Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 12

Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 12
12 íí vestfirEka TTABLASIS Nýjar bækur frá Erni og Örlygi KWSTÍXtíBííTSlKymK/SHxf KíM K ÞORAí.. , y.*.\ MV \OSKKivVm 220 Ijúffengir lamba- kjötsréttir eftir Kristínu Gestsdóttur. Fjöldi glæsilegra litmynda af réttunum prýða bókina auk margra teikninga. Út er komin hjá bókaklúbbi Arnar og örlygs bókin 220 Ijúf- fengir lambakjötsréttir eftir Krist- ínu Gestsdóttur höfund bókar- innar 220 gómsætir sjávarréttir sem kom út hjá Erni og Örlygi fyrir þremur árum. Hin nýja bók er prýdd fjölda glæsilegra lit- mynda auk margra teikninga eftir Sigurð Þorkelsson. Lengi hefur verið skortur á góðri íslenskri matreiðslubók um lambakjöt en með þessari bók er bætt þar um. íslenskt lambakjöt hefur þá sérstöðu fram yfir lambakjöt annarra þjóða að fé okkar gengur á fjalli sumarlangt og gefur það kjötinu sérkenni- legt villibragð. Bókin er samin með það í huga. Margir frábærir nútímaréttir eru í bókinni, svo sem pottréttir, pönnuréttir, ,,party“bollur, pizz- ur, hamborgarar, fondue, auk margra rétta úr hakki, læri, hrygg, framparti, slögum og leif- um. Að sjálfsögðu eru okkar þjóð- legu réttir hafðir með, svo sem slátur og sláturafurðir, bjúgu, hangikjöt, hrátt og soðið og salt- kjöt, en sýnt er hvernig salta má Staðarskáli, Hrútafirði Ákjósanlegur áfangi, hvort sem þér eruð á leið vestur eða að vestan. Athugið: Til okkar er ca. 4 mínútna akstur frá vega- mótum Strandavegar og Norðurlandsvegar við Hrúta fjarðarárbrú. Bensínafgreiðsla Gisting Fjölbreyttar veitingar eA\j/A " Ferðamannaverslun shd!i ★ Esso og Shell þjónusta Það stansa flestir í Staðarskála Opið alla daga frá kl. 8:00 — 23:30 Hrútafirði — Sími 95-1150 kjöt í heimahúsum á mjög auð- veldan hátt. Saltkjötið og hangi- kjötið er matreitt á fleiri vegu en hinn hefðbundna hátt. Bent er á skemmtilegt meðlæti með rétt- unum, en aftast er stór kafli með ídýfum, kryddsmjöri, sósum, hrásalötum og fleiri grænmetis- salötum auk brauðs. Guðmundur skip- herra Kærnested Sveinn Sæmundsson skráði Bókaútgáfan örn og örlygur hefur sent frá sér bókina Guð- mundur skiperra Kærnested skráða af Sveini Sæmundssyni blaðafulltrúa. Á bókarkápu seg- ir: ,,Hver er eiginlega þessi commander Kærnested? Hver er þessi maður sem berst við ofur- eflið eins og það sé ekki til og gefst aldrei upp? Þannig spurðu erlendir blaðamenn sem voru hér staddir um það leyti sem baráttan um 50 og 200 mílna fiskveiðilögsögu (slendinga stóð sem hæst. Það voru fleiri en SÆMUNDSSON blaðamenn sem spurðu um Guðmund Kærnested. Sjólið- arnir á freigátunum, sem ekki gátu orða bundist yfir áræðni Guðmundar, þreki hans og stað- festu. Hann gafst aldrei upp við að verja fiskveiðilögsöguna. Þetta var þeim undrunarefni. Það er ekki fjarri sanni að segja að Guðmundur hafi á þessum árum verið átrúnaðar- goð æði margra, sem áttu í bar- áttu við kúgunaröfl, því fregnir um athafnir hans fóru víða. En hver er þá þessi maður, sem vakti virðingu og aðdáun þeirra Vorum að fá nýjar gerðir af hinum geysivinsælu MANITY kuldastígvélum úrval af bama- og unglinga- skómfrá HUMANIC ELEANNA SUSJÉ ALMAC Að sjálfsögðu er einnig fjölbreytt úrval af alls kyns skófatnaði eins og endranær ATVINNA Verslunarstjóri óskast Upplýsingar á staðnum Vöruval Ljóninu, Skeiði STIGA Stiga snjósleðarnir eru komnir aftur — Takmarkaðar birgðir — Verð frá kr. 1.880.-3.470.- Þeir sem eiga pantanir vinsamiegast endurnýi þær Vélsmiðjan Þór hf. sem studdu málstað íslendinga og ýmissa þeirra sem háðu bar- áttu við ofurefli og magnstola reiði þeirra, sem níddust á lítil- magnanum? Saga Guðmundar er baráttu- saga allt frá barnæsku. Saga sem hann segir skrásetjara sín- um, Sveini Sæmundssyni, og lesendum án allrar tilgerðar og tæpitungu, hvort heldur það snertir hann sjálfan eða helstu ráðamenn þjóðarinnar." í bókinni eru 32 myndasíður og eru margar myndanna hinar sögulegustu. Kápu bókarinnar hannaði Sigurþór Jakobsson en myndataka var framkvæmd af í- mynd. Setning og prentun var unnin hjá Prentstofu G. Bene- diktssonar en bókband hjá Arn- arfelli hf. Blysför Friðarsamband Norðurhafa eru samtök margra friðarsam- taka og hópa við norðanvert Atlantshaf. Má þar nefna auk íslenskra aðila t.d. Nei til atom- váben í Noregi, CND (Camp- aign for Nuclear Disarmament) í Glasgow, Skotlandi, Irlandi og Orkneyjum, Svenska freds og skiljedomsföreningen auk aðila frá Færeyjum, Bandaríkjum Norður Ameríku, Kanada og víðar. Á ráðstefnu friðarsambands- ins, sem haldin var í Reykjavík í ágúst síðastliðnum, var ákveðið að mótmæla vígbúnaði norður- hafa nú í desember með tákn- rænum aðgerðum. Þess vegna er boðað til blys- farar og varðelds laugardaginn 15. desember næstkomandi í Bolungarvík. Á Stigahlíð er stefnt að byggingu radarstöðv- ar, sem augljóslega er hernað- armannvirki og því liður í auk- inni vígvæðingu. Á sama tíma svelta milljónir manna í heim- inum. (Frétt frá Undirbúningshópi) GULL hálsmen fyrir dömur og herra 1.535,- 1.060.- 900,- 664,- AXEL EIRÍKSSON Úra- og skart- gripaverslun

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.