Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 1
50. tbl. 10. árg. vestfirska 6. des. 1984 FRETTABLASID Til Reykjavíkur. Til Akureyrar. FLUGLEIÐIR I DAG Ný sending af PEYSUM á dömur og herra Verslunin Févesk og Gunnvör hf. flytja út ferskan fisk ísafiröi sími 3103 Verður seldur í Grímsby eftir helgi :.v' -- .. 1 .«3», • *■ - • V •••■ Það var mikið líf við höfnina á laugardaginn. Verið var að raða í gáma og skipa út, um 160 til 170 tonnum af ferskum fiski sem á að selja á uppboðsmarkaði í Áhöfnin á Júliusi Geirmundssyni ísar fiskinn og raðar í gám Grimsby á mánudaginn. Þessi fiskur var úr Gylli, Guðbjörgu, Júlíusi Geir- mundssyni og línubátunum sem landa í Norðurtanganum. Gunnvör h.f. flytur út fiskinn úr Júlíusi Geirmundssyni og er þetta í þriðja sinn sem Gunnvör flytur fiskinn út með þessum Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði Rakaskemmdir í kjallara — Óvíst hvenær endurhæfingadeild kemst í gagnið hætti í haust. Kristján Jóhanns- son hjá Gunnvöru hf sagði í samtali við blaðamann að þessi útflutningur hefði gefist vel og að gott verð hefði fengist fyrir þennan fisk. Févesk flytur fiskinn út fyrir hina aðilana sem sendu frá sér fisk að þessu sinni og sagði Ól- afur B. Halldórsson fram- kvæmdastjóri Févesk að þeir væru að leita að mörkuðum í Evrópu fyrir utan hina hefð- bundnu uppboðsmarkaði og sagðist hann hafa leitað fyrir sér í Belgíu, Frakklandi og Holl- andi. Þar sem sumir telja að með þessu sé verið að færa at- vinnu úr landi vildi Ólafur koma því á framfæri að hann liti svo á að með þessum út- flutningi væri hægt að taka toppa af vinnslunni og gera henni þannig kleift að vinna afganginn í hagstæðari pakkn- ingar. „Með því að láta þetta vinna saman er hægt að fá há- marksarðsemi út úr útgerð og fiskvinnslu,“ sagði Ólafur. Bygging Fjórðungssjúkra- hússins á ísafirði hefur verið nokkuð í fréttum að undanförnu og ber þar hæst deilur heilbrigð- ismálaráðs Vestfjarða með Pét- ur Pétursson í broddi fylkingar og Framkvæmdadeildar Inn- kaupastofnunar ríkisins. Einnig er nú komið upp vandamál er varðar frárennsli á skólpi frá húsinu þar sem það liggur það lágt að sjór leggst að grunni þess á flóði og skólpið rennur ekki burt. Raki hefur valdið skemmd- um á gólfi í kjallara hússins þar sem endurhjæfingardeild húss- ins er ætlaður staður. Sumir telja að þessi vandi ætti að leys- ast með tilkomu dælubrunns sem staðið hefur til um nokkurt skeið að taka í gagnið. Mjög brýnt er talið að endurhæfinga- deildin komist í gang og vantar ekki mikið til þess að svo geti orðið en þó þarf fleira til en áð- urnefnda dælustöð. Eftir er að setja upp loftræsti- kerfi og eitthvað af tækjum en þau eru væntanleg fljótlega, að sögn Guðmundar Marinósson- ar framkvæmdastjóra sjúkra- hússins. Dælustöð sú sem um er rætt að þurfi að setja upp til þess að dæla skólpi frá húsinu var ekki sett upp fyrir sjúkra- húsið heldur var hún til þess ætluð að dæla skólpi út fyrir eyrina til þess að það félli ekki í Pollinn. Bjarni Jensson yfir- maður tæknideildar bæjarins sagðiu í samtali við blaðamann að hann teldi það ólíklegt að umrædd dæla gæti orðið til þess að beina jarðvatni frá húsinu og fyrirbyggja þannig skemmdir af völdum þess. Húsið stendur það lágt að það rennur að því sjór á flæði og að sögn Bjarna þarf miklu öflugri dælu til að ráða við það. Hinsvegar myndi þessi dæla líklega koma í veg fyrir að sullaðist upp úr niðurföllum eins og komið hefur fyrir þegar j 18 dagar til jóla j stórstreymt er. Bjarni sagðist ekki geta sagt il um það að svo stöddu hvenær þessi stöð yrði sett í gang, en hugsanlegt væri að hún yrði sett upp til bráða- birgða þannig að hún dældi skólpinu upp þannig að það rynni út í Poll. Mikiar fram- kvæmdir hjá Þingeyrar- hreppi Ýmsar opinberar fram- kvæmdir hafa verið í gangi á Þingeyri að undanförnu, á vegum hreppsins. Þar má nefna nýja hafnarvog, iýs- ingu á hafnarsvæðinu og byggingu verkamannabú- staða og dagheimilis. Vf. hafði samband við Jónas Ól- afsson sveitarstjóra og spurði hann nánari fregna af þessum framkvæmdum. Nýja hafnarvogin er byggð fyrir allt að 50 tonna þunga en sú sem nú er í notkun tekur aðeins 15 tonn í senn. Einnig er verið að ljúka við að byggja nýjan vigtarskúr og verður þetta tekið í notkun á næstunni. Jónas Ólafsson. Fleiri framkvæmdir eru í gangi á hafnarsvæðinu. Þar hefur verið sett upp lýsing á milli gömlu hafnarmann- virkjanna og þeirra nýju. í haust var byrjað að byggja dagheimili á Þingeyri og verður það staðsett í miðju þorp inu. Dagheimilið er ætlað fyrir 40 böm og er áætlað að það taki ein 2 ár í byggingu. Fyrir jólin verða afhentar 4 verkamannaíbúðir í húsi sem Hefill hf. á Flateyri hef- ur verið að byggja fyrir Þingeyringa. Verður Húsmæðraskólinn Ósk lagður niður? Húsmæðraskólinn Ósk var til umræðu á síðasta fundi bæjar- stjórnar ísaf jarðar og brá þá svo einkennilega við að formaður bæjarráðs, Þuríður Pétursdóttir, og oddviti minnihlutans, Guð- mundur H. Ingólfsson, voru á einu máli um það að leggja ætti skólann niður sem sjálfstæða stofnun, en færa þann rekstur sem nú fer fram innan veggja skólans í hendur annarra skóla í bænum. Þuríður, sem á sæti í skóla- nefnd Húsmæðraskólans Ósk- ar, lét bóka eftirfarandi á fundi skólanefndarinnar þann 12. nóvember síðastliðinn: „Ég álít að hússtjórnar- menntun sem tilheyrir grunn- skólanum eigi að falla undir grunnskólann, sú menntun sem fellur undir framhaldsskólann eigi að vera á vegum fram- haldsskólans og þau kvöld- námskeið sem rekin eru, falli undir kvöldskólann, þau fimm og níu mánaða hefðbundnu námskeið sem rekin hafa verið í húsmæðraskólanum eigi að leggjast niður. Að öðru leyti álít ég að hús- næði húsmæðraskólans eigi að endurskipuleggjast með tilliti til nýtingar fyrir skólana í bænum.“

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.