásgeirsson og leikur hann á fimbulfiðlu (kontra- bassa). Páll var spurður um þátt tónlistarinnar i leikritinu og einnig um hans hlutverk sem Ira á enskri krá. Fyrst tónlistin. „Þetta eru mest írsk þjóðlög sem Jónas hefur valið úr þeirri ríku þjóðlagahefð sem írar búa yfir og þau eru af ýmissi gerð, bæði fjörug danslög og ballöð- ur, sem segja sögu og svo ang- urvær tilfinningakvæði, sem ír- ar eru nú mjög þekktir fyrir. Þau gegna því hlutverki í leik- ritinu að tengja saman ýmis at- riði því að það er komið víða við. Það er sungið á undan og á eftir hverju atriði og stundum inni í þeim miðjum líka til þess að gefa leiknum aukna dýpt.“ — Hljómsveitin samanstend- ur af Englendingum og einum íra sem þú leikur. Þessi íri er dálítið að rífa kjaft, meinar hann eitthvað með þessu? „Já, hann meinar heilmikið með þessu. Ég ætla ekkert að fara að rekja þá sögulegu hefð sem liggur að baki þessu, en þó að þetta sé gamanleikrit þá er ákveðinn boðskapur, það er á- kveðinn hugur sem fylgir máli. Samúð Jónasar Iiggur óneitan- lega með þeim kúgaða, samúð hans er þrátt fyrir allt með ís- lendingum og hann hefur mikla samúð með Jörundi vegna þess að Jörundur átti í rauninni miklu meiri samleið með al- múganum heldur en þeim valdhöfum sem stjórnuðu. Það má í rauninni segja að það sé ákveðinn sósíalískur undirtónn í þessu verki." — Hvernig fellur þér að leika þennan uppreisnargjarna Ira, á þetta vel við þig? „Ég reyni náttúrulega eins og ég get. Það á ekkert verr við mig að rífa kjaft en hvað annað. Ég vil náttúrulega alls ekki að fólk haldi að ég hafi verið valinn í hlutverk uppreisnarmanns af því að ég sé uppreisnarmaður." — En þú gerir eins og þú best getur? „Já já, það verða náttúrulega allir að leggjast á eitt við að gera góða leiksýningu." Þið munið hann Jörund — eftir Jónas Árnason Litli Leikklúbburinn er einn af hornsteinum ísfírskrar menningar og hefur verið svo um árabil. I vali sínu á leikverki í haust er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, heldur er tekið fyrir leikritið Þið munið hann Jörund, eftir Jónas Arna- son sem er þjóðkunnur rithöfundur, fjölmiðlamaður og fyrrum þingmaður. Leikrit þetta er hlaðið með söng, glensi og gamni með sterku sögulegu ívafí. Helstu leikendur eru Guðjón Ólafs- son sem leikur Jörund hundadagakonung, Helgi Björnsson sem leikur Charlie Browne og Gústaf Óskarsson sem leikur Stúdíós- us. AIls eru leikarar um 30 talsins, en að auki eru svo ýmsir aðstoðarmenn við sýninguna, s. s. ljósameistari, förðunardama, búningahönnuðir og leikmyndasmiðir. „Arídúarídúradei“, syngur hljómsveitin. Páll Ásgeirsson, Margrét Geirsdóttir, Jón Ásbjörn Grétarsson og Guömundur Hjaltason. Félagsheimilinu breytt í krá — segir Helgi Björnsson sem leikur Charlie Brown Eitt aðalhlutverkið í leikrit- inu er hlutverk Charlie Browne sem er stýrimaður Jörundar á leiðinni til Islands og hans hægri hönd í öllum hans verkum og raunar er það svo að það er Charlie sem etur Jörundi fram til þeirra stórræða sem hann stendur í á íslandi. Charlie er leikinn af Helga Björnssyni og blaðamaður spjallaði örlítið við Helga um Charlie og leikinn. Hefur þú leikið áður? „Já, ég hef leikið í nokkrum leikritum, tveim hjá Litla Leik- klúbbnum og tvisvar sinnum á Patreksfirði, svo hef ég leikið smávegis á árshátiðum og svoleiðis." — Hver er þessi Charlie Browne sem þú leikur hér í þessu stykki? „Þetta er nú ósköp góður karl, svona inn við beinið. En eins og fólk fær væntanlega að sjá, þá er hann fatlaður. Það vantar á hann annan fótinn, hendina og augað, svolítið sjó- ræningjalegur, og þarna í upp- hafi leikritsins sést hann sem uppgjafasjómaður, sem reynir með brögðum að komast inn á Jörund. Síðan verður hann nokkurskonar örlagavaldur." — Nú er hann í leikritinu voðalega kaldur karl sem belgir sig allan út. „Já, meðan hann er að kom- ast inn á Jörund er hann svolítið harður karl. Síðan mildast hann. Hann á dálítið gott til en hann hefur sennilega reynt ým- islegt á lífsleiðinni þannig að hann er svolítið breyskur." — Nú segir höfundurinn að samkvæmt nákvæmustu heim- ildum þá sé þessi maður ekki til? „Nei, hann er það ekki sko, samkvæmt heimildum er hann ekki til. Mér finnst Jónas gera Jörund upp úr þessum tveim persónum, þ.e.a.s. að Jörgen Jörgensson hafi verið þessar tvær persónur, Charlie Browne og svo aftur sá Jörundur sem við sjáum í leikritinu. En allt það sem kemur fram, það eru einhverjar heimildir fyrir því. Þetta er dálítið ýkt. — Hvernig hefur uppsetningin á þessu stykki gengið? „Það hefur bara gengið nokkuð vel og ótrúlega gott að manna leikritið. Þetta eru margir leikarar. Þetta er dálítið sérstakt leikrit að því leytinu að þetta er söngleikur líka, það er mikið sungið í þessu og leikið og dansað. Það er talsvert mikil traffík á sviðinu og þetta er dá- lítið erfitt í uppsetningu þess vegna, en það hefur gengið ljómandi vel.“ — Áttu von á að ísfirðingar taki þessu vel og komi til að horfa á ykkur? „Ég vona það. Ég held þeir geri það. Þetta verður sett upp á dálítið sérstakan hátt. Leikritið gerist á krá í Englandi og fé- lagsheimilinu verður breytt í krá, „Jokers and kings" heitir kráin, og fólkið situr við borð og stóla og það verður borið fram öl og væntanlega eitthvað með því, á meðan það horfir á sýn- inguna. Síðan er hljómsveitin sem spilar að segja ákveðna sögu, söguna af því þegar Jör- undur fór til íslands og það sem hljómsveitin er að segja frá birtist svo á sviðinu. Ég vona að það verði dálítið gaman að horfa á þetta." - Ertu farinn að kvíða fyrir frumsýningunni, kominn með sviðsskrekk? „Nei, maður hefur ekki tíma til þess.“ — En heldurðu að það komi ekki að því, svona síðustu mín- úturnar áður en þú ferð á svið- ið? „Nei, ég held ekki, ég kvíði yfirleitt aldrei fyrir sýningum." Litli leikklúbburinn Litli leikklúbburinn Litli leikklúbburinn Litli leikklúbburinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.