Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 18

Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 18
vestfirska 18 rRETTABLACIS fulltrúa fyrir kaupstaðinn ísafjörð og einn skoðunar- mann. Kjósendur sem neyta vilja kosningarrjettar síns verða að mæta persónulega, og greiða atkvæði munnlega fyrir kjörstjóminni til bókar.“ Fyrstu lögbundnu kosn- ingar til bæjarstjómar á ísa- firði fóru fram mánudaginn 16. júlí 1866, og er ekki ann- að að sjá af heimildum en að kosningarþátttakan hafi ver- ið 100%. Eftirtaldir fimm menn hlutu flest atkvæði og töldust því rétt kjömir bæj- arfulltrúar: Brynjólfur Oddsson bókbindari og Þor- valdur Jónsson héraðslæknir með 15 atkvæðum hvor, Lárus Á. Snorrason verslun- arfulltrúi með 14 atkvæðum, V. T. Thostrup verslunar- fulltrúi með 13 atkvæðum og Guðbjartur Jónsson skip- herra með 8 atkvæðum. Næsti maður í röðinni fékk 4 atkvæði og aðrir færri. Hinir kjömu bæjarfulltrú- ar tóku allir kosningu og hétu því að gegna störfum sínum eftir bestu getu. Um leið og bæjarstjórnin var kosin var einnig kosinn end- ----------► 19 Þau lögöu sérstakan metnað í að skila góðu verki Halldór Herdís Friðgerður Finsm ísverksmidja án stórframkvæmda. Fullkomin ísdreifikerfi, einn maður í sparifötum getur afgreitt beint í skip eða á bíl. ísgæði og ís alltaf laus og létt að vinna með hann. VÉLASALAN HF. Ánanaustum — Sími 26122 Þakkarávarp Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför Eggerts Bjarna Lárussonar skipasmíðameistara Sundstræti 25 ísafirði Gústaf Lárusson, Kristjana Samúelsdóttir Samúel Gústafsson, María Maríusdóttir Anna Lára Gústafsdóttir, Steingrímur Steingrímsson Kristjana Ósk Samúelsdóttir, Hulda Steingrímsdóttir Eggert B. Samúelsson, Gústaf Steingrímsson Sigþór Samúelsson, Kristjana Steingrímsdóttir Hrafn Leó Á fundi bæjarstjórnar s. I. mán- udag var Saga Isafjarðar kynnt og þá var lokið miklu lofsorði á frágang bókarinnar. Þau sem einkum komu við sögu í hand- verkinu hér á ísafirði voru þau Herdís Hiibner, sem setti textann, Friðgerður Þorsteins- dóttir, sem leiðrétti bókina og braut hana um og Halldór Sveinbjörnsson, sem vann bók- ina á fílmu og plötu og hafði umsjón með prentun, sem unn- in var í Prentstofu G. Bene- diktssonar. Þá unnu þeir Hrafn Snorrason og Leó Jóhannsson mikið af þeim Ijósmyndum, sem eru í bókinni. Bæjarstjórn með sérstakan fund um ísafjarðarbók Bæjarstjóm ísafjarðar boðaði til sérstaks fundar s.I. mánudag að Hótel ísafirði til þess að kynna Sögu ísafjarð- ar fyrir bæjarfulltrúum og fréttamönnum, svo og til þess að þakka þeim, sem unnið höfðu að gerð bókarinnar. Við það tækifæri ávarpaði Jón Páll Halldórsson for- maður Sögufélagsins við- stadda og sagði meðal ann- ars: „Ég vil þakka forseta bæj- arstjómar fyrir að gefa okkur kost á að sitja þennan fund bæjarstjórnar ísafjarðar, sem haldinn er í tilefni þess, að 1. bindi Sögu ísafjarðar og Eyrarhrepps hins forna kemur nú fyrir almennings sjónir.“ „Það er sannfæring okkar Sögufélagsmanna, að með útgáfu þessa verks hafi tekist að forða frá glötun margvís- legum fróðleik, sem þykja muni mikils virði á komandi árum. Höfum við notið í þessu sambandi aðstoðar og stuðnings ótölulegs fjölda ísfirðinga, heima og heiman, sem hafa viljað leggja þessu verki lið. Koma mér sérstak- lega í hug tveir kaflar bókar- innar: Um sögusviðið, en þar nutum við aðstoðar Jóakims Pálssonar í Hnífsdal, Bjarna Halldórssonar í Tungu, Sig- urgeirs Jónssonar í Engidal, Sigurðar Jónssona-r, prent- smiðjustjóra og Marvins Kjarval í Amardal, en allir þessir menn eru hafsjór af fróðleik um umhverfi okkar. Hinn kaflinn er um: Útgerð opinna skipa og fiskimiðin, en þar nutum við aðstoðar Kristjáns J. Jónssonar, Berg- manns Þormóðssonar, Guð- mundar Maríassonar, sem allir eru búsettir á ísafirði og Þórðar Ólafssonar í Reykja- vík, sem allir þekkja Djúpið eins og buxnavasa sína.“ „Við Sögufélagsmenn er- um á vissan hátt stoltir af því, að vera hér að kynna ísfirskt handbragð, því að þessi bók er svo til eingöngu unnin af ísfirskum fagmönnum. prentstofan ísrún hf. tók að sér prentverkið, setningu, filmuvinnu og prentun. Auk prentsmiðjustjórans, Árna Sigurðssonar, hefir það verk hvílt á þeim Herdísi Húbner, sem setti alla bókina, Frið- gerði Þorsteinsdóttur, sem sá um umbrotið, og Halldóri Sveinbjömssyni, sem sá um alla filmuvinnu. Hann fylgdi svo verkinu eftir til Reykja- víkur og fylgdist með prent- uninni, sem unnin var í Prentstofu Guðmundar Benediktssonar, en Guð- mundur er fsfirðingur, eins og flestum mun kunnugt. Um bókbandið sá svo Bók- fell h.f. í Kópavogi. Um útlit kápu og titilsíðu sá enn einn ísfirðingurinn, Gunnar Úlfsson, en myndir á kápu tók Leó Jóhannsson á s.l. sumri. Hefir hann og Hrafn Snorrason veitt ómetanlega aðstoð við allt myndefni í bókina.“ Oddi hf. — Patrekur hf. Vestri hf, Patreksfirði Við óskum öllu starfsfólki okkar á sjó og landi, viðskiptavinum, svo og öllum Vestfirðingum, gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, og þökkum viðskiptin á líðandi ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.