Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 13

Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 13
13 vestfirska rUETTABLADID ég ekki stillt mig um að geta þess að Bolungarvíkurbær hefur verulegar tekjur af loðnuVerksmiðjunni. Eitt árið greiddi verk- smiðjan t.d. 30% af öllum aðstöðugjöldum sem bæjar- sjóður innheimti, 62% af öll- um vörugjöldum og 81% af vigtargjöldum. Að undanförnu höfum við unnið að tilraunum við meltuvinnslu og hafa til- raunir gengið framar öllum vonum. Frá því í byrjun maí hefur skuttogarinn Dagrún landað milli 400 — 500 tonnum af slógmeltu sem unnin er um borð úr tilfallandi slógi úr aflanum og úrgangsfiski, sem að öðrum kosti er hent. I loðnuverksmiðjunni er síðan unnið úr þessu lýsi og meltuþykkni sem selt hefur verið til graskögglaverk- smiðjunnar í Gunnarsholti, þar sem því er blandað sam- an við grasköggla, enda er meltuþykkni mjög eggja- hvíturíkt og hentar vel til fóðurgjafar. Talið er að verksmiðjan í Bolungarvík sé sú fyrsta sinnar tegundar sem vinnur meltuþykkni, en tilrauninni hefur verið stjórnað frá Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins. VERSLUNIN Eins og áður er fram komið var lítil verslunarbúð 25 ferm. og vörulager með í þeim eignum sem faðir minn keypti 1. nóv. 1924. Kaup- verðið var kr. 18 þúsund og 7 þúsund krónur átti að greiða strax. Faðir minn átti enga lausa peninga. Þennan vanda varð samt að leysa og viðskiptavit hins unga atvinnurekanda kom fljótt í ljós. Hann fékk fyrir þessari útborgun m.a. með því að selja aftur hluta af því sem hann var að kaupa. Semsagt daginn eftir kaupin gerir hann annan samning við Högna Gunnarsson, frænda sinn um leigu á versluninni til 3ja ára og ársleiga skyldi greiðast fyrirfram. Einnig seldi hann Högna allan vörulagerinn, að vísu ódýrt en gegn staðgreiðslu og þannig komst faðir minn yfir erfiðasta hjallann. En enn vantaði peninga í útborgunina. Þá fékk hann að láni hjá sjálfseignarfor- manni í Bolungarvík gegn góðum útlánsvöxtum. Nú, en Högni þreyttist á verslunarrekstrinum og faðir minn yfirtók verslunina eftir eitt ár. Salan fyrsta daginn, 2. Kristjan Jónatansson, Hálfdán Einarsson, Einar Jónatansson og Einar Kr. Guðfínnsson spjalla saman á skrifstofu fyrirtækisins. nóv. 1925 var kr. 57. Árið 1935 var svo keypt af Landsbankanum íbúðar- og verslunarhúsnæði Péturs Odssonar, við Hafnargötu eða 2 árum seinna en en ýmsar aðrar eignir frá d/b Péturs Oddsonar voru keyptar. Þetta þótti mikið hæð. Á tveim neðstu hæðun- um er vefnaðarvörudeild, skódeild og snyrtivörudeild. Á tveim efstu hæðun- um eru svo skrifstofur fyrir- tækjanna. Þessi húsakynni miðast við að hafa allt eftir ströngustu nútímakröfum. Við teljum að það sé mikið íslensku krónunnar var hækkað, var það lán föður míns að hann hafði ekki fengið bankafyrirgreiðslu til að kaupa fisk sjálfur um vorið. Þess í stað gerði hann samning við Jóhann Þor- steinsson, kaupmann á ísa- firði, um að hann keypti Þjóðhátíðardagur í Bolungarvík. — Sr. Gunnar Björnsson, frú Elísabet Hjaltadóttir og Einar Guðfinnsson. hús á þeim tíma og þarna var allur verslunarreksturinn og skrifstofan þar til 1955. Á árunum 1954—1955 var byggt tveggja hæða verslun- ar- og skrifstofuhús við Vitastíg 1, 300 ferm. gólf- flötur hvor hæð. Nú eru þarna búsáhalda- og gjafa- vörudeild á götuhæð en sportvörudeild, húsgagna- og heimilistækja deild á 2. hæð, en útgerðarvörudeildin er nú í gamla Péturshúsinu. Á árunum 1972 — 73 var byggt áfram upp Vitastíginn 3ja hæða hús með 500 ferm. gólffleti hver hæð. í þeirri byggingu eru matvörudeild á götuhæð með kjötvinnslu og brauðgerð, en veiðarfæra- verkstæði á neðstu hæð. Við endann á matvöru- deildinni var svo byggt 4ra hæða hús 300 ferm. hver upp úr því leggjandi að fólk sem býr úti á landi fái hlið- stæða þjónustu og fólk sem býr á stór-Reykjavíkursvæð- inu. Allt slíkt á þátt í því að fólk uni sér vel hér og vilji eiga hér heima. FISKVINNSLAN Fyrstu ársín í Bolungarvík lagði faðir minn mesta á- herslu á fiskkaupin, og hefur saltfiskurinn verið þýðingar- mikill þáttur í rekstrinum alla tíð og allt fram á þennan dag, þó að sjálfsögðu hafi dregið úr þeirri starfsemi eftir að hraðfrystihúsið kom til sögunnar. Faðir minn hóf fiskkaupin strax um áramót- in 1924—25, en þann vetur hafði hann einn starfsmann og tók á móti afla eins báts. Sumarið 1925 þegar gengi fiskinn fyrir hans hönd, verkaði hann fyrir ákveðna upphæð, en skilaði fiskinum fullunnum. Á sömu leið fór með sumarfiskinn. Banka- fyrirgreiðsla fékkst ekki til fiskkaupanna, þannig að hann seldi fiskinn upp úr salti til Péturs Oddssonar og Valdimars Þorvarðssonar. Hann fékk því fulla greiðslu fyrir það verk sem hann vann. Hinsvegar lentu eig- endur fiskins í gengishækk- uninni sem verkaði sem verðfall og hafði hörmulegar afleiðingar fyrir marga fisk- kaupmenn víða á landinu. I þetta skipti eins og oft síðar var gæfan föður mínum hliðholl. í ágústmánuði 1933 keypti faðir minn miklar ----------► 14 Áfangar r 1 sögu fyrir- tækjanna 1962 Tveir tappatogarar bætast við þegar hlutafélagið Röst á Raufarhöfn er yfirtekið. Þeir hljóta nöfnin Sólrún og Hafrún. 1963 17. maí er tekin fyrsta skóflustunga að nýrri síldar- og fiskimjölsverksmiðju og sex mánuðum síðar er verksmiðjan komin í fullan gang. 1964 Einar Guðfinnsson hf. stofnað um þann hluta rekstursins sem enn var í einkaeigu Einars Guðfinnssonar. Þetta fyrirtæki á og rekur verslanirnar, saltfiskverkunarstöðina, loðnuverksmiðjuna, mb. Hugrúnu og hið nýja skip, Sólrúnu. Tankskipið Þyrill tekið á leigu til síldarflutninga um haustið. Síðan er stofnað hlutafélagið Dagstjarnan á móti Fiskimjöli hf. á ísafirði og það félag kaupir Þyril sem hlýtur við það nafnið Dagstjarnan. Hugrún ís 7 kemur til Bolungarvíkur. 1968 Fyrsta tilraun til veiða og vinnslu hörpudisks, sem gerð er hérlendis, gerð af íshúsfélagi Bolungarvíkur. Til veiðanna var fenginn vélbáturinn Hrímnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.