Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 4
vestfirslia 4 Ferskfiskútflutningur Önnumst útflutning á ferskum fiski í gámum til Bretlands og Vestur-Þýzkalands. Beinar ferðir Eimskips tryggja lágmarks flutningskostnað frá framleiðslustað á sölumarkað. Við leitum allra leiða til að halda innlendum og erlendum sölu- kostnaði niðri. Sandfell hf. sér um og semur um fjármögnun á fiskkössum og fiskikerjum. Erum í stöðugu sambandi við stærstu ferskfiskmarkaði Evrópu. Leitið upplýsinga. Hafið samband við Ólaf eða Gísla Jón í síma 3500. Hresstu upp á útlitið fyrir jólin Sannað er að sólarljós eru holl í hófi Nýjar perur og toppþjónusta Austurvegi 13 Sólbaðsstofan Rún Sími 3026 Fyrir aðventuna: Aðventukerti Grenibúnt Aðventuhringur Manchetur Aðventustatíf Vír Vír í rúllum Kúlur, könglar, borðar Munið opnunar- tímann um helgar Blómabúðin 6 kr. stk. 120 kr. 100 kr. 18 kr. pk. 198 kr. 25 kr. 30 kr. Sími 4134 vestfirska fRETTABLADIS 11 ný Vestfjarðamet í sundi á Unglingamóti Kiwanisklúbbsins Framhald 200 MTR. SKRIÐSUND KVENNA 1. Helga Sigurðardóttir, Vestra 2.19.6 Vestfjarðamet kvenna 2. Sigurrós E. Helgad. Vestra 2.26.4 3. Bára Guðmundsdóttir, Vestra 2.30.3 Helga setti nýtt Vestfjarðamet í kvenna og stúlknaflokki og bætti met sitt úr 2.22.4. Sigurrós og Bára bættu einnig sinn tíma nokkuð. Bára hefur verið að bæta árangur sinn í skriðsundi, en hún er þó þekktari sem bringusundskona, enda íslandsmeistari í telpnaflokki í 100 mtr. bringusundi. 15 tóku þátt. 50 MTR. SKRIÐSUND TÁTUR 9 — 10ÁRA 1. Konný Viðarsdóttir, UMFB 38.8 Vestfjarðamet táta 2. Rúna Gunnarsdóttir, UMFB. 39.5 3. Dagný Harðardóttir, Vestra 45.1 Konný og Rúna bættu sína tíma stór- lega, og setti Konný nýtt met, bætti sitt eigið met úr 40.3 í tátuflokki. Rúna tryggði sér bikarinn. 3 tóku þátt 50 MTR. SKRIÐSUND SVEINA, 11 — 12ÁRA 1. Ástmar Ingvarsson, UMFB 33.0 2. Guðm. Reynisson, UMFB 33.4 3. Rögnvaldur Ólafsson, UMFB. 34.7 Miðað við fyrri árangur þeirra þriggja úr UMFB, var þetta slakur árangur. Ástmar tryggði sinn sigur og bikarinn. Vestfjarðamet sveina er 29.3 (Hannes M.) 11 tóku þátt. 50 MTR. SKRIÐSUND MEYJA, 11 — 12ÁRA 1. Anna S. Valdimarsd. UMFB. 31.7 2. Ragna L. Garðarsd. UMFB 35.0 3. Hólmfríður Einarsd. Vestra 37.1 Anna var í sérflokki, enda jafnaði hún met sitt, að öðru leyti var jöfn og góð keppni í þessu sundi, 16 keppendur og barist í hverjum riðli. 50 MTR. BRINGUSUND TÁTUR, 8 ÁRAOG YNGRI 1. Erna Jónsdóttir, UMFB 55.7 2. Linda Pálsdóttir, Vestra 58.5 3. Ingibjörg Bjarnadóttir, Vestra 63.2 Erna vann örugglega, I.inda og Ingi- björg er tóku í fyrsta sinn þátt í sund- móti fengu 2. og 3. sætið, skemmtilegar sundkonur. 7 tóku þátt. 200 MTR. BAKSUND KARLA 1. Hugi Harðarson, UMFB. 2.24.6 Vestfjarðamet karla 2. Egill Kr. Bjömsson, Vestra 2.39.7 3. Ingólfur Amarson, Vestra 2.39.8 4. Hannes M. Sigurðss. UMFB 2.39.9 Vestfjarðamet drengja Hugi bætti Vestfjarðamet sitt úr 2.26.1, og hafði forystu allt sundið, Hannes M. bætti drengjamet sitt úr 2.42.6. 9 tóku þátt. 200 MTR. BAKSUND KVENNA 1. Martha Jörundsdóttir, Vestra 2.48.9 2. Sigurrós E. Helgad. Vestra 3.00.6 3. Helga Sigurðardóttir, Vestra 3.02.2 Martha vann örugglega. Dagný Harð- ardóttir (10 ára) setti tvö ný Vestfjarða- met, í 100 og 200 mtr. baksundi, tátu- flokki, synti 100 m. á 2.00.3, og 200 m. á 4.07.0 4 x 100 mtr. SKRIÐSUND KARLA 1. B-sveit Vestra 4.40.8 2. D-sveit Vestra, 6.31.5 Halldór Sigurðsson, 1.28.8 3. C-sveit Vestra 6.35.8 Brynjar Júlíusson, Vestra, 1.45.9 A-sveit Vestra ógilt A-sveit UMFB ógilt Ein mesta keppni sundmótsins var í boðsundi A-sveita Vestra og UMFB. Hugi synti fyrsta sprett fyrir UMFB, og skilaði 8 mtr. forskoti, eftir þriðja sprett, var enn 8 m. forskot UMFB, en þá synti Hannes M. fyrir UMFB, og Ingólfur Arnarson fyrir Vestra. Ingólfur vann upp forskotið og komu þeir Hannes og Ingólfur hnífjafnt í mark. Tími Ingólfs er talin ca. 55.0, sem er frábær. Vest- fjarðamet Huga í 100 m. skr. 55.7 I sigurvímu stukku sundmenn úr báðum sveitum ofan í laugina eftir sundið, og gerðu þar með sveitirnar ó- gildar, þannig að B-sveit Vestra sótti gullið á verðlaunapallinn, sælir og á- nægðir. 4X 100 MTR. FJÓRSUND KVENNA 1. A-sveit Vestra 5.09.8 2. B-sveit Vestra 5.41.2 A-sveit Vestra var alveg við sinn besta árangur. KIWANISBIKARAR: Hnokkar, 8 ára og yngri: Sæþór Harðarson, Vestra Tátur, 8 ára og yngri: Ema Jónsdóttir, UMFB Hnokkar, 9—10 ára: Halldór Sigurðsson, Vestra Tátur, 9—11 ára: Rúna Gunnarsdóttir, UMFB Sveinar 11 —12 ára: Ástmar Ingvarsson, UMFB Meyjar, 11—12 ára: Anna S. Valdimarsdóttir, UMFB Þetta unglingamót er skemmtilegt mót og er ekki að efa að litla sundfólkið sem tekur hér þátt í fyrsta sinn, fari ánægt heim, stolt af sínum árangri, að hafa synt og keppt, unnið og bætt sig, þetta sást vel á þessu unga fólki. UMFB hefur á að skipa sterku sundfólki í 11 — 12 ára flokki, en Vestri sækir mjög í sig veðrið í yngri flokkunum. Þetta mót var mót systkina, þau Flalldór og Helga fóru heim með 3 met, 4 gull og hnokka- bikar. Þau Sæþór og Dagný fóru heim með 2 met (Dagný) eitt gull, eitt silfur og bikarinn í hnokkaflokki (Sæþór). Framfarir eru miklar í sund- inu, hjá Vestra og UMFB, enda hafa verið sett 260 ný Vest- fjarðamet á árinu, og þeir bjartsýnu spá allt að 350 nýjum fyrir áramót. Þetta sýnir vel þær miklu framfarir sem verið hafa, og nú er bara að sjá þegar Flat- eyri fer að skila góðu sundfólki á mót. Hið mikla starf sem liggur að baki þessum árangri er þakkar- verður, sundfólkið, þjálfarar og aðstandendur hafa lagt fram mikið starf til eflingar íþrótt- inni. Kiwanisklúbburinn Básar á skilið þakkir fyrir stuðning við sundíþróttina. (Frá mótsstjórn) Vestfirska fréttablaðið Okkur vantar Vestfirska fréttablaðið frá upphafi, einnig gömul Vestfjarðablöð. Bókaskemman Langholtsvegi 33 104 Reykjavík Sími 3 47 67.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.