Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 12

Vestfirska fréttablaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 12
Endurbætt Bókhlaða vestfirska I gær opnaði Bókhlaðan á ný á neðri hæðinni eftir umfangs- miklar breytingar. Meðal breyt- inganna var viðbygging sem læt- ur reyndar ekki mikið yfir sér en hún er í því fólgin að smíðað var fyrir portið sem var við hliðina á versluninni og bætist þar við sýningargluggi og geymslupláss. Á neðri hæðinni verða á boðstólum ritföng, skrifstofu- vörur, skólavörur o.fl., bækur verða áfram á efri hæðinni og er nú jólabókaflóðið farið að steyma inn. Úr versluninni eftir breytingu. Á mynd- inni eru Gunnlaugur, Lára, Gunnhildur, Guðbjörg og Hrönn. r....................................... Flugfélagið Ernir ÍFIaug með póst á Hornbjarg Flugfélagið Ernir fór í frek- ar óvenjulegt póstflug síðast- liðinn miðvikudag. Viðtakandi póstsins var vitavörðurinn á Hornbjargi og það sem var sérstakt við flutninginn var þar að póstinum var kastað út úr vélinni á lofti, þar sem að L_____________________________ sjálfsögðu var ekki hægt að lenda. Að sögn Harðar Guð- mundssonar sér Landhelgis- gæslan yfirleitt um þessar sendingar en hafði nú fellt niður ferð og bað vitavörður- inn því Hörð um að koma I þessu til sín. Hörður taldi að ■ það hlyti að vera hagkvæmara j að Flugfélagið Ernir sæi um | þessar sendingar vegna ná- I lægðarinnar, en að verið væri ! að gera út vélar frá Reykjavík | til þessara flutninga. _______________________________I FRCTTABLASIS Bimbó stækkar Leikfangaverslunin Bimbó á ísafirði hefur tekið í notkun viðbótarhúsnæði í kjallara húss- ins að Aðalstræti 24 þar sem verslunin er til húsa. Með þessu stækkar verslunin um 200% þar sem plássið sem hún hafði fyrir stækkun var að- eins 40 ferm. en viðbótin er 80 ferm. Á boðstólum eru leikföng, jólaskraut og föndurvörur og eykst nú úrvalið samfara þessari stækkun. Eigendur verslunar- innar eru þau Svanbjörn Tryggvason og Kristín Mar- teinsdóttir. Hér sést hluti af leikföngunum i kjallaranum. Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða — samþykkir að leita eftir víðtæku samstarfi um kynningu á Vestfjörðum fyrir ferðamenn Aðalfundur Ferðamálasam- taka Vestfjarða var haldinn að Hótel ísafirði s.l. laugardag. Gestur fundarins var Sigurður Skúli Bárðarson hótelstjóri frá Stykkishólmi, en hann er for- maður Ferðamálasamtaka Vesturlands. Sigurður Skúli flutti erindi um uppbyggingu ferðamála á Vesturlandi. Þar hefur verið starfandi ferðamálafulltrúi s.l. 3 sumur og hefur honum ásamt stjórn ferðamálasamtakanna tekist að koma á mjög virku samstarfi allra þeirra aðila, sem að ferðamálum starfa í kjör- dæminu. Helstu mál aðalfund- ar Ferðamálasamtaka Vest- fjarða voru; ráðning ferða- málafulltrúa, samstarf við sveitarstjórnir og aðila sem starfa að ferðamálum í fjórð- ungnum, kynning á höfuðborg- arsvæðinu og undirbúningur sumaráætlunar fyrir árið 1985. Stjórninni var falið að safna gögnum og samræma störf aðila í ferðamálaiðnaðinum á Vest- fjörðum. Samþykkt var að skrifa öllum sveitarstjórnum á svæðinu til kynningar. Jafn- framt var ákveðið að skrifa svæðisstjórum Lionshreyfing- arinnar á Vestfjörðum og óska eftir samstarfi við framkvæmd grunnþátta í móttöku ferða- manna, s.s. skipulagningu tjaldstæða, staðsetningu hrein- lætisaðstöðu og nauðsynlegustu merkingar. Þá var ákveðið að leita eftir samstarfi við veit- ingahús í Reykjavík um Vest- fjarðakynningu seinni hluta vetrar. Er gert ráð fyrir að fyr- irtæki í ferðaiðnaðinum geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri auk þess sem kynning yrði á listamönnum og skemmtiiðnaðinum vestra. Nú þegar verður byrjað að skrá niður samkomur af öllu tagi sem verða haldnar á Vest- Nú dynja á okkur fyrstu vetr- arveðrin og allur flotinn þurfti að leita í var í byrjun vikunnar. Af þeim sökum eru aflatölur ekki sérlega háar í þessari viku, enda voru sumir að landa eftir tveggja daga úthald. Kvóti rækjubátanna hefur verið lækkaður niður í 3 tonn á viku á bát og er skýringin á þvf, að sögn Guðmundar Skúla hjá Hafrannsóknarstofnun, að seiðum hefur fjölgað á veiði- slóðinni og þá sérstaklega ýsu- seiðum. Gert er ráð fyrir að haustvertíð Ijúki í endaða næstu viku. Ekki er enn búið að ákveða heildarkvóta á rækju- veiðunum, en að sögn Guð- mundar Skúla er sú ákvörðun í burðarliðnum. BESSI seldi í Grimsby á mánu- daginn, 121.750 tonn og var meðalverð 41,20 kr. á kg. GUÐBJARTUR landaði 95 tonnum á föstudaginn og 20 tonnum á þriðjudaginn. Mest af aflanum var þorskur. PÁLL PÁLSSSON landaði 70 tonnum á föstudaginn og 20 tonnum á þriðjudaginn af blönduðum afla. JÚLÍUS GEIRMUNDSSON landaði 47 tonnum á föstudag- inn og um 20 tonnum á þriðju- daginn af blönduðum afla. GUÐBJÖRG landaði 65 tonn- um af blönduðum afla á þriðju- daginn. HEIÐRÚN landaði tæpum 80 tonnum á föstudaginn og var uppistaðan í því þorskur. Landaði aftur á þriðjudag, 25 tonnum. ——----------------------i DAGRÚN kom inn með 20tonn á föstudaginn og aftur á þriðju- dag með 25 tonn. SÓLRÚN landaði tæpum 20 tonnum af rækju á sunnudag- inn. ELÍN ÞORBJARNARDÓTTIR landaði 32 tonnum á þriðju- daginn. GYLLIR landaði 20 tonnum á mánudaginn. FRAMNES I. landaði 30,5 tonnum af blönduðu á þriðju- daginn. SLÉTTANES er að fiska í sigl- ingu. Selur líklega í Grimsby 5. des. SÖLVI BJARNASON landaði 72,5 tonnum á föstudaginn, mest þorski. TÁLKNFIRÐINGUR landaði 74 tonnum á föstudaginn og var uppistaðan þorskur. SIGUREY er komin úr slipp og fer á veiðar í næstu viku. HAFÞÓR landaði 26 tonnum af rækju ámánudaginn. L Ji fjörðum á næsta ári og er lagt mikið upp úr því að þeir aðilar sem hyggja á einhvers konar samkomur á næsta ári hafi samband við Ferðaskrifstofu Vestfjarða og láti vita, til þess að ekki þurfi að koma til árekstra þegar á hólminii er komið. Áhersla er lögð á að hér er ekki einungis um þá að ræða sem að ferðamálum vinna heldur alla sem hyggja á ein- hverskonar uppákomur á næsta ári. Má þar nefna hestamanna- mót, dansleiki, torgsölur, úti- legur, ættarmót, hljómleika, leiksýnangar, sjósport, flugsýn- ingar, eða hvað annað. Aðalfundinn átti upphaflega að halda 6. október en vegna verkfalla varð að fresta honum. Þegar til kom var skollinn á stólpa garður þannig að fulltrú- ar utan ísafjarðar og Bolungar- víkur komust ekki á fundinn. Ferðamálasamtök Vestfjarða voru stofnuð á s.l. sumri og er þetta fyrsti aðalfundur þeirra. Stjórnin var öll endurkjörin og er Reynir Adolfsson formaður samtakanna. Félagsmiðstöð fyrir unglinga Starfsmaður ráðinn Ung stúlka, Ingibjörg Ein- arsdóttir hefur verið ráðin starfsmaður félagsmiðstöðvar unglinga á ísafirði. Ingibjörg er tæpra 20 ára gömul og er Tálknfirðingur að uppruna en hefur búið í Reykjavík nú síð- ustu ár. Ingibjörg Einarsdóttir. Rekstur félagsmiðstöðvar- innar er nú að komast á fullt skrið og er ýmislegt í deiglunni. Líklega verður lesendum blaðsins sagt nánar frá því síð- ar, þegar starfið er komið í fast- ari skorður. Nesvegi 5 — Súðavík — 94-6972-6932 Grensásvegi 77 — Reykjavík — 91-37688 Sendum bílinn Opið allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.