Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 9

Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 9
8 vestfirska rRETTABLADID vestfirska TRETTABLADID Starfsmann vantar Starfsmann vantar á bæjarskrifstofurnar á ísafirði í fullt starf. Um er að ræðabókhaldsstörf, vélritun o., fl. Upplýsingar gefur bæjarstjóri eða bæjarrit- ari á bæjarskrifstofunum eða í síma 3722. Umsóknarfrestur er til 7. desember n. k. Bæjarstjórinn. Kvenfélagið Ósk auglýsir eftir umsóknum um styrk úr æskulýðssjóði félagsins. Þeir aðilar í ísafjarðarbæ sem hafa æsku- lýðsstörf með höndum, geta sótt um styrk úr sjóðnum. Skriflegar umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 1. janúar, til formanns félagsins, sem gefur nánari upplýsingar. Fyrir hönd kvenfélagsins Óskar: Svandís Jónsdóttir, Miðtúni 29, sími 3419. Húsbyggjendur Verktakar Steypustöð Steiniðjunnar hf. verður lokuð frá 15. 1. 1985 til 1. 4. 1985. Steiniðjan hf. Aðalfundur Átthagafélag Strandamanna heldur aðal- fund sinn í kaffistofu Norðurtangans, laug- ardaginn 8. desember 1984 kl. 13:30. Stjómin. Hlífarkonur Jólafundur verður haldinn í Húsmæðra- skólanum mánudaginn 10. desember kl. 21:00. Mætum allar í jólaskapi. Stjórnin. Hresstu upp á útlitið fyrir jólin Sannad er að sólarljós eru holl í hófi Nýjar perur og toppþjónusta JTT'71 Jólafundur Norræna félagsins á ísafirði verður haldinn sunnudaginn 9. desember kl. 16:00 í Húsmæðraskólanum. Ýmislegt skemmtiefni verður á dagskrá, m. a. ferðasaga frá Grænlandi, mynda- sýning o. fl. Kaffiveitingar. Félagar fjölmennið. Stjórnin. firðingur í húð og hár og fjölskylda mín mjög tengd sjónum. Auk þess veit ég ekki til að lífinu í frystihúsi hafi fyrr verið gerð svona skil í íslenskum bókmenntum. Mér fannst kominn tími til.“ — Hefurðu sjálfur unnið í frystihúsi? „Já, ein 5 eða 6 sumur. Hvernig mér fannst það? Ætli svarið megi ekki finna í bókinni. En það var hollur og góður skóli.“ „ ... Hver djöfullinn er þetta! Á ekkert að byrja?! Dolli hafði birst án þess að senda svo mikið sem lyktarboð á undan sér og þrumaði yfir hljóðan vélasalinn sinni dimmu rödd. Ef einhver hafði verið að tala hætti hann því umsvifalaust. Haldiði að þið séuð í sumarfríi eða hvað! — og miklar brúnirnar drúptu yfir augunum svo vart sást í þau. Þetta er ekkert hressingarhæli!...“ „Fiskafurðir eru ekki búnar til úr engu. Sama gildir um skáldsögur.' unni? Eiga þær sér beinar fyrirmyndir? „Fiskafurðir eru ekki búnar til úr engu. Sama gildir um skáldsögur. Hafi mér tekist upp ættu því margir að finna sjálfa sig í Ein þeirra bóka sem kemur út á þessari bókavertíð heitir „Ekkert slor“ og er eftir ungan ísfirðing, Rúnar Helga Vignisson. Bókin er prentuð hjá Prentstofunni ísrún, en Forlagið gefur hana út. Rúnar er lesendum Vestfirska fréttablaðsins að góðu kunnur, en hann var blaðamaður Vf. frá áramótum til júlíloka á þessu ári, auk þess hefur hann skrifað pistla í blaðið öðru hvoru frá 1980. Rúnar er nú við nám í bókmenntum í Banda- ríkjunum og eftir maður hans á Vestfirska sló á þráð- inn til þessa fyrirrennara sína á blaðinu og spurði hann nokkurra spurninga um bókina o.fl. Hér á eftir fer spjall okkar og nokkrar sviðmyndir úr bókinni. — Sæll og blessaður, þetta er arftaki þinn á Vestfirska fréttablaðinu, hvernig þrífstu meðal Ameríkana? „O, bara dável þakka þér. Hér er ágætt að lesa bók- menntir, enda skólinn getið sér gott orð á því sviði. Reyndar er þetta rithöf- undanýlenda, því hér er ungað út höfundum og svo bjóða þeir auk þess um 30 höfundum víðs vegar að úr heiminum til þriggja mán- aða dvalar á hverju hausti. Steinunn Sigurðar er í þeim hópi í ár. Þú sérð að ég er í góðum félagsskap.“ — Mig langaði til að spyrja þig útí skáldsöguna sem var að koma út eftir þig, Ekkert slor. Er hún ekkert slor? „ .... Á einum stað seilist lítil hönd og hvít undan sæng til að stöðva ósómann; á öðrum er það hrammur loðinn og siggaður; á enn öðrum fíngerð kvenmannshönd. Svo fara allir þessir handaeigendur að ýta sér á býfurnar, reyna að verka úr sér nóttina, sem þó er tæpast úti, og dragast síðan einsog títuprjónar að segli í áttina að áðurnefndu frystihúsi niðurvið sjó...“ „Ég er nú ekki manna dómbærastur á það, enda orðinn samdauna sögunni. Og þó ég væri dómbær þá er ólíklegt að nokkur tæki mark á mér, a.m.k. ekki ef ég færi að tíunda ágæti hennar. Hitt get ég sagt að það er allt fló- andi í slori í sögunni, þannig að hún stendur kannski ekki undir nafni að því leyti.“ fjögurra landa bók „Jú, blessaður vertu, þetta er búin að vera erfið fæðing og mér skilst þær séu það oftast. Eiginlega kom barnið undir þegar ég var nýfermd- ur, þannig að meðgöngutím- inn er orðinn býsna langur og ólíklegt að mér endist aldur til að skrifa 40 bækur með þessu áframhaldi. Ann- ars fór ég ekki að skrá sög- una fyrr en í ársbyrjun ‘80 þegar ég bjó með silfurskott- um og músum í gryfju nokk- urri í höfuðborginni. Bróð- urpart ókarinnar skrifaði ég svo og endurskrifaði í Frakklandi og Bandaríkjun- um, en Bæjaraland kom einnig dálítið við sögu, þannig að þetta er fjögurra landa bók. Það sem gerði út- slagið var það happ mitt að fá inni hjá amerískri fjöl- skyldu á bökkum Mississippi í þrjá mánuði haustið ‘82. Gerði ég þar lítið annað en „Allt flóandi í slori í sögunni1 — segir Rúnar Helgi m. a. um nýútkomna bók sína, „Ekkert slor“ „ ... Nú þarf ég ekki að vinna nema nokkrar vikur í viðbót, sagði hún og reyndi að virka glaðleg. Já, þú getur flutt, sagði Magga. Afhverju reynir þú ekki að breyta til líka? Fá þér aðra vinnu? Þú gætir meira að segja flutt suður líka. Ég? Þú hlýtur að vera að gera að gamni þínu. Einstæð ómenntuð móðir fer ekki að stunda flottræfilshátt á mölinni. Ég hef prófað það — munaði minnstu að við syltum í hel mæðgurnar. En þú getur ekki eytt lífinu í fiskvinnu og fyllerí. Þú drepst á því. Magga hló nöturlega...“ að skrifa og skokka eftir mannlausum gangstéttum, því í Ameríku þorir enginn að fara útúr bíl. Nú, þess á milli var ég stríðalinn á nautakjöti og farið með mig í kirkju á hverjum sunnu- dagsmorgni. „ ... Hann hafði gælt við brjóst hennar og spurt: Hvað segir englarósin mín í dag? Og hún svarað: Englarósinni þinni er bumbult. Æ, ertu komin með kveisu? Já, óléttukveisu asninn þinn. Heldurðu að þú ælir barninu? Ég geng ekki með barnið í maganum. Heldur hvar? í bakinu?...“ „ ... Mæta í löndun klukkan fimm í fyrramálið, Friðjón minn! hafði kallinn sagt. Því var hann nú hér, grútsyfjaður, og hafði varla getað slitið sig frá heitum meyjarlærunum. Ertu að fara? hafði hún spurt í svefnrofunum og læst örmunum utanum hálsinn á honum svo hann hafði nánast þurft að rífa sig af henni, þessari elsku. Og sem hann horfði á dallinn leggjast að og heyrði um aflann, fann hann þessa lamandi tilfinningu sem fylgir því að standa frammi fyrir tuttugu tíma streði niðrí hráslagalegri lest...“ — Finnst þér betra að skrifa í útlöndum? „Já, hingað til hefur mér gengið betur að skrifa er- lendis, það er einhvern veg- inn meira örvandi. Auk þess sér maður sögueyjuna í öðru ljósi úr fjarlægð. Það má kannski segja að ég hafi fyrst orðið íslendingur eftir að ég fór að vera í útlöndum.“ UM FÓLKIÐ SEM SKAP- AR GJALDEYRINN „Efnið, lífið í frystihúsi, fannst mér í rauninni alltaf liggja beint við. Ég er jú ís- — Geturðu sagt okkur í fá- um orðum um hvað sagan fjallar? „Það er nú þrautin þyngri, því ekki má segja neitt sem rænt getur ánægjunni — nú eða óánægjunni — frá les- andanum. Én sagan gerist öll í vestfirsku frystihúsi og er það hús eins konar rammi utan um hana.“ — Er þetta frystihús á ísa- firði? „Ef þú vilt. Staðurinn heitir einfaldlega Pláss í sög- unni. — Nú, söguna tekur fljótt af, því hún gerist öll á einu sumri. Ég reyni að lýsa mannlífinu í frystihúsinu og draga ekkert undan. Sumir segja þetta raunsæja frásögn, en það þýðir alls ekki að ég sé að velta mér upp úr ljót- leikanum, eins og mjög hefur verið í tísku. Þetta er heldur engin ég um mig frá mér til mín saga, í Ekkert slor koma allmargir við sögu og það er fólkið sem skapar gjaldeyri þessa lands, venjulegt fólk en samt að mörgu leyti feikilega athyglisvert.“ — Komum við til með að kannast við persónur í sög- sögunni. En sjái einhverjir beinar fyrirmyndir gera þeir það á eigin ábyrgð.“ EINHVER GEÐVEILA — En hvað verður til þess að ungir menn leggja fyrir sig skáldsagnaritun nú þegar fólk virðist hætt að kaupa skáldsögur? „Ætli það sé ekki einhver geðveila sem veldur því. Ekki er það fjárgróðavon sem rekur mann út í það og tæplega hégómagirni, því fæstir virðst gefa íslenskum rithöfundum gaum nú orðið og nánast viðburður að fólk kaupi bækur þeirra, enda sjá flestir eftir peningunum til ríkisins. Ætli það sé ekki bara gamla góða sköpunar- þráin sem platar mann út í þetta. Allir þurfa að tjá sig og pappírinn verður gjarnan fyrir barðinu á mér. Skemmtilegt að skrifa? Já, það er gaman þegar vel gengur. Maður á til að verða býsna glaður ef góðri hug- mynd lýstur niður, sem gerist því miður alltof sjaldan. En slík víma er oft skammvinn, því kaflar eiga til að breytast í hreina flatneskju yfir nótt og þá þarf að byrja uppá nýtt. Það vill til að ég hef fjarskalega gaman af orðum. Já, þetta er fyrst og fremst vinna, svolítið þrifalegri en fiskvinna, en fiskvinnan hef- ur það aftur á móti framyfir að vera launuð.“ Komið og sjáið nýendurbættan Shell-skálann í Bolungarvík Nýjar vörur — Aukin þjónusta Höfum ávallt á boðstólum: Hina vinsælu Tomma borgara Heita kjúklinga Smurt brauð Heitar og kaldar samlokur Pylsur Kaffi Ö1 og gos Sælgæti Á laugardögum í desember er öllum þeim sem borða hjá okkur boðið upp á molasopa. Allir krakkar fá lukkupoka. Bjóðum 25% afslátt af jólakonfektinu Gjörið svo vel að reyna viðskiptin. Opið frá kl. 9:00 — 23:30 Shell-skálinn Bolungarvík

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.