Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 7
6 vestíirska FRETTABLASIS I vesttirska rRETTABLADlD Starfsmann vantar Starfsmann vantar á bæjarskrifstofurnar á ísafirði í fullt starf. Um er að ræða bókhaldsstörf, vélritun o., fl. Upplýsingar gefur bæjarstjóri eða bæjarrit- ari á bæjarskrifstofunum eða í síma 3722. Umsóknarfrestur er til 7. desember n. k. Starfsfólk og afleysingafólk vantar á leikskólann við Hjallaveg frá 1. janúar 1985. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 3185 frákl. 10:00 — 15:00. Starfsmann vantar við heimilisþjónustuna á ísafirði. -Upplýsingar veitir félagsmálafulltrúi í síma 3722 frá kl. 10:00 — 12:00. Viðtalstímar Föstudaginn 30. nóvember verða bæjarfull- trúarnir Snorri Hermannsson og Ingimar Halldórsson til viðtals við bæjarbúa á bæjarskrifstofunum kl. 17:00 — 19:00. Bæjarstjórinn. IÐNSKÓLINN Á ÍSAFIRÐI Á vorönn er áætluð starfsemi skólans eftirfarandi: 1. Nám fyrir samningsbundna iðnnema: 2. áfangi. 2. Nám í grunndeild rafiðna: 1. áfangi. 3. Nám í tækniteiknun. 4. Vélskóli. 1. áfangi og 2. stig. 5. Meistaraskóli fyrir byggingarmenn. 6. Nám í 2. áfanga frumgreinadeildar Tækniskóla íslands 7. Fornám fyrir nemendur, sem ekki hafa framhaldseinkunn frá grunnskóla. Innritun stendur yfir. Upplýsingar eru veittar milli kl. 10:00 og 12:00 í skólanum og í síma 4215 og á kvöld- in í síma 3502. Umsóknir óskast sendar fyrir 11. desember. Skólinn hefst þriðjudaginn 8. janúar 1985. Skólastjóri. Bræðratunga, þjálfunar- og þjón- ustumiðstöð fatlaðra á Vestfjörðum Starfsfólk óskast Þroskaþjálfar og annað starfsfólk óskast til starfa frá áramótum. Nánari upplýsingar í síma 3290. Björnsbúð 80 ára Björnsbúð eins og hún er í dag. Á bak við, hægra megin, sér í húsið við Silf- urgötu 3. Það hús keypti Björnsbúð ásamt lóð og lét rífa það um daginn. semi verslunarinnar. Auk þessa hefðbundna þáttar hafði Björn lengi á sínum snærum kaup og sölu á heyjum. Öll þessi starfsemi kallaði á húsrými og hefur Bjöm fljót- lega haft tök á að afla sér hús- næðis til ýmissa nota í sam- bandi við þessi viðfangsefni. Má þar til nefna skúra við Sundstræti, hús niður við Dokku, þar sem sláturhús var lengi rekið, einnig má nefna svokallað Hvítahús sem var og er enn niður á kambi að aust- anverðu. Allri þessari um- fangsmiklu starfsemi stjórnar Bjöm sjálfur til ársins 1919 að Guðmundur sonur hans tekur við sem verslunarstjóri, þá ný- kominn frá námi í Verslunar- skóla fslands. Guðmundur Björnsson rak síðan verslunina um fjögurra áratuga skeið, fyrst ásamt föður sínum, sem lést Á þessu ári eru talin 80 ár frá stofnun verslunar Björns Guðmundssonar eða Björns- búðar eins og hún er jafnan- kölluð manna á milli. Stofnandi verslunarinnar var Bjöm Guðmundsson gull- og silfursmiður ættaður frá Broddanesi við Stein- grímsfjörð, fæddur þar þann 25. apríl 1850. Bjöm lærði gull og silfur- smíði hjá Sumarliða Sumar- liðasyni í Æðey og að loknu námi 1881 flutti hann til ísa- fjarðar og hóf þar störf við iðn sína. Hugur Björns hefur greini- lega meira staðið til verslunar og hefur hann náð sér í versl- unarleyfisbréf fljótlega eða um árið 1894. Er verslunarleyfis- bréfið undirritað af þá settum bæjarfógeta Lárusi Bjamasyni þann 29. janúar 1894. Árið 1896 er Bjöm Guð- mundsson nefndur ásamt öðr- um þeim ‘sem ráku hér smá- söluverslun. Þessi starfsemi Björns fór fram í bakhúsinu við íbúðarhús hans Smiðjugötu 10, og virðist fljótlega hafa orðið all umfangsmikil. Nokkur hluti þessarar versl- unar var við Djúpbændur, sem allt var vöruskiptaverslun eins og þá tíðkaðist. Bændur lögðu afurðir búa sinna inn í verslun kaupmannsins og tóku þar út nauðþurftir á móti, þessu fylgdi svo það að kaupmaðurinn varð að koma þessum vörum í verð sem setti sinn svip á starfsemina og opnaði mönnum sambönd erlendis. Þessi viðskiptamáti var ekki bara við bændurna, þau voru í svipuðum stíl við sjómenn og smábátaeigendur. Árið 1895 kemur hingað enskur maður Pike Ward að nafni. Ward hóf hér kaup á hálfþurrkuðum og hálfflöttum smáfiski. Var slíkur fiskur kall- aður Wards-fiskur fyrstu árin á eftir, en síðar var hann kallaður Labradorfiskur. Það sem var ó- venjulegt við þessi viðskipti var að Ward greiddi út í hönd með ensku gulli. Guðmundur Bjömsson F. 21. mars 1888. D. 23. febrúar 1971 1932 og síðan með aðstoð sona sinna. Eins og faðirinn kom Gunnar Guðmundsson til starfa í versl- uninni að loknu námi í Versl- unarskóla Islands, en Gunnar lést um aldur fram 1959. Aðal- björn hóf einnig að starfa við verslunina strax og hann hafði aldur til og má segja að hann Hreiðar Geirdal var þar einnig fyrir innan borðið. Geirdal gerðist síðar afgreiðslumaður í Verslun Jóns A. Þórólfssonar. Og marga fleiri væri vert að minnast á, þótt það verði ekki gert hér. Árið 1964 ákváðu hjónin Guðmundur Björnsson og Að- alheiður að stofna hlutafélag Gunnar B. Guðmundsson F. 3. febrúar 1913. D. 20. janúar 1959 hafi verið órjúfanlega tengdur Björnsbúð allan sinn starfsald- ur. Á þessu tímabili hafa auðvit- að margir unnið við og hjá versluninni. Sá sem var Guð- mundi stoð og stytta við rekstur á sláturhúsinu alla tíð, var Kristmann Jónsson, faðir þeirra bræðra Jóns, Jens og Krist- manns, sem búsettir eru hér í bæ. Ketill Guðmundsson, síðar Kaupfélagsstjóri hjá Kaupfé- lagi ísfirðinga, var einhvern- tíma innanbúðar í Björnsbúð. um rekstur verslunarinnar með eignaraðild tveggja sona sinna, þeirra Aðalbjörns og Garðars sem hafði unnið við verslunina frá 1960 og tengdadóttur Jón- ínu Jakobsdóttur sem starfaði þar einnig. Frá þeim tíma hafa þau þrjú verið aðaleigendur Verslunar Bjönrs Guðmundssonar hf. Næsta ár 1965 er svo gamla búðin rifin og hafin bygging nýs verslunarhúss. Verslunarhæð hússins var tekin í notkun í desember það ár. Önnur hæð hússins var síðan Bjöm Guðmundsson F. 25. apríl 1850. D. 1. febrúar 1932 Þetta varð til þess að upp frá þessu jókst peningavelta hröð- um skrefum. Rétt er að taka fram, að áður en þetta varð, sá- ust varla peningar í umferð hér. Öll viðskipti byggðust á vöru- skiptum. Þá mátti heita að hver einasti heimilisfaðir væri í „reikningi“ hjá einhverri versl- un. Skýrir þetta enn betur þau umskipti sem hér áttu sér stað. Árið 1903 kaupir Bjöm Guð- mundsson lítið verslunarhús við Silfurgötu af Sigfúsi Bjarnasyni konsúl og er sagt að hann hafi greitt það út í gullkrónum. Á árinu eftir eða 1904 hóf Björn síðan verslun á þessum stað að Silfurgötu 1, og eru því í ár liðin áttatíu ár frá stofnun verslunar Björns Guðmunds- sonar. I Bjömsbúð voru á boðstól- um allar algengar matvörur, hreinlætisvörur, búsáhöld sem og önnur nauðsynleg smávara. Kaup og sala á landbúnaðar- vörum var snar þáttur í starf- Fremst er húsið sem Bjöm Guðmundsson keypti árið 1903 og borgaði í gullkrónum. 7 byggð á næstu árum en þriðja hæðin var svo tekin í notkun um haustið 1980 og var þar með lokið merkum áfanga í sögu þessa fyrirtækis. Óneitanlega var stundum nokkuð þröngt um þessa starf- semi á bláhorninu á Silfurgötu og Aðalstræti, en nú á þessu af- mælisári hefur verið bætt úr skák með því að verslunin keypti lóðina nr. 3 við Silfur- götu og fær þar með aukið rými fyrir starfsemina í framtíðinni. Á þessum tímamótum er eig- endum verslunarinnar efst í huga þakklæti til brautryðjend- anna og ekki síður til hinna mörgu tryggu viðskiptavina í gegnum árin. Til að minnast þessa, þó í litlu sé, hefur verslunin ákveðið að gefa öllum viðskiptavinum 10% afslátt á allri vöruúttekt dagana 1. — 8. desember næstkomandi. Með þökk fyrir ánægjuleg viðskipti, Verslun Björns Guðmunds- sonar. 11 ný Vestfjarðamet í sundi á Unglingamóti Kiwanisklúbbsins Sunnudaginn 25. nóvember fór fram í Sundhöll ísafjarðar unglingamót Kiwanisklúbbsins Bása, og er þetta annað mótið er klúbburinn stendur fyrir. Þátt- taka var frá Vestra og UMFB, auk þess hafði UMF Grettir á Flateyri tilkynnt þátttöku, en ekki var fært milli fjarða. Er von á þátttöku frá Flateyri á næstu mót, enda hafin skipulögð þjálfun þar í sundi. HELSTU ÚRSLIT 200 MTR. FJÓRSUND KARLA 1. Hugi Harðarson, UMFB. 2.18.0 Vestfjarðamet 2. Ingólfur Amarson, Vestra 2.25.1 3. Símon Þ. Jónsson, UMFB. 2.29.1 Vestfjarðamet. Hugi bætti eigið met úr 2.19.8 og hafði nokkuð ömgga forystu allt sundið, en Ingólfur fylgdi fast á eftir. Símon Þ. bætti met félaga síns Hannesar M. Sig- urðssonar úr 2.30.6, drengjamet. 10 tóku þátt í sundinu. 50 MTR. SKRIÐSUND HNOKKA, 8 ÁRA OG YNGRI. 1. Valur Magnússon, Vestra, 59.1 2. Sæþór Harðarson, Vestra 70.6 Aðeins 3 tóku þátt í sundinu, og er gaman að sjá þessa litlu kappa synda. Valur hafði örugga forystu. 50 MTR. BRINGUSUND, TÁTUR 9 — 10 ARA 1. Rúna Gunnarsdóttir, UMFB 49.9 2. Lilja Pálsdóttir, Vestra 59.9 3. Sigríður Júlíusdóttir, Vestra 61.4 Dagný og Konný háðu mikla keppni, en gerðu svo báðar ógilt í lok sundsins, þannig að Rúna vann, og Lilja og Sig- ríður er tóku nú 1 fyrsta sinn þátt í sundmóti, urðu 1 2. og 3. sæti. 50 MTR. SKRIÐSUND HNOKKA, 9 — 10 ÁRA 1. Halldór Sigurðarson, Vestra 37.8 2. Þorlákur Ragnarsson, UMFB. 39.1 3. Elías Ketilsson, UMFB. 39.3 Halldór Sigurðsson, er mjög vaxandi sundmaður og gaman að sjá hann synda, enda má segja að þetta hafi verið hans mót. (Sjá nánar seinna). Halldór stórbætti sinn tíma. 12 keppendur. 200 MTR. FJÓRSUND KVENNA 1. Helga Sigurðardóttir, Vestra 2.39.9 2. Ásta Halldórsdóttir, UMFB 2.43.8 Vestfjarðamet telpna 3. Sigurrós E. Helgad., Vestra 2.46.9 Helga bætti sinn tíma nokkuð, og nálg- ast nú Vestfjarðamet Sigurlínar Péturs- dóttur UMFB, sem er 2.39.7. Ásta bætti telpnamet sitt úr 2.45.9, en Ásta er mjög sterk sundkona og fjölhæf. 11 kepp- endur. 50 MTR. BRINGUSUND SVEINA, 11 — 12ÁRA 1. Rögnvaldur Ólafsson, UMFB 40.9 2. Ástmar Ingvarsson, UMFB 42.4 3. Guðm. Reynisson, UMFB 43.4 1 flokki sveina og meyja (11 — 12 ára) er sundfólk UMFB mjög sterkt, og gaman að fylgjast með framfömm þess. Þeir Rögnvaldur Ástmar og Guðmundur eru sterkir. Ástmar tiyggði sér eflaust bikarinn, ef hann bætti sinn tíma nokk- uð. 9 keppendur. 200 MTR. SKRIÐSUND KARLA 1. Hugi Harðarson, UMFB 2.04.1 2. Ingólfur Amarson, Vestra 2.04.5 3. Egill Kr. Bjömsson, Vestra 2.10.4 Ein skemmtilegasta grein mótsins, og var jöfn barátta þeirra Ingólfs og Huga. Þó tókst Huga ekki að ná Vestfjarða- meti Ingólfs, 2.03.8. Miklar framfarir eru í þessu sundi, og tóku alls 16 þátt í sundinu. Halldór Sigurðsson, Vestra stórbætti hnokkametið úr 3.34.1 í 3.11.1. Metið átti Kristján K. Aðalsteinsson, UMFB. 50 MTR. SKRIÐSUND, TÁTUR, 8 ÁRA OG YNGRI 1. Erna Jónsdóttir, UMFB 47.2 2. Sigríður I. Birgisdóttir, Vestra 64.9 3. Linda Pálsdóttir, Vestra 70.9 Ema Jónsdóttir hafði forystu allt sund- ið, enda mjög góð 8 ára sundkona, þær Sigríður I. og Linda kepptu hér í fyrsta sinn 50 MTR. BRINGUSUND MEYJA, 11 — 12ÁRA 1. Ragna L. Garðarsd. UMFB 40.4 2. Anna S. Valdimarsd. UMFB 41.3 3. Heiðrún Guðmundsd. UMFB 41.4 4. Hólmfríður Einarsd. Vestra 41.8 Þær Ragna L., Anna S., Heiðrún úr UMFB og Hólmfríður úr Vestra, höfðu ömgga forystu og enn kemur sterkur árangur þeirra UMFB-félaga fram. Allar þessar meyjar em með afgerandi forystu í sundinu. 20 keppendur tóku þátt. 50 MTR. BRINGUSUND HNOKKA, 8 ÁRA OG YNGRI 1. Sæþór Harðarson, Vestra 72.2 2. Jón S. Guðmundsson, UMFB. 83.8 3. Valur Magnússon, Vestra 112.9 Nú vann Sæþór og tryggði sér bikarinn. 50 MTR. BRINGUSUND HNOKKA, 9—10 ÁRA 1. Halldór Sigurðsson, Vestra 47.2 2. Þór Pétursson, Vestra 48.9 3. Þorlákur Ragnarsson, UMFB. 50.0 Enn kom Halldór með sigur, og tryggði sér bikarinn auk þess sem hann stór- bætti sinn tíma. Þór kom nokkuð á óvart með góðu sundi, enda stórbætti hann sinn tíma. Þeir félagar Þorlákur og Harald úr UMFB eru einnig góðir sundmenn. 12 tóku þátt. Framhald á bls. 7

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.