Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 6
vestfirska rRETTABLADID Húfur — Treflar — Veski — Töskur Við erum farnar að hugsa til jólanna og höfum fengið úrval af spariskóm og ófóðruðum leðurstígvélum Eigum von á stórri send- ingu af kuldaskóm VERSLUNIN IRPA Hrannargötu 2 — Sími 4168 r 1 LEGGUR OG SKEL fataverslun barnanna LEGGUR OG SKEL fataverslun barnanna Hafið þið séð sokkastandinn með fallegu, frönsku Dore Dore sokkunum í fjölbreytt- um litum og stærðum? AÐALFUNDUR Aðalfundur Rauðakrossdeildar ísafjarðar og Norður-ísafjarðarsýslu verður haldinn í Safnaðarheimilinu við Sólgötu, fimmtudag- inn 29. nóvember 1984 kl. 20:30. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Tvær bækur Jónasar Smáauglýsingar TIL SÖLU Volvo DL 1979 sjálf- skiptur með vökvastýri. Upplýsingar í síma 3068. VIDEÓ Höfum fengið nýjar VHS myndir. Opið frá 20:00 — 21:00 alla daga nema sunnudaga. Videóleigan, Lyngholti 5. TIL SÖLU ónotaðir rafmagnsþilofn- ar 1000 til 2000 Wött. Einn- ig notaður rafmagnshita- blásari 10 kw. Gott verð. Upplýsingar í síma 3703 eftir kl. 16:00 daglega. TIL SOLU Bronco árg. 1974. 6 cyl. beinskiptur. Á sama stað er til sölu köfunarbúning- ur (blautbúningur). Upplýsingar í síma 3727 á kvöldin. TIL SÖLU Plymonth Volare árg. 1978, 6 cyl. sjálfskiptur. Upplýsingar í síma 7217 Bolungarvík. TIL LEIGU 2 herbergja íbúð í Hnífsdal. Upplýsingar í síma 3632 eftirkl. 13:00. Svala opnar sýningu Sunnudaginn 25. nóvember verður opnuð sýning á mynd- verkum eftir Svölu Sigurleifs- dóttur í bókasafni Menntaskól- ans á ísafirði í nýja skólahúsinu á Torfnesi. Svaia er fædd og uppalin á ísafirði. Hún stundaði nám í nokkur ár í Myndlista- og handíðaskóla íslands, en fór síðan til Bandaríkjanna og lauk þar B.A. prófi við háskólann í Denver Colorado. Eftir þriggja ára dvöl í Reykjavík hélt hún enn utan til framhaldsnáms, fyrst til Osló. þar sem hún lagði einkum stund á grafík og síðan lá leiðin til New York. Þar lauk hún prófi (Master of Fine Arts) á s.l. vori eftir tæpra þriggja ára nám og hélt þá sýningu í New York á myndverkum sínum og var hún lokaverkefni námsins. Þau myndverk sem hér verða sýnd eru hluti af þessu loka- verkefni og voru þau á sýningu í Gallerí Borg í Reykjavík í október s.l. Er þar um að ræða 12 grafíkmyndir og 18 ljós- myndir litaðar með olíulitum. Sýningin í bókasafni M. I. hefst kl. 16:30 á sunnudag og verður opin til kl. 20:00 um kvöldið, svo og alla næstu viku kl. 20:00 — 22:00. Sýningin er á vegum Menn- ingarraðs ísafjarðar og er ó- keypis aðgangur og allir vel- komnir. SÓLBAÐSSTOFA AUSTURVEGI 13 SÍMI 3026 OPIÐ FRÁ 7:00 TIL 23:00 Nú fyrir jólin koma á markað tvær bækur eftir Jónas Árna- son. Önnur er endurútgáfa á ævisögu Jóns Kristófers Kadett, Syndin er lævís og lipur, sem kom fyrst út árið 1962 og hefur verið illfáamleg um langt skeið. Eflaust minnast margir þessarar bókar, ekki síst vegna þess að Jónas las hana í útvarp á síð- astliðnum vetri. Hin bókin heitir Fleira fólk og er fyrsta bókin sem höfund- urinn sendir frá sér eftir tveggja áratuga hlé. í bókinni eru frá- sögur af fólki og atburðum frá þeim árum þegar Jónas var að koma heim frá námi í Ameríku og var að byrja í blaðamennsku. Reykjaforlagið gefur bækurnar út. atriði til að auðvelda þér veturinn og þér líður miklu betur, svo ekki sé talað um bílinn 1. Vélarþvottur 10. Vél þjöppumæld 2. Ath. bensín- og olíuleka 11. Skipt um kerti og platínur 3. Ath. hleðslu, rafgeymi og geymasamband 12. Ath. viftureim 4. Mæla loft í hjólbörðum 13. Ath. slag í kúplingu og bremsupedala 5. Stilla rúðusprautur 14. Ljósastilling 6. Frostþol mælt 15. Vélarstilling 7. Ath. þurrkublöð og vökva á rúðusprautum 16. Stilltur blöndungur 8. Ath. loftsíu 17. Stillt kveikja 9. Skipt um bensínsíu 18. Sett silicon á hurðalista Kynntu þér vetrarskoðunina okkar áður en þú ákveður annað Fast verð: 4 cyl............kr. 2.050 6 cyl...........kr. 2.690 8 cyl...........kr. 3.065 Pöntunarsími: 3711 Innifalið í verði Kerti, platínur bensínsía ísvari

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.