Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 8
vestlirska rRETTABLASID Árið 1911, það ár sem Bolvíkingar hófu baráttu fyrir byggingu brimbrjóts, og það ár sem íslenska þjóðin stofnaði sína æðstu mennta- stofnun, Háskóla íslands, kom 13 ára bóndasonur inn- an úr Skötufirði, í fyrsta sinn til Bolungarvíkur. Hann kom með föður sínum á fjögurra manna fari til að stunda róðra frá Bolungar- vík. Á þessum tíma töldu ungir menn að til Bolungar- víkur mætti sækja fé og frama, karlmennsku og þrautseigju. Fjarlægðin á miðin réði mestu um hversu öflug verstöð Bolungarvík var. Þrátt fyrir að barátta fyrir bættum hafnarskilyrð- um væri hafin höfðu menn ekki erindi sem erfiði, og náttúran var ekki hliðholl. Á næstu árum var svo komið í elstu verstöð landsins að lé- leg hafnarskilyrði voru farin að vera allri uppbyggingu útgerðar til trafala, mætir sjómenn leituðu til annarra staða til þess að geta tekið við nýjum verkefnum á stærri og fullkomnari skipa- kosti. Þrátt fyrir þessa þróun gerðist það að ungi bónda- sonurinn, sem nú var giftur bolvískri konu, ákvað að setjast hér að og hefja útgerð, fiskverkun og verslun. Fyrirtæki Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík urðu 60 ára þann 1. nóvember síðastliðinn. Þau fyrirtæki, sem Einar Guðfinnsson og þeir synir hans eiga og reka nú í Bolungarvík eru: Einar Guðfinnsson hf., Baldur hf., Völusteinn hf. og íshúsfélag Bolungarvíkur hf. Reyndar eru eigendur íshússins fleiri en þeir feðgar, sem þó eiga mestan hluta þess fyrirtækis. Þeir Einar Guðfinnsson og synir hans, Guðfinnur, Jónatan og Guðmundur Páll, sitja aliir í stjórnum allra þessara fyrirtækja. f afmælishófi, sem haldið var í Félagsheimilinu í Bolungarvík, þann 1. nóvember, flutti Jónatan Einarsson ágrip af sögu fyrirtækjanna, og hefur hann góðfúslega gefið Vf. leyfi til að birta það hér. Blaðamáður lagði fyrir hann örfáar spurningar um hans þátt í rekstri fyrirtækjanna o.fl. Fyrsta spurning var: Hvenær komst þú til starfa hjá fyrirtækjum Einars Guðfinnssonar? Ja, ég hef hvergi annars staðar unnið. Ætli ég hafi verið nema 7 eða 8 ára þegar ég byrjaði að breiða fisk. Meðan ég var í skóla þá vann ég á sumrin og eftir að ég lauk við verslunarskóla, árið 1948, þá byrjaði ég strax hér í fullu starfi. Hvaða verkefni féllu þá í þinn hlut? f fyrstu var verslunarreksturinn aðalstarf mitt, en fljótlega tók ég einnig við stjórn skrifstofunnar. Árið 1963 byggðum við síldar- og fiskimjölsverksmiðju og hefi ég verið framkvæmdastjóri hennar síðan. Auk þess er ég stjórnarformaður íshúsfélags Bolungarvíkur h.f. og Baldurs h.f., sem á skuttogarann Dagrúnu. Annars má segja, að þrátt fyrir vissa verkaskiptingu okkar á milli, höfum við bræður, ásamt föður okkar tekið allar helstu ákvarðanir sameiginlega. Þá höfum við gengið hver í annars verk hér á heima- slóðum þegar einhver okkar hefur verið fjarverandi. En við höfum allir ferðast töluvert í gegn um tíðina, bæði vegna starfanna við fyrirtækið, og stjórnarstarfa í ýmsum félögum og fyrirtækjum. Nú hin síðari ár má þó segja að það hafi frekar komið í hlut sona okkar að leysa okkur af, en nokkrir þeirra eru komnir til starfa í fyrirtækinu, hver á sínu sviði. Hefur aldrei hvarflað að þér að þig langaði til að vinna hjá öðrum atvinnurekanda en Einari Guðfinnssyni? Einhvernveginn kom þetta nú af sjálfu sér. Ég er innfæddur Bolvík- ingur og hef haldið tryggð við staðinn og vildi leggja mig fram við að byggja hér upp. Þetta var árið 1924 og hinn 1. nóvember það ár telur hann stofndag fyrirtækis síns. í dag eru því liðin 60 ár frá því að Einar Guðfinns- son setti á stofn fyrirtæki í Bolungarvík. Dagurinn í dag er því ekki síst dagur stofn- andans. En hvaða mynd skyldi hafa blasað við stofnandan- um fyrir 60 árum. Ætli 60 ára svipmynd af htlu þorpi á skammdegiskvöldi gæti ekki virkað heldur döpur á okkur nútímamenn. Há drungaleg fjöll, olíutýrur í verbúðunum á kambinum, sem jafnframt voru aðalhíbýli og vinnu- staður fólksins. Það var ekki stórhýsum fyrir að fara eins og í hinum rótgrónu kaup- stöðum landsins. Verslunar- rekstur og útgerð höfðu ekki gengið of vel í Bolungarvík árin á undan. Það hlaut því að þurfa bjartsýni og bar- áttuhug til að velja þennan stað til athafna. Eitt var þó ljóst. Hér hlaut að búa harð- gert og dugandi fólk. Þær fyrstu eignir sem Ein- ar Guðfinnsson keypti í Bol- ungarvík 1. nóvember 1924 af Hæstakaupstað hf. voru: Verbúð, fiskhús, lítil versl- unarbúð og þessum eignum fylgdi uppsátur fyrir tvo báta, ennfremur leiguréttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.