Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 3
vestfirska FRETTABLAÐia Útg. og ábm.: Árni Sigurðsson Fagraholti 12 ísafirði. Blm.: Yngvi Kjartansson Áskriftar- og auglýsingasímar 4 011, 3100 og 3223 10. árgangur 15. desember 1984 51. tölublað Efnisyfirlit: Sr. Valdimar Hreiðarsson, Stað: Senn nálgast jóla lífsglöð læti ...................................... 5 Benedikt Torfason og Guðni Kristmundsson: Hátíðarréttir .......................................................... 7 Yngvi Kjartansson/Jónatan Einarsson: Tímamót hjá stórfyrirtæki .............................................. 8 Jón Þ. Þór: Kafli úr Sögu ísafjarðar ............................................. 17 Bæjarstjórn með fund um ísafjarðarbók ................................ 18 Yngvi Kjartansson: Viljum hjálpa öðrum að finna hamingjuleið ............................. 21 Yngvi Kjartansson: Orðið erfðasynd er ekki til í Biblíunni .............................. 23 Rúnar Helgi Vignisson: Að selja forsetann eins og klósettpappír ............................. 25 Nýjar bækur ........................................................... 25 Einar Garðar Hjaltason: Veiðistjórn — Gæðavinnsla ............................................. 27 Skóverslun Leós 80 ára ................................................ 29 Skjaldborg með 20 bækur .............................................. 30 Get ég tekið cjéns? ................................................... 31 Forlagið — Ný bókaútgáfa .............................................. 32 Æskulýðssamband vestfirskra safnaða: Jólasíða yngstu lesendanna ............................................ 33 Nokkrir Vestfirðingar: Hvað er þér minnisstæðast af því, sem gerðist á líðandi ári? ............................................ 34 Nýjar bækur frá Erni og örlygi ....................................... 36 Ólafur Helgi Ólafsson, Björn Helgason, Fylkir Ágústsson, Þröstur Jóhannesson, Guðjón Þorsteinsson og Hafsteinn Vilhjálmsson: Annáll ísfirskra íþrótta .............................................. 37 Bækur ................................................................ 44 Tvær hljómplötur ...................................................... 45 Yngvi Kjartansson: Ef allir í heiminum væru eins að innræti og mongólítar þá væru engar styrjaldir til .......................................... 46 Nýjar bækur ........................................................... 49 Sandfell hf. — Innflutningur í 20 ár ................................. 50 Fréttir og fleira .............................................. 56 og 57 GLEÐILEG JÓL, FARSÆLT NÝTT ÁR FORSÍÐAN Segja má að þessi haustvertíð hafi verið tími línubátanna. Dag eftir dag hafa þeir komið með mokafla að landi. Gæftir hafa verið góðar og sjaldgæft að sjá bátana klakaða. Forsíðumyndin okkar að þessu sinni er vatnslitamynd af Víkingi III. á vetrarvertíð og sýnir að veður er ekki alltaf svo milt, og oft eru bátarnir klakaðir og kalsamt við störfin á dekkinu. Myndin er gerð af Jóni Sigurpálssyni, myndlistarmanni. Ritstjórnarspjall Frá því verkföllum lauk hefur lífið geng- ið sisvona á voru landi, íslandi. Gengið hefur verið leiðrétt og ljóst er að framhald mun verða á kvótaskiptingu fiskveiða, að minnsta kosti um sinn. Ekki eru allir á einu máli um það hversu vel sú gengisskráning muni duga frum- greinunum. Kvótanum bölva menn sáran hér um slóðir og víst er um það að uppboð eru í aðsigi á fleiri togurum. Ef þarf að koma til fleiri uppboða, þá er það einlæg von okkar, að ekki takist verr til, en á Akranesi á dögunum, þar sem togarinn fór þó ekki úr bænum. Feykigott verð hefur fengist fyrir ferskan fisk á erlendum mörkuðum að undanfömu. Sléttanesið sló sölumet um daginn og gámafiskurinn frá Gunnvör og Févesk mun síðan hafa slegið það met miðað við verð per kíló. Uggvænlega þykir horfa fyrir frystiiðn- aði, þegar álíka gott verð fæst erlendis fyrir fisk ísaðan upp úr sjó, eins og unnin flök úr húsunum. — Kannske ágætt að þurfa ekki að vinna fiskinn. — Fleiri gætu þá snúið sér að þjónustustörfum. Þau virðast alltaf taka við vinnuafli. Selt á sama verði Sagan segir að ráðherra einn, sem hlynntur er sjávarútveginum hafi verið beðinn að fá því nú framgengt hjá ríkis- stjórninni að atvinnugreinin fengi að vera í friði fyrir „ráðstöfunum“ og fengi að njóta síns aflafjár. Ráðherra ku hafa svarað því til, að úti- lokað væri að fá stuðning við slíkt, þótt hann feginn vildi. Hins vegar yrði sennilega auðveldara að fá stuðning við tillögu um að leggja sjávarútveginn niður!!! Við seljum þennan ekki dýrara... Sýnt er að á þessu ári verður árgangur Vestfirska fréttablaðsins réttar 500 blað- síður. Blaðið er elsta stjórnmálalega óháða héraðsfréttablaðið, vikublað, sem kemur reglulega út. Við munum fagna 10 ára af- mælinu á næsta ári. í ágúst s. 1. lét Rúnar Vignisson af störf- um hjá blaðinu, en Yngvi Kjartansson réð- ist til starfa með okkur. Á tímabili í sumar gáfum við blaðið út tvisvar í viku í tilraunaskyni. Við erum enn að reyna að átta okkur á því, hvort sá háttur verður tekinn upp aftur, en þetta mæltist nokkuð vel fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.